Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989.
á1
Utlönd
Kosnlngabaráttan í New York:
Fellur helsta
vfigi demókrata?
Koch, borgarstjóri í New York, á undir högg að sækja í kosningabarátt-
unni. Borgarstjórinn sakaði í fyrra blökkumannaleiðtogann Jesse Jackson
um kynþáttahatur og vonaðist til að vekja upp næga úlfúð milli blökku-
manna og hvítra í borginni til að hvítir kjósendur fylktu sér að baki honum.
Bragð hans virðist hafa mistekist og hann hafa misst stuðning blökkumanna.
Teikning Lurie
New York hefur verið kölluð Kalkútta norðursins; eiturlyfjafár og glæpa-
bylgja ganga yfir borgina.
Birgir Þórissan, DV, New York
Hart hefur verið barist um borgar-
stjóraembættið í New York í sumar.
Koch borgarstjóri á undir högg að
sækja og repúblikanar eiga í fyrsta
sinn í áraraðir færi á að ná völdum
í einu helsta vígi demókrata.
Þó er enginn öfundsverður af því
að þurfa að glíma við það hrikalega
vandamál sem borgin stendur
frammi fyrir. Hvergi í heiminum er
eins mikill auður saman kominn eins
og í New York en þó er slíka eymd
þar að finna að borgin hefur verið
kölluð Kalkútta norðursins. Eitur-
lyflafár, glæpabylgja, útilegufólk á
götum, kynþáttahatur, skólakerfið
og heilsugæslan við það að hrynja,
sömuleiðis hundruð brúa og hrað-
brauta. Svo mætti lengi telja.
Þótt fj árhagsstaða borgarinnar hafi
styrkst nokkuð síðan hún rambaði á
barmi gjaldþrots fyrir rúmum áratug
er staðan langt í frá traust. Þrátt fyr-
ir þetta gerast nógir til að bjóðast til
að glíma við vandamálin.
Koch í framboð á ný
Hinn vægast sagt litríki borgar-
stjóri, Ed Koch, býður sig fram í
fjórða sinn en það lítur út fyrir að
hann mxrni falla í prófkjöri demó-
krata fyrir blökkumanninum David
Dinkins. En jafnvel þótt hann slyppi
í gegnum það hefur líklegasti fram-
bjóðandi repúblikana, Rudolph Giul-
iani, mikið forskot í skoðanakönnun-
um.
Borgarbúar eru orðnir þreyttir á
uppátækjiun borgarstjórans sem
frægur er fyrir hóflaust sjálfshól sitt.
Komist hefur upp um hvert hneyksl-
ið á fætur öðru hjá honum en enginn
vogar sér samt að reikna ekki með
honum. Helsti keppinautur hans í
prófkjörinu, sem verður 12. septemb-
er, er David Dinkins sem er blökku-
maður og hverfisstjóri Manhattan.
Einnig eru í framboði tveir gamal-
reyndir stjómmálamenn, Ravitch og
Goldin, en möguleikar þeirra eru
taldir litlir. Þeir eru gyðingar eins
og Koch en gyðingar og svertingjar
eru kjaminn í fylgi demókrata í borg-
inni.
Rénandi vinsældir
Koch vissi að vinsældir hans fóra
mjög rénandi. Því notaði hann for-
setakosningamar í fyrra til að reyna
að vekja upp úlfúð milli gyðinga og
svertingja með því að saka Jesse
Jackson um gyðingahatur. Bragðinu
var ætlað að tryggja að aðalkeppi-
nautur hans yrði úr röðum svert-
ingja. Með því vildi hann hindra að
kjami flokksmanna myndi samein-
ast um mótframbjóðanda gegn
honum.
Vonast hann til að vaxandi úlfúð
milli svartra og hvítra í borginni
fylki hvítum að baki sér. Ef enginn
frambjóðanda fær fjörutíu af hundr-
aði atkvæða í prófkjörinu verður
kosið aftur á milli þeirra tveggja
efstu. Eins og er virðist bragðið ætia
að mistakast. Dinkins er virtur og
virðulegur öldungur sem nýtur
breiðs stuðnings, jafnvel sumra
helstu forystumanna gyðinga. Hann
hefur lagt áherslu á að bera klæði á
vopnin milli kynþáttanna og mál-
efnalega baráttu. Eini umtalsverði
veikleiki hans er óreiða á skattamál-
um hans frá árunum 1969-1972 þegar
hann sleppti því að telja fram. Einnig
þykir sumum hann skorta hörku.
Koch hefur kosið hingað til að láta
eins og keppinautur hans í röðum
demókrata sé ekki til en beinir skeyt-
um sínum í staðinn að þeim fram-
bjóðanda sem mest fylgi hefur í skoð-
anakönnunum, repúblikanum Ru-
dolph Giuliani.
Ilmvatnsframleiðandi
í framboð
Giuliani gat sér gott orð sem sak-
sóknari í New York fyrir skelegga
framgöngu gegn bæði mafíunni og
hvítflibba-glæponum í kauphöllinni
í Wall Street. Það góða orð var ekki
síst aö þakka lagni hans við að kom-
ast í fréttimar. Fyrir vikið varð hann
að vænlegum frambjóðanda fyrir
repúblikana. Eini möguleiki repú-
blikana á sigri í þessu vígi demó-
krata var aö bjóða fram óumdeildan
mann sem eklti hefði flekkað sig af
pólitík.
En Adam var ekki lengi í paradís.
Ýfmgar hófust milli Giuliani og Al-
fonso D’Amato, öldungadeildarþing-
manns New York-fylkis. Sagt er að
D’Amato hræddist að skáka honum
sem oddvita flokksins í fylkinu. Hvað
um það bauð góðvinur hans, auðkýf-
ingurinn Ronald Lauder, sig fram
gegn Giuliani í prófkjöri repúblik-
ana. Lauder er sonur og erfingi Estee
Lauder sem byggði upp samnefnt
stórfyrirtæki í snyrtivörufram-
leiðslu.
Hann er lítt reyndur í stjórnmálum
en hafði verið sendiherra í Austur-
ríki í þakklætisskyni fyrir örlæti í
kosningasjóð Reagans. Lauder
markaði sér bás yst á hægri væng
stjómmálanna. Dauðarefsing og
andstaða við skattahækkanir eru
aðalmálefni hans. Hann fjármagnar
kosningabaráttu sína sjálfur og er
því ekki bundinn af ákveðinni há-
markseyðslu eins og aðrir frambjóð-
endur. Aætlað er að hann eyði jafn-
viröi um sex hundrað milljóna króna
í sjónvarpsauglýsingar þar sem hann
sakar Giuliani óspart um vinstri
villu.
Skítkast
Dæmigert fyrir baráttu Lauders
var þegar hann, og reyndar Koch
líka, reyndu að bendla Giuliam við
Noriega hershöfðingja í Panama sem
nú að Khomeini látnum keppir við
Gaddafi Líbýuleiðtoga um hlutverk
erkidjöfulsins í augum Bandaríkja-
manna. Eftir að Giuliani hætti sem
saksóknari gerðist hann meðlimur í
lögfræðifyrirtæki sem hafði meðal
viðskiptavina ríkisstofnun í Panama
en Lauder og Koch hafa aldrei haft
áhuga fyrir smáatriðum.
Þrátt fyrir að Lauder hafi farist
kosningabaráttan álíka lipurlega og
fíl ballettdans í glervörubúð hefur
honum tekist að valda Giuliani tals-
verðum vandræðum. Flokksbundnir
repúblikanar era fáir og margir ærið
hægri sinnaðir. En jafnvel þótt hann
tapi í prófkjörinu verður Lauder í
kjöri í kosningunum 7. nóvember.
Til viðbótar við aðalflokkana tvo
eru í New York smáflokkar. Veiga-
mestir þeirra era íhaldsflokkurinn
og Frjálslyndi flokkurinn. Lauder
verður frambjóðandi íhaldsflokksins
en Frjálslyndi flokkurinn bauð Giul-
iani aö verða frambjóðandi sinn.
Lauder hefur óspart notað það til
merkis um að Giidiani sé hættulegur
vinstri maður.
Nýliði í póiitik
Stuðningsmenn Dinkins í röðum
demókrata efndu aftur á móti til
mótframboðs gegn Giuliani innan
raða frjálslyndra. Þeir fengu fyrrum
formann flpkksins, sem næstum
hafði gengið af honum dauðum, til
að bjóða sig fram gegn Giuliani á
þeirri forsendu að Giuliani væri of
hægri sinnaður til að vera frambjóð-
andi þeirra. Stuðningur Fijálslynda
flokksins er nauðsynlegur fyrir Giul-
iani því þannig getur hann fengið
atkvseði kjósenda sem era óánægðir
með demókrata en myndu aldrei
kjósa repúblikana.
Styrkur hans og veikleiki er að
vera nýliði í stjómmálum. Hann þarf
fyrst og fremst að gæta þess að gera
engin mistök sem geta kostað hann
það góða álit sem hann nú nýtur. Til
þess þarf hann að gæta þess að skapa
sér ímynd sína sjálfur en láta ekki
andstaeðingana mála skrattann á
vegginn eins og auglýsingamenn
Bush forseta gerðu við annan lítt
þekktan frambjóðanda, Dukakis, í
fyrra.
Það er til marks um á hve háu stigi
kosningabaráttan er vestra að sér-
fróðir menn um pólítíska sölu-
mennsku sjá ólétta konu Giulianis
sem eitt hans helsta tromp. Bamsins
er von rétt fyrir prófkjörið og sjón-
varpsmyndavélamar verða náttúra-
lega ekiti langt undan með tilheyr-
andi tilfinningasemi. Að sögn sér-
fræðinga á að spila á tilfmningar
kjósenda.
Rudolph Giuliani, fyrrum saksóknari, er talinn líklegur frambjóðandi repú-
blikana i borgarstjórakosningunum i New York og telja margir hann í start-
holunum fyrir baráttuna. Teikning Lurie
Kodak
Express