Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ Í989. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Vandamálið er pólitískt Jón Baldvin Hannibalsson var viötalsglaður um helg- ina. Þrjú dagblöö birtu heilsíöuviötöl viö utanríkisráð- herra, hvert meö sínum hætti og mismunandi umræöu- efnum. Blöðin komu ekki að tómum kofunum hjá ráö- herranum og víst var það fróðlegt að lesa um viðfangs- efni Jóns Baldvins sem formanns í viðræðunefnd EFTA- landanna við Evrópubandalagið. Þær viðræður geta vissulega orðið afdrifaríkar varðandi framtíð íslands í samfélagi þjóðanna. Hinu verður þó ekki neitað að viðtalið í Alþýðublað- inu, málgagni Jóns Baldvins, vakti mesta athygli, enda er þar fjallað um málefni sem nær okkur standa, stöðu ríkisstjórnarinnar, verkefni og næstu framtíð. Þar koma fram byltingarkenndar skoðanir um ríkisfjármálin en Jón segir réttilega að forsenda allrar efnahagsstjórnun- ar sé að hafa reiður á ríkisbúskapnum. Hann hefur margar tillögur í þeim efnum og skulu fáeinar upp tald- ar: í fyrsta lagi að segja upp búvörusamningum og af- nema lagaskuldbindingar ríkisins um verð á allri land- búnaðarframleiðslu. í öðru lagi að hætta að styrkja hlið- arbúgreinar sem eru gjörsamlega gjaldþrota. í þriðja lagi að slá af nýframkvæmdir í vegamálum og láta við- hald vegakerfisins nægja. í fjórða lagi að stokka upp heilbrigðiskerfið „þar sem sérfræðingar í læknastétt sækja sér laun upp á tíu til tuttugu milljónir, nánast með sjálfvirkum hætti“. í fimmta lagi leggur Jón Baldvin til sparnað í skóla- kerfinu og bendir á að „lánasjóður íslenskra náms- manna sé örlátasta styrkjakerfi sem nokkur þjóð hefur fundið upp“. í sjötta lagi vill Jón afnema æviráðningu opinberra starfsmanna og spara í mannahaldi ríkisins með því að selja opinberar þjónustustofnanir. Hann vill opna peningamarkaðinn og stöðva sjálfvirka þenslu rík- isgeirans. Þetta er karlmannlega mælt. Það verður ekki af Jóni skafið að hann kann að taka upp í sig. Alþýðuflokkur- inn er tilbúinn, segir Jón, en hvað um aðra flokka? Hann svarar því sjálfur og segir að þeir þori ekki og geti ekki. Núverandi flokkakerfi er úrelt. Vandamáhð, segir Jón, er póhtískt. Nú er í sjálfu sér auðvelt að benda á að Alþýðuflokk- urinn á sinn þátt í því sjálfvirka kerfi sem formaðurinn er að gagnrýna. Alþýðuflokkurinn er ekki barnanna bestur þegar kemur að ríkisútgjöldum og sjálfvirkninni í velferðarkerfinu. En það hefur ekkert upp á sig að finna sökudólga. Það er nógu lengi búið að stunda þann bama- leik að karpa og kenna hver öðmm um. Aðalatriðið er auðvitað hitt að hér er reyndur stjórnmálaforingi að lýsa yfir því að íslensk stjórnmál séu komin í þrot, flokk- amir komnir upp í horn. Vandamálið er póhtískt, segir Jón Baldvin. Það er sko sannarlega rétt hjá honum. En hver vih skera á hnútinn? Og hver getur skorið á hnútinn? Margt af því sem Jón Baldvin gerir að um- talsefni varðandi ríkisfiármálin em orð að sönnu. Skatt- peningar og erlendar skuldir standa ekki undir öhum þeim náttúrulögmálum sem þar gilda. En flokkakerfið og hagsmunagæsla á þeirra vegum er svo sterk að vandi er að sjá að þeir hafi bolmagn til að hrista af sér klaf- ana. Alþýðuflokkurinn meðtalinn. Sannleikurinn er sá að breytinga í íslensku efna- hags- og stjómmálahfi er ekki að vænta frá flokkum sem viðhalda sjálfúm sér með því að viðhalda kerfinu. Breyt- ingamar verða að koma annars staðar frá. Ellert B. Schram Þróunarsamvinna - vanræktur þáttur íslenskra utanrikismála Þaö er kunnara en frá þurfi að segja aö okkur Íslendingiun hefur gengiö illa aö standa viö fyrirheit og hátíðlegar samþykktir um fjár- framlög til þróunarsamvinnu - til þróunaraöstoðar viö lönd hins svo- kaUaða þriöja heims. Nú eru 27 ár hðin síðan allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti einum rómi aö iðnvæddar þjóðir skyldu stefna að því að veija 1% þjóðarframleiðslu sinnar til aðstoðar við þróunarlönd. Seinna var samþykktin túlkuö þannig að væri opinbera framlagiö 0,7% þjóð- arframleiðslu myndu hlutar hjálp- arstofnana og neyðaraðstoðar að jafnaði fylla upp í þau 0,3% sem á vantaði. Öll Norðurlöndin önnur en ísland hafa fyrir löngu náð þessu marki og nokkur fleiri Evr- ópuríki. Bandaríkin og Kanada eru nærri markinu. Við íslendingar erum furðulega aftarlega á merinni í þessum efn- um, hvemig sem á það er htið. Hin svokahaða marghhða þróun- arsamvinna hefur einkum verið fólgin í því að greiða til hinna ýmsu stofnanna Sameinuðu þjóðanna, „leggja í púkkið" án þess að hafa mikil áhrif á notkun þeirra pen- inga, oftast ahs engin. Að magni til (krónutölu) hafa framlögin til marghhða þróunaraðstoðar oftast verið mun hærri en tvíhhða fjár- veitingar nema árin 1983 og 1984 þegar rannsóknarskipið Fengur var í smíðum. Það voru einu árin sem þróunaraðstoð íslands skreið yfirO,l% afþjóðarframleiðslu. Síð- asthöin ár hafa framlög ríkisins verið á bihnu 0,05 til 0,06% af vergri þjóðarframleiðslu. En í ár (1989) mætti reikna öh framlög íslands til þróunarsamvinnu og þróunarað- stoðar um 0,09% af vergri þjóðar- framleiðslu. Eru þá meðtahn fijáls framlög landsmanna til ýmissa hjálparstofnana og hlutafé í alþjóða þróunarsjóðum. Þetta eru tölumar þrátt fyrir samþykkt Alþingis 1985 um að 0,7% markinu skyldi náð fyrir 1992 og mikla áherslu á þróunarmál í stefnuyfirlýsingum a.m.k. þriggja síðustu ríkisstjóma. Hvernig er fé til þróunar- samvinnu variö? Stundum heyrast þær raddir að þróunaraöstoð sé braðl og fottræf- ilsháttur. Á Norðurlöndunum er það heldur ekkert leyndarmál að þau njóta sjálf beins og óbeins hag- ræðis af sinni þróunaraðstoð í við- skiptum, í atvinnu fyrir menntaða sérfræðinga og í góðvild og virð- ingu á alþjóðavettvangi. Þróunarstofnanir Norðurlanda hafa stundum oröiö fyrir gagnrýni af þessum orsökum, sérstaklega heima fyrir. Sjálfsagt hefur mátt benda á einstök dæmi til að rétt- læta þessa gagnrýni en oft hefur hún sprottið af þekkingarskorti. Þaö er í sjálfu sér ekkert við þaö að athuga að greiða „norrænum" sérfræöingum sæmileg laun fyrir vinnu í þróunarlöndum eða nota „norrænar“ góðar vörur til upp- byggingar þar. Þetta gerum við líka og líklega í meira mæh en hinar Norðurlandaþjóðimar. Af heildarútgjöldum ÞSSÍ á árinu 1988 var um 27 mihjónum varið th fiskveiðiverkefnisins á Græn- höfðaeyjum. Þar af vom 13,0 miUj- ónir greiddar í laun, tíl íslenskra yfirmanna í áhöfn og svo sendi- manna, þ.e. sérfræðinga í veiðum, vinnslu og rannsóknum. Ferða- kostnaður þessara manna ásamt uppihaldi sérfræðinga, kostnaði viö eftirhtsferðir og fundi yfir- manna ÞSSÍ á eyjunum varð um 3,0 miUjónir króna. Tryggingar á skipi og áhöfn vora um 1,8 miUjón- ir og varahlutir og ýmis annar KjaUaiinn Björn Dagbjartsson matvælaverkfræöingur kostnaður. Samtals voru íslensk- um starfsmönnum og þjónustuaðil- um greiddar tæplega 19,0 milljónir af þessum 27 en kostnaður á Græn- höfðaeyjum var 8,0 miUjónir króna. Þetta held ég að við ættum að athuga vel áöur en viö köstum steinum í aðra, ýmist út af hræsni í þróunarmálum eða hvaö íslend- ingar njóti htUs sjálfir af þróunar- hjálp sinni miðað við aðra. Auk þessara rekstrarþátta fór skipið fuUt af íslenskum vörum og búnaöi suður eftir, s.s. fiskkössum, hand- færarúllum, veiðarfærum, umbúð- um og fleira. Þróunarsamvinna er utan- ríkismál Sumir segja að Vesturlandabúar séu að friðþægja samviskunni eftir arðrán og kúgun fyrri alda með þróunarhjálp við Afríku og sum Asíulönd. Sú kenning á varla við núkU rök að styöjast, a.m.k. ekki gagnvart Norðurlandabúum sem eru að mestu saklausir af shku. Það er einnig staðreynd að „syndir ferðranna" era gleymdar eftir einn mannsaldur (40-50 ár) og engar lik- ur th að fólk í V-Evrópu og N- Ameríku finni nú til sektar frá 19. öld. Þetta er nútímahugsjón studd tilfinningalegum rökum, líka póht- ískum og efnahagslegum. Vissulega heyrast eins hér og víð- ar gamalar kreddusetningar eins og: Svertingjamir hafa það best í Suður-Afríku. Eða: í Suðurafríska lýðveldinu er meira lýðræði en í flestum svertingjaríkjanna. í þessu felst mikfl vanþekking enda era stjómmál í Afríku geysiflókin og fáránlegt af okkur að ætla að breyta þeim. Afsakanir íslendinga era af ýmsum fleiri rótum rannar en hugmyndafræöin bak við þró- unarsamvinnu: að hjálpa til sjálfs- hjálpar, á erfitt uppdráttar ennþá. Tilfinningaleg rök fyrir aðstoð við þróunarlöndin voru áður fyrr og era reyndar enn hjá mörgum samúð, meðaumkun og svohtil for- sjárhyggja. En þeir sem styðja þróunarsam- vinnu af mestum krafti nú og starfa að þessum málum era hvorki skýjaglópar né yfirmáta róttækir í skoðunum. Þetta er heUbrigt hugs- andi fólk sem hugsar um framtíð mannkynsins aUs, með svohtinn neista af hugsjón og þó nokkuð af heUbrigðri skynsemi. Þetta fólk er kannski ekki beint að hugsa um utanríkispóhtík og gefur oft htið fyrir hin efnahagslegu rök. En sið- fræði þess er óbrengluð og áhuginn brennandi. Því miður er aht of htið af slíku fólki á íslandi (a.m.k. með- al þeirra sem ráða íjárlagagerð). Það virðist hggja fyrir að póli- tískar vinsældir og áhrif fást greið- legar ef góð samvinna og tengsl hafa myndast í gegnum þróunar- hjálp. Rauði þráðurinn í utanríkis- málum er einmitt baráttan um vin- sældir og áhrif. (Þetta þekkjum við, meira að segja hvernig íslensk handboltanámskeið í Afríku höfðu góð áhrif til stuðnings í alþjóða- samtökum handboltamanna.) Efnahagslegu rökin voru oft hér áður þau aö losna við, „pranga“, vöru og þjónustu frá iðnríkjum th þróunarríkja, vöra sem ekki var svo auðvelt að selja annars staðar. Einstaka ríki er sakað um þetta enn (Ítalía, Frakkland) en alþjóðastofn- anir (Alþjóðabankinn, OECO o.fl.) hafa nær því upprætt þess háttar „aðstoð". Sömuleiðis er enn barist um hráefnin en námufyrirtæki komast ekki lengur upp með þaö að greiöa það sem þeim sýnist fyrir aðstöðuna á hverjum stað. Efnahagslegu rökin fyrir þróun- arsamvinnu og þróunaraðstoð nú- tímans eru fyrst og fremst þau að koma sér upp viðskiptavild í mark- aðslöndum framtíöarinnar. Það er ekki amalegt fyrir Dani að vera bestu vinir Thahendinga eða Hol- lendinga að hafa stutt með ráðum og dáð við bakið á Indónesíumönn- um þrátt fyrir erfið samskipti um tíma. Þessi lönd telja margir að verði „Japan" og „Kórea“ næstu framtíðar. Það þarf ekki að segja hugsjóna- mönnum og þeim sem þekkja til þróunarsamvinnu að það sé bæði skynsamlegt og þarft að styðja við bakið á nýfijálsum þróunarríkjum. En hinir „köldu efnishyggjumenn" nútímans mættu gjarnan hugleiða það að þróunarsamvinna íslend- inga er vanrækt utanríkismál, ut- anríkisviðskiptamál framtíðarinn- ar. Björn Dagbjartsson Þróunarsamvinna hefur einkum veriö fólgin í því að greiða til hinna ýmsu stofnana S.Þ. „Tilfmningaleg rök fyrir aðstoð við þróunarlöndin voru áður fyrr og eru reyndar enn hjá mörgum samúð, með- aumkun og svolítil forsjárhyggja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.