Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. Útlönd Pólitísk óvissa í Póllandi - forsetakjöri ef til vill frestað Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, og Bronislaw Geremek, hugmyndafræð- ingur samtakanna, á fyrsta þingfundi neöri deildar pólska þingsins i gær. Símamynd Reuter Stjórn og stjómarandstaöa í Pól- landi reyna nú að komast að mála- miðlunarsamkomulagi til að koma þjóðinni úr þeirri pólitísku óvissu sem ríkir í landinu. Þrátt fyrir setn- ingu hins nýja þjóðþings í gær ríkir mikil óvissa um stjómarmyndun og fyrirhugað forsetakjör. Nýkjömir fulltrúar Samstöðu, hinna óháöu verkalýðssamtaka, unnu eið í gær og tóku sæti sitt á þingi. Er það í fyrsta sinn síöan seinni heimsstyrjöldinni lauk að stjómarandstaöa tekur sæti á þingi í austantjaldslandi. Alls hefur Samstaða 259 þingmenn, bæði í efri og neðri deild, en 560 þing- menn eiga sæti á pólska þinginu. Samstaða ræður yflr 99 af 100 sætum í efri deild en 160 af460 sætum í neðri deild. Kommúnistar og bandalags- flokkar þeirra hafa meirihluta á þinginu. Fyrir þinginu Uggur nú að kjósa forseta og bjuggust flestir við að gengið yrði til kosninga í þessari viku. En Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi kommúnistaflokksins, sem tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki bjóða sig fram, gaf í skyn í gær að kosningu yrði ef til vill frestað. í samtali við fréttamenn fyrir utan þinghúsið kvaðst hann ekki viss um hvenær forseti yrði kosinn. íhaldssöm öfl innan flokksins hafa þrýst ipjög á hershöfðingjann að end- urskoða afstöðu sína til forsetafram- boðs. Hann var í gær spurður hvort hann hefði tekið ákvörðun um eigið framboð. Nei, ekki enn, svaraði Jaruzelski. Þjóðin hefur ekki forseta, forsætis- ráðherra né ríkisstjóm, sagði frétta- skýrandi í pólska sjónvarpinu í gær. Samkvæmt fréttum dagblaðs Sam- stöðu hafa samtökin boðist til stjóm- armyndunar gegn því að styðja for- setaframbjóðanda kommúnista. Hef- ur helsti hugmyndafræðingur sam- takanna, Bronislaw Geremek, verið nefndur sem forsætisráðherraefni. í gær lagði hann aftur á móti að Pól- verjum að fara sér hægt og leggja áherslu á stöðugleika í sfjómmálum. Segja heimildarmenn í Póllandi að nú sé komið að kommúnistum að svara tilboði Samstöðu. Samstaða hefur 46 prósent sæta á þinginu en þrátt fyrir að kommúnist- ar og bandalagsmenn þeirra hafl meirihluta virðist sem mikil óvissa ríki um stuðning meirihluta við for- setaframbjóðanda kommúnista. hm- anríkisráðherra Póllands, Czeslaw Kiszczak, sem Jaruzelski styður til embættisins, sagði í gær að hers- höfðinginn væri hæfastur til að gegna starfinu. Reuter Palmemálið: Ákærði neitaði að svara saksóknara Eftir nokkurra vikna hlé átti aö yfirheyra Christer Pettersson, meintan morðingja Oiofs Palme, fyrir rétti 1 gær. Eför ræðustúf neitaði hann að svara frekari spumingum saksóknara. Benti hinn ákærði á að aðeins eitt vitni hefði stutt hann og það vitni heföi saksóknari gert sér far um að gera sem ótrúverðugast. Fynverandi strætisvagnsstjóri hafði á mánudaginn samband við sænskt dagblað og lögregluna eftir aö hafa lesið grein um vitnið frá östersund sem geflð hefur meint- um morðingja Olofs Palme garvist- arsönnun. Strætisvagnsstjórinn hafði í mörg ár keyrt í úthverfum norðurhluta Stokkhólms og kann- aðist bæði viö vitnið frá Östersund og ákærða. Sagðist strætisvagnsstj órinn hafa séð vitnið frá Östersund, 68 ára gamlan mann, á brautarstöðinni í Mársta klukkan 21.30. Sagðist hann hafa veriö með þeim sfðustu sem fóru úr lestinni og hafi brautarpall- urinn verið tómur. Innan við hliðið hafi þó hinn 68 ára gamli maður setið. Hinn síðarnefiidi hefur hald- iö því fram aö hann hafl verið á brautarstöðinni klukkan 23.30 og aö hinn ákæröi hafi verið þar sam- tfmis. Var þaö nokkrum raínútura eftir að Palme var myrtur í miö- borginni 28. febrúar 1986. Strætisvagnsstjórinn er viss ura aö þaö hafi einmitt verið morö- kvöldið sem hann sá vitnið frá Öst- ersund. Hann sagöist muna það þar sem hann heföi verið á aukavakt, fengið útborgað, séð vitniö og morðfréttina daginn eftir. Hann var einnig viss um tímann þar sem hann skrifaði alltaf í dagbók hven- ær hann fór heim, Hann hefur geymt allar dagbækur. Þessi frásögn strætisvagnsstjór- ans þarf ekki að þýða að vitniö Ijúgi. Það segist sjálft hafa keypt sér súkkulaðistykki klukkan 21.30 í blaðasölu á brautarstöðinni. Síð- an hafi það farið á krá og svo heim með síðustu lestinni frá Mársta. Vitnið þarf heldur ekki að hafa logið þegar það sagðist hafa kveikt á útvarpinu klukkan fjögur nóttina eftir morðið tíl að hlusta á sveita- söngva í þeirri von að dóttir þess væri meðal söngvaranna. Kvaðst vitnið sérstaklega muna eftir kvöldinu á brautarstöðinni þar sem það nóttina eftir hefði heyrt morðfréttina í staö söngvanna. Dóttir vitnisins sagði fyrir rétti á mánudaginn aö um þetta leyti hefði ekki veriö til nein upptaka af sveitasöngvum með henni Þess vegna hefði ekki verið nein ástæöa fyrir fööur hennar að ætla að hann myndi heyra i henni í útvarpinu. Nu hefur hins vegar stjórnandi umrædds útvarpsþáttar sagt að um þetta leyti hafi veriö til upptaka með dótturinni. Segir útvarpsmaö- urinn að annaðhvort Ijúgi dóttirin eða að hún hafi gleymt því að upp- takan var til. Haiöi útvarpsmaður- inn beðið þá sem vildu taka þátt í sænsku sveitasöngvakeppninni aö senda inn upptökur fyrir 1. mars. Það var hins vegar ekki fyrr en 12. mars sem farið var að útvarpa því semsentvarinn. TT Nauðungaruppboð á effirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum ta'ma: Rekagrandi 3, íb. 03-02, þingl. eig. Jón Guðmundsson, fostud. 7. júlí ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Borgarsjóður Reykjavíkur. Seilugrandi 3, íb. 054)1, þingl. eig. Gísli Petersen, fóstud. 7. júH ’89 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og tollstjórinn í Reykjavík. Seljugerði 6, þingl. eig. Magnús Gests- son, föstud. 7. júlí '89 kl. 10.15. Upp- boðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands hf________________________________ Skógarás 2, íb. 034)1, þingl. eig. Garð- ar Gunnlaugsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Urriðakvísl 1, þingl. eig. Sigurbjöm Þorleifsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Vallarás 2, íb. 014)2, þingl. eig. Bygg- ingasamvinnufél. ungs fólks, fóstud. 7. júlí ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Vallarás 2, íb. 024)4, talinn eig. Jón Hafhfjörð Ævarsson, föstud. 7. júli ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands og Gjald- heimtan í Reykjavík. Vallarás 2, íb. 0305, þingl. eig. Bygg- ingarsamvinnufél. ungs fólks, föstud. 7. júlí ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Vesturberg 146, hluti, taL eig. Sigurd- ór Haraldsson og Þóra Þorgeirsd., föstud. 7. júlí ’89 kl. 14.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Vesturgata 71, íb. 0301, talinn eig. Sigurbjörg Ögmundsdóttir, föstud. 7. júh ’89 kl. 14.30. Uppbpðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Vindás 2, íb. 034)1, talinn eig. Eyþór Steinarsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTnB í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftírtöldum fasteignum fer fram í dómsal embætBsins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum ta’ma: Ásvallagata 25, kjallari, þingl. eig. Gunnar Þ. Sigurðss. og Kolbrún Þor- geirsd, föstud. 7. júlí ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki ís- lands hf. Brávallagata 6, hluti, þingl. eig. Guð- rún Ófeigsdóttir Hjaltestoi, fóstud. 7. júlí ’89 ld. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Brúarás 12, þingl. eig. Jón Ólafeson, föstud. .7. júlí ’89 kl. 10.30. Uppboðs- beiðendur em Róbert Ami Hreiðars- son hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki íslands hf., Ásgeii' Thor- oddsen hdl. og Jóhann Pétur Sveins- son lögfr. Feijubákki 8, hluti, talinn eig. Páll Gíslason, föstud. 7. júlí ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Othar Öm Petersen hrL__________________________ Fiskislóð 99-119, þingl. eig. Sjóver hf., föstud. 7. júlí ’89 kl. 13.30. Úppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Funahöfði 10, þingl. eig. Jónas Karls- son, föstud. 7. júlí ’89 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Gnoðarvogur 76, hluti, þingl. eig. Daníel Þórarinsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurður Georgsson hrl., Útvegsbanki Islands hf., Ölafrir Gústafeson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Fjárheimtan hf., tollstjórinn í Reykjavik og Val- garður Sigurðsson hdl. Hólmgaiður 31, talinn eig. Ami Ing- ólfur Arthursson, fóstud. 7. júlí ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Jón Finns- son hrl. Hverafold 54, þingl. eig. Ingvar Skúla- son, fóstud. 7. júlí ’89 kl. 13.45. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Karfavogur 11, 1. hæð, talinn eig. Rafii Guðmundsson, föstud. 7. júli ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlacius hdl. Krummahólar 6, 1. hæð DE, þingl. eig. Elsa Bjamadóttir og Magnús Loftsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Verslunar- banki íslands hf., Kristinn Hallgríms- son hdl., Reynir Karlsson hdl., Iðnað- arbanki íslands hf. og Ólafur Axelsson hrl. Langholtsvegur 19,1. hæð, talinn eig. Sigurður Guðjónsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 149, kjallari austur, þingl. eig. Elsa ísfold Amórsdóttir, föstud. 7. júlí ’89 kl. 13.45. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugamesvegur 86, l.t.v., þingl. eig. Guðmundur Sigþórsson, fóstud. 7. júh ’89 kl. 14.30. Úppboðsbeiðendur em Búnaðarbanki íslands, Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Verslunarbanki Islands hf. Melsel 14, þingl. eig. Gunnar Sigur- bjartsson, föstud. 7. júlí ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, tollstjórinn í Reykjavík og Útvegsbanki íslands hf. Skaftahlíð 15, risíbúð, þingl. eig. Jó- hannes Jóhannesson og Ólafía Dav- íðsd., föstud. 7. júli ’89 kl. 14.00. Upp- boðsbeiðendur em Veðdeild Lands- banka íslands, Skúh J. Pálmason hrl., Sigurður Georgsson hrl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Skildinganes 18, þingl. eig. Þórunn Halldórsdóttir, föstud. 7. júh ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Jóhann Þórð- arson hdl. Sólvahagata 30, þingl. eig. Nína Björk Ámad. og Bragi Knstjónsson, föstud. 7. júh ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Útvegsbanki íslands hf., Lands- banki íslands, Baldur Guðlaugsson hrl., Verslunarbanki íslands hf., Landsbanki íslands, Jón Ingólfeson hdl. og Ath Gíslason hrl. Súðarvogur 52, efri hæð, þingl. eig. Jóhannes Þ. Jónsson, föstud. 7. júh ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Torfufeh 33, 4. hæð 2, þingl. eig. Jó- hann Ingi Reimarsson, föstud. 7. júh ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Tunguvegur 90, þingl. eig. Jón Hah- grímsson, föstud. 7. júh ’89 kl. 14.30. Úppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Verslunarbanki |slands hf., Ólafiir Gústafeson hrl., Útvegs- banki íslands hf., Guðjón Ármann Jónsson hdl., LandsbanM íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Túngata 38, þmgl. eig. Sveinn Snæ- land, föstud. 7. júh ’89 kl. 11.30. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdehd Landsbanka Islands. Vesturgata 52, hluti, þingl. eig. Gfeh Þórðarson, fóstud. 7. júh ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Ólafiir B. Ámason hdl., Fjárheimtan hf. og Landsbanki íslands. Þingholtsstræti 1, þingl. eig. Óli Pétur Friðþjófeson, föstud. 7. júh ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Þingholtsstræti 6, þingl. eig. Þórarinn Sveinbjömsson, föstud. 7. júh ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTh) í REYKJAVÍK Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftírtöldum fasteignum: Borgargerði 4, 2. hæð, þingl. eig. Júl- íus Bijánsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 7. júh ’89 kl. 17.00. Upp- boðsbeiðendur em Búnaðarbanki fe- lands, Landsbanki íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Bjöm Ólafur Hahgrímsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Veðdehd Landsbanka íslands, Reynir Karlsson hdl. og Innheimtu- stofiiun sveitarfél. Engjasel 83, 4. hæð t.v., þingl. eig. Þóra Guðleifedóttir, fer fram á eign- inni sjálfri föstud. 7. júh ’89 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur ern Veðdehd Landsbanka íslands og Valgarð Bri- em hrl. Fannafold 135, þingl. eig. Sigurlína Ehý Vilhjálmsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri föstud. 7. júh’89 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thor- oddsen hdl., Eggert B. Ólafeson hdl. og Jóhannes L.L. Helgason hrl. Klesppsmýrarvegur, Fylkir, þingl. eig. Innkaup hf., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 7. júlí ’89 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur em Landsbanki felands, Hahgrímur B. Geirsson hrl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Síðumúh 29, bakhús 2. hæð, þingl. eig. Tannsmíðaverkstæðið hf., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 7. júh ’89 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur em Tohstjórinn í Reykjavík, Iðnlánasjóð- ur og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTh) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.