Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. íþróttir í breska blaðinu News of the World segir aö Ray Harford. framkvæmdastjóri Luton, hafi á dögunum neitaö mjög góðu til- boöi firá tyrkneska félaginu Galt- asaray. Þaö félag hefur siöustu dagana borið víurnar í Sigfried Held, landsliðsþjálfara íslendinga, eins og raunar hefur komið firam i DV. Ray Harford, sem hefur náö mjög góðum árangri með hatta- borgarliðiö, sagöi í samtali viö News of the World að tilboð Tyrkjanna væri vissulega ánægjulegt en hann teldi hins vegar að margt væri enn óunniö hjá félagi sínu, Luton Town í Bretiandi. -JÖG Simdmelstaramótið: Meistarar í einstökum sundgreinum Sundmeistaramót ís- lands 1 sundi fór fram í Sundlaugunum í Laugardal um síð- ustu helgi eins og greint var frá f DV á mánudag. Sigurvegarar í einstökum greinum á mótinu urðu þessi; • Ragnheiður Runóifsdóttir, ÍA, sigraði í 100 m bakstmdi . kvenna á 1:09,66 min. Birgir Öm Bírgisson, Vestra, sigraði i 100 m skriðsundi á 57.50 sek. Arnþór Ragnarsson, SH, sigr- aði í 200 m hringusundi á 2:33,06 min. Ragnheiöur Runólfsdótt- ir, ÍA, sigraöi í 100 m bringu- sundi á 1:14,70 mín. Gunnar Ársælsson, ÍA, slgraöi í 200 m flugsundi á 2:21,63 mín. Ragnar Guðmundsson, Ægi, sigraði í 1500 m skriðsundi á 16:40,51 mín. • Halldóra Sveinbjörnsdótt- ir, Bolungarvík, sigraöi í 800 m skriðsundi á 10:05,63 mín. Arn- þór Ragnarsson, SH, sigraði í 400 m fjórsundi á 4:52,73 mín. Arna Þórey Sveinhjömsdóttir, Ægi, sigraði í 100 m lugsundi á 1:08,01. Bðvarð Þór. Eðvarðs- son, UMFN, sigraði í 200m bak- sundi á 2:14,31 mín. Helga Sig- urðardóttir, Vestra, sigraði í 400 m skriðsundi á 4:39,93 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sígraði í 400 m fiórsundi á 5:12,35 mín. Gunnar Ársæls- son, ÍA, sigraði í 100 m flug- sundi á 1:02,22 mín. Eygló Traustadóttir, Ármanni, sigr- aði 1 200 m baksundi á 2:36,75 mín. • Ragnar Guðmundsson, Ægi, sigraði í 400 m skriösundi á 4:14,75 mín. Ragnheiðin* Run- ólfsdóttir, ÍA, sigraði í 200 m bringusundi á 2:40,11 mín. Am- þór Ragnarsson, SH, sigraði í 100 m bringusundi á 1:08,94 mín. Helga Siguröardóttir, Vestra, sigraði í 100 m skriö- sundi á 1:00,58 mín. Eðvarð Þór Eðvarösson, UMFN, sigraði í 100 m baksundi á 1:01,72 mín. Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægi, slgraöi í 200 m flugsundi á 2:33,11 mln. • A-sveit Vestra sigraöi í 4x100 m skriösundi kvenna á 4:22,35 mín. A-sveit SH sigraöi í 4x100 m fjórsundi karla á 4:20,98 mín. A-sveit Ægls sigr- aöi í 4x200 m skriðsundi karia á 8:40,47 mín. A-sveit Ægis sigraöi í 4x100 m fjórsundi kvenna á 4:58,04 mín. -JKS Sigi Heid þjálfar í Tyrklandi - verður einnig áfram með íslenska landsliðið „Viö ákváöum á fundi í kvöld aö gefa Sigi Held leyfi til að taka tilboði Galatasary. Jafnframt mun Held stjóma íslenska landsliöinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru í und- ankeppni heimsmeistaramótsins og ef liðið nær þeim áfanga að komast í úrslitakeppnina þá verða viðræður teknar upp aö nýju,“ sagði Eliert B. Schram, formaður Knattspymusam- bands íslands eftir viðraeður KSÍ og Siegfried Held í gærkvöldi. „Þaö var ekki hægt að neita Held um þetta girnilega tilboð frá Tyrkj- unum. Þaö heföi ekki þjónað neinum tilgangi að setja honum stólinn fyrir dymar og hefði aðeins þýtt óþarfa leiðindi. Það hefði líka verið út í hött að fara að leita að nýjum þjálfara núna með svo stuttum fyrirvara. Held hefur staðið sig mjög vel og við treystum honum fullkomlega til að • Sigi Held mun taka við tyrknesku meisturunum Galatasary. klára verkefni sitt með landsliðið. Ef liðinu tekst síðan aö komast áfram í lokakeppnina þá á ég von á að Held muni stjórna þar en það verður rætt sérstaklega ef svo fer. Ef liðið kemst hins vegar ekki áfram verðum við örugglega að leita að nýjum lands- liðsþjálfara," sagði Ellert ennfremur um þetta mál. Eins og kom fram mun Held gera 2 ára samning við Galatasary og er talið að hann fái u.þ.b. 8,8 milljónir fyrir vikið. Galatasary er stærsta lið Tyrklands um þessar mundir og náði liðið mjög góðum árangri í síðustu Evrópukeppni. Held er reyndar ekki fyrsti Vestur-Þjóðveijinn til að þjálfa liðið því landi hans Jupp Derwall var áður við stjórnvölinn hjá félaginu og gerði liðið tvívegis að meisturum. -RR Leikmenn grænlenska landsliðsins í leiknum viö Víkverja. Grænlenska liðið hefur komið á óvart með góðum leik. Grænlendingar æfa á Fróni - hafa búiö sig undir Eyjaleikana hér á íslandi Knattspymulandslið Grænlend- inga hefur verið hér á landi í æfinga- búðum og búið sig undir Eyjaleikana í Færeyjum. Grænlenska liðið hefur spiiað fá- eina æfingaleiki á þeim tíma við lið úr neðri deildum. Grænlendingar leika áferðarfallega knattspymu en þá skortir kraft og skipulag til að ná stöðugleika. Liðið tapaði fyrst fyrir Árvakri en óx síðan ásmegin og gekk betur gegn Augnabliki og Víkveija. Fyrrtalda leikinn vann grænlenska liðið með nokkrum mun en þann síð- artalda 5-3. í þeirri viðureign varð það annars helst til tíðinda að Jó- hannes úr Víkverja skoraði mark eftir aðeins 47 sekúndur. Þá kom Gylfi Sigfússon inn í lið Víkveija að nýju eftir langvarandi meiösli og stoð sig með prýði. -JÖG EM í golfi: íslendingar í 13. sæti - á EM áhugamanna í goffi Evrópumóti áhugamanna í golfi lauk ura síöustu helgi. Mótið fór firam i Wales á Bretlandseyjum og höfnuðu íslendingar í 13. sæti af 20 þátttökuþjóðum. Englendingar urðu hiutskarpastir á mótinu en Skotar komu þeim næstir. Bronsið hrepptu írar en frændur okkar Svíar höfnuðu i 4. sæti. Keppendur í hði íslendinga vom þeir Guðmundur Sveinbjömsson úr GK, Hannes Eyvindsson úr GR, Ragnar Ólafsson úr GR, Sigurður Sigurðsson úr GS, Sigurjón Amarsson úr GR og Úlfar Jónsson úr GK. Ulfar Jónsson náði bestum árangri ísiendinganna í höggleik, fór samtals á 150 höggum. Fór hann fyrst á 79 höggum og síðan á 71 höggi. -JÖG • Sigursælir Þróttarar sjást hér fagnandi < í 8 liða úrslit og fær væntanlega stórlið í i bika - sigruðu Víkinga, Bikarmeistarar Vals hófu bikarvömina vel með 2-1 sigri á Víkingum í spennandi og skemmtilegum bikarleik á Hlíðarenda- vellinum í gærkvöldi. Valsmenn, sem tróna í efta sæti 1. deildár, þurftu þó að taka á öllu sínu til að leggja baráttuglaða Víkinga að velli og það tókst ekki fyrr en eftir fram- lengdan leik. Fyrri hálfleikurinn var frekar daufur og fátt sem gladdi auga þeirra 900 áhorfenda sem mættir vom á Hlíðarenda. Valsmenn voru meira með boltann en þeim tókst ekki að skapa sér nein marktækifæri. Víkingar voru nær því að skora fyrir hlé en Bjarni Sigurðsson varði vel þrumuskot Aðalsteins Aðalsteinssonar. Heldur lifnaði yfir leiknum í síðari hálf- leik og það voru Víkingar sem náðu forys- tunni á 50. mínútu. Örn Torfason skallaði knöttinn inn fyrir vörn Vals og þar var Júgóslavinn Goran Micic á réttum stað og skoraði framhjá Bjarna í markinu. Vals- menn voru þó fljótir að átta sig og aðeins 5 mínútum síðar voru þeir búnir að jafna. Láms Guðmundsson fékk stungusendingu í gegnum Víkingsvömina og átti í litlum erfiðleikum með að skora. Valsmenn sóttu öllu meira en skyndisóknir Víkinga vom

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.