Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. •krift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. Stakk af frá árekstri Árekstur varö milli sendibíls og fólksbíls á mótum Álíhólsvegar og Túnbrautar í Kópavogi klukkan 7.20 í morgun. Einhveijar skemmdir urðu á sendibílnum en fólksbíllinn stakk af frá árekstrinum og var ekki fundinn þegar blaðiö fór í prentun. Mun það vera hvítur bíll, líklega af Ford-gerð. Sendibíllinn var Ijósgulur Benz. Lögreglan í Kópavogi óskar eftirvitnumafárekstrinum. -hlh Fleira fólk en hænur Árið 1988 gerðist þaö í fyrsta sinn síðan snemma á síðasta áratug að mannfólkið í landinu var fleira en hænsnin. Þar réð meira um 45 þús- und fækkun hænsnanna en rúmlega 4 þúsund manna fólksfjölgun. Á milli áranna 1987 og 1988 fækk- aði refum á íslandi um 11.300. Á sama tíma fjölgaði minkum hins vegar um 36.200. Loðdýrum fjölgaði því um rétt tæp 25 þúsund milli áranna. Þetta kemur meðal annars fram í nýbirtri búfjártalningu í Hagtíðind- um. Fyrir utan minkana fjölgaði -^hrossum, nautgripum og svínum einnig. Sauðfé, kanínum og hænsn- umfækkaðihinsvegar. -gse Texaco inn í Olís á 170 miiyónir? Alþjóðlega oliufyrirtækið Texaco mun svara Olís endanlega um miðjan þennan mánuð um það hvort fyrir- tækið kaupi 28 prósent hlutafjár í Olís á um 3 milljónir doflara eða ___rúmlega 170 mifljónir króna. Tveir háttstettir fulltrúar Texaco frá höfuðstöðvunum í Bandaríkjun- um, ásamt Texacomanni frá Dan- mörku, áttu fund með Landsbanka- mönnum og Olísmönnum 15. júní síðastflðinn, eins og fram hefur kom- ið í DV. Fleiri fundir hafa ekki verið haldnir en Texaco mun ætla að gefa endanlegt svar á næstunni. Ljóst er að Texaco-fyrirtækinu er þaö mikið í mun að deilur Olís og Landsbankans hætti komi fyrirtækið inn í Ofls. Dómur Hæstaréttar í gær um að Landsbankanum bæri að skfla 28 prósentum hlutbréfanna, sem Olís lagði fram sem tryggingar en fógeta- réttur úrskurðaði að Landsbankinn •^éldi, var mjög mikilvægur fyrir 01- ís. -JGH ítilboðspakkalandbúnaðarráðu- frosinn en 6,8 kfló þíður. DV fékk innihaldið. í Ijósi þessa hefur verið ræddumpakkavarþvíiraun44,6% neytisins, sem nú er seldur undir Ingvar H. Jakobsson matreiðslu- haldið fram að raunlækkun á kjöt- hærra en merkingar utan á pokan- nafinnu Lambakjöt á lágmarks- meistara á Hótel Holti til þess að inu sé 20-25% en ekki 10,75%. I um gáfu til kynna. Ljóst er áð yfir- verði, er samkvæmt könnun DV hluta innihaldiö sundur í fitu, bein pakkanumsemDVkeyptivarheiU lýsingar söluaðila um vandaða 57,8% af hreinu kíöti, 18,5% af fitu og hreint kjöt. Verð á hreinu kjöti hækill með lærinu, dindill með snyrtingu á kjötinu standast alls og 23,7% bein. Verð á kflói af er þvi 692 krónur miðað við þítt beini og þrjár hálssneiðar sem ekki og augljóst mál að t.d. hækill hreinu kjöti er þvi samkvæmt kjöt en 664 miðað við þyngd á reyndust vera nær eingöngu bein. og hálssneiðar nýtast engum, aflra þessu 692 krónur en ekki 365-383 frosnu kjöti. Sé reiknað með að neytandinn síst á grillið. krónur eins og auglýst er. Það hefur verið ítarlega auglýst kjósi að borða 50% fitunnar meö Nú er rætt um að hætta að selja Prófið fór þannigfram að keyptur að innihald tilboðspakkans eigi að kjötinu verður verð á hveiju kílói þyngstu skrokkana og þar meðfeit- var einn poki af D-úrvalskjöti á 383 vera vel snyrt og tilbúið á griflið 597 krónur. asta kjötið. krónur kflóið. Pakinn vó 7,1 kfló og neytendur eigi að geta nýtt allt Verð á hverju kiló af kjöti í um- -Pá DV-mynd GVA Bflainnflutningurinn: Samdrátturinn um 70 prósent í ár Á fyrstu þremur mánuðum ársins var um 70 prósent minna flutt inn tfl landsins af bifreiðum en á sama tíma í fyrra. Þá nam innflutningur bifreið um 1.690 mifljónum á verðlagi ársins í ár en á fyrstu mánuðum þessa árs nam innflutningurinn um 525 miflj- ónum. Mismunurinn er 1.160 miflj- ónir. Afls dróst innflutningur saman um 17,3 prósent eða um 3.150 milljónir. Samdráttur í innflutningi bíla vegur því þungt í heildardæminu. Á sama tíma dróst innflutningur heimilistækja og annarrar varan- legrar rekstrarvöru saman um 27 prósent og innflutningur á fatnaði um rúm 18 prósent. Innflutningur á matvöru stóð hins vegar í stað. Innflutningur á vörum tfl fjárfest- ingar var um 600 milljónum eða um 23 prósent minni á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. -gse Spaugstofan: Ovíst hvort hún byrjar aftur í Sjónvarpinu Viðræður standa nú yfir á milli Sjónvarpsins og Spaugstofumanna. Þeir kitluðu hláturtaugar lands- manna á síðasta vetri og var ætlunin að stofan yrði endurvakin á næsta vetri. Samkvæmt heimfldum DV er nú fullkomlega óvíst hvort að af því verður en fjárhagsstaða innlendrar dagskrárdefldar Sjónvarpsins er slæm núna. „Ég veit það bara ekki ennþá hvort við verðum með næsta vetur. Það er verið að ræða þessi mál núna og of snemmt aö segja tfl um hvaö út úr því kemur,“ sagði Karl Ágúst Úlfs- son, leikari og einn af höfundum Spaugstofunnar, í samtali við DV. -SMJ þverhandarþykkum síð- um af bændakjöti? Veðriö á morgun: Léttir til Á morgun verður norðvestlæg átt ríkjandi á landinu. Lítflsháttar rigning verður á Norðausturlandi framan af degi en léttir síðan held- ur tfl víða um land, einkum sunn- anlands. Hiti verður 10-14 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.