Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 28
I' 1' 1 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. Andlát Sighvatur Andrésson, Skriðustekk 19, andaðist á heimili sínu 1. júlí. Hulda Nielsen Girdan lést 30. júni á Miami, Flórida. Marta Ólafsson, Sunnuvegi 13, Reykjavík, andaðist í Landakotsspít- ala þriðjudaginn 4. júlí. Halldór Kristmundsson vörubif- reiðastjóri, Vesturbergi 65, lést 2. júb á Grensásdeild Borgarspítalans. Jaröarfarir Þóroddur Ingvar Jóhannsson, Eikar- lundi 22, Akureyri, sem lést 2. júb sL, verður jarðsettur frá Akureyrar- kirkju fóstudaginn 7. júb kl. 13.30. Kristín J. Hjaltadóttir kjólameistari lést 26. júní sl. Hún fæddist á Flat- eyri við Önundarflörð 30. október 1943, dóttir hjónaima Marsibilar S. Beníharðsdóttur og Hjalta Þor- steinssonar. Kristín lauk námi frá fatahönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík. Að þvi loknu starfaði hún hjá Alafossi. Þaðan lá leið hennar til Öryrkjabandalags íslands þar sem hún veitti saumastofu samtakanna forstöðu. Haustið 1986 settist Kristín á skólabekk við Kennaraháskóla ís- lands til að öðlast fullgild kennara- réttindi. Jafnhhða því hóf hún kennslu við fatahönnimardeild Iðn- skólans í Reykjavík. Kristín giftíst Gísla Stefánssyni, en þau shtu sam- vistum. Þau eignuðust eina dóttur. Útfor Kristínar gerður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Ingibjörg K. Lárusdóttir lést 26. júní sl. Hún fæddist 17. febrúar 1923, dótt- ir hjónanna Sigurbjargar Sigur- valdadóttím og Lárusar F. Bjömsson- ar. Ingibjörg gekk í Verslunarskól- ann og brautskráðist þaðan 1941. Hún rak í mörg ár í félagi við foður sinn matvöruverslun að Freyjugötu 27. Vann Ingibjörg eftir það á skrif- stofu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en síðar hjá Karh K. Karls- syni, umboðs- og heildverslun. Hún giftist Bergi Andréssyni, en hann lést árið 1984. Þau hjónin eignuðust tvö böm. Útfor Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Ferðalög Útivistarferöir Miðvikudagur 5. júli kl. 20, Hjallar - Myllulœkjartjörn. Létt kvöld- ganga um Heiðmörkina. Verð 500 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Muniö miðvikudagsferðimar í Þórsmörk. Dagsferðir og til sumardval- ar. Sjáumst. Tapað fundi Lyklar fundust 8 lyklar á kippu fundust á Þrengslavegi. Upplýsingar í síma 98-31460. Kettlingurfannstí Hafnarfirði Lítill grábröndóttur kettlingur fannst í Hvömmunum í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 44127 eftir kl. 19. Tilkyimingar Tilkynning frá héraðslækni Um miðjan júnimánuð kom upp útbrota- faraldur í Grímsey. Yfir 40 manns fengu einkenni. Flestir fengu útbrot en sumir bæði útbrot og óþægindi í augu og eyru. Sjúkdómseinkennin má rekja til bakter- íunnar pseudomonas aeruginosa en hún ræktaðist frá nokkrum einstaklingum með einkenni. Smitleið virðist hafa legið um sundlaug staðarins. Klórblöndun sundiaugarvatnsins mim hafa farið niður fyrir viðmiðunarmörk einhveija daga. Liklegt er að þá hafi bakterían náð aö fjölga sér og sýkja sundlaugargesti. Pseu- domonas bakterían, sem þrífst vel í raka, getur hafa borist úr umhverfi eða með fólki en engin leið er að rekja það til hlít- ar. Rétt er að taka fram að þegar heil- brigðisfúlltrúi tók sýni úr sundlaugar- vatninu þann 15. júní sl. fundust engar bakteríur í vatninu og klórblöndun var eðlileg. Þeir sem sýktust eru á góðum batavegi og laugin hefur verið opnuð aft- ur eftir sótthreinsun. Sumarmót AA samtakanna Sumarmót AA samtakanna verður hald- ið í Galtalækjarskógi helgina 7.-9. júlí. Þar verður margt sér til gamans gert. Sameiginlegt grili verður, dansleikir og trúðurinn Jógi mætir á mótið. Verð kr. 1.600, frítt fyrir 16 ára og yngri. Nánari upplýsingar gefa Ámi, s. 71804, og Sigurð- ur, s. 623189. Menning Púttklúbbur Hana nú Á heilbrigðisdaginn þann 10. júní sl. stofnuðu 50 félagar i Frístundahópnum Hana-nú púttklúbb í samvinnu við íþróttaráð Kópavogs. Klúbburinn var stofiiaður í GoÖskálanum í Gerðahreppi, Leirum, en þar voru Hana-nú félagar á ferð að kynna sér þessa fjölskylduíþrótt. Bæjaryfirvöld Kópavogs hafa heimilað að nýta hluta af Rútstúninu undir pútt- völl. Völlurinn verður opnaður með há- tíðlegri athöfn fimmtudaginn 6. júlí kl. 18 og eru allir Kópavogsbúar velkomnir. Krislján Guðmundsson bæjarstjóri flytur ávarp og opnar púttvöllinn væntanlega með „holu í höggi“. Homaflokkur Kópa- vogs leikur undir stjóm Bjöms Guðjóns- sonar. Síðan verður fólki gert kleift að pútta undir leiðsögn fagmanna en pútt- kylfúr og boltar verða til reiðu á svæð- inu. Tekið skal skýrt fram að púttvöllur- inn er auðvitað opinn öllum Kópavogs- búum, ungum sem öldnum, enda er pút- tið íþrótt sem hentar öllum og tilvalið er fyrir fjölskylduna aö sameinast á sunnu- dögum og pútta á Rútstúni. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra Hin árlega fjögurra daga ferð verður far- in 10.-13. júlí. Lagt verður af stað frá kirkjunni nk. mánudag kl. 10. Gist verður í sumarhúsum í Vík og Skaftafelli. Kom- ið við í Þórsmörk, á Kirkjubæjarklaustri, hjá Jökuilóninu og á fl. stöðum eftir því sem veður og timi leyfa. Nánari upplýs- ingar gefúr Dómhildur í síma 39965. „Þegar amma var ung“ skátamót í Leyningshólum Skátafélagið Klakkur á Akureyri heldur skátamót í Leyningshólum, Eyjafirði, dagana 6.-9. júlí. Þátttakendur verða á aldrinum 9-15 ára í aðalbúðum. Drótt- skátar sjá um vinnu á mótinu. Mottóið í vinnubúðunum verður „Slítum okkur út“. Fjölskyldubúðir verða til staðar og eru opnar öllu áhugafólki um skátastarf. Foreldrar og gamlir skátar geta komið og fylgst með skátastarfinu og tekið þátt í dagskrá. Dagskráin verður spennandi, hægt verður að fara 1 Hikeferð, þrauta- braut, vatnssafari, trönubyggingar, úti- eldun, læra á áttavita og kynnast störfum hjálparsveita. Á kvöldin verða síðan varöeldar og tivolí á laugardagskvöldinu. Félag eldri borgara Farin verður dagsferð laugardaginn 8. júli nk. um Hvalfjörð, Borgames, Bifröst, Þverárhiíð, Kalmanstungu, Húsafell, Hraunfossa, Hálsasveit, Reykholt og Dragháls til Reykjavikur. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Ævisaga Páls Jónssonar í tileftú þess að hinn 20. júní voru 80 ár liðin frá fæðingu Páls Jónssonar bóka- varðar og ljósmyndara frá Ömólfsdal, sem lést 27. maí 1985, hefúr Bókaútgáfan Öm og Örlygur gefið út ævisögu hans skráða af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Þann 18. júní sl. var vígt hið nýja safnhús Borgarfjarðar í Borgamesi og jafnframt opnuð þar sérstök deild með öUum bókum Páls heitins sem hann hafði ánafnað safninu eftir sinn dag. Ævisaga Páls Jónssonar er gefin út í 331 eintaki og fæst aðeins hjá Bókaútgáfunni Öm og Örlygur, Síðumúla 11. Bókin er sett og prentuð í prentsmiðjunni Steinholti en bundin í bókbandsvinnustofúnni Flat- ey. FREEPORTKLUBBURINN Vegna andláts Josephs Pirros, ráðgjafa á Free- port Hospital, Long Is- land, verður sungin sálumessa (requiem) í kirkju Krists konungs í Landakoti fimmtudag- inn 6. júlí 1989 kl. 18.00 (kl. 6 síðdegis). Freeportklúbburinn Kristján Davíðsson - Málverk, 1989. DV-mynd GVA Eilíf augnablik Meðan flestír baráttufélagar hans úr septemberstríðunum hafa fest sig í þeim vítahring endurtekninga sem formhyggjumönnum af gamla skólanum er svo hætt við er Krist- ján Davíðsson sífellt aö bijóta und- ir sig nýjar lendur eða yngja upp gamlar hugmyndir. Að vísu hafa mætir menn mót- mælt þessu og haldið því fram í mín eyru að auðveldara sé að slá ryki í augu fólks með litríkum og hvatlega máluðum verkum á borð við þau sem Kristján er þekktur fyrir en verkum sem eru skýrt og skipulega uppbyggð, jafnvel þótt hvor tveggja séu óhlutbundin. Sem stafar af þvi, segja þeir, að sérhver pensildráttur, sem dreginn er frí- hendis, er í eðli sínu glænýr, getur ekki verið endurtekning og virðist því sífellt vera viðbót við það sem fyrir er. Á hinn bóginn sýnist skipulega uppbyggð myndlist einatt ganga út á það að hafa hemil á fijálslegri og „eðlilegri" tjáningu, koma skikkan á hana sem gefur henni einatt yfir- bragð yfirvegaðrar formfestu sem ekki sé hægt að svindla á. Hér eru á ferðinni tvær lífseigar meinlokur, sennilegast til orðnar vegna tveggja grundvallarviðhorfa Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson til tilverunnar, hins rómantíska og hins klassíska. í raun og veru er ekkert sem seg- ir að þaulskipulögð og rökræn myndlist geti ekki verið bæði frum- leg og gegnsýrð sterkum tilfinning- um, sjá málverk Mondrians. Þó kemur stundum fyrir ráðsetta Ustamenn að þeir fara að líta á sjálfa byggingu verksins sem inn- tak þess en það er akkúrat sá sjúk- dómur sem hijáir margan gamlan septembermanninn. Dautt mynstur Vitaskuld geta hvatlegir og óhlut- bundnir pensildrættír hæglega snúist upp í skrautskrift og dautt mynstur sem engir htir megna að blása lífi í, sjá til dæmis afstrakt- málverk Frakkans Mathieu sem eitt sinn þótti smart. Það er sem sagt engu auðveldara að „blöffa“ með fijálsri afstrakt- sjón en reglubundinni. Sérhver pensilstroka reynir manninn. Hún getur verið breið og letileg, mjó og þanin til hins ýtr- asta, grisin eða efnismikil. Hún getur verið á sjálfstæðu róh um flötinn, ýjað að einhverju sem við þekkjum, eða dregið upp mynd af hinu óþekkta. Þótt Kristján Davíðsson sé ró- maður fyrir htróf sitt er hið ríku- lega yfirbragö mynda hans ekki síður að þakka þróttmikilh teikn- ingu hans sem gerir aht í senn, að velta upp hálf-gleymdum minning- um, brjóta th mergjar upplifanir í nútíö og nýsast fyrir um framtíð. í íslenskri náttúru Nýjustu myndir Krisljáns, sem nú eru til sýnis í Nýhöfn við Hafn- arstræti, staðfesta það sem margan hefur lengi grunað, að það er djúpt í íslenskri náttúru sem rætur myndmáls hans hggja. Heiti eins og „Snjór, vatn og land“ eru skýrar vísbendingar, sömuleiðis blár sjónhringurinn efst í myndunum en umfram aht hin óreglulega löguðu og harð- hnjóskulegu form sem engjast sundur og saman á dúkum hsta- mannsins, form sem í meðfórum hans verða sem eilíf augnablik. Sýning Kristjáns Davíðssonar í Nýhöfn stendur til 24. júní næst- komandi. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.