Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989.
9
Utlönd
V-þýsk fyrirtæki
flæktísölu
á sinnepsgasi?
Gizur Helgasan, DV, Reersnæs:
Ríkisrekiö indverskt verslunarfyr-
irtæki seldi í marsmánuði síöastliön-
um til írans 60 tonn af efnum sem
notuð eru til framleiöslu á eiturgasi.
V-þýsk yfirvöld rannsaka málið eins
og er og þá aðallega hvort 257 tonna
sending af sömu efnum sé nú á leið-
inni til írans með v-þýsk fyrirtæki í
spilinu.
Indverskur embættismaður sagði í
viðtali við New York Times nú á
laugardaginu aö þetta indverska
verslunarfyrirtæki hefði selt 60 tonn
af thinyl-klóríö til írans fyrir 50 þús-
und dollara. Hann undirstrikaði að
hér væri ekki um að ræða neitt ólög-
legt þar eð umrætt efni er notað til
framleiðslu á illgresiseyði og því eng-
ar hömlur á kaupum og sölu á því.
Það er aftur á móti einnig notað við
framleiðslu á sinnepsgasi.
Síðastliðinn fimmtudag gerði v-
þýska lögreglan skyndiárás á efna-
verksmiðjuna Reineisen GMBH í
Dusseldorf. Ríkissaksóknari segir
fullsannað að fyrirtækið hafi selt 257
tonn af thinyl-klóríð til írans án þess
að fá útflutningsleyfi fyrst. Nú kanna
yfirvöld hvort efnið sé á leiðinni til
írans með skipi.
Yfirvöld í V-Þýskalandi hófu rann-
sókn í málinu þegar bandaríski utan-
ríkisráðherrann, James Baker, gaf
starfsbróður sínum, Vestur-Þjóð-
verjanum Hans Dietrich Genscher,
ábendingu um aö v-þýskt fyrirtæki
væri flækt í sölu á sinnepsgasi til
írans með Indland sem miUilið.
Setja stjóm
Júgóslavíu
úrslitakosti
Júgóslavneskir verkamenn settu
ríkisstjóm Ante Markovic úrslita-
kosti í gær samkvæmt fréttum dag-
blaðsins Politika og kröfðust þess að
hömlur yrðu settar á verðbólguhrað-
ann í landinu. Verðbólga í Júgóslav-
íu nemur nú 652 prósentum.
Verkamennimir, sem em frá iðn-
aðarhverfinu Rakovica, lögðu fram
kröfur sínar í bréfi til forsætisráð-
herra og annarra embættismanna
ríkisstjómarinnar.
Verkamennimir fara fram á að
yfirvöld leggi fram raunhæfar efna-
hagsaðgerðir sem hægi á verðbólgu.
Segja þeir að verði það ekki gert fyr-
ir haustið, nánar tiltekið september-
mánuð, þurfi stjórnvöld að taka af-
leiðingunum sem af geti hlotist.
Tugþúsundir verkamanna frá
Rakovica fóm í kröfugöngu að þing-
húsinu 1 Belgrad í október síðastíiðn-
um en snem aftur til vinnu að beiðni
Slobodan Milosevic.
Mikil óánægja með kaup og kjör
ríkir meðal Júgóslava. Hafa þeir sýnt
óánægju sína með því að efna til
verkfalla og hafa um 800 verkföll
skollið á það sem af er árinu.
Reuter
Lífeyrissjóðir
eru samtrygging!
Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-,
maka- eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem
nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs.
Sumir halda hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók,
þ.e. iðgjöidin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og
greiða skuii lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengur!
Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna-
lífeyris hjá SAL-sjóðunum.
Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti
að miða viðgreidd iðgjöld bótaþeganna.
Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Þeir eru langtum meira!
í>
Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það!
SAMBAND ALMENNRA
IÍFEYRISSIÓDA
- Samræmd lífeyrisheild -
Kvöldverður við Niagara fossa
Þú flýgur með Arnarflugi tilAmsterdam. Þar tekur við þér breiðþota trá
KLM sem lendir í Toronto kl. 15:20 að staðartíma. Ef þig langar til að
borða kvöldverð við Niagara fossa, hefurðu nógan tíma. Kr. 59.620