Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
Fréttir__________________________________________________________________________dv
Seljendur ráða markaði á kvóta:
Verðið gæti farið allt
upp í 40 krónur kflóið
- þegar líða fer á árið
Þar sem margir útgerðarmenn eru
nú komnir langt með kvóta sinn eða
jafnvel búnir með hann getur svo
farið að verð á kvóta fari allt upp í
30 til 40 krónur er líða tekur á árið.
Þetta var mat útgerðarmanna sem
DV ræddi við. Ástæðan fyrir þessu
svimandi verði er aö ef útgerðar-
menn fara fram yfir kvóta sinn gerir
sjávarútvegsráðuneytið umframaf-
lann upptækan. Útgerðarmenn geta
því staðið frammi fyrir því að greiða
um 30 til 40 krónur fyrir kvóta sem
þeir hafa þegar veitt eða greitt 40 til
50 krónur til ráðuneytisins í sektir.
Gangverð á kvóta er nú um 15 til
20 krónur. Seljendur kvóta hafa þó
sett upp allt að 25 krónur fyrir hann
en svo dýr kvóti hefur ekki selst í
miklu magni.
„Þetta er seljendamarkaður," sagði
Sveinn Ingólfsson, útgerðarstjóri
Skagstrendings á Skagaströnd.
Skagstrendingur auglýsir reglu-
lega í blöðunum á miðviku- og
sunnudögum eftir kvóta. Það sem af
er þessu ári hefur hann keypt um
1.000 tonn. Að sögn Sveins er stefnt
að því að kaupa um 1.000 tonn til
viðbótar en í fyrra keypti fyrirtækið
um 2.000 tonn.
Skagstrendingur hefur ekki borgað
meira en um 15 krónur fyrir kílóið
að meðaltali. Þeir sem hafa svarað
auglýsingum blaðsins hafa þó boðið
kvótann hærra verði og þá sérstak-
lega eftir að hða tók á árið. Fyrirtæk-
ið hefur einnig keypt báta með kvóta
og greitt um 50 krónur fyrir kílóið
af kvótanum með þeim hætti.
Þó minna framboð sé á kvóta nú
en í fyrra er ekki minna um tilflutn-
ing á kvóta milli skipa að sögn Árna
Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra
sjávarútvegsráðuneytisins. Hann
sagði að í ár væri meira um tilflutn-
ing á kvótamilli báta sömu útgerðar
en undanfarin ár.
„Menn reyna enn að ná aflanum
með sem minnstum tilkostnaöi,"
sagði Árni. -gse
Úthlutun á félagslegum íbúöum:
Verður að breyta lögum
um Húsnæðisstofnun
- segir Sighvatur Björgvinsson, formaöur fjárveitinganefndar
„Samkvæmt niöurstöðu félags-
málaráðherra þá er stjórn Húsnæðis-
stofnunar sá aðili sem endanlega
úrskurðar um þetta mál. Það virðist
því ekki vera á valdi ráðherra né
Alþingis að breyta henrd. Þá er bara
að breyta lögum um Húsnæöisstofn-
un,“ sagði Sighvatur Björgvinsson,
formaður fjárveitinganefndar Al-
þingis, en þingflokkur Alþýðuílokks-
ins kom saman í gærkvöldi og ræddi
nýlega úthlutun Húsnæðisstofnunar
á félagslegum íbúðum. Sighvatur
sagði að hann hefði fengið ótvírætt
svar um það á fundinum að ráðherra
hefði ekki stjórnskipulegt vald yfir
Húsnæðisstofnun.
Á morgun mun síðan fjárveitinga-
nefnd Alþingis koma saman að kröfu
Sighvats og ræða þessa úthlutun.
Sagði Sighvatur að nefndin hefði enn
ekki fjallað um það viðbótarfjármagn
sem ríkisstjórnin hefði samþykkt að
verja til félagslegra bygginga. Mun
það vera fjármagn sem svarar 300
milljónum af þeim 2500 milljónum
sem úthlutað var.
„Við erum síður en svo að krefjast
þess að húsnæði sé byggt í gríð og
erg á stöðum þar sem engin þörf er
fyrir það. Það eru ólíkar aðstæður á
milli byggða á landsbyggðinni. Sums
staðar er offramboð á íbúðarhúsnæði
en annars staðar er mjög brýn þörf.
Þá verður að taka tillit til þess að
þetta eru einu íbúðirnar sem eru
byggðar á landsbyggðinni,“ sagði
Sighvatur.
-SMJ
Akureyri:
Sameining POB
og Dagsprents
Gylfi Kiisíánsson, DV, Akureyii
Aö undanfömu hafa farið fram
viðræður á milli Dagsprents á Ak-
ureyri og Prentverks Odds Björns-
sonar um sameiningu fyrirtækj-
anna en þetta eru tvær stærstu
prentsmiðjur bæjarins.
„Það er lítið um málið að segja á
þessu stigi enda má segja aö viö-
ræðumar séu á byrjunarstigi,“
sagði Gunnar Þórsson hjá Prent-
verki Odds Bjömssonar er DV bar
þetta mál undir hann. „Þaö á aö braut verði selt. Sömu heimildir
halda þessum viðræðum áfram, DV segja að komi til sameiningar
enda áhugi á þvi hjá báðum aöilum, muni talsveröum fjölda starfsfólks
en viðræðumar em það skammt á fyrirtækjanna verða sagt upp.
veg komnar að það er ómögulegt Prentverk Odds Bjömssonar er
aö segja til um hvemig málin muni rótgróið fyrirtæki í prentiðnaði.
þróast,“ sagöi Gunnar. Dagsprent er mun yngra fyrirtæki
Samkvæmt öðrum heimildum sem uþphaflega var stofnað fyrst
DV mun áformað að ef af samein- og fremst til að annast prentun á
.ingu fyrirtækjanna verður muni Degi og er að mestu í eigu Kaup-
hið nýja fyrirtæki starfa í húsa- félags Eyfiröinga, Kafíibrennslu
kynnum Dagsprents við Strand- Akureyrar og fleiri fyrirtæKja.
götu en húsnæöi POB við Tryggva-
Steingrímur er
óþarflega neikvæður
„Steingrímur sagði það alveg satt
að það er ekki hægt að ráðast í svona
verkefni nema að um þaö sé sæmi-
lega góð samstaða, bæði innan
stjómarandstöðu og stjórnar. Hitt
fannst mér hins vegar óþarfi hjá hon-
um að vera meö pínulítið neikvæðan
tón út í verkið," sagði Skúli Alexand-
ersson, þingmaður Alþýðubanda-
lagsins í Vesturlandskjördæmi, um
viðbrögð samgönguráðherra út af
jarðgöngum undir Hvalfjörð.
Skúh, sem hefur látið vegamál
kjördæmisins mikið til sín taka,
sagði að hér byðist athyglisvert og
einstakt tækifæri. Skúli sagðist taka
mjög undir tillögur og hugmyndir
Járnblendifélagsins og Sements-
verksmiðju ríkisins um framkvæmd
jarðganganna. Skúli sat reyndar í
stjórn Sementsverksmiðjunnar þeg-
ar málið barst þangað inn.
„Mér sýnist hugmyndir þeirra
verksmiðjumanna, eftir því sem lagt
hefur verið fyrir okkur, vera bæði
áhugaverðar og raunhæfar, fljótt á
htið,“ sagði Skúli. Hann bætti því við
aö verkefniö væri svo stórkostlegt
að vissulega þyrfti að gera ítarlegar
rannsóknir áöur en í það verður ráð-
ist. Þá væri líklega nauðsynlegt að
hafa það fyrir utan vegaáætlun Al-
þingis ef af því verður þannig að
verkið komi ekki niður á öðrum
vegaframkvæmdum.
-SMJ
Frá samkomu Lester Sumrills í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gærkvöldi.
Fremst til vinstri er fylgdarlið prédikarans. DV-mynd JAK
Bandarískur sjónvarpsprédikari með samkomu:
lllur andi brottrekinn
og endurfæðing í guði
„Það er kannski of mikið sagt að
ég hafi ekki tekið mér hvíld á þessum
30 ára tíma. Við byrjuðum að prédika
1930 og höfum verið að meira og
minna síðan,“ sagði Lester. Sumrhl,
76 ára gamall bandarískur sjón-
varpsprédikari, við DV í gær.
Sumrih kom til landsins í gær með
einkaþotu sinni, Engli 4. Með í fór-
inni voru þrjár aðstoðarkonur préd-
ikarans. I gærkvöldi var Lester
Sumrill með samkomu í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíö fyrir
mihigöngu Orðs lífsins. Var töluvert
af fólki mætt til að heyra og sjá þenn-
an ötula prédikara, sem að sögn tek-
ur aldrei frí frá starfi sínu.
í byrjun samkomunnar gat fólk
keypt bækur og snældur með prédik-
aranum. Þá hóf hann upp raust sína
og sagði frá trúarupplifunum sínum
og kraftaverkum sem hann sagðist
hafa framkvæmt. Þar á meðal sagði
hann frá komungri vændiskonu á
Filippseyjum. Sú sat í fangelsi „þar
sem djöfullinn beit hold hennar“.
Mun hún hafa komið fangaverði og
öðrum til í gröfma með bölvun sinni.
Lester Sumrill hitti þessa vændis-
konu og rak úr henni hinn illa anda
svo hún „endurfæddist í guði“ og
varð betri manneskja.
Þá var komið að samkomugestum.
Prédikarinn lagði hönd þéttingsfast
á höfuð nokkurra þeirra, sagði eitt-
hvað hvasslega, og rak úr þeim hlan
anda. Voru þeir þar með endurfædd-
ir í guði - og fylgdi því nokkur geðs-
hræring hjá einstaka snortnum sam-
komugesti.
Lester Sumrill hélt í morgun til
Danmerkur, á trúarráðstefnu. Átti
hann síðan eftir að heimsækja Svi-
þjóð og Finnland í þessari ferð sinni.
Var blaðamanni spurn hvort hann
hefði orku í þetta á þessum aldri.
„Já, ég hef enn nægan kraft til að
prédika.“ -hlh
Verður Hannes látinn
„afmá“ gagnrýnina?
í grein í Alþýðublaðinu í morgun
riíjar Sæmundur Guðvinsson blaða-
maður upp greinarskrif sín í Vísi um
mál Hannesar Jónssonar sendiherra
þegar hann gegndi starfi sendiherra
hjá EFTA1980. Þá flutti Hannes ræðu
sem gekk þvert á stefnu íslendinga
hjá EFTA og var ræöan síðar afmáð
úr fundarbókum EFTA að frum-
kvæði þeirra Tómasar Árnasonar,
þáverandi viðskiptaráðherra, og Ól-
afs Jóhannessonar, þáverandi utan-
ríkisráðherra.
Sæmundur segir að Hannes hafl
flutt ræðu á fundi EFTA í Genf um
beiðni Júgóslava þar sem þeir fara
fram á ákveöin tengsl við EFTA.
Þrátt fyrir að stefna íslenskra stjórn-
valda og flestra annarra EFTA-ríkja
hafi veriö sú að veita beiðninni
stuðning þá mælti Hannes mjög gegn
henni. Sagði Hannes aö ótækt væri
aö kommúnistaríki fengju inngöngu
í EFTA.
Ræðan vakti mikla athygli enda
um stefnubreytingu hjá íslendingum
að ræða. Fóru fljótlega að berast fyr-
irspurnir hingað heim til íslands um
meinta stefnubreytingu íslendinga.
Að sögn Sæmundar kom ríkisstjórn-
in af fjöllum og urðu þeir Tómas og
Ólafur felmtri slegnir.
Segir Sæmundur að Hannes hafi
hundsað öll tilmæli um að afturkalla
ræðu sína og hafi málinu lokið með
því að Tómas Árnason hafi skrifað
bréf til EFTA þar sem beöið var um
að ræða sendiherrans væri afmáð.
Furðar Sæmundur sig á því að Hann-
es skuli hafa sloppið frá málinu og
telur að brott'/ikning hefði verið
mjöghefðbundinmeðferð. -SMJ