Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989. Fréttir Gjaldþrot loödýraræktarinnar: Stofnlánadeildin mun fylgja með í fallinu - vegna stóraukinna lánveitinga á sama tíma og verð á skinnum hríðféll Ef ríkisstjórnin samþykkir ekki innan tíöar stórfelldar styrkveiting- ar til loðdýrabænda munu ílestir þeirra verða gjaldþrota. Gjaldþrot þeirra mun leiða til gjaldþrots fóöur- stöðvanna sem eru í eigu ýmissa að- ila auk bændanna sjálfra. Þá má búast viö að gjaldþrot bændanna muni leiða til alvarlegra fjárhags- vandræða vina þeirra og vanda- manna sem hafa skrifað upp á ýmsar skuldbindingar til að halda loð- dýrabúunum á floti. Þá er og ljóst að inn- og útflutningsfyrirtækið Hag- feldur mun falla með greininni. Auk þessa mun gjaldþrot loðdýra- ræktarinnar koma sjálfri Stofnlána- deild landbúnaðarins á kné. Vegna gífurlegra lánveitinga deild- arinnar til loðdýraræktarinnar á undanfórnum árum getur hún ekki staðist röð gjaldþrota í greininni, jafnvel þótt einhveijir loðdýrabænd- ur haldi velli. Heildarlánveitingar Stofnlánadeildarinnar til loðdýra- ræktarinnar nema nú um 1.500 millj- ónum eða um 300 milljónum umfram eigið fé hennar. Megniö af þessum lánveitingum var veitt á allra síðustu árum, eftir að markaðsverð á skinnum hrundi. Það má segja að ríkisstjórnir á und- anförnum árum haii ásamt stjórn Stofnlánadeildar veöjaö á að verð færi hækkandi á heimsmarkaði - og tapað. Lánin aukin eftir að afkoman versnaði Einn liðurinn í aðgerðum stjórn- valda til bjargar loðdýraræktinni í upphafi þessa árs var að fresta af- borgunum loðdýraræktarinnar til Stofnlánadeildar. í ár áttu þessar af- borganir að nema um 93 milljónum og um 123 milljónum á því næsta. Þetta var ekki i fyrsta sinn sem stjórnvöld gripu til þessa úrræöis. í raun hefur Stofnlánadeildin fengið lítið af aíborgunum upp í lánveiting- ar sínar til loðdýraræktarinnar. Haft var eftir Leifi Jóhannessyni, forstöðumanni Stofnlánadeildar, í DV í byrjun febrúar að af heildarút- lánum deildarinnar ætti loðdýra- ræktin um 25 prósent. Þetta væri afleiðing af því hversu htið kæmi inn af afborgunum og að Stofnlánadeild- inni haföi verið gert að yfirtaka skuldir loðdýraræktarinnar gagn- vart öðrum aðilum. Þegar litið er til lána deildarinnar á undanförnum árum kemur í ljós að á árinu 1986 fór um 27 prósent af nýjum lánveitingum í loðdýrarækt- ina, árið 1987 hafði þetta hlutfall hækkað upp í 43 prósent og það hlut- fall helst á árinu 1988. Samanlagt námu nýjar lánveitingar á þessum þremur árum um 1.044 milljónum króna. Þessi fjáraustur átti sér staö eftir að ljóst var orðið að tekið var að fjara allverulega undan greininni. Styrkveitingar samhliða lánunum Á sama tíma og Stofnlánadeildin varði sífellt stærri hluta af ráðstöf- unarfé sínu í loðdýraræktina lagði Framleiðnisjóður landbúnaðarins til óafturkræf framlög til greinarinnar. Á árunum 1985 til 1988 námu þessi framlög um 152 milljónum á verölagi dagsins í dag. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að 70 til 80 milljónir muni renna til refabænda í ár, ýmist sem beinir styrkir eða styrkir til að skipta yfir í minkarækt. Þessar styrkveitingar til refabænda munu síðan halda áfram á næstu árum ef greinin verð- ur einfaldlega ekki gjaldþrota áður. í byijun apríl kom fram í DV að þessir styrkir til refabænda komu þeim ekki eins vel og ætla mætti. Frá því ákvörðun um þá var tekin hafði verð á refaskinnum hækkað örlítið en verð á minkaskinnum hins vegar lækkað. Það má segja að markaður- inn hafi í þessu snúið á stuðning stjórnvalda við loðdýraræktina. Fram kom hjá Jóni Guðbjörnssyni, Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs, í DV að bændur hefðu mátt fara hægar í sakirnar við breytingarnar úr ref í mink. Ríkisendurskoðun áminnir Framleiðnisjóð vegnaloðdýra Auk beinna styrkja hefur Fram- leiðnisjóður veitt lán til greinarinn- ar. í fyrra var varið um 47 milljónum til lána vegna „fjárhagslegrar endur- skipulagningar". í ár er gert ráð fyr- ir um 60 milljónum króna til viöbótar í sama augnamiði. Þessar lánveiting- ar stranda hins vegar á því aö við- Vegna ákvarðana rikisstjórnar og stjórnar Stofnlánadeildar á undanförnum árum virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Stofnlánadeild landbúnaðarins fylgi loðdýraræktinni í fallinu ef rikisstjórnin bjargar greininni ekki frá gjald- þroti. skiptabankar loðdýrabænda og fóö- urstöðva hafa ekki sætt sig við þau veð sem lögð hafa verið fram. Aðstoð Framleiðnisjóðs við loð- dýraræktina var eitt af umijöllunar- efnum Ríkisendurskoðunar í skýrslu hennar um framkvæmd búvöru- samninga í haust. Þar kom fram að Ríkisendurskoðun telur að stjórn- völd hafi skert verulega möguleika sjóðsins til að sinna hlutverki sínu, eins og það er samkvæmt lögum, með tilmælum um að veita fé vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar. „Ríkisendurskoðun telur aö stjórn- völd megi ekki frekar en orðið er nota Framleiðnisjóð til timabund- inna aðgerða til aöstoðar rekstrar- vanda heföbundinna búgreina og loðdýraræktar," segir meðal annars í skýrslunni. Höfuðvandi Framleiðnisjóðs er að mati Ríkisendurskoðunar að hætta sé á að hann stofni til skuldbindinga til lengri tíma en hann hefur fjárveit- ingar til. Af þeim skuldbindingum, sem sjóðurinn hefur tekið á sig fram til ársins 1995, á loðdýraræktin rúm- lega 200 milljónir eða rúm 20 prósent. Ríkissjóður kemst ekki hjá útgjöldum í samtali við DV sagði Stefán Val- geirsson, stjórnarformaður Stofn- lánadeildar, að það yrði dýrara fyrir ríkissjóð að grípa ekki til aðgerða nú til bjargar loðdýraræktinni en að gefa þessa atvinnugrein upp á bát- inn. Máli sínu til stuðnings benti Stefán meðal annars á þá miklu fjár- festingu sem lægi í greininni og ekki nýttist annars staðar. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lýsti því hins vegar yflr í DV í gær að hann vildi enga frekari aðstoö við þessa atvinnugrein. Hann sagöi að bændur yrðu að taka afleiðingum gerða sinna. Þeir sem gætu lifað fram að hugsanlegri verðhækkun á næstu árum gerðu það. En um mikinn meirihluta búanna gilti að þau væru hreinlega gjaldþrota. í febrúar kom fram að til þess að halda loðdýraræktinni gangandi þyrfti allt að 200 til 300 milljónir á ári í beinar styrkveitingar þar til verð færi hækkandi að nýju. Nú virð- ist fátt benda til þess að slíkt komi til fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til þijú ár. Ljóst er að ef ríkisstjómin ætlar að koma loðdýraræktinni til bjargar þarf nú þegar umtalsverðar upphæðir, þó ekki væri nema til þess að hún tórði til haustsins. Hvort sem ákvörðun verður tekin um að bjarga allri loðdýraræktinni, láta hana róa eða sambland af þessu tvennu er ljóst aö það mun verða dýrt. Ríkissjóður mun ekki komast hjá einhverjum framlögum, hvort sem það verður sem framlag til bjargar greininni eða sem framlag til að endurreisa Stofnlánadeildina. Ef ríkisstjórnin lætur loðdýraræktina róa mun það hafa í fór með sér gjald- þrot bænda og fóðurstööva - gjald- þrot sem ef til vill má segja að hafi verið frestað mörg undanfarin ár. í dag mælir Dagfari Loðdýrabúin eru enn á dagskrá. Maður gengur undir manns hönd að bjarga þeim frá gjaldþroti. Fremst gengur landbúnaðarráö- herra og er það skiljanlegt. Ríkis- stjómir fyrr og síðar hafa hvatt bændur til aö leggja niður hefö- bundinn búskap og setja á fót loð- dýrabú. Margir bændur létu til leiðast enda orðnir leiðir á því að framleiöa vömr sem enginn mark- aður var fyrir. Ríkið hefur á sínum snærum legio af hagfræðingum og markaðsráðgjöfum, sérfræðingum og íjármálaspekúlöntum og þegar þetta einvalalið leggur saman í púkkið hjjóta auðvitað fáfróðir bændur að taka mark á þeim. Ef lausnarorðið er fólgið í loödýra- rækt og allir helstu sérfræðingar ríkisins em sammála ttm arðsem- ina af loðdýraræktinni þarf ekki frekar vitnanna við. Sagt er að tvö hundrað loðdýrabú séu til í landinu. Öll stofnuð á síð- ustu árum eftir að ríkiö og stjóm- málamennimir og sérfræðingamir höföu ráðlagt bændastéttinni að græða á loðdýrunum. Má raunar þakka fyrir að loðdýrabændur skuli ekki vera fleiri því það var ekkert lát á lánafyrirgreiðslu, stofnlánum, ráðgjöf og vinahótum Loðdýrabændavinir gagnvart þeim sem létu til leiðast. Menn slátmðu bæði kindum og kúm og gáfu eftir búfjármörk og fullvirðisrétt. Ákafinn var svo mik- ill að nánustu vinir og vandamenn skrifuðu bhndandi upp á víxla og veðbréf og svo settist bændastéttin niður og beið ágóðans. Þetta gekk vel með dýrin og slátr- unina og skinnin vom unnin og sútuð og send út í lönd þar sem markaðurinn átti að bíða í ofvæni og gróðinn að liggja í leyni og menn nem saman höndum af eftirvænt- ingu. En ekki bólaði á ágóðanum og ekkert bólaði á markaðnum. Þegar betur var að gáð haföi mark- aðssérfræðingunum láðst að líta eftir því hvort skinnin mundu selj- ast og þeir höföu alveg gleymt því hvaða verð fengist fyrir afurðina. Enda fór svo aö menn héldu áfram aö framleiða og framleiða sam- kvæmt fyrirmælum frá ríkisstjóm- inni og sérfræðingunum án þess að hafa hugmynd um hvort nokkur vildi kaupa. Islenskir stjómmála- menn og íslenskur landbúnaður hefur að vísu vanist því að fram- leiða fyrir markað sem ekki er til en samt fóm menn að gerast óró- legir og ríkissjóður fór að greiða niður framleiðsluna og skuld- breyta lánunum og vinir og vanda- menn héldu áfram að skrifa upp á víxlana. Nú er komið að skuldadögunum. Það liggur sem sagt fyrir að loð- dýraskinn seljast ekki og stofnfjár- sjóðimir eru komnir í þrot. Nú væri í sjálfu sér einfaldast að láta loðdýrabúin fara á hausinn pg við- urkenna þessi mistök. En á íslandi þekkist þaö ekki að menn fari á hausinn upp úr þurra og einn og hálfur milljarður er ekki mikil upphæð í samanburði við alla milljarðana sem áður hafa farið í heföbundinn landbúnað enda er ríkið þeirrar skoðunar að það sé sjálfsagt að bændur haldi áfram sínum loödýrabúskap þótt enginn sé markaöurinn. Það er jú betra að láta íslensku bændastéttina halda áfram að framleiða vöru sem ekki selst enda er hún vön í þeim efnum og hefur stundað þannig búskap um árabil með góðum ár- angri. Það sem knýr á um að viðhalda loödýrabúskapnum og afskrifa skuldimar er líka sú staðreynd að það em ekki loðdýrabændumir einir sem verða fyrir barðinu á gjaldþrotunum. Állir vinir og vandamenn fara á hausinn líka. Þaö er auðvitað ekki hægt aö ætl- ast til þess aö vinir og vandamenn beri ábyrgð á uppáskriftum sínum og taki afleiðingum gerða sinna. Það tekur því varla að minnast á það lítilræði að hvorki ráðherrar, stofnfjársjóðir né heldur sérfræð- ingarnir em að ráðstafa sínum eig- in peningum. Allir þeir íjármunir sem runniö hafa til lodýrabænda em að sjálfsögðu fjármunir skatt- borgaranna. Þetta tekur ekki að minnast á heldur er hitt meira um vert að hafa samúð meö vinunum og vandamönnunum sem hafa skrifað upp á víxlana samkvæmt ráöleggingum sérfræðinganna. Þessu fólki verður að bjarga undan hamrinum og hvað er þá einn og hálfur milljarður á milli vina? ís- lendinga hefur aldrei munað um að vera örlátir á kostnaö annarra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.