Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR ll! JÚLÍ 1989. Spumingin Mundiröu sakna Spaugstofunnar ef hún yrði ekki í sjónvarpinu í vetur? Auður Magnúsdóttir: Jú, það myndi ég gera. Hún er svo skemmtileg. Anna Linda Matthíasdóttir: Já, hún er svo fyndin. Ef hún yröi ekki ætti að sýna annan svona grínþátt í miðri viku. Guðmundur Sigurðsson: Já, Spaug- stofan er alveg frábær. Valur Stefánsson: Já, ég myndi sakna hennar því hún er svo fyndin. Ágústa Friðriksdóttir: Já, ég myndi gera það. Mér fannst Spaugstofan mjög skemmtileg. Það var gaman að þessu. Kristinn Jónsson: Nei, ég hef engan áhuga á henni. Húmorinn er ekki í lagi. Lesendur Afsláttamiðar myndu lækka vöruverð Kaupandi skrifar: í aldir máttum við íslendingar búa við einokunarverslun og enn eimir eftir af henni á ýmsum sviðum. En að mestu leyti á að heita að við lifum nú við markað þar sem samkeppnin er allsráðandi og á hún að stjóma verðinu. Því meiri samkeppni sem er milli framleiðenda og verslana því lægra ætti verðið að vera, neytend- um í hag. En er það nú alveg sannleikanum samkvæmt? Hér á landi er til fyrir- bæri nokkurt er nefnist Verðlags- stofnun. Er stofnunin vörður neyt- enda gegn óhóflega háu verðlagi en einnig hefur það borið við að hún hefur gripið í taumana ef neytendum hefur verið boðið upp á kjarakaup og þá iðulega sagt að um ólöglega viðskiptahætti sé að ræða. Sérstaklega hefur þetta gerst er verslanir hafa boðið upp á kaupbæti eða á einhvern hátt boðið upp á eitt- hvað sem glætt gæti söluna hjá þeim. Má í þessu sambandi nefna Vífilfell, sem var með tappasöfnun í gangi ásamt Bylgjunni, eða Miklagarð sem bauð upp á fría matarkörfu fyrir heppna viðskiptavini. Það vita það allir að ekkert fæst ókeypis í þessum heimi og alltaf býr eitthvað að baki slikum tilboðum. En ef slíkt kveikir örhtið í samkeppn- inni, sem er heldur dauf hér á landi, þá ætti hiklaust að leyfa „fríar“ mat- arkörfur og kaupbæti. Neytandinn getur vart farið iha út úr slíku. Ef eitthvað er ætti samkeppnin að lækka verðið. Á erlendum vörutegundum má oft sjá miða 'er kallast á ensku „coup- ons“, en mætti kalla afsláttarmiða á íslensku. Gilda miðarnir við næstu kaup á sömu vöru eða annarri vöru frá sama framleiðenda. í Bandaríkj- unum lækka miðar þessir oft verð vörunnar um 15 til 50 cent (um það bil 9 til 30 kr.) Safnast þegar saman kemur og í stórinnkaupum geta af- sláttarmiðamir lækkað heildarupp- hæðina svo um munar. Væri það vel þess virði fyrir ís- lenska framleiðendur að veita shkan afslátt á vörum sínum. Það myndi koma neytandanum vel og jafnframt auka sölu vörunnar. Verðlagsstofn- un væri að hindra samkeppni ef hún sæi ástæðu til að banna slíkt. Að lokum skal þess getið að þeir erlendu afsláttarmiðar sem koma hingað með vörum eru oft í fuhu gildi (gildistímabils er alltaf getið), svo ef fólk er á leið til Bandaríkjanna t.d. er sjálfsagt að khppa miðana af Cocoa Puffs pakkanum og nýta sér afsláttinn. Afsláttarmiðar gætu lækkað vöruverð verulega. Öll þurfum við skó á fæturna og þá skiptir verð þeirra máli. Til Jóhönnu vegna bréfs 4.7.: Rétt verð er 3.390 kr. Steinar S. Waage skrifar: Kæri viðskipta„vinur“. Mikið hefði ég nú verið þér þakklátur ef þú hefð- ir notað þægilegri aðferðina, og spar- að þér að ónáða DV sem síðan fórn- aði ómældri prentsvertu með þeim afleiðingum að ýmsir fengu þá hug- mynd að hjá fyrirtæki mínu væri rekin harðsvíruö okurstarfsemi, það er að segja labbaö til baka þessi fáu skref yfir í verslun okkar til að spyrja hvort hugsast gæti að verðið á skón- um, sem þú hefur gert að blaðamat, væri e.t.v. einhver mistök. Við hefðum strax hugsað máhð og þú komist að raun um að vegna lítils- háttar mannlegra mistaka víxlaðist verðið og að rétta verðið er kr. 3.390 eða 110 krónum lægra en hjá þeim aöilum sem þú gerðir kaupin hjá, og þar að auki hefði verðiö lækkað um 5%, þ.e.a.s. ef þú heföir staðgreitt og þá hefðu skómir kostað kr. 3.220. Við erum nefnhega löngu orðin þekkt fyrir að gefa öhum viöskiptavinum okkar 5% staðgreiðsluafslátt. Óneitanlega erum við dálítið sár þegar látið er að því liggja í fjölmiðl- um að vörur okkar séu í dýrara lagi. Hitt er þó huggun að við heyrum mjög oft frá viðskiptavinum okkar hrós og viðurkenningu fyrir hversu sterk við séum í verðsamkeppninni bæði hér heima og jafnvel saman- borið við erlent verð. Sér í lagi þegar um er að ræða þekkt vörumerki. Meira að segja erum við oft spurð hvers vegna við bjóðum svo gott verð, sem við aftur getum svarað að sé vegna samkaupa með skókaup- mönnum bæði á Norðurlöndum og í Vestur-Þýskalandi og vegna nægju- og útsjónarsemi í rekstri fyrirtækis okkar. Það er nefnhega ánægja okk- aö aö eiga góö viðskipti við sann- gjama viðskiptavini. Þau leiðu mistök urðu í bréfi frá er aö Styrktarfélagiö Stoð eru sam- Styrktarfélaginu Stoö í DV 5. júlí tök aðstandenda ungra vímuefna- að eitt orð féh niöur svo setningin sjúklinga. varö „Styrktarfélagið Stoð, samtök DV biðst velvirðingar vegna þess- ungra vímuefhasjúklinga..Rétt ara mistaka. Um málefni Herjólfs Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., skrifar: Vegna skrifa Sigríðar Ágústsdóttur í lesendabréfi DV 30. júní sl. óskar Herjólfur hf. að koma eftirfarandi á framfæri: í öhum ferðum Herjólfs er að sjálf- sögðu fylgst með hversu margir far- þegar fara með skipinu. Þessu fylgj- ast skipstjóri og stýrimenn með. Samkvæmt útreikningum Sigl- ingamálastofnunar má Herjólfur flytja yfir sumarmánuðina 360 far- þega í ferð og yfir vetrarmánuðina 280 farþega. Að sjálfsögðu hefur Herjólfur hf. farið í einu og öhu eftir þessum regl- um og hefur á þetta reynt er fulltrú- ar yfirvalda hafa gert skyndikönnun með talningu og ávallt hefur talan reynst undir hámarksfjölda. Varðandi öryggismál má fuhyrða að þau eru í fyllsta samræmi við ghd- andi reglur. Eftirhtsmenn hins opin- bera koma reglulega og yfirfara þau mál. Þá er áhöfnin reglulega þjálfuð í björgunaraðgerðum. Utgerðin hefur ávallt haft þá stefnu númer eitt að öryggis sé gætt í hví- vetna, bæði hvað varðar tæki og þjálfun. Forráðamenn Herjólfs hf. vona að þessar línur leiðrétti þann mikla misskhning sem fram kemur í um- ræddu lesendabréfi. Að lokum varðandi Þorlákshöfn. Það er rétt að þar hefur orðið vart grynninga eftir stórviðrin í vetur. Eftir því sem við best vitum stendur th að lagfæra það nú alveg á næst- unni þannig að sá vandi verði úr sögunni mjög bráðlega. Herjólfur má á sumrin flytja 360 farþega i ferð. Seðlaveski týndist Guðrún Olga Clausen hringdi: Svo iha vhdi th að vinkona dóttur minnar týndi seðlaveski um daginn með launum beggja. Atburðurinn hefur átt sér stað fóstudaginn 30. júní á Laugaveginum, mihi Landsbank- ans, Laugavegi 77, og Skífunnar, Laugavegi 33. Veskið var svart, brotið saman í þrennt og merkt Landsbankanum. í því voru skhríki, mihi 10.000 og 12.000 í peningum og ávísun stíluð á aðra þeirra upp á rúmlega 10.000. Missirinn er mikih því um var að ræða hálfsmánaðarlaun tveggja 14 ára unghnga úr unglingavinnunni. Skhvís fínnandi getur hringt í síma 36718, ef enginn er heima svarar sím- svaii, eða í síma 35206.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.