Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989. 13 Lesendur Varnarræða þess sem hefur matarást á fuglum Daglaunamaður skrifar: Fuglavinur hefur sent andsvar við skrifum mínum fyrir skömmu í les- endadálk DV þar sem ég óskaði eftir því að kaupmenn settu lóur, þresti og aðra farfugla í kjötborðin. Það var aldrei ætlun mín að neyða fuglavin- inn til þess að borða fugla frekar en ég krefðist þess að hrossadýrkendur ætu trippákjöt. Og þó ég vilji lóur í kjötborð verslana er ég enginn sér- stakur hatursmaður þeirra. Ég veit ekki betur en íslendingar éti mest af þeirri skepnu sem þeir elska heit- ast - sauðkindinni. Það er reyndar rétt hjá fuglavini að ég hef aldrei heyrt lóuna syngja dirrindí. Ég hef alltaf talið það hafa verið misheym hjá þjóðskáldinu. En ég skil ekki hvers vegna við ættum að hlífa ákveðnum dýrategundum vegna þess hversu fogur hljóð þær gefa frá sér á meðan við erum á annað borð það breysk að borða kjöt. Reyndar hefur þessu í raun verið þveröfugt farið. Það var einhvem tímann haft eftir allt öðm þjóðskáldi að íslend- ingar hefðu um aldir aldrei borðað neinn annan mat úr sjó en ýsu. Þeim hafi boðið við hversu ljót önnur dýr sjávarins vom. Ýsuna átu þeir hins vegar vegna þess hversu snoppufríð hún var. Stórgripakjöt Lesandi hringdi: Eins og margir aðrir keypti ég mér poka af úrvalsdilkakjöti um daginn. Þegar ég kom heim og fór að líta á innihaldið gat ég ekki betur séð en hér væri um stórgripakjöt að ræða. Stærðin á bitunum var slík að kjötiö hlýtur að vera af stómm hrúti. Mikið hefur verið hamrað á því að úrvalskjötið sé fitulítið og engir bitar settir með sem ekki nýtast kaupand- anum. í mínum poka vantaði alveg frampartinn en í staðinn fékk ég slögin niðursöguð. Einnig vom tveir hálsbitar látnir fylgja með í kaupun- um, þó ég hafi ekki betur vitað en öllu slíku hafi verið hent. Kjötið í pakkanum er fitulítið en bitarnir ofsalega stórir. Ég gat ekki séð að kjötið, sem ég keypti, væri það sama og ráðherramir vom að gæða sér á á Stöð 2 á mánudaginn fyrir viku. Það var ekki einu sinni líkt því. Lesanda fannst úrvalsdilkakjötið heldur stórgripalegt. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að neytendur og kaup- endur kjötsins em búnir að borga fyrir það fyrir löngu og em því að kaupa kjötið í annað sinn. Svar við athugasemd við litla frétt: Gamla kirkjan til f yrirmyndar Enn er deilt um kirkjuna í Árneshreppi. Regina Thorarensen 'hringdi: Þann 28. juní birtist í DV lesenda- bréf sem bar nafnið „Lítil athuga- semd við htla frétt“. Greinarhöfundur hefur sennilega það fyrir stefnu að vinna myrkra- verk því hann þorir ekki að setja nafn sitt undir bréfið. Svo ekki er samviskan góð, enda er lygin allsráð- andi eins og venjulega þegar fólk óskar nafnleyndar þegar þarf að koma áhugamálum sínum á prent. Þökk sé greinarhöfundi að láta birta mynd af gömlu kirkjunni upp- gerðri. Mér finnst, ásamt því áhuga- fólki sem lét gera við gömlu kirkj- una, að hún sé til fyrirmyndar og nógu stór fyrir Árneshrepp. Þar eru nú 124 íbúar, en 20 koma aldrei í hreppinn nema yfir hásumarið. Öll vinna á gömlu kirkjunni hefur verið unnin í sjálfboðavinnu og gefm, nema vinna yfirsmiðsins. Að fara að byggja nýja kirkju sem Ámeshrepps- búar ráða ekki sjálfir við fjárhags- lega er óráð. Öldungamir í hreppn- um sem hrintu því í framkvæmd að byggja nýja kirkju vita ekkert hvað þeir em að gera eða hvað hún kostar mikla peninga. Burtfluttur Árneshreppsbúi segir fluttir Ameshreppsbúar og niðjar þeirra ahs staðar á landinu hafa fengið bréf þar sem beðið er um fjár- framlög th byggingar kirkjunnar. Þetta er áhugamál öldungadeildar- innar. Ég áht að gamla kirkjan sé nógu stór fyrir hreppsbúa sem fara með hveiju árinu fækkandi. Fyrir 1940 andi menn í Árneshreppi ekki um efhi fram. Þegar fólk gat byrjaö að borða al- mennilega eftir stríð var byrjað að lifa um efni fram. Er nú gott að stjóma þessu þjóðfélagi? Nýtt á íslandi Pústkerfi úr ryðfríu gædastáli í flest ókutæki Framleiösla er nú hafin á pústkerfum úr ryöfriu gæöastáli í flestar geröir ökutækja og bifreiöa. Komiö eöa hringiö og kynniö ykkur pústkerfin sem endast og endast. Geriö góöan bíl enn betri setjið undir hann vandaö pústkerfi úr ryöfríu gæöastáli 5 ára ábyrgö á efni og vinnu. Hljöðdeyffkerti hf. STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI SIMI 652 777 að heimamenn ráði sínum fjármál- bjuggu tæplega 600 manns í hreppn- um og aðrir eigi ekki að skipta sér ' um og þá var aldrei talað um að að þeirra hag. Ég vil segja að burt- kirkjan væri of lítíl, en þá lifðu ráð- FRÁ BÆJARSJÓÐI SELFOSS Hér með er skorað á fasteignaeigendur á Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fasteignagjöld ársins 1989 innan 30 daga frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauð- ungaruppboð á þeim fasteignum sem fasteignagjöld hafa eigi verið greidd af, samanber 1. gr. laga nr. 49/1951, um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Innheimta bæjarsjóðs Selfoss HVERVANN? Vinningsröðin 8. júlí: 21X-1X1 -X12-221 Heildarvinningsupphæð: 329.213 kr. 12 réttir = 267.630 kr. Enginnvarmeð 12 rétta. 11 réttir = 61.582 kr. 2 voru með 11 rétta - og fær hvor 30.791 kr. í sinn hlut. © iðnat HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Iðnaðarbanka íslands M. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. júlí 1989 oghefstkl. 17:00. DAGSKRÁ: 1. Tfllaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við við- sMptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríMssjóðs í Útvegsbanka íslands M. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir Mut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12, 2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeim er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.