Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 14
14 Þ^IÐJUD^piJR 11, JÚLÍj 1989., Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kjósendur borgi loðdýrin Eðlilegt er, að samfélagið dragi loðdýrabændur upp úr feninu. Þeir eru þar ekki nema að litlu leyti fyrir eigin tilverknað. Þeir sukku meira eða minna á ábyrgð embættismanna, stjórnmálamanna og hagsmunagæzlu- manna landbúnaðarins, sem öttu þeim á foraðið. Stofnkostnaður ' loðdýraævintýrisins nemur nú tveimur milljörðum króna. Árlegar útlutningstekjur greinarinnar eru ekki nema brot af þeirri upphæð, lík- lega ekki nema tíundi hluti, eins og markaðshorfur eru núna. Dæmið er því algerlega og átakanlega vonlaust. Bezt er að fyrirgreiðsla skattgreiðenda fyrir hönd kjósenda verði sem mest á þann hátt, að dregin verði saman segl í loðdýraræktinni. Búum verði fækkað og ekki verði rekin önnur en þau, er liggja vel við þeim fóðurstöðvum, sem eru ódýrastar í rekstri. Vegna byggðasjónarmiða var loðdýrabúum dreift fram um aÚa dah, þótt nauðsynlegt sé að hafa þau í nágrenni fóðurstöðva, ef nokkur von á að vera, að þau standist alþjóðlega samkeppni. Byggðastefnumenn stjórnmála og stjórnkerfis bera ábyrgð á þessum glæp. Vegna byggðasjónarmiða voru fóðurstöðvar hins op- inbera ekki reistar við hhðina á fiskvinnslustöðvum, þar sem hráefnið er nærtækast Það hefði verið nauð- synlegt, ef nokkur von hefði átt að vera um, að loðdýra- ræktin íslenzka stæðist alþjóðlega samkeppni. Vegna dreifingar loðdýrabúa og fóðurstöðva er kostn- aður við fóður og flutninga mun meiri en þarf. Að baki harmleiksins eru póhtískar ákvarðanir, sem eru fremur á ábyrgð kjósenda en loðdýrabænda. Það eru kjósend- ur, sem hafa gefið eyðsluseggjum lausan tauminn. Að vísu voru menn varaðir við. Frá upphafi var hald- ið fram hér í blaðinu og víðar, að þetta yrði ekki ævin- týri, heldur martröð. Hið opinbera gæti ekki byggt upp samkeppnishæfa atvinnugrein með handafh ótakmark- aðra sjóða. Greinin yrði að taka út hægan þroska. Einnig var bent á, að bændum væri ýtt úr tiltölulega öruggu starfi hjá ríkinu, sem kaupir afurðir sauðfjár og nautgripa. Það var verið að taka kúa- og kindakvóta af hálfgerðum embættismönnum og gera þá að ábyrgð- armönnum áhætturekstrar í alþjóðlegri samkeppni. Fáránlegt er, að unnt sé að taka menn úr vernduðu umhverfi, þar sem ríkið sér fyrir öhu, þar á meðal fyrir ákveðnu verði fyrir afurðirnar, og segja þeim að fara að selja refa- og minkaskinn á uppboði hjá Hudson Bay, þar sem hin hörðu lögmál samkeppninnar ráða ríkjum. Sorglegt er, að þetta var meðal annars gert th að rýmka um kvóta annarra bænda til að framleiða afurð- ir sauðfjár og nautgripa, sem ekki er einu sinni unnt að selja á hinum verndaða innanlandsmarkaði. Erfitt verður fyrir loðdýrabændur að endurheimta kvótann. Skiljanlegt var, að verðandi loðdýrabændur hlustuðu ekki á menn, sem sagðir voru sérvitringar eða jafnvel óvinir bændastéttarinnar. Eðlilegt var, að þeir hlustuðu fremur á hagsmunagæzlumenn sína, stjómmálamenn og embættismenn ráðuneytis og landbúnaðarstofnana. Hagsmunagæzlumenn verða ekki dregnir th ábyrgð- ar, því að þeirra hlutverk er að hafa fé af skattgreiðend- um. Embættismenn ráðuneytis og landbúnaðarstofnana verða ekki dregnir til ábyrgðar, því að þeir vom studd- ir eyðsluglöðum byggðastefnumönnum stjórnmálanna. Stjómmálamennimir, er létu þjóðfélagið borga tvo mihjarða í martröðina, hafa verið endurkosnir og verða endurkosnir. Ábyrgð fjárglæfranna hvílir á kjósendum. Jónas Kristjánsson Hvorki ríkisstjórn né Seðiabanki geta haft teljandi áhrif á vexti. Vaxtastefnan orðin alger skrípaleikur Þeir, sem lásu dagblöðin í júní, sáu glögglega þann skopleik, sem felst í vaxtatilkynningum banka- kerfisins. Vextir hækka og lækka samtímis. Þann 21. júní segir Morg- unblaðiö, að nafnvextir útlána hækki um allt að 3%. Um leið er þess getiö, að raunvextir lækki um 0,25%. Ríkissjóður auglýsir dag eft- ir dag, að „hávaxtaveislunni sé lok- ið“. Sömu dagana fréttum við, að lánskjaravísitalan hafi hækkaö um 2,63%. Hvað er verið að gera? Áróður bankastjóra Þessi hringavitleysa á rætur að rekja til þess, að menn eru hættir aö nefna hlutina réttum nöfnum. Langvinnur og stöðugur áróður bankastjóra, veröbréfasala og okr- ara hefir borið árangur. Vextir, sem eru greitt verð fyrir peninga að láni, eru það nú aðeins að hluta, þ.e. þeim hluta, sem er ofar láns- kjaravísitölu. Sá hluti kallast „raunvextir". Sama regla ætti þá að gilda um vinnulaun, enda lækk- ar „raunkaupgjald" um sömu verð- bólguvísitölu, ef henni er ekki bætt við. Þetta raunvaxtahugtak er annars bull eitt, því aö svonefnd lánskjara- vísitala mælir ekki raungildi pen- inga. Það gerir landsframleiðsla og samkeppnisstaða atvinnuveganna út á við. Það er sorglegt, að sumir alþingismenn, jafnvel ráöherrar, hafa tileinkað sér þennan villandi talsmáta. Verðbótaþáttur vaxta er vissulega vextir. Vextir eru allt verðið, sem greitt er fyrir peninga aö láni. Hér er því við að bæta, að mikil fóm er í því fólgin af hálfu sam- félagsins að greiða eigendum pen- inga og fjárskuldbindinga verð- bólgubætur, meðan atvinnuvegirn- ir telja sér ekki fært að verðtryggja lágmarkslaun, sem varla nokkur fjölskylda getur þó lifað af. Að greiða bónus í formi „raunvaxta" til viðbótar verðtryggðum vöxtum er ofrausn, sem þjóðin hefir ekki efni á. Launþegar kröíðust lengi verðtryggingar launa, en aldrei heimtuðu þeir fastan bónus þar ofan á. Með lögum ætti aö banna greiðslu raunvaxta við ríkjandi Kjallariim Eggert Haukdal alþingismaöur veröbólguaðstæður. Einnig þarf, meðan við höfum þetta kerfi, að lagfæra lánskjaravísitöluna, sem er verðbólgumyndandi. En það ætti að vera búið að afnema hana og taka upp manneskjulegra kerfi. Vextir verðtryggðra útlána eru skv. Morgunblaðinu 29. júní nálega 40%. Þetta stenst ekki. Útflutning- urinn er á heljarþröm og þarf millj- arða króna styrki, sem skella á al- menningi í formi skatta og kvaða, mörg heimili eru á vonarvöl með húsnæðislánin. Við gerum fólki kleift að eignast íbúö, en ekki að halda henni. Með húsbréfum, sem borga verður með vöxtum og verð- tryggingu að viðbættum afföllum, mun greiðslubyrðin fljótt verða óþolandi. Hækkun lánskjaravísitölu er hækkun vaxta Það er hlálegt, að samtök at- vinnurekenda sætta sig við okrið. Þau kveða ekki rúm fyrir krónu- hækkun launa, en gera ekki at- hugasemd þótt lánskjaravísitala hækki um 2,63%, sem er ekkert annað en hækkun vaxta, sem hafa í fór með sér milljarða króna hækk- un fjárskuldbindinga hjá atvinnu- rekstrinum. Samtök launþega hafa ekki heldur gætt hagsmuna sinna manna. Rétt er að vekja athygli á því, að kaupgjaldshækkun er unnt að mæta með uppsögnum á hluta starfsliðs. Vaxtahækkun er hins vegar ekki unnt að mæta með upp- sögn lána, nema greiða þau upp að viðbættum verðbótaþættinum, sem leggst á allan skuldahalann. Undirgefni ráðandi afla gagnvart vaxtaokri er óskiljanleg. Einnig er rétt að leiðrétta þann leiða misskilning, að eigendur pen- inga séu allir „spariíjáreigendur". Hluti þeirra braskar á verðbréfa- markaðinum. Kórvilla bankanna er sú, að þeir hagnist á hávöxtum. Svo er ekki. Hávextir leiða til van- skila og gjaldþrota, sem eru að shga bankakerfið og fyrirtæki sem oft tapa stórfé á gjaldþroti annarra. Aldrei hefir tekist að sanna, að hávextir auki sparnað. Hagur spariijáreigenda er fyrst og fremst fólginn í stöðugu verölagi, sem vísi- töluvextir raska. Hann verður hins vegar að tryggja eftir betri leiðum en lánskjaravísitölu. Aðalmeinið er það, að hvorki rík- isstjórn né Seðlabanki geta haft nein teljandi áhrif á vexti. Lögum samkvæmt valsa vextir eftir verð- bólguvísitölu. Þess vegna er í algert óefni komið og skrípaleikur hafður í frammi. Eggert Haukdal „Hávextir leiöa til vanskila og gjald- þrota, sem eru að sliga bankakerfið og fyrirtæki, sem oft tapa stórfé á gjald- þroti annarra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.