Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 4
Fréttir
LAUGARDAGUR 21. OKTÖBER 1989.
Harövítug landamerkjadeila á Fellsströnd 1 Dalasýslu:
Verð að selja jörðina
manni sem ég vil ekki selja
segir Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, bóndi á Víghólsstöðum
„Mér finnst þetta mál snúast orðið
um það hvort ekki sé hægt að leita
til dómstóla ef manni finnst á sér
brotið. í stað þess virðist eitthvert
sveitarfélag geta tekið fram fyrir
hendumar á manni og sagt hvemig
hver eigi að sitja og standa. Ég virð-
ist ekki manneskja sem get ráðstafað
mínum eignum að vild,“ sagði Sigur-
björg Ásgeirsdóttir, bóndi á Víghóls-
stöðum á Fellsströnd í Dalasýslu, í
samtali við DV.
Sigurbjörg hefur um nokkurt skeið
átt í deilu við nágranna sinn, Sigurð
Pétur Guðjónson á Vogi, út af landa-
merkjum á milii bæjanna. Þrátt fyrir
að til séu landamerkjabréf frá 1886
er ýmislegt á huldu um landamerkin.
Lækur nokkur hefur yfirleitt verið
notaður til viðmiðunar en áhöld eru
um hvort hann rennur á sama stað
og um aldamót.
Sigurbjörg segir að rekja megi deil-
una allt aftur til 1976 en þá var graf-
inn skurður á milli jarðanna. Segir
hún að þá þegar hafi verið mistök
að ganga ekki frá merkjunum en hún
var unglingur þegar þetta gerðist.
Síðar segist hún hafa fengið ábend-
ingu frá gömlum manni í sveitinni,
sem nú er látinn, um aö ekki hefði
verið grafið eftir réttum merkjum.
Segist Sigurbjörg hafa misst þrjá
til fjóra hektara af góðu ræktarlandi
sem megi meta á um eina milljón
króna.
Sigurbjörg geröi ekki athuga-
semd við ræktunarstarfið
„Það var gerður landamerkja-
skurður á milli bæjanna sem báðir
aðilar voru sáttir við á sínum tíma.
Síðar kom það upp að Sigurbjörg var
óánægð með skiptinguna. Þá var ég
búinn að leggja í kostnað við að
rækta upp landið og varð aldrei var
við að hún hreyfði andmælum á
meðan á því stóð,“ sagði Sigurður
Pétur en hann stundar búskap að
Vogi og þar hefur hann 30 mjólkandi
kýr. Hann segir að hann hefði að
sjálfsögðu aldrei farið út í ræktunar-
starfið ef efasemdir hefðu verið uppi
um eignarhald landsins.
Sigurbjörg segist hafa ákveðið að
kæra í málinu 1983 og þá hafi hún
fengið gjafsókn frá dómsmálaráðu-
neytinu. Hún hefur hins vegar aldrei
fengið neina niðurstöðu í málinu en
það er fulltrúi sýslumanns í Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu, Jón
Magnússon, sem hefur verið skipað-
ur setudómari. Hann tók við málinu
eftir að sýslumaður Dalamanna
sagði sig frá málinu 1985. Ekki náðist
í Jón en samkvæmt upplýsingum frá
lögmanni Sigurðar Péturs hefur
meðal annars skort á að Sigurbjörg
hafi skilað inn þeim gögnum sem
þurft hefði.
Sigurbjörg segist hafa staðið í
þeirri trú að málflutningur og vitna-
leiðslur hæfust í haust en sala jarðar-
innar virðist hafa breytt því þannig
að Sigurður Pétur hefur nú nánast
keypt þrætuna.
Er hætt búskap
Á þessu ári ákvað Sigurbjörg að
hætta búskap og seldi jörðina kaup-
manni í Reykjavík sem ætlaði að
nota landið sem sumardvalarstað.
Seldi hún um leið allar skepnur og
festi kaup á íbúð í Reykjavík þar sem
hún ætlaði að seljast að með aldrað-
an fóður sinn.
Segir Sigurbjörg að salan hafi verið
með fullri vitirnd oddvitans. Búið var
að þinglýsa samningnum og taldi
Sigurbjörg það mistök því þar með
virðist hún hafa misst tökin á að
hafa áhrif á ráðstöfun jarðarinnar.
Hreppurinn fékk þar með kauprétt á
jörðinni og allt kom fyrir ekki þótt
Sigurbjörg hafi reynt að rifta kaup-
unum.
Hreppurinn nýtti
forkaupsheimild
Þegar fréttist af þinglýsingunni
ákvað hreppurinn að nýta forkaups-
rétt sinn og ganga inn í kaupin. Var
það gert og hefur Sigurður Pétur síð-
an gengið inn í þau kaup og hefur
hann nú innt af hendi tvær greiðslur
fyrir jörðina.
Sigurbjörg tók fram að hún hefði
ekki tekið við peningum frá Sigurði
Pétri enda ætlaði hún ekki að selja
honum jörðina. Sagðist hún telja eitt-
hvað meira en lítið bogið við það
kerfi sem gerði þaö aö verkum að
nú væri hún allt í einu að selja jörð-
ina manni sem hún vill alls ekki eiga
viðskipti við.
Sigurbjörg er búin að selja fullvirð-
isréttinn af jörðinni og keypti Fram-
leiðnisjóður sauðfjárréttinn en Bún-
aðarsamband Dalamanna mjólkur-
réttinn. Taldi hún því jörðina ekki
nýtast til neins búskapar.
Sigurður Pétur var ekki sammála
því. Hann sagði að Vogur væri lítil
jörð og þarna heföi gefist kærkomið
tækifæri til að bæta búsetuskilyrði á
Vogi.
Sigurbjörg sagði að það væri í raun
einkennilegt að forkaupsréttur
hreppanna skyldi vera bundinn við
jarðirnar en ekki fullvirðisréttinn. -
Jörð án fullviröisréttar væri nú lítils
virði til búskapar.
Sigurður Pétur
hreppsnefndarfulltrúi
„Þá finnst mér einkennilegt hve
auðvelt Sigurður Pétur hefur átt með
að tryggja sér meirihluta hreppsins
og nýtur hann þess sjálfsagt að hann
er hreppsnefndarfulltrúi," sagði Sig-
urbjörg. Sigurður Pétur vísaði hins
vegar á bug öllum ásökunum um
hagsmunaárekstra. Hann sagðist
hafa vikið af fundi þegar máhð var
tekið þar til afgreiðslu.
„Ég tel fáránlegt að menn missi
rétt við það eitt að sitja í hrepps-
nefnd. Sigurður Pétur hlýtur að hafa
sama rétt og aðrir í hreppnum,"
sagði Gísh Kjartansson, lögfræðing-
ur Sigurðar Péturs. GísU tók fram
að hreppurinn, og þá um leið Sigurð-
ur Pétur, fengju jörðina á nákvæm-
lega sömu kjörum og þeim er fólust
í kaupsamningi Sigurbjargar og þess
er hún var búin að selja jörðina. Hún
ætti því ekki á nokkurn hátt að fá
lægra verð fyrir jörðina. Sagðist Gísli
telja að þetta væri einmitt hugsunin
á bak við jarðarkaupalögin - að gera
bændum kleift að nýta landið áfram
til búskapar.
Samkvæmt kaupsamningi á að
vera búið að rýnia jörðina í næsta
mánuði en Sigurbjörg sagðist vel
geta hugsað sér að láta reyna á þaö
hvort hún yrði borin út af jörðinni.
Sagðist hún líta svo á að máUð sner-
ist um þau grundvaUarmannréttindi
að fá að ráðstafa sínum eignum.
-SMJ
Sigmar Bjömsson er einn reynsiumesti sildarverkandi landsins. Hann byrj-
aði i sildarverkun á Raufarhöfn 1947 og hefur veriö viðloðandi sildina
næstum á hverju ári síðan. DV-mynd Einar
Þorlákshöfn:
Sfldin blönduð og svæði lokað
Einar Gíslaaan, DV, Þorlákshöfru
„Viö megum salta 300 tunnur á dag
núna eða þar til samiö verður viö
Rússana um síldarsölu. Svo erum viö
Uka aö salta kvótann fyrir Suðurvör
hf. þannig að þetta eru um 600 tunn-
ur á dag sem við megum renna í
gegn,“ sagði Sigmar Bjömsson, verk-
stjóri í Glettingi hér í Þorlákshöfn.
Síldarsöltun hófst þar á miövikudag.
Þá kom mb. Jóhann Gíslason, einn
af bátum Glettings, meö tæp 150 tonn
af síld sem veiddist skammt frá Ing-
ólfshöfða. Síldin var frekar smá og
mjög blönduö. Síöar komu þær frétt-
ir að veiöisvæðinu hefði verið lokað.
Líkur eru á að Glettingur hf. verði
eina söltunarstöðin í Þorlákshöfn i
vetur en fyrirtækiö mun gera út tvö
skip á síldveiöamar. Veriö er að gera
Höfrung IB kláran fyrir síldina en
einnig getur hann fljótlega snúið sér
að dragnótaveiði.
Hvaðan kemur stuðningurinn?
Halldór með stuðning karla en
Steingrímur og Þorsteinn kvenna
Konur vildu síður tilnefna stjóm-
málamenn sem þær höfðu álit á en
karlar í skoðanakönnun DV. 51 pró-
sent kvennanna tilgreindu stjóm-
málamann en 74 prósent karlanna.
Það fylgi sem dreifðist á þá sem
atkvæði fengu skiptist því þannig að
um 41 prósent þess kemur frá konum
en um 59 prósent frá körlum.
Þegar Utið er til þess hvemig fylgi
þeirra sem flest atkvæðin fengu
skiptist milli kynjanna kemur í ljós
að Halldór Ásgrímsson nýtur mun
meira fylgis meðal karla en kvenna.
Af stuðningsmönnum hans em 68
prósent karlar sem er um 9 prósentu-
stigum fyrir ofan meðaltalið. Ólafur
Ragnar Grímsson er sömuleiðis fyrir
ofan meðaltalið. 63 prósent stuðn-
ingsmanna hans eru karlar.
Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar
skiptast hins vegar svipað og þeir
sem afstöðu tóku. Fylgi Davíðs skipt-
ist þannig að 58 prósent em karlar
en 42 prósent konur.
Steingrímur Hermannsson og Þor-
steinn Pálsson sækja fylgi sitt hins
vegar alveg til jafns til beggja kynja.
Þeir njóta því mun meiri stuðnings
kvenna en skipting þeirra sem tóku
afstöðu gefur tilefni til að ætla. Þar
munar um 9 prósentustig.
-gse
Stuðningsmenn Kvennalistans:
Hafa meira álit á Ólafi
Ragnari en þingkonunum
Samkvæmt skoðanakönnun DV
sækir Kvennalistinn réttan þriðj-
ung af stuðningsmönnum sínum til
karla. Tveir þriöju stuðnings-
mannanna em konur.
Eins og fram kom í DV þegar nið-
urstöður skoðanakönnunarinnar
vom birtar nýtur Kvennalistinn
nú minni stuðnings en hann fékk
í kosningunum 1987. Þetta er í
fyrsta sinn sem það gerist. Seint á
árinu 1987 og snemma árs 1988
mældist Kvennalistinn meö allt að
þrefalt kosningafylgi sitt'eða hátt í
30 prósent.
Annað sem vekur athygli við
skoöanakönnun DV er að kvenna-
listakonur fá einungis 3 atkvæði
þegar fólk var beöið að nefna þann
stjórnmálamann sem þaö hefði
mest álit á. Guðrún Agnarsdóttir
fékk 2 atkvæði og Þórhildur Þor-
leifsdóttir 1 atkvæöi.
Þegar kannað er á hvaöa stjóm-
málamönnum fylgjendur Kvenna-
hstans sögðust hafa mest álit kem-
ur í ljós að 38 prósent treysta sér
ekki til að nefna neinn, 17 prósent
tilnefna Ólaf Ragnar Grímsson, 14
prósent Steingrím Hermannsson,
10 prósent Jóhönnu Sigurðardóttur
og 10 prósent Davíð Oddsson.
Halldór Ásgrímsson, Svavar Gests-
son og Guörún Agnarsdóttir fá síð-
an 3 prósent hvert af tilnefningum
stuðningsmanna Kvennalistans.
-gse