Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 22
.....................MUGARDAfiUR &.QKTÚBER M...
Iinda Pétursdóttir hefur átt viðburðaríkt ár:
Úr fiskinum
í frægðina
„Ég er aö fara í dag í mlna síðustu
ferö sem Miss World en eftir þijár
vikur fer ég til Hong Kong þar sem
ég mun krýna arftaka minn. Úrslita-
keppni fer fram 22. nóvember," sagöi
Lánda Pétursdóttir, ungfrú alheimur,
í viðtali við helgarblaöiö. Linda gaf
sér tíma í gær til aö spjalla um feril
sinn þetta ár þar sem nú fer að líða
aö því aö hún skili titlinum. „Ég flýg
í dag um Ósló til Cannes þar sem
er„Duty Free“-sýning á vegum Flug-
leiöa. Auk þess mun ég taka við verö-
launum sem Sony mun veita Flug-
leiðum og nefnast „Airline of the
year“. Þau verðlaun eru veitt vegna
þess aö Flugleiðir voru fyrsta flugfé-
lagiö sem notar lítil sjónvörp frá
Sony í vélum sínum í Ameríkuflugi.
Þetta verður mín síöasta ferð sem
Miss World,“ segir Linda.
Hún segist ekki vera kvíðin vegna
úrshtakvölds Miss World. „Ég
hlakka miklu frekar til,“ segir hún.
„Ég var að fá kjólinn sem ég klæðist
á úrslitakvöldinu en hann var saum-
aður fyrir mig í Suður-Ameríku.
Hann er mjög fallegur, hvitur og silf-
urlitur. Kíólhnn er þröngur niður að
hnjám og þar fyrir neðan mikið af
pífum og slóði. Ermarnar eru þröng-
ar en með miklu púfFi,“ segir Linda.
Hún þarf aö greiða kostnað kjólsins
sjálf og alls fatnaðar sem hún hefur
þurft að kaupa þetta ár. „Ég hef eytt
mjög miklum peningum í föt á þessu
ári því ég get ekki verið oft í sömu
fotunum. Ein góð dragt kostar mig
þijátíu til fjörutíu þúsund og síður
kjóll meira, þannig að þetta er kostn-
aðarsamt."
Starfar fyrir ísland
Linda er á launum frá Miss World
en Flugleiðir, Útflutningsráð og
Ferðamálaráð gerðu samning við
forráðamenn keppninnar þannig að
hún starfar fyrir þessi fyrirtæki þrátt
fyrir aö hún fái laun frá keppninni.
„Þetta hefur á vissan hátt verið mjög
erfitt ár og oft hef ég hlakkað til aö
koma heim og hvíla mig. Engu að
síður hefur árið verið viðburðaríkt
og lærdómsríkt. Ég get ekki einu
sinni miðað þetta ár við tíu ár í skóla
því ég hef ferðast víða og kynnst
mörgu sem ég hefði aldrei átt kost á
annars. Maður lítur lífið öðrum aug-
um í dag en fyrir ári,“ segir Linda.
- Hvaða kröfur fmnst þér vera gerð-
ar til þín?
„Mjög miklar. Ég þarf alltaf að líta
vel út, má ekki vera þreytuleg og ég
verða að gæta að því sem ég segi. Það
væri hægt að telja þetta upp enda-
laust.“
- Hvemig er fyrir þig að fara út að
skemmta þér?
„Ég er hætt þvi. Ég áttaði mig ekki
á því strax að allir þekktu mig. Ef
ég sat við borð inni á veitingahúsi
var enginn friður fyrir fólki sem taldi
sig vera skylt mér. Þetta var orðið
þannig að ég ílúði út af skemmtistöð-
um því .ég fékk engan frið. Ég hef
ekki farið á skemmtistað síðan í
mars.“
Til tuttugu landa
- í staðinn hefur þú ferðast mikið:
. „Já, ég er búin að fara til tuttugu
landa á þessu ári og oft til sömu landa
þannig að ferðir mínar era miklu
svo slæmt að Julie Morley, sem var
með mér, lét mig sofa inni í sínu
herbergi til öryggis. Henni kom ekki
dúr á auga alla nóttina vegna spreng-
inga en ég svaf eins og steinn," segir
Linda ennfremur. „Þessi ferð er mér
ógleymanleg og var mjög áhrifarík."
Ég er frjáls
- Hefur þetta ár verið ánægjulegt?
„Já, mér fmnst það. Ef ég hefði
ekki unnið keppnina hefði ég ekki
fengið öll þessi tækifæri, til dæmis
feröalögin og að kynnast öllu þvi
fólki sem ég hef kynnst."
- Hvað tekur við hjá þér núna þegar
þú afsalar þér tithnum?
„Ég er upppöntuð þetta ár þannig
að það er skipulagt. Ég fer til Holl-
ands fyrir hollenskt fyrirtæki, síðan
til Taiwan fyrir Flugleiðir. Um jólin
langar mig að vera heima og hafa það
gott en reyna síðan aö komast í frí
til Karíbahafs í tvær vikur og slappa
af. Ég er með tilboð um fyrirsætu-
starf í Englandi og er að skoða það.
Slíkt tilboð gefst mér ekki aftur en
skólinn bíður alltaf á sínum stað. í
raun er ekkert ákveðið en það er
margt sem mig langar til að gera. Ég
hef áhuga á því í framtíðinni að
starfa sem sjónvarpsfréttamaður og
gæti hugsað mér að fara í fjölmiðla-
nám til Bandaríkjanna. Slíkt heíði
ekki hvarflað að mér fyrir ári en á
þessu ári hef ég kynnst þessu starfi
og það hefur heillað mig.“
- Verður þú fegin þegar þetta ár
verður hðið?
„Að vissu leyti verð ég það. Ég verð
þá kannski ekki lengur undir smásjá
og get verið ég sjálf. Þá fæ ég líka að
ráða mér meira. Á þessu ári hef ég
aldrei getað sagt nei - verð að segja
já og amen við öllu. Þegar ég sá fyrir-
sögn á helgarviðtali um síðustu helgi
við Friðrik Sophusson, þar sem hann
segir: Ég er fijáls, fannst mér sú fyr-
irsögn hæfa viðtali við mig. Ég hugsa
að tilfinningin eigi við mig.“
Millibilsástand
hjá Miss World
- Hefur þú ferðast minna en Hófi
gerði á sínum tíma?
„Nei, frekar meira. Hins vegar
ferðaðist hún meira á vegum keppn-
innar þar sem íslendingar áttuðu sig
ekki á auglýsingagildinu þá jafn-
mikiö og nú. Núna gerðu þeir strax
samning við keppnina og í staðinn
hef ég ferðast mun meira fyrir ís-
land. í ár er einnig millibilsástand
hjá Miss World þvl forráðamenn
keppninnar voru að leita að nýjum
styrktaraðilum og nýrri sjónvarps-
stöð til að senda keppnina út.“
- Heldur þú að keppnin verði eins
eftir þessa breytingu?
„Ég ætla að vona það. Það er reynd-
ar erfitt að segja til um það. Nú verð-
ur keppnin haidin í.Hong Kong og
um leið í fyrsta skipti utan Eng-
lands. Ég er viss um að hún verður
mjög falleg því þeir leggja mikið í
allt shkt. Nýtt sjónvarpsfélag mun
taka upp keppnina en ég veit að sjón-
varpsstöðin Thames í Englandi send-
ir fólk til Hong Kong því hún ætlar
að senda þáttinn út beint. Keppnin
ætti líka að geta komið hingaö beint
ef Stöð 2 kærir sig um.“
mánuður í nýja alheimsdrottningu
fleiri. Ég hef farið þrisvar til Þýska-
lands og sautján sinnum til Englands
og einu sinni til Rússlands svo ég
nefni dæmi. Eftirminnilegasta ferðin
mín var á vegum keppnimiar til E1
Salvador í sumar. Við vorum með
tískusýningu og ágóði af henni rann
tii hjálpar bágstöddum börnum. Það
var ótrúleg sjón sem blasti við manni
á barnasjúkráhúsi sem við heimsótt-
um. í fyrstu var sjúkrahúsið undir
tjaldi en nú hefur verið steypt upp
hús en allir veggir eru ennþá ómálað-
ir og hráir. Gólfið var þéttskipað
barnarimlarúmum þar sem börn
lágu í hinum ýmsu tækjum, spastísk,
handa- eða fótalaus eða með vatns-
höfuð. Ég dvaldi þama í viku og
kynntist mörgu sem ég hefði aldrei
trúaö að væri til. Eftir svona ferð er
maður ákaflega hamingjusamur að
hafa fæðst á íslandi. Við heimsóttum
einnig heimili fyrir munaðarlaus
böra en það er sama heimilið og
Hófi heimsótti á sínum tíma. Þegar
bömin eru fiórtán, fimmtán ára eru
þau rekin út og eiga að sjá fyrir sér
sjáif en áður hafa þau lært að sauma
og elda og lært öll helstu grundvall-
aratriðin á heimilinu. Heill hópur aí
börnum safnaðist kringum mig og
þau sungu ástarsöngva. Þegar ég
rétti þeim myndir af mér voru lætin
svo mikil að ég var næstum dottin
um koll,“ segir Linda. „Ef þessum
börnum er sýnd smávægileg ástúð
þá verða þau æst og vilja helst grípa
mann allan. í San Salvador er borg-
arastyijöld og við vorum með vopn-
aða öryggisverði allan sólarhring-
inn. Maður heyrði í sprengjum og
síðustu nóttina var ástandið orðið
í ÞýskalarKtl rétt áður en Unda kom fram á mikllli
hönnuðum Evrópu svokáliaðan tínku-domant. Með
Undu á myndinní er hárgreiðslumelstarlnn Dúddi
sem hefur verið henní mjðg hjálplegur.