Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989. Vetrardagskrá Sjónvarpsins hefst í kvöld: Syngj andi leikarar í herklæðum örn Árnason er laginn við að breyta sér í hinar margvíslegustu týpur og væntanlega fáum við að kynnast enn nýrri hlið í kvöld. Stríðsárablús nefnist skemmti- þáttur sem Sjónvarpið sýnir í kvöld, fyrsta vetrardag. Þátturinn byggist á þekktum lögum frá stríðs- árunum sem Jónas Amason hefur gert íslenska texta við. „Ætli megi ekki kalla þáttinn sjónvarpskabar- - ett,“ sagði Sveinn Einarsson, dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, er hann var spurður um þáttinn en hann er leikstjóri hans. „Það er hálft annað ár síðan ég var beðinn um að leikstýra þessum þætti en hann var ákveðinn í tíð Hrafns Gunn- laugssonar," sagði Sveinn enn- fremur. Hann sagði að hér væri veriö að prófa nýtt form í sjónvarpi og ef þættinum yrði vel tekið væri hugs- anlegt að um fleiri slíka yrði að ræða. „Hér er- um að ræða tíu lög sem sjö hljóðfæraleikarar undir stjóm Jóhanns G. Jóhannssonar leika. Auk hljómsveitarinnar koma fram sex dansarar og jafnmargir leikarar. Það tók okkur nokkum tíma að ákveða hverjir skyldu verða í hlutverkunum en ákveðið var að lokum að fá „syngjandi leik- ara“ í hlutverkin. Bubbi Morthens var í fyrstu með í myndinni en hann gat ekki verið með sökum - anna,“ sagði Sveinn. Þeir sem fram koma em Lísa Pálsdóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Sigrún Waage, Egill Ólafs- son, Pálmi Gestsson og Om Árna- son. Undirbúningur að þessum sjónvarpskabarett tók um hálft ár en upptökur stóðu yfir í tvær vik- ur. Þá var búið að taka öll lögin upp á hljóðband. Stríðsárablús var í fyrstu hugsaður á dagskrá í byij- un september þegar fimmtíu ár vora frá stríðsbyijun en að sögn Sveins var því breytt þar sem mik- il vinna var lög í þáttinn og hann vandaður að allri gerö. „Okkur fannst tilhlýðilegt að byija vetrar- dagskrána með þætti þessum.“ Búningar era skrautlegir en her- búningar, sem bæði eru breskir og bandarískir, voru leigðir frá bún- ingaleigu í Bretlandi. „Það era eng- ir herbúningar til á íslandi og þess vegna voru þeir fengnir utanlands frá. Leikhúsin hafa áður leitað til þessarar sömu leigu," sagði Sveinn. í vetur mun Sjónvarpið leggja mikla áherslu á innlenda þætti en vetrardagskráin hefst í kvöld. Hinn vinsæli þáttur Hemma Gunn mun byija mánudaginn 30. október og eru eflaust margir sem bíða hans. Þá verður í hveijum mánuði í vetur ein íslensk sjónvarpsmynd á skján- um og þar á meðal íslensk ópera í fyrsta sinn. Spumingaþættir fram- haldsskólanna veröa á sínum stað, Spaugstofan og fleira skemmtilegt. Á mánudag mun dagskrárdeild innlends efnis hjá Sjónvarpinu halda blaðamannafund þar sem vetrardagskráin verður nánar kynnt en Sveinn sagði aö mjög mikið væri lagt í innlenda dag- skrárgerð þennan veturinn. -ELA Lisa Pálsdóttir og Pálmi Gestsson eru meðal þeirra sem koma fram í fyrsta sjónvarpskabarettinum hér á landi sem fluttur verður í kvöld, í upphafi vetrardagskrár. Þess má geta að búningarnir eru ekta en þeir voru leigðir frá Bretlandi fyrir þennan þátt. Fimuir þú flmm breytingar? 25 ©PIB Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki með tvöfoldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 1. Elta útvarpsklukka að verðmæti 3.500,- Vinningarnir eru úr Opus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 25 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir tuttug- ustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Hildur B. Loftsdóttir, Bjarkarbraut 7, 620 Dalvík. 2. Elísa Guðrún Elísdóttir, Jörundarholti 25,300 Akranes. Ég ætlaði að smygla elnnl viskiflösku en á sfðasta augnablikl fékk ég samviskublL Nafn:........ Heimilisfang: Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.