Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989.
131
Tvennt var þaö í vikunni sem
vakti athygli mína. Annars vegar
það aö starfsmenn Landhelgis-
gæslunnar sækja nú námskeið í
mannasiðum og svo hitt að Pressan
hvetur fólk til að kyssast. Ég á nátt-
úrlega ekki að vera að auglýsa
Pressuna með því að skrifa um
innihald hennar. Þó get ég ekki á
mér setið að leggja ofurlítið út af
grein sem birtist nú í vikunni í
þessum viðauka með málgagni Al-
þýðuflokksins undir fyrirsögninni
„Kyssumst kvölds og morgna“. Að
vísu skal það tekið fram að Pressan
hefur enga sérþekkingu á kossum
og sækir aila sína visku í eintök
af danskri bók sem heitir „Kys hin-
anden“ en Danir eru, eins og allir
vita, margfrægir fyrir aö leiðbeina
fólki um kynmök hvers konar og
sjálfsagt hefur kossabókin fallið í
góðan jarðveg þar í landi. Menn
verða að læra að kyssa eins og
hvað annað og ef íslenskir varð-
skipsmenn þurfa að sækja nám-
skeið í mannasiðum þá á það ekki
að koma neinum á óvart þótt sauð-
svartur almúginn þurfi leiðbein-
ingar um frumhvatimar.
Kossar flokkast reyndar líka
undir mannasiði svo vonandi fær
Landhelgisgæslan kennslu í koss-
um. Þótt ég hafi aldrei séð varð-
skipsmenn kyssa landhelgisbrjóta
þá dreg ég það ekki í efa að þeir
kyssist úti á miðunum þegar menn
em teknir í landhelginni. Við lifum
jú á friðartímum.
En þetta er útúrdúr. Aðalatriðið
er hitt að þessar leiðbeiningar em
gefnar út. Ekki veitir af. Maður sér
bláókunnugt fólk kyssast á al-
mannafæri án sérstaks tilefnis og
maður sér líka tii hámenntaðs fólks
sem ekki hefur hugmynd um það
hvemig á að kyssast. Hvað er unn-
ið við það að vera hámenntaður og
sprenglærður í fógunum og bók-
staflega að springa út af gáfum og
greind ef sá hinn sami fæhr frá sér
lærisveina sína og samferðamenn
með því að reka þeim ódannaðan
rembingskoss á kinnina þegar þeir
eiga síst von á? Eða þá hitt, sem
er miklu verra, að kyssa þá ahs
ekki þegar við á. Þetta hvort
tveggja getur haft óbætanlegan
misskilning í fór með sér og eyði-
lagt orðstír hinna bestu manna að
ástæðulausu.
Kurteisiskossar
Allir vita að kossar eru margs
konar. Th em stuttir kossar og
langir, blautir og heitir og svo eru
það kossamir sem alls ekki eru
kossar þótt þeir hti út fyrir það.
Það em kurteisiskossamir sinn á
hvorn vangann án þess þó að
snerta þann sem maður kyssir. ís-
lendingar em ekki aldir upp við
svoleiðis kveðjur og atlot, nema þá
í jarðarfórum í fjölskyldunni. Is-
lendingar takast í hendur eða í
besta falli hneigja sig kurteislega
þegar þeir hehsast og kveðjast. En
í útlandinu eru kurteisiskossar
jafnalvanalegir og handaböndin.
Þetta kom flatt upp á mig í fyrstu,
sveitamanninn frá Fróni sem þorði
ekki einu sinni að kyssa mömmu
nema í laumi. En undan þessu
verður ekki vikist og skiptir þá
ekki máh hvort karl eða kona á í
hlut. Allir kyssast og kyssast því
meir sem sunnar dregur í álfunni.
Strax í Sviss verður maður að
kyssa þrisvar og á ítahu eru þetta
orðin ein ahsheijar faðmlög við
bláókunnugar manneskjur. Kúnst-
in við kurteisiskossana er hins veg-
ar sú að maður lætur sem maður
kyssi án þess að gera það og það
þykir hið mesta siðleysi aö kyssa
konu á kinnina ef það skyldi verða
th þess að sminkið fari úr skorðum.
Vei þeim manni sem eyðileggur
sminkið á evrópskri hefðarfrú.
Aht er þetta kossaflens liður í
mannasiðum og umgengnis venj um
og ekki ómerkhegra heldur en
ýmislegt það sem fuhorðið fólk
verður að temja sér þegar það er
tekið í landhelgi. Það er einmitt
þess vegna sem ég legg th að auk
varðskipsmanna verði þeir í dipló-
matíinu og póhtikinni sendir á
námskeið í mannasiðum og kossa-
reglum. Hvað haldið þið th að
mynda að Jóni Baldvini yrði ágengt
í samningum sínum viö Evrópu-
bandalagið ef hann kann ekki á
kossana? Eða hvar værum við
staddir í álviðræðunum ef íslenska
samninganefndin theinkaði sér
ekki réttar kossareglur? Alveg er
ég viss um að Vigdís forseti er í
hávegum höfð í útlandinu vegna
þess að hún veit upp á hár hvemig
hún á að hehsa. Mín sambönd í
fótboltanum erlendis byggjast fyrst
og fremst á því hversu hæfur ég er
í kossamálum. Kurteisiskossum á
ég við.
Eilífðarástin
Það tekur auðvitað á taugarnar
að þurfa að kyssast kvölds og
morgna, sérstaklega fyrir þá sem
eru óvanir. Maður var ahnn upp
við þaö að konur kysstu menn eða
menn konur og það þekktist ekki í
mínu ungdæmi aö samkynja fólk
væri að kyssast. Karlarnir gerðu
það að vísu í sveitinni en þá voru
þeir oftast orðnir bhndfulhr á
hestamótum og notuðu faðmlögin
th að standa í fæturna. Einu koss-
amir, sem vitað var um og gagn
var að, voru þeir sem birtust á
hvíta tjaldinu í amerísku og róm-
antísku bíómyndunum þar sem
elskhuginn tók elskuna sína í fang
sér og kyssti hana ástríðufuht og
lengi í lok myndarinnar. Happy
end.
. Gahinn var bara sá að maður sá
aldrei hversu kossinn stóð lengi
eða hvað gerðist eftir að myndinni
lauk. Þar var ætlast th að ímyndun-
araflið tæki við og hvort það gerði!
Maður sá elskenduma hða inn í
ehífðina í faðmlögum og djúpum
kossum og hélt að þetta væri há-
mark ástarinnar. Ennþá em þeir
reyndar að framleiða svona mynd-
ir og hafa af manni eftirleikinn en
nú veit maður betur, því miður.
Lengi fram eftir aldri hafði ég
ekki hugrekki th að kyssa. Maður
vildi ekki útbía ástinni og ehífðar-
sælunni með hverjum sem var og
auk þess get ég sosum viðurkennt
núna að þær vora heldur ekki
margar sem sóttust eftir atlotum
mínum. Sennhega ekki verið eftir-
sóknarverður elskhugi og stóðst
ekki samjöfnuð við Gary Grant eða
Clark Gable eða Errol Flynn og lái
mér hver sem vhl. Hvers virði em
hálfvaxnir eða ofvaxnir unghngar
í samanburði við þá sem kyssast
inn í ástina í hverri bíómyndinni á
fætur annarri og leika aftur og aft-
ur þennan eina og sanna í keppn-
inni um fahegu stúlkuna á hvíta
tjaldinu.
Ég átti mér draum í laumi eins
og aðrir bólugrafnir unghngar en
lét hann ekki uppi og var eiginlega
löngu búinn að sætta mig við það
hlutskipti að pipra og búa við þau
örlög að sætustu stelpurnar gengju
mér úr greipum. Þær gátu kysst
sína kærasta fyrir mér og þó ég
væri grænn af öfund og labbaði
mig heim á kvöldin með lífsgátúna
óleysta bar ég mig karlmannlega
eftir atvikum.
í aftursætinu
En svo var það einu sinni fyrir
hálfgerða thvhjun sem ævintýrið
gerðist. Kunningi minn bauð mér
með á ball upp í Hlégarð sem var
og er spölkom úr höfuðborginni
og að minnsta kosti hálftíma akstur
í þá daga. Við vorum í flnustu
drossíu með djúpu baksæti og
renndum í hlaðið eins og riddar-
amir gera á hvítum hesti. Balhð
leið og kvöldið var búið áður en við
vissum af og án árangurs eins og
fyrri daginn. En í þann mundinn
sem við emm að búa okkur th
brottfarar og hamingjusama fólkið
sveif um í vangadansinum og
kossaflensinu eins og maður var
búinn að horfa upp á alla sína glöt-
uðu æskudaga koma þar að tvær
ungar og saklausar stúlkur og biðja
um far í bæinn.
Skipti nú engum togum að önnur
settist fram í en hin við hhðina á
mér í aftursætinu. Nú var að duga
eða drepast hugsaði ég og rifjaði
upp í huganum hvernig hetjurnar
á hvíta tjaldinu bám sig aö þegar
stóra stundin var að renna upp. Th
að gera langa sögu stutta og mér
th mikhlar furðu tókúst með okkur
þeir kærleikar þarna í aftursætinu
að áður en ég vissi af var ég farinn
að kyssa stúlkuna. Ekki á kinnarn-
ar, enga kurteisiskossa, heldur
stóran koss, beint á munninn. Og
hún tók þessu vel og opnaði munn-
inn eins og hún gat th að ég gæti
komið vhja mínum fram. Strax og
kossinn hófst blasti við mér eitt
vandamál sem ég uppgötvaði ekki
fyrr en seinna og gat ekki vitað á
þessari stundu því ég hafði aldrei
séð upp í elskenduma í bíóunum
þegar þeir kysstust. Það var þetta
með tunguna. Fólk notar stundum
tunguna þegar það kyssist. Hvemig
átti ég að vita um hlutverk tung-
unnar sem ég hafði aldrei séð í
myndunum? Eg skhdi ekkert í því
hvers vegna blessuð stúlkan var
ahtaf að reka tunguna í sér upp í
mig meðan kossinn stóð yfir. Þetta
var óþægheg truflun og ég vék
minni eigin tungu fimlega undan
þessari ásókn.
Reynslunni ríkari
Ég hugsa að þessi koss hafi átt
upphaf einhvers staðar á móts við
Blikastaði en hann stóð látlaust
framhjá Korpúlfsstöðum, Geld-
ingaholti og Grafarvogi, yflr Ár-
túnshöfðann, vestur Miklubraut og
alla leið í Hlíðarnar þar sem elsk-
urnar okkar bjuggu. Við sátum
þama í aftursætinu hreyfingar-
laus, munn við munn, og ég man
enn hvað þetta var mikhl sigur fyr-
ir sjálfstraustið. Ég skal að vísu
játa að ég var orðinn ansi þreyttur
í kjálkunum í Elhðaárbrekkunum
en ég lét það ekki á mig fá og vissi
ekki betur en að hér væri hápunkt-
ur ástarinnar runninn upp og lét
hann ekki mér úr greipum ganga
meðan ástin var endurgoldin af
elskunni minni. Hvemig átti ég líka
að vita hvernig kossar enda eða
hvort yfirleitt væri ætlast th að
þeir enduðu. Ég man hins vegar
að ég var þeirri stundu fegnastur
þegar þessari ástarsælu lauk og ég
náði andanum aftur.
Þetta var minn fyrsti og lengsti
koss og ég vona að mótleikari minn
fyrirgefi mér að upplýsa þetta
leyndarmál, þó ekki væri nema fyr-
ir það að þetta hlýtur að hafa verið
jafnmikh þrekraun fyrir hana eins
og mig. Ég hef stundum síðan séð
það í sjónvarpinu að þeir efna th
maraþonkeppni í kossum en ég ef-
ast um að nokkurt par slái mér og
fórnarlambi mínu við þar sem við
máttum hjakka á munnunum í ein-
um og sama kossinum í gegnum tvö
kjördæmi og lengst inn í Hliðar án
þess að fá fyrir það önnur verðlaun
en þau að verða reynslunni ríkari.
Að minnsta kosti var það svo með
mig að ég taldi það ekki á mig leggj-
andi að öðlast ehífa ást upp á þessi
býti.
En svona geta kossarnir verið,
bæði langir og stuttir, og það er
rétt hjá Pressunni og dönsku leiö-
beinendunum að fólk þarf að læra
að kyssa ef það ætlar að kunna
mannasiði. Ég.vona bara að þeir
hafi þetta í huga á námskeiði varð-
skipsmannanna. Kossar eru ahra
meina bót.
Ellert B. Schram