Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGL'R 20. OKTÓBER 1989. Erlendbóksjá Svik og glæpir í Hollywood Mike Gallagher, yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Los Angeles, er að gamna sér með giftri konu á heimili hennar þeg- ar hann verður var við torkenni- lega atburði í villu í grenndinni. Lögregluþyrla er á sveimi og eitt- hvað mikið að ske. Hann verður því undrandi þeg- ar engar fréttir berast af þessum afhöfnum lögreglunnar. Það er ekki fyrr en langt er liðið á daginn að lögreglan. tilkynnir um að margir hafi verið myrtir í húsinu og einn fundist með lífsmarki. Hvers vegna þessi leynd? Hvað gerðist eiginlega í húsinu? Voru háttsettir menn í lögreglunni flæktir í máhð? Og hvers vegna er Gallagher haldið utan við rannsókn málsins? Er verið að leggja fyrir hann gildru? Svik og glæpir í Los Angeles, þar sem sumir eru hafnir yfir lögin en öðrum fómað eins og peðum, eru viðfangsefni þessarar ágætu spennusögu eftir Roderick Thorp sem annars er kunnastur fyrir The Detective og söguna Die Hard sem kvikmynduð var fyrir skömmu við miklar vinsældir. RAINBOW DRIVE. Höfundur: Roderick Thorp. Penguin Book, 1989. MÁRIO de ANDRADF macunaíma * Brasilíska þjóðarsálin Mário de Andrade (1893-1945), sem átti ættir að rekja til þriggja helstu kynkvísla þjóðar sinnar - indíána, negra og Portúgala - hefur verið kallaður „páfi mod- ernismans" í Brasilíu. Hann var áhrifamikill í brasil- ískum bókmenntum og þjóðfélagi yfirleitt sem ljóðskáld, rithöfund- ur og gagnrýnandi, einkum á ár- unum milli heimsstyijaldanna. Skáldsögunni Macunaíma, sem hér birtist í danskri þýöingu, var illa tekið þegar hún kom út fyrst, árið 1928, þótt nú sé litið á hana sem mikilvæga nýsköpun í bók- menntum Brasilíu þar sem hún hafi haft veruleg áhrif á þróun sjálfstæðra brasilískra bók- mennta. Höfuðpersónan í þessari stór- kallalegu sögu, sem byggir mjög á tilvísunum til brasilískra þjóð- sagna og þjóðtrúar, er hinn mesti hrappur og til allra furðuhluta líklegiu-. Hann er reyndar eins konar tákn brasilísku þjóðarinn- ar með kostum sínum og göllum. Sagan er uppfull af fáránlegri fyndni og hin skemmtilegasta af- lestrar. MACUNAÍMA. Hölundur: Márlo de Andrade. Husets Forlag/S.O.L., 1989. Sjo long ar 1 klóm sadista Árið 1977 fór Colleen Stan, þá tvítug að aldri og búsett í Oregon í Banda- ríkjunum, að heiman. Hún var ákveðin í að ferðast „á puttanum" til fyrirheitna landsins, Kaliforníu. Það sannaðist rækilega á Colleen að ekki eru allar ferðir til fiár. Leið hennar til Kaliforníu var nefnilega þymum stráð. Hennar beið sjö ára ótrúleg martröð - svo lygileg að flest- ir áttu erfitt með að leggja trúnað á frásögn hennar þegar hún slapp loks úr prísundinni árið 1984 og sagði frá hörmungum sínum. Fangi og þræll Píslarganga Colleen hófst þegar henni bauðst far með ungum hjón- um, Cameron og Janice Hooker. Þau höfðu smábarn í bílnum hjá sér og htu út eins og fyrirmyndarfiölskylda. Colleen hélt því að henni væri óhætt að þiggja boðið. Annað kóm á dag- inn. Aður en hún vissi af var hún orðin fangi og þræll Cameron Hoo- kers sem er sadisti af þeirri tegund sem eiga helst heima í hryllingssög- um úr pyntingarklefum Gestapo- manna. Cameron þessi hafði smíðað í kjall- aranum hjá sér sérstakan lítinn kassa þar sem hann geymdi fómar- lamb sitt nakið í myrkri. Þess á milli misþyrmdi hann Colleen til að fá útrás fyrir kvalalosta sinn. Lýsing- amar á þeim pyntingum em óhugn- anlegar. Hann hafði áður beitt konu sína hhðstæðri harðneskju tíl að fá kynferðislega fuhnægingu, en gekk þó mun lengra með nýja fórnarlamb- inu. Virðist reyndar mesta mildi að Coheen skuh hafa lifað þau ósköp af. „Fullkomið fórnarlamb" Með ómanneskjulegri meðferð og líkamlegum og andlegum pyntingum tókst Cameron að kúga Colleen svo gjörsamlega að hún þorði sig hvergi að hræra eftir að hann sleppti henni loks úr kassanum. Hún var að því leyti „fullkomið fórnarlamb", eins og titill bókarinnar vísar th. Það var fyrst eftir sjö ára vist sem ambátt Camerons að henni tókst að hleypa í sig nægum kjarki th að sleppa, og þá með aðstoð Janice sem gat að lok- um ekki lifað lengur með geðsjúkum m£mni sínum. í þessari bók rekur Christine McGuire, saksóknaranum sem stjómaði málathbúnaði gegn Camer- on fyrir dómstólum, harmsögu Cohe- en og baráttu yfirvalda gegn Camer- on Hooker. Hún segir ítarlega og skipulega frá máhnu eftir réttargögnum og ítarleg- um viðtölum sínum við aðha máls- ins, en blandar inn í frásögnina lýs- ingum á eigin baráttu fyrir því að koma Cameron á bak við lás og slá. Hún hafði þar að lokum erindi sem erfiði því Cameron var dæmdur th langvarandi fangelsisvistar. Þetta er svo makalaus frásögn að lesandinn þarf hvað eftir annað að minna sig á að hér er ekki á ferðinni óráðshjal eða fáránlegur reyfari heldur lýsing á raunverulegu fólki og atburðum sem áttu sér stað fyrir aðeins fáeinum ámm í einu helsta menningarríki heims. PERFECT VICTIM. Höfundar: Christine McGuire & Carla Nor- ton. Dell Publishing, 1989. I svona kassa geymdi Cameron Hooker fórnarlamb sitt, Colleen Stan. Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur: 1. Mary Wesley: SECOND FIDDLE. 2. Len Deighton: SPY HOOK. 3. Stephen Klng: THE TOMMYKNOCKERS. 4. G. Garcia Mðrques: LOVEINTHETIMEOF CHOLERA. 5. Maeve Ðinchy: SILVER WEDDING. 6. Judith Krantz: TILL WE MEET AGAIN. 7. Virglnia Andrewa: FALLEN HEARTS. 8. David Lodge: NICE WORK. 9. Jeffrey Archer: A TWIST IN THE TALE. 10. Rosamunde Pilcher: THE SHELL SEEKERS. Rit almenns eðlls: 1. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 2. Paddy Doyie; THE GOD SQUAD. 3. Elkington & Hailes: THE GREEN CONSUMER’S GUIDE SUPERMARKET SHOPPING GUIDE. 4. Cailan Pinckney: CALLANETfCS. 5. Rosemary Conley: HIP & THIGH DIET. 6. Elkington & Hailes: THE GREEN CONSUMER GUIDE. 7. Joyce Grenfelt: DARLING MA: LETTERS TO HER MOTHER. 8. Paul Theroux: RIDING THE IRON ROOSTER. 9. John Button: HOW TO BE GREEN. 10. Rég & Ron Kray, F. Dinenage: OUR STORY. (Byggt i The Sunday Times) Bandaríkin MetsÖlukiljur: 1. Kathleen E, Woodiwiss: SO WORTHY MY LOVE. 2. ROBERT LUDLUM: TREVAYNE. 3. Anne Tyler: BREATHING LESSONS. 4. Stephen Coonts: FINAL FUGHT. 5. Anne flice: THE QUEEN OF THE DAMNED. 6. Tom Clancy: THE CARDINAL OF THE KREMUN. 7. Aona Fuller Ross: CELEBRATION! 8. Louis L’Amour: LONG RIDE HOME. 9. Piers Anthony: MAN FROM MUNDANIA. 10. Kathryn Harvey: BUTTERFLY. 11. Judy Klass: THE CRY OF THE ONUES. 12. Rosamunde Pilcher: THE SHELL SEEKERS. 13. Unda Lay Shuler: SHE WHO REMEMBERS. 14. Erlch Segal: DOCTÖRS. 16. VlctoHa Holt: THE INDIA FAN. Rlt almenns eðlis: 1. Jœ McGinnios: BLIND FAITH. 2. C. McGulre, C. Norton: PERFECT VICTIM. 3. Shirley Temple Black: CHILD STAR. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED, 5. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 6. David Brlnkley: WASHINGTON GOES TO WAR. 7. Hunter S. Thompson: GENERATION OF SWINE. 8. Randsdell Plerson: THE QUEEN OF MEAN. 9. Kirk Douglas: THE RAGMAN'S SON. 10. WhHley Strieber: TRANSFORMATION. 11. Teresa Carpenter: MISSING BEAUTY. (Byggt á New Yort Times Book Review) Danmörk Metsölukiljur: 1. Torkild Hansen: S0FORH0R. 2. Johannes Mollehave: OP AD EN MUR. 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 4. Albert Cohen: HERRENS UDKÁRNE. 5. Isabel Allende; ANDERNES HUS. 6. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 7. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. . 8. Helle Stangerup: CHRISTINE. 9, Elsa Morante: ARACOELI. 10. Salema/Vanderburgh: SHAMANENS DATTER. (Byggt é PolMken Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Samleikur heim- speki og vísinda Segja má að heimspekin sé móðir vísindanna. Reyndar hefur sú rannsóknarstarfsemi, sem nú kallast vísindi, lengst af rúmast innan hugtaksins heimspeki þótt margir vísindamenn líti nú á dög- um á heimspekinga svipuðum augum og stjörnuspámenn. í nýrri, aðgengilegri bók sinni - Science and Philosophy - lýsir Derek Gjertsen háskólakennari stundum náinni en oft átakamik- ilh sambúð heimspekinga og vís- indamanna gegnum aldirnar. Hann gerir ítarlega grein fyrir því sem aðskilur vísindi og heim- speki, fiallar um ólík vinnubrögð í þessum sögulega séð náskyldu fræðigreinum og ólík sjónarhorn fræðimanna. Mál sitt skýrir hann með mörgum dæmum, tilvitnun- um í skoðanir vísindamanna og heimspekinga í gegnum tíðina og stundum með skemmtilegum þverstæðum. Niðurstöður Gjertsens eru oft fondtnilegar og benda til þess að skilin milli heimspeki og vísinda séu ekki eins skörp og halda mætti, enda er það svo að fram- farir í vísindum hafa oft mikil áhrif á viðhorf heimspekingsins á sama hátt og innsýn heimspek- ings getur komið'vísindamannin- um að miklu gagni. Ritgerð Werners Heisenberg, sem birt er í bókinni Physics and Philosophy, er gott dæmi um þessi nánu tengsl - því hér er vís- indamaður að draga heimspeki- legar ályktanir af þeim nýju vís- indakenningum sem mestu hafa breytt um heimsmynd okkar á þessari öld - afstæðiskenning- unni og skammtafræðinni. Heisenberg, sem var þýskur eðlisfræðingur, nóbelsverð- launahafi og forstjóri hinnar þekktu Max Planck-stofnunar, átti veigamikinn þátt í þróun skammtakenningar. Reyndar er ein af reglunum, sem miklu skipta í þeim fræðum, nefnd eftir honum. Þessi ritgerð er að efni til byggð á fyrirlestrum sem hann hélt á miðjum sjötta áratugnum. Þar af leiðir að fátt ef nokkuð kemur hér á óvart enda fiölmargar bækur verið samdar síðan um sama efn- i. Engu að síður er forvitnilegt að kynnast þankagangi Heisen- bergs er hann veltir fyrir sér heimspekilegum áhrifum þeirra nýju kenninga um efnið og al- heiminn sem hann átti sinn þátt í að smíða sem vísindamaður. PHYSICS AND PHILOSOPHY. Hölundur: Werner Heisenberg. SCIENCE AND PHILOSOPHY. Höfundur: Derek Gjertsen. Penguin Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.