Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR SlF OKTÖBER 1989. 17 Alþingisveislan árið 1849: Sultutausát Og mikil drykkja Heimur versnandi fer segir al- menningur og vísar til áfengis- kaupa ráöamanna og annars óhófs. En ekkert er nýtt undir sólinni og hvert tímabil á sitt hneyksli. í Óðni áriö 1907 er skrifað um þingveisluna árið 1849 og sam- kvæmt þeim lýsingum hafa þing- menn verið ósparir á veitingarnar. í veislunni voru þrjátíu manns og innbyrtu þeir rúmlega hundrað flöskur af áfengi eða meira en þrjár flöskur á mann. Ekki var gerð at- hugasemd við áfengisdrykkjuna en meiri athygh vakti þó sætindaát gestanna. Sérstaklega var tekið fram þvílik ósköp þeir átu af sultu- taui og rúsínum. Það vekur athygli í þessari úttekt að þingmennirnir sjálfir eru ekki vondu strákarnir heldur er lög- regluþjónninn Henrichsen gerður að blóraböggli. Að lokum er klykkt út með því að konungsfulltrúi hcdi fengið ákúrur fyrir eyðslusemina. Erfitt er að gera sér grein fyrir eyðslunni í veislunni en séu þær tölur lagðar saman sem sagt er frá í greininni eru það samtals 143 rík- isdahr. Áriö 1850 eru 229 kýrverð í 8000 ríkisdölum eða að hver kýr hafi kostað 35 ríkisdali. Veislan kostaði því rúmlega fjögur kýr- verð. Kýrverð í dag, miðað við mjólkurkú, er 40.000 krónur og sé það notað sem viðmiðun kostaði þessi þrjátíu manna veisla rúmar 160.000 á núvirði eða rúmar fimm þúsund krónur á mann. Hins vegar eru svona útreikningar frekar til- raun tfi að búa th viðmiðun við daginn í dag en vísindaleg sann- indi. Vel drukkið Það hefur jafnan verið siður frá því alþingi hófst 1845, að konungs- fulltrúi eða landshöfðingi hjeldi þingmönnum 2, og á síðari árum 3, veislur, við þingsetningu og loka- veislu, og að hálfnuðum þingtíma. Þessi siöur hjelst til þings 1905. Þá var engin lokaveisla haldin, og þótti mörgum það snubbótt, en það voru þingmenn sjálfir, sem áttu að ráða því, en meiri hlutinn var því mótfallinn. Það orð hefur gengiö, að í sumum veislum á hinum fyrstu þingum, hafi gengið heldur glatt til, og að það sje ekki með ölh óhæft, má sjá af því, sem drukkið var í lokaveislu á alþingi 8. ágúst 1849. Þar var dukkið: 58 flöskur af rauðvíni á 3 mark fl. 14 flöskur af Portvíni á 1 rdl. fl. 14 flöskur af Madera á 1 rdl. fl. 16 flöskur af Kampavíni á 10 mark og 8 sk. fl. Þingmenn voru þá, auk konungs- fulltrúa (Páls amtmanns Melsteds), 25, og líklega hafa einhverjir bæj- arbúar verið boðnir í veisluna. Þó hafa boðsgestir fráleitt verið langt yfir 30. Ekki hafði stjórnardeildin íslenska í Kaupmannahöfn neitt að athuga við þetta, en hitt þykir furðu sæta, hve þingmenn hafa þá verið gefnir fyrir sætindi, því þeir borðuðu í þessri veislu syltetau fyr- ir 28 rdl. og einn kassa af rúsínum, sem kostaði 4 dah. Sennilega hafa þó þingmenn hvorki drukkið alt þetta nje jetið öh sætindin sjálfir, því forstöðumaður veislunnar var lögregluþjónn Henrichsen, orð- lagður drykkjumaður, sem því sennilega hefur verið góður hðs- maður við flöskuna. Hann fjekk þar að auki 10 dah fyrir frammi- stöðuna. Það blöskrar Oddg. Steph- ensen, að hann skyldi vera tekinn til þessa starfa og fá svo háa borgun fyrir; og fjekk konungsfulltrúi nokkur ákúrur fyrir eyðslusemi í þessari veislu. Kl.J. Þjóðfundarfulltrúar árið 1950 einu ári eftir þingveisluna frægu sem minnst er á í greininni. í lokin bauð kon- ungsfulltrúi þjóðfundarmönnum til veisiu en í mómælaskyni mættu ekki nema fimm þjóðfundarmenn, allir konungskjörnir. Engar sögur fóru af því hvað konungsfulltrúar og gestir hans gerðu sér til fagnaðar í veisl- unni. Á miðri myndinni er konungsfulltrúinn, Páll amtmaður Melsted, sem fékk ákúrurnar fyrir veisluna 1849. Hann er einkennisklæddur og styður höndum á borðið. Framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði til sölu, getur gefið mjög góða afkomu, góður bíll má vera útborgun eða góður söluturn. Lysthafendur sendi inn nafn og síma til DV, merkt. „Góð afkoma 345" HJARTAVERND Dregið var í Happdrætti Hjartaverndar 1989 þann 13. október sl. Vinningar féllu þannig: Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000...........82178 Bifreið Audi 80 árg. 1990 kr. 1.500.000 .96124 •Til íbúðarkaupa kr. 1.000.000...........17334 Til íbúðarkaupa kr. 500.000 ....11226 61952 Til bifreiðakaupa kr. 350.000 41869 59134 82072 98078 105322 Ferð m/Samvinnuf./Útsýn á kr. 200.000 26072 32041 35685 41269 90655 Ferð m/Samvinnuf./Útsýn á kr. 116.000 17167 60311 72200 85162 107487 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar Lágmúla 9, Reykjavík. Hjartavernd þakkar landsmönnum veittan stuðning. Tiiboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Daihatsu Charade 1988 M MC Lancer 1800 st. 4x4 1987 Peugeot309 GR 1987 Citroen BX14E 1987 Lada Samara 1987 Lada Samara 1987 Ford Escort 1300 1987 Citroen Axel 1986 Fiat Uno 45S 1984 Subaru 1800 st. 4x4 1987 Nissan Sunny 1983 MMC Lancer 1600 1982 Volvo 244 GL 1982 Mazda 323 1300 1987 Oldsmobile Cutlass 1979 Suzuki Swift 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 23. október í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERND GEGN VA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 68 55 BSBZO tíi £ ( L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.