Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 28
40
<bAUGARPAQVR 2}rp^T.Ó£KR-1989.
Afmæli
Gullbrúðkaup:
Kristmann Magnússon og
Sigríður Rósa Sigurðardóttir
Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin
Kristmann Magnússon og Sigríður
Rósa Sigurðardóttir, Vallargötu 12,
Vestmannaeyjum.
Kristmann er fæddur að Hey-
dalsá, Kirkjubólshreppi í Stranda-
sýsluþann2.10.1899. Foreldrar
hans voru Magnús Jónsson og
Bjarnína Guðrún Kristmannsdótt-
ir.
Foreldrar Magnúsar voru Jón
Þorsteinsson, síðast bóndi á Gests-
stöðum og Guðbjörg Sigurðardótt-
ir. Guðbjörg var dóttir Sigurðar
Jónssonar, vinnumanns í Kolbein-
svík, og Guðlaugar Ólafsdóttur frá
Drangsnesi, Hafliðasonar, Magn-
ússonar.
Foreldrar Bjarninu Guðrúnar
voru Kristmann Kristjánsson,
Bjarnasonar og Ingibjörg Bjarna-
dóttir, dóttir Bjama Guðmunds-
sonar á Ljúfustöðum.
Foreldrar Sigríðar Rósu, f. 29.7.
1915, voru Sigurður Ingimundar-
son, útgerðarmaður í Skjaldbreið í
Vestmannaeyjum, og kona hans,
Hólmfríður Jónsdóttir.
Faðir Sigurðar var Ingimundur,
b. í Miðey í Landeyjum, Ingimund-
arson, b. í Miðey, Kolbeinssonar.
Móðir Sigurðar var Þuríður Árna-
dóttir, b. í Fíflholts-Norðurhjáleigu
í Landeyjum, Ólafssonar, og konu
hans, Guðrúnar Bjömsdóttur.
Hólmfriður var dóttir Jóns, b. í
Skammadal í Mýrdal, Tómassonar.
Móðir hennar var Hólmfríður
Jónsdóttir, b. í Skammadal í Mýrd-
al, Guðmundssonar, og konu hans,
Margrétar Einarsdóttur, b. á Gilj-
um, Jónssonar.
Veturinn 1916-17 fer Kristmann
til Bolungarvíkur til róðra, vetur-
inn 1917-18 er hann við að saga í
ArnkötludaL og frá vori 1918 til
fardaga 1921 er hann vinnumaður
í Tröllatungu. Vorið 1921 fór hann
til Hnifsdals á vertíð, fór síðan
heim í heyskap að Hvalsá en þar
vom foreldrar hans í húsmennsku.
Kristmann bjó hjá foreldrum sín-
um á milli þess sem hann var í
vinnumennsku víða um land, við
heyskap, smiðar og til sjós. Árið
1924 fer hann sem vinnumaður að
Korpúlfsstöðum við að grafa
skurði, ári síðar er hann á vertíð í
Grindavík og 1926 er hann aftur á
Korpúlfsstöðum við almenn sveita-
störf og að bera á túnin. Til sjós
var hann hjá Einari Guðfinnssyni
í Bolungarvík 1928-’29, og á Siglu-
firði á sumrin í síld og við smíðar,
og á veturna til sjós 1932 og 1933-'34.
Til Vestmannaeyja kom hann fyrst
1933 á vertíð. Árið 1937 byggir hann
hús á Hólmavík, en þar bjuggu for-
eldrar hans til dauðadags. Sumarið
1939 fram til hausts er hann með
unnustu sína, Sigríði Rósu Sigurð-
ardóttur, fyrir norðan. Vann hann
þá við smíðar á Gestsstöðum hjá
föðurbróður sínum, Jóni Bjarna
Jónssyni.
Þann 21. október 1939 gifta þau
sig á Hólmavík Sigríður Rósa og
Kristmann. Hjónin halda síðan til
Vestmannaeyja þar sem þau hafa
átt heimili síðan. Þau hófu sinn
búskap að Skjaldbreið, en þar
bjuggu foreldrar Sigríðar, þau Sig-
urður Ingimundarson útvegsbóndi
og Hólmfríður Jónsdóttir. Bjuggu
þau þar fram til ársins 1953 er þau
fluttu í glæsilegt hús sem þau reistu
sér að Vallargötu 12 þar í bæ. Þegar
til Vestmannaeyja er komið vinnur
Kristmann jöfnum höndum við sjó-
mennsku, aðgerð og saltfisk-
Kristmann Magnússon og Sigríður Rósa Sigurðardóttir.
vinnslu. Vorið 1942 fer hann að
vinna í Slippnum við smíðar og er
þar í fimm ár. Á árunum 1947-’53
er hann tfi sjós og í Vinnslustöð-
inni. Var tvær vertíðar á Sjöfninni
og eina á síld. Var einnig á Helga
gamla, Þorgeiri goða, Stóra-Helga
og Baldri. Fimm sumur í síld og tvö
sumur í heyskap í Dölum með Ein-
ari Bjarnasyni lækni. Árið 1953
byrjar hann aftur í Slippnum og
vann þar óslitið þar til hann lét af
störfum 1977. En það átti ekki við
hann að setjast í helgan stein og
eftir það hefur hann smíðað og
skorið út ótal pijónastokka, aska
og tígulstokka ásamt ótal fleiri hag-
verksmunum.
Börn Sigríðar og Kristmanns eru
átta: Hólmfríður, gift Guðmundi
Stefánssyni Wiium og búsett á
Vopnafirði; Guðrún, búsett í Vest-
mannaeyjum; Kristmann, kvæntur
Jakobínu Guðfinnsdóttur og bú-
settur í Vestmannaeyjum; Omar,
kvæntur Sonju Hilmarsdóttur og
búsettur í Vestmannaeyjum;
Magnús, kvæntur Ólöfu S. Björns-
dóttur og búsettur í Reykjavík; Ól-
afur, kvæntur Ruth Baldvinsdóttur
og búsettur í Reykjavík; Birgir,
kvæntur Önnu Bjamadóttur og
búsettur í Reykjavík; og Ásta, gift
Sigmari Gíslasyni og búsett í Vest-
mannaeyjum. Barnabörnin eru
orðin 21 og barnabamabörnin orð-
in fjögur.
100 ára:
Sveinbjörg
Ormsdóttir
Sveinbjörg Ormsdóttir húsmóðir,
Garðavegi 6, Keflavík, verður 100
áraámánudaginn.
Sveinbjörg er fædd í Efri-Ey í
Meðallandi í Vestur-Skaftafells-
sýslu og alin þar upp. Hún er dóttir
Orms Sverrissonar og Guðrúnar
Ólafsdóttur.
Þann23.9.1911 giftisthún Eiríki
Jónssyni trésmíðameistara, f. 31.1.
1884, d. 1940. Foreldrar hans vom
Jón Jónsson og Hildur Árnadóttir.
Þau hjónin eignuðust 12 börn og
em níu enn á lífi. Afkomendumir
emnúl44.
Sveinbjörg Ormsdóttir.
Sveinbjörg býður upp á kaffi milli
kl. 15 og 18 í Félagsheimilinu Stapa
í Ytri-Njarðvík á afmælisdaginn.
85 ára
Jónína Guðlaugsdóttir,
Öldugötu 17, Hafharfirði.
Jóna Erlingsdóttir,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Sigríður Bjarnadóttir,
Eskihlíö 6, Reykjavík.
ara
Birgir Sigurðsson,
Blómsturvöllum 17, Neskaupstaö.
Helga Þórisdóttir,
Stekkjarholti9, Ólafsvík.
Sigurður Emil Marinósson,
Hvassaleiti 141, Reykjavík.
70ára
Guðmundur Brynjólfsson,
Hlöðutúni, Stafholtstungnahreppi.
ara
Stapasíöu 21A, Akureyri.
Guðfinnur Halldórsson,
Vesturbrún 35, Reykiavík.
Kristján Guðnason,
Árhvammi, Suðurlandsbraut,
Reykjavík.
Ragna Jóhannsdóttir,
Háuhlíö9, Sauðárkróki.
Sigurður Pálsson,
Rauðalæk 7, Reykjavík.
Þórunn Friðriksdóttir,
Smáratúni 16, Kellavík.
örnBragason,
Vesturbergi 78, Reykjavík.
Ásdís Jensdóttir,
dms oð Ragnar Pétursson
Ragnar Pétursson, forstöðumaður firðinga 1947-76, sölumaður hjá háskólanemi í Hafnarfirði; Hanna,
Ragnar Pétursson, forstöðumaður
3K og fyfrv. kaupfélagsstjóri, Mið-
vangi 13, Hafnarfirði, er sjötugur í
dag.
Ragnar er fæddur á Nesi í Norð-
firði og alinn upp í Neskaupstað.
Hann tók lokapróf frá Gagnfræða-
skólanum í Neskaupstað 1936 og
próffrá Samvinnuskólanum 1939.
Hann var bæjarritari í Neskaupstað
1937 og 1938, skrifstofumaður hjá
Óskari Halldórssyni á Siglufirði
sumarið 1939, bókari hjá Kaupfélagi
Vopnfirðinga 1939-41, bókari hjá
Samvinnufélagi útgerðarmanna í
Neskaupstað 1941-43 og bæjarstjóri
í Neskaupstað 1943-46. Hann stjórn-
aði eigin útgerð 1946-47. Ragnar var
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hafn-
firðinga 1947-76, sölumaður hjá
Sambandinu 1976-77 ogforstöðu-
maður 3K húsgögn og innréttingar
í Reykjavík síðan 1977. Ragnar hefur
einnig unnið við ýmis félagsmála-
störf í Neskaupstað, m.a. sat hann
í stjón Samvinnufélags útgerðar-
manna 1943-47, og í Hafnarfirði.
Eiginkona Ragnars er Hanna
Valdimarsdóttir húsmóðir, f. 26.10.
1922, dóttir Valdimars Hannesson-
ar, verkamanns í Hafnarfirði, og
konu hans, Guðrúnar Sigurðardótt-
ur.
Börn þeirra hjóna eru: Valdís, f.
29.5.1944, húsmóðir í Hafnarfirði;
Pétur, f. 7.3.1948, deildarstjóri hjá
IBM; Jónina, f. 13.4.1952, kennari í
Reykjavík; Ragnheiður, f. 27.5.1959,
háskólanemi í Hafnarfirði; Hanna,
f. 31.8.1969, í doktorsnámi í Reykja-
vík.
Systkini Ragnars eru sex og eru
þau öll á lífi. Þau eru: Eiríkur, f.
19.4.1918, verkamaður í Neskaup-
stað; Sveinþór, f. 5.4.1922, skipstjóri
í Reykjavík; Hallgrímur, f. 9.11.1925,
vélstjóri í Hafnarfirði; Jens, f. 1.1.
1928, bifreiðastjóri í Neskaupstað;
Nanna, f. 4.8.1930, verslunarmaður
í Neskaupstað; og Pétur, f. 26.8.1932,
verslunarmaöur í Hafnarfirði.
Foreldrar Ragnars: Pétur Svein-
bjarnarson, f. 15.12., d. 26.4.1933,
sjómaður og útgerðarmaöur, og
Guðrún Eiríksdóttir húsmóðir, f.
9.9.1897.
Ragnar verður að heiman á af-
Ragnar Pétursson.
mælisdaginn ásamt eiginkonu
sinni.
Svanlaug Sigurðardóttir
HVERAGERÐ
ATHUGIÐ!
BREYTTUR OPNUNARTÍMI
OPIÐ AÐEINS UM HELGAR,
LAUGARDAGA OG
SUNNUDAGA KL. 13-19
Svanlaug (Hallý) Sigurðardóttir.
Svanlaug (Hallý) Sigurðardóttir
húsmóðir, Hamraborg 32, Kópa-
vogi.ersextugídag.
Svanlaug er fædd í Reykjavík og
alin þar upp. Lengst af bjó hún
ásamt eiginmanni sínum að Kárs-
nesbraut 21, Kópavogi. Hún vann á
saumastofum í nokkur ár. Hún var
í Foreldrafélagi Öskjuhlíðarskóla,
skátafélaginu Kópum, Urtum, og í
FR, deild 4. Síöustu árin hefúr
Svanlaug ekki gengið heil til skógar
og dvelur á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún
hefur notiö góðrar umönnunar.
Þann 26.3.1949 giftist Svanlaug
Pétri Siguijónssyni verkamanni, f.
1.12.1927. Hann er sonur Sigurjóns
Sigurðssonar, f. 19.8.1899, d. 26.3.
1980, verkamanns í Reykjavík, og
Maríu Pétursdóttur húsmóður, f.
17.11.1903.
Börn Svanlaugar og Péturs eru:
Siguröur, f. 21.6.1946, kvæntur Ól-
afíu Kristófersdóttur; Siguijón
Már, f. 22.8.1949, kvæntur Bimu
Sverrisdóttur; Inga Hrönn, f. 18.2.
1951, gift Áma Erlendssyni; María,
f. 5.6.1952, gift Sævari Hlöðvers-
syni; Elínborg, f. 12.7.1953, gift
Hjálmari Hlöðverssyni; Guðný
Zita, f. 30.9.1954, gift Jónasi Krist-
mundssyni; Pétur, f. 25.11.1956,
kvæntur Jónínu Halldórsdóttur;
Hannes Clemens, f. 30.12.1959, í
sambúð með Halldóru Kristjáns-
dóttur.
Hálfsystur Svanlaugar, sam-
feðra, em: Guöný, f. 23.9.1943; og
Sigríður, f. 3.1.1945.
Foreldrar Svanlaugar voru Sig-
urður Guðmundsson, f. 14.8.1900,
d. 24.12.1986, ljósmyndari í Reykja-
vík, og Ingibjörg Guðbjarnardóttir
húsmóðir, f. 22.7.1903, d. 25.3.1982.