Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989
43
Lífsstm
Kanaríeyjar, Spánn, Portúgal:
Mikill verðmunur á jólaferðum
Það er nokkuð mismunandi hvað
'jólaferðin kostar í ár og fer verðið
fyrst og fremst eftir þeim stað sem
valinn er. Úrvalið af utanlands-
ferðum á þessum árstíma, eins og
öðrum, er mikið. Það má hugsa sér
siglingu um Karíbahafið, Hawaii
kemur í hugann, margir kjósa að
fara til Flórída og svo færist það í
vöxt að fólk kjósi að eyða jólunum
til skíðaiðkana. Hugmyndirnar eru
sem sagt óþrjótandi.
Það er erfitt að bera saman verð
á jólaferðunum því taka þarf tilht
til margra hluta, svo sem sambæri-
legrar gistingar, þeirrar aðstöðu
sem boðið er upp á á hverjum stað
og svo framvegis. Margar ferða-
skrifstofur bjóða upp á ferðir til
sama staðarins án þess að bjóða
upp á sambærilega gistingu. Á
meðan ein býður gistingu á fimm
stjömu hóteli er önnur sem býður
gistingu á þriggja stjörnu hóteh,
aðrar bjóða upp á gistingu á íbúða-
hótelum og svo framvegis og það
er erfiðleikum bundið að bera sam-
an verð á shku.
Tværferða-
skrifstofur
Þrátt fyrir ýmsa annmarka á slík-
um verðsamanburði ákváðum við
að skoða þijá staði og athuga sér-
staklega hvað þriggja vikna ferð
yfir jólin og áramótin kostar.
x,;* v**' ■ "v. . ' 'i&' v ' ■ x y *
. ' • V , 'S -v ,>
Það munar miklu á verði hvort fólk kýs að eyða jólunum á Spáni, I Portúgal eða á Kanarieyjum.
Við báðum tvær ferðaskrifstofur,
Ferðaskrifstofu Reykjavíkur og
Evrópuferðir, að reikna út fyrir
okkur kostnaðinn við annars vegar
þriggja vikna jólaferð til Algarve í
Portúgal og hins vegar þriggja
Hvað kostar jólaferðin í
en
Algarve
Kanaríe
100.400
90.400
60.140
96.000
82.100
62.760
21 húsi 3 í húsi
með tveimur svefnherbergjum með tveimur svefnherbergjum
87.200
75.800
58.570
81.900
76.000
56.060
83.700
72.000
54.380
4 í húsi
með tveimur svafnherbergjum
DVJRJ
5 í húsi
með tveimur svefnherbergjum
6 i húsi
með tveimur svefnherbergjum
vikna jólaferð th Benidorm á Spáni
og bárum verðið, sem þær gáfu
upp, saman við verð á þriggja vikna
jólaferð th Kanaríeyja.
í öllum thvikum er miðað við að
fólk búi í sérhúsi og fjöldi svefn-
herbergja fer eftir því hversu
margir dvelja í húsinu.
Verulegur
verðmunur
Verðmunurinn á þessum ferðum
reyndistahveruiegur. Langódýrast
reyndist að fara th Spánar. Hjón,
Á súluritunum sést hvað þriggja vikna (erð til Spánar, Portúgal og Kanaríeyja kostar. I öllum tilvikum er gert
ráð fyrir að fólk búi í sérhúsi og fjöldi svefnherbergja fer eftir hversu margir deila hverju húsi. í öilum tilvikum
er reiknað með að það séu fullorðnir einstaklingar sem búa i húsunum. Innifalið i verði er flug, gisting og
fararstjórn.
sem kjósa að eyða jólunum og ára-
mótunum þar, borga rúmlega 120
þúsund krónur á meðan þau
myndu borga rúmar 180 þúsund
krónur ef þau færu th Portúgal og
Kanaríeyjaferðin myndi leggja sig
á um 200 þúsund krónur.
Það getur því munað um 80 þús-
und krónum í þessu thviki að velja
ódýrasta og dýrasta möguleikann.
í öllum tilvikunum er hins vegar
hægt að lækka ferðakostnaðinn ah-
verulega ef fólk leigir saman hús,
th dæmis tvenn hjón. Verðið á Kan-
aríeyjaferðinni lækkar um 26 þús-
und krónur ef þessi leið er vahn
því þá borga hjónin 174 þúsund
fyrir pakkann í stað rúmiega 200
þúsunda. Og hinar ferðirnar lækka
hlutfahslega jafnmikið.
í þessum þremur ferðum er það
sama innifahð í verðinu, flug báðar
leiðir og gisting í sérhúsi. íslenskur
fararstjóri er í Portúgalsferðinni,
svo og í Kanaríeyjaferðinni, en á
Spáni er starfandi fuhtrúi Ferða-
skrifstofu Reykjavíkur sem fólk
getur snúið sér th ef það þarf á
aðstoð að halda.
Kanaríeyjar dýrastar
Það eru margar skýringar á því
hvers vegna Kanaríeyjaferðimar
em dýrastar. Þangað er flogið beint
og flugtíminn þangað er lengri en
til Spánar og Portúgal.
Evrópuferðir millhenda í London
á leiðinni th.Portúgal og Ferða-
skrifstofa Reykjavíkur millhendir
í Amsterdam á leiðinni th Spánar.
Aðalferðamannatíminn er á Kan-
aríeyjum í byijun nóvember og
fram eftir vetri, enda hásumar á
þessum slóðum og meðalhitinn yflr
30 gráður.
Á Spáni og Portúgal er hins vegar
„vetur“ líkt og á íslandi. Meðal-
hitinn í desember og janúar á þess-
um slóðum er á mihi 15 og 20 gráð-
ur. Á þessum árstíma em mun
færri ferðamenn þar og því lækkar
verð á gistingu og ahri þjónustu á
Spáni og í Portúgal í samræmi við
það.
Barnaafsláttur
Bamaafsláttur fyrir böm 2-12
ára í Spánarferðinni er 19.500 krón-
ur en börn undir tveggja ára aldri
borga 10 prósent af verði. í Portú-
galsferðinni er bamaafslátturinn
18.900 krónur og 0-2 ára borga 6000
krónur.
í Kanaríeyjaferðunum greiða
yngstu börnin 10 prósent af verði
pakkans en böm á aldrinum 2-11
ára fá 20.000 króna afslátt.
í þeirri ferð er einnig veittur
unghngaafsláttur fyrir 12-15 ára og
er hann 15.000 krónur.
Hjón með tvö böm, 4 og 8 ára, sem
vilja eyða þremur vikum um jóhn
á Spáni, koma því th með að borga
um 195 þúsund krónur fyrir ferð-
ina.
Sams konar ferð fyrir íjölskyld-
una til Portúgal kostar 265 þúsund
krónur. Kanaríeyjaferðin er hins
vegar allmiklu dýrari fyrir fjöl-
skyldu af þessari staérð því hún
kostar um 308 þúsund krónur.
Ef bömin eru þrjú og eitt þeirra
er orðið 13 ára hækkar verðið í
samræmi við það. Spánarferðin
kostar þá rúmar 241 þúsund krón-
ur, Portúgalsferðin kostar 342 þús-
und krónur en Kanaríeyjaferðin
kostar 354 þúsund krónur. Skýr-
ingin á því að ekki er svo mikhl
verðmunur á Portúgals- og Kanarí-
eyjaferðinni er fyrst og fremst sú
að í þeirri síðarnefndu er veittur
15 þúsund króna unghngaafsláttur.
Og þannig er hægt að halda áfram
að leika sér með verð, þó hér verði
látið staðar numiö. Það skal ein-
ungis áréttað það sem sagt var hér
að framan að engin verðkönnun er
fullkomin heldur eru þær fyrst og
fremst ætlaðar th að gefa fólki hug-
myndir um að fleiri valkostir séu
í boöi. Það borgar sig að athuga
sinn gang og eyða tíma í að hringja
í ferðaskrifstofur og flugfélögin og
athuga hver verðmunurinn sé og
gleyma ekki aö athúga hvað sé
innifahð í verðinu. Athuga hvers
konar gisting sé í boði, hvort morg-
unverður sé innifalinn og svo fram-
vegis. -J.Mar