Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989.
&tl9
„Þrjár íjölskyldur af hveijum fjór-
um á íslandi þekkja geöræn vanda-
mál af eigin raun og ég held aö þaö
sé óhætt að segja aö um það bil
helmingur þjóðarinnar hafi ein-
hvem tíma átt viö geðræn vanda-
mál að stríða. Sé áfengissýki und-
anskihn fer þetta háa hlutfall niður
í um þriðjung" segir Jón G. Stef-
ánsson, yfirlæknir á geðdeild
Landspítalans. „Oftast eru þetta
tímabundin vandamál en það er
áætlað að Um 15 prósent þjóðarinn-
ar á hverjum tíma þjáist af ein-
hvers konar geðrænum kvillum
þótt ekki séu það allt vandamál sem
valda fótlun.“
Algengastir meðal alvarlegra
geðsjúkdóma - og jafnframt þeir
sem gera mesta kröfu til félagslegr-
ar aðstoðar af ýmsu tagi - era geð-
rof eða geðklofi og langvarandi
þunglyndissjúkdómar. Jón G. Stef-
ánsson segir að um 0,5-0,7% af fólki
fái geðrof einhvem tíma á ævinni,
flestir á aldrinum 20-40 ára. í dag
megi reikna með að um eitt þúsund
íslendingar þjáist af geðrofi. „Það
fæðast árlega um fjögur þúsund
böm á íslandi og 20-30 þeirra munu
fá geðrof síðar á ævinni,“ segir
hann.
Um fimm prósent íslendinga
ganga í gegnum alvarleg þunglynd-
istímabii einhvem tíma á ævinni.
Flestir ná aftur fullri heilsu að öllu
eða mestu leyti, en nokkrir þó ekki
betur en svo að þeir verða verulega
fatiaðir. Flestir þeirra geta þó búið
áfram með sínum fjölskyldum og
lifað sæmiiega eðliiegu lífi í sam-
félaginu. Það er hins vegar erfiðara
fyrir þá sem eru fatlaðir vegna geð-
rofs.
Vitum miklu
meira eftir tíu ár
- Er vitað hvers vegna fólk fær
geðrof?
„Nei, ekki ennþá. Aö einhverju
stuðningi frá heilbrigðiskerfinu.
Geðsjúkhngar eru ekkert öðruvisi
en við hin, það er þýðingarmest
fyrir þá eins og okkur að eiga
heima og eiga ekki yfir höfði sér
að verða fluttir milh staða eins og
hreppsómagar. Við viljum draga
úr hættunni á að stofnunin verði
líf og einangraður reynsluheimur
sjúkhnganna.“
Það vantar sambýli
En það gerist samt enn í dag að
fólk festist og ástæðan er tiltölulega
einföld: Það vantar sambýh með
nægum stuðningi, segir Jón G.
Stefánsson. Vernduö sambýli, þar
sem 3-6 einstakhngar búa að lok-
inni vist á endurhæfingarstöð, hafa
reynst vel. Þar skapa hinir endur-
hæfðu sér heimili eins lengi og þeir
kjósa í félagi við aðra fatlaða og fá
mismunandi mikla aðstoð frá heh-
brigðiskerfinu.
„I lögum um málefni fatlaðra er
að fmna ákvæði um hvernig vernd-
uð sambýh eiga að vera og áætlan-
ir um fjármögnun þeirra. Ríkis-
valdið hefur hins vegar ekki staöið
við þær áætlanir, peningamir hafa
verið settir í annaö og fram-
kvæmdafé hefur verið skorið nið-
ur,“ segir hann. „Sambýhn eru að
vísu dýr kostur, dýrari en aðrar
lausnir, en þau eru miklu betri
lausn fyrir fólkið sem við erum aö
reyna aö hjálpa aftur út í hið dag-
lega líf. Þá hefur einnig reynst er-
fitt að koma geðsjúkum inn á sam-
býlin; ails konar önnur fötlun
gengur fyrir: þroskaheftir, fjölfatl-
aðir og svo framvegis. Og vegna
þessa ástands hefur geðdeiid
Landspítalans farið út í að byggja
upp og reka sambýli í félagi við
aðra, til dæmis Reykjavíkurborg,
Öryrkjabandalagið og Geðvemdar-
félagið. Það hefur gengið ágætlega
en okkur vantar miklu fleiri sam-
býli. Þaö eru stórir hópar af fólki
sem þurfa bráðnauðsynlega að fá
Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans:
75 prósent þjóðarinnar þekkja
geðræn vandamál af eigin raun
leyti gæti geðrof stafað af með-
fæddri viðkvæmni sem tekur á sig
þessa mynd þegar kemur fram á
ævina. Hugsanlega stafar þetta
heilkenni (syndrom) af súrefnis-
skorti við fæðingu, ef th vih af
veirusýkingu í heila og ef th vill
af langvarandi andlegu álagi.
Kannski er orsakarinnar að leita í
samblandi af öllu þessu og fleira.
Það er ekki vitað með vissu.“
- Og ekkert hægt að gera?
„Jú, það er mikið hægt að hjálpa
geðrofasjúklingum. Það er hægt að
draga úr einkennunum með lyfjum
og einnig er stundum hægt að grípa
inn í orsakakeðjuna, t.d. þegar
langvarandi andlegt álag virðist
vera að hrinda sjúkdómnum af
stað. Með sálfræðhegum aðferðum
og félagslegri aðstoð má draga mjög
úr fötlun af völdum sjúkdómsins.
Um lyfjameðferðina verður að segj-
ast aö hún er afar mikhvægur þátt-
ur í meðferð geðrofasjúkhnga. Þó
vitum við ekki að fuhu hvemig lyf-
in virka þótt vissa sé fyrir því að
þau dragi mjög úr einkennum og
fötlun. Eftir tíu ár munum við
væntanlega vita miklu meira um
orsakir sjúkdómsins - og ekki síður
um verkun lyfjanna."
- Erum við Islendingar eitthvað
öðravísi en nágrannaþjóðir okkar
hvað varðar geðræna sjúkdóma?
„Ekki merkjanlega. Samanburð-
arrannsóknir, sem hafa verið gerð-
ar, til dæmis af dr. Tómasi Helga-
syni 1964 og öðmm síðar, sýna að
ástandið er mjög svipað alls staðar
í hinum vestræna heimi. Það er
hins vegar forvitnhegt að það gegn-
ir öðm máli um Kína. Þar em geð-
rofstilfelh áhka mörg og annars
staðar en tíðni ýmissa taugaveikl-
unarvandamála, svo sem kvíöa og
fælni, er töluvert lægri en hér.
Skýringarinnar gæti verið að leita
í menningu þjóðarinnar, trúar-
brögðum og fleiru.“
Fjörutíu ár
á geðdeild
Jón G. Stefánsson segir að
ástandið í geðhehbrigðisþjónustu á
íslandi hafi breyst mikið til batnað-
ar á undanförnum árum. „Sjúkra-
rúmum hefur að vísu ekki fjölgað
frá 1970, fækkað ef eitthvaö er, en
aðbúnaður sjúkhnganna hefur
gjörbreyst," segir hann. „Fyrir 1970
var til dæmis á Kleppi sama fyrir-
komulag og haföi verið þar frá upp-
hafi - svipað og við sjáum víða í
Austur-Evrópu í dag, rúm við rúm
í stórum sölum. Það var náttúrlega
mjög góð nýting á því plássi sem
var fyrir hendi en í dag dettur ekki
nokkram manni í hug að bjóða
sjúkhngum upp á þetta.
Húsnæðið, sem við höfum yfir að
ráða, er gott og það er óhætt að
segja að þjónustan er nokkuð góð.
Hún hefur ahténd batnað mikið á
undanförnum árum eftir því sem
fleiri sérfræðingar hafa ráðist th
starfa, geðlæknar, sálfræðingar,
félagsráðgjafar, sérþjálfaðir hjúkr-
unarfræðingar og svo framvegis.
Það er mikið af góðu fólki í þessum
störfum, bæði á stofnununum og
utan þeirra. Th skamms tíma var
mjög erfitt að fá þjónustu á þessu
sviði, við höfðum einfaldlega ekki
fólk í það.“
Jón segir að stefnubreyting hafi
orðið í geðheilbrigðismálum á ís-
landi á undanfómum áram. Áður
fyrr hafi ástandiö verið þannig að
fólk, sem þjáðist af geðrofi eða við-
varandi þunglyndi, hafði í ekkert
hús að venda nema stofnanir ríkis-
ins. „Það gat ekki farið heim og þá
var ekki um annað að ræða en að
vera áfram á Kleþpi. Þar eru th
dæmis bændur sem hafa verið þar
í 40 ár eða meira og vita auðvitað
ekkert lengur um hvemig lífið
gengur fyrir sig utan spítalans,"
segir hann.
„Nú er stefnan sú að láta fólk
ekki festast inni á stofnununum,
enda er það afleitur kostur. Það
fylgir því ahtaf ófrelsi að búa á
stofnun og óhjákvæmhega visst
harðræði; það er eins og að búa á
heimavist aha ævi. Það er auðvitað
aht annað líf að komast út og í
annað umhverfi, slíkt eykur vera-
lega batalíkumar. Því gerum við
aht sem við getiun th að ýta fólki
út, helst heim en aö öðrum kosti á
staði þar sem fólk getur búið sjálf-
stætt með misjafhlega miklum
slíka lausn á sínum málum.“
Miklar framfarir
á næsta áratug
Yfirlæknir geðdeildar Landspít-
alans segist telja að á næstu árum
muni verða miklar framfarir í geð-
lækningum. „Ég held að þær fram-
farir veröi fyrst og fremst á líf-
fræðilegu sviði fremur en í sálar-
fræði. Þar sé ég ekki að von sé stór-
stígra framfara á næstunni nema
th komi byltingarkennd tækni eða
uppgötvun. Hins vegar má nýta
betur en gert er þá sálfræðhegu
þekkingu sem fyrir hendi er. Eg
bind hins vegar mikiar vonir viö
líffræðhegar rannsóknir á hehan-
um og að þær muni gera okkur
kleift að skilja frumorsakir alvar-
legra geðsjúkdóma eins og geðrofa
og þunglyndis sem hugsanlega yrði
þá hægt aö koma í veg fyrir að
mestu og vonandi úthoka alveg að
þessir sjúkdómar leiði th fötlunar."