Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 12
íái
Frjálst, óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Hjálpum geðsjúkum
í dag er efnt til almennrar fjársöfnunar fyrir geð-
sjúka. Kiwanishreyfmgin hefur haft forgöngu um þetta
átak og á það fé sem safnast að renna til húsnæðis fyr-
ir sjúklinga sem þurfa á öryggi og heimili að halda
meðan endurhæfmg þeirra stendur yfir. Hér er um gott
málefni að ræða sem ugglaust fær skilning í hverri fjöl-
skyldu og hveiju heimili. Sannleikurinn er nefnilega sá
að geðræn vandamál eru útbreiddur sjúkdómur og leyn-
ist víðar en margur hyggur. Þeir eru því ófáir sem
þekkja geðsýki af eigin raun og gera sér grein fyrir
þeirri aðstoð sem geðsjúklingar þarfnast.
Hér á árum áður gætti þröngsýni í garð geðsjúkra. í
fyrsta lagi var þekking afar takmörkuð og fólk þurfti
að vera alvarlega veikt til að fá viðurkenningu á vistun
eða meðferð. Þeir verstu voru afgreiddir sem vitlausir
og „klepptækir“ og teknir úr umferð. Aðrir voru taldir
skrítnir eða sérvitrir og var varla gaumur gefinn, nema
þá til að gera grín að. Svo voru þeir sem þjáðust af
þunglyndi og voru þá sagðir skapstirðir og leiðinlegir.
Sem betur fer hefur þekking og skilningur á hinum
ýmsu tegundum geðsýkinnar aukist. Eins og flestir vita
eru geðræn vandamál af alls kyns toga og fá ótrúle-
gustu útrás. Læknavísindin hafa opnað sig fyrir þeim
og almenningsálitið hefur samúð með þeim. Enda má
fullyrða að í hverri íjöskyldu, hverju heinmHi og í næsta
nágrenni megi finna fólk sem þjáist af geðrænum trufl-
unum með einum eða öðrum hætti.
Geðsjúkdómar eru rétt eins og aðrir sjúkdómar. Við-
komandi sjúklingur getur litlu ráðið um það hvort hann
veikist. Rétt eins og fólk fær sótt, smitast af Hkamlegum
veikindum eða fær fótamein, svo eitthvað sé nefnt, þá
er geðsýkin veiki og sjúkdómur sem krefst meðferðar
og lækningar. Sjúkdómarnir eru ekkert betri þótt þeir
séu áþreifanlegir. Geðsýkin er huglæg og að því leyti
verri að hún leggst á sálina og þrekið, sljóvgar hugsun
og brenglar vitundina. GeðsjúkHngurinn kvelst eins og
aðrir sjúklingar og verður utangátta í þjóðfélaginu
vegna þess að hann er ekki eins og fólk er flest.
Mikið átak hefur verið gert á undanförnum árum til
aukinnar aðstoðar við geðsjúka. Þó er sagt að sjúkrahús-
næði dugi hvergi og alvarlegasta vandamálið er senni-
lega það að vista þarf fólk á sama stað sem enga samleið
á nema það eitt að flokkast sem geðsjúklingar. Þannig
geta sjúklingar, sem eru afar mismunandi veikir og gjö-
rólíkir hver öðrum að vitsmunum og hegðan, mátt búa
við sambýli sem gerir kannske illt verra.
Átak Kiwanishreyfmgarinnar að þessu sinni felst í
því að útvega geðsjúku fólki, sem er í endurhæfingu og
getur og vill hjálpa sér sjálft, húsnæði sem veitir því
skjól og öryggi. Heilbrigðiskerfið hefur gert margt gott
en fjárskortur hefur hamlað því að heúbrigðisþjónustan
hafi haft bolmagn tH að setja slíka aðstöðu á stofn. ís-
lendingar hafa ávallt staðið saman, þegar kemur að Hkn-
ar- og mannúðarmálum, og í almennum fjársöfnunum
fyrir utangarðsfólk og bágstadda hafa verið reiddar fram
háar og myndarlegar upphæðir. Þess er eindregið óskað
að almenningur ljái málefnum geðsjúkra lið á þessum
K-degi og undirstriki þannig þann vHja sinn að enginn
verði út undan í okkar þjóðfélagi. Og aUra síst þeir sem
eiga bágt og geta ekki um frjálst höfuð strokið. Hversu
hátt sem við kvörtum undan lífskjörunum þá skulum
við muna að þau eru veUystingar og gæfa miðað við þá
vanHðan og ógæfu sem sjúkir búa við.
Ellert B. Schram
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989.
Uppreisnarher
nálgast höfuð-
borg Eþíópíu
Eþíópía er mikiö land og marg-
brotiö og hefur verulega hnatt-
stööuþýðingu fyrir umheiminn,
nær yfir bakland Afríkuhornsins
gegnt Arabíuskaga. Samt slapp
Eþíópía lengst Afríkulanda viö evr-
ópsk nýlenduyfirráð, í og með
vegna þess að þar sat aö völdum
tiltölulega öflug keisarastjórn sem
studdist við innlenda kristna
kirkju á fornri rót.
Mál æxluðust svo í Eþíópíu eftir
endurheimt sjálfstæðis í heims-
styrjöldinni síðari að loknum
skömmum yfirráðum ítala að upp
kom innanlandsófriður og stendur
enn. Framan af var einungis barist
á útskæklum ríkisins og veitti ýms-
um betur. En á síðustu misserum
hefur það gerst að mjög er tekið
að halla á her ríkisstjórnarinnar í
Addis Ababa sem lengi var tahnn
einn hinn öflugasti í Afríku sunnan
Sahara. Á ahra síðustu vikum hafa
uppreisnarherir úr norðri ruðst
suður eftir landinu og eru teknir
að nálgast höfuðborgina.
Haiie Selassie keisari, sem barð-
ist við heri Mussohni á íjórða tug
aldarinnar og sneri heim til ríkis á
ný að unnum sigri Bandamanna,
innhmaði í Eþíópiu svæði sem
Sameinuðu þjóðirnar höfðu ein-
ungis falið honum umboðsstjórn
yfir, Erítreu með strandlengju að
Rauðahafl. Úr þeirri nýlendu sinni
höfðu ítalir gert aðalatlöguna að
Eþíópíu.
Erítreumenn eru að mestum
hluta arabískumælandi og ísl-
amskrar trúar. Þeir undu hla eþí-
ópískum yfirráðum og stjórnar-
háttum keisarastjórnarinnar og
uppreisn sjálfstæðishreyfingar,
Frelsisfylkingar Erítreu, hófst fyrir
28 árum. Jafnt herjum keisara-
stjómar og byltingarstjórnar í Ad-
dis Ababa hefur reynst um megn
að sigra Erítreumenn, þrátt fyrir
hverja herferðina gegn þeim af
annarri.
Ófarir í Erítreu, ásamt aðgerða-
leysi keisarastjórnarinnar gagn-
vart hroðalegri hungursneyð í Eþí-
ópíu sjálfri, urðu tilefni th upp-
reisnar herforingja sem steypti
Hahe Selassie af stóh. Síðan er hð-
inn hálfur annar áratugur og mest-
aht það tímabil hefur Mengistu
Hahe Mariam ofursti veriö herein-
valdur í landinu. Þegar félagar
hans í byltingarráðinu dergue
hugðust skerða vald hans skaut
hann þá með eigin hendi á fundi.
Kröfum menntaös æskulýös um
lýðræðislega stjórnarhætti var
mætt með fjöldamorðum á götum
Addis Ababa.
Keisarastjómin haföi náið sam-
starf við Bandaríkin, þáði hemað-
ar- og þróunaraöstoð og lét í stað-
inn hentuga staði undir hlemnar-
stöðvar. Mengistu heldur fram
marx-lenínskri hugmyndafræði og
leitaði ásjár Sovétstjómarinnar
þegar ófriður braust út á landa-
mærunum í suðri. Þar var að verki
Sid Barre, annar hemaðareinvald-
ur í Sómahu og þá í vinfengi við
Sovétmenn. En þegar Barre hugð-
ist vinna Ogadenhérað af Eþíópíu
í ringulreiðinni eftir byltinguna
valdi Sovétstjómin að styðja nýju
byltingarstjómina í Addis Ababa.
Barre söðlaði þá um, vísaði Sov-
étflotanum á brott úr lægi í Moga-
dishu og bauð Bandaríkjamönnum
að koma í staðinn. Þeir tóku því
feginshendi og hafa síðan styrkt
harðstjóm Barre sem á í höggi við
uppreisnarmenn víöa um landið og
hefur því öðm aö sinna en að troða
hlsakir viö Eþíópíustjóm.
Erlendtíðindi
Maanús Torfi Ólafsson
Sú hefur aftur á móti lengst af
reitt sig á hergagnasendingar frá
Sovétríkjunum og hemaðarráðu-
nauta þaðan og frá Kúbu. Hungurs-
neyö hefur herjað landið og nú
segja fulltrúar hjálparstofnana að
enn ein slík sé í uppsiglingu. Meg-
istu hafði hungursneyð fyrir þrem
árum fyrir átyllu til að hefja nauð-
ungarflutninga á fólki í stórum stíl
frá heimkynnum þess í norður-
héraðinu Tigre til suðlægra svæða
með allt öðru loftslagi og náttúru-
fari.
Thgangurinn með nauðungar-
flutningunum, sem mótmæh hjálp-
arstofnana og nærvera frétta-
manna að fylgjast með starfi þeirra
í hungursneyðinni hindraði að ein-
hverju leyti, var að eyða jarðvegin-
um fyrir sjálfstæðishreyfingu
landshlutans, Frelsisfylkingu
Tigre. Hún hefur lært af grönnum
sínpm í Erítreu að standast snún-
ing her sem ræöur yfir þungavopn-
um en á erfitt meö að beita þeim
með árangri í veghtlu og fjöllóttu
landi.
í fyrra efndi Eþíópíuher th sókn-
araðgerða gegn skæruherjum,
bæði í Erítreu og Tigre. Á báðum
vígstöðvum lauk svo eftir harða
bardaga aö stjómarherinn varð að
láta undan síga. Viöbrögð Mengistu
vom að reyna að vingast á ný viö
Bandaríkin og leita bandarískrar
milhgöngu um friðargerð við Erí-
treumenn. Em friðarumleitanir
sendinefnda frá Addis Ababa og
Erítreu hafnar í Atlanta með milh-
göngu Jimmys Carter, fyrrum for-
seta, og með vitund og vilja Banda-
ríkjastjórnar. Á meðan á að heita
að vopnahlé ríki í Erítreu.
En meðan þessu fór fram á
diplómatiskum vettvangi færði
Frelsisfylking Tigre sig upp á skaft-
ið. Má nú heita að hún ráði hérað-
inu öllu og síðsumars var hafln
sókn inn í nágrannahéraðið Wollo.
Þar er Frelsisfylking Tigre ekki
lengur ein að verki. Hún hefur tek-
ið höndum saman við annan
skæruher, Byltingarsinnaða lýð-
ræðisfylkingu eþíópískrar alþýðu.
Þau samtök telja sig réttan arftaka
byltingarinnar gegn keisarastjórn-
inni og segjast berjast fyrir raun-
verulegri alþýðubyltingu í landinu.
Sameiginlega hafa þessar tvær
hreyfingar lýst yfir að markmiðið
með yfirstandandi aðgerðum sé að
hrekja herforingjastjórn Mengistu
frá völdum.
Fréttamenn hafa eftir fulltrúum
erlendra ríkja í Addis Ababa að
furðu sæti hve miklum og skjótum
árangri uppreisnarherinn hafi náð
í sókn sinni. Stjórnarherinn virðist
á skipulagslausu undanhaldi og
skilur eftir á flóttanum grúa
þungavopna sem verður til að efla
bardagastyrk skæruherjanna.
Uppreisnarmenn munu komnir
næst Addis Ababa í rúmlega 200
kílómetra fjarlægð. Hafa þeir
krækt fyrir borgina Dese þar sem
talið er að obbinn af 40.000 manna
stjórnarher í Wollo hafl leitað hæl-
is. Fréttamenn telja að yfirmenn
stjómsýslu hafi yfirgefið Dese og
víst er að fulltrúar erlendra hjálp-
arstofnana eru farnir frá borginni.
Ekki er búist við að uppreisnar-
menn reyni að svo stöddu að sækja
að Addis Ababa sjálfri en þeir eiga
þess kost ef fram fer sem horfir að
rjúfa þjóðveginn frá höfuðborginni
til hafnarborgarinnar Aseb við
Rauðahaf. Væri það stóralvarlegt
fyrir alla aðdrætti stjómarinnar og
hers hennar, einkum á olíuvörum.
Erlendir stjórnarerindrekar
segja fréttamönnum að engu sé lík-
ara en ósigrarnir í Erítreu og Tigre
í fyrra hafi dregið allan baráttu-
þrótt úr stjómarhemum. Ekki sé
heldur við góðu að búast þegar
skörð, sem þá mynduðust í raðir
hermanna, vom fyllt með unghng-
um neyddum til herþjónustu.
Hermenn Frelsisfylkingar Tigre á æfingu meðan þeir réðu einungis yfir
fornfálegum vopnum.