Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Blaðsíða 23
LAUGMB!Á1Gfi^9i:IÖl'ÍJótíÉK': AJ
35
k»*rm *ti
r »•«'»:«* tX
'
■ ■
,Eg býst við að tilfinningin verði eins og hjá Friðriki Sophussyni. Eg verð frjáls," segir Linda Pétursdóttir en eftir mánuð mun hún krýna arftaka sinn i Miss World sem fram fer í Hong Kong.
DV-mynd Brynjar Gauti
- Fannst þér líf þitt breytast þegar
þú varst kjörin ungfrú ísland eða
urðu breytingarnar eftir titilinn Miss
World?
„Það er tvennt ólíkt. Ungfrú ísland
er ekkert mál miðað við Miss World.
Sumarið eftir að ég varð ungfrú ís-
land var ég heima á Vopnafirði allt
sumarið og gat lifað eðlilegu lífi.“
- Breyttist einkalif þitt við titilinn
Miss World?
„Nei; ég held sömu vinum en get
eðlilega ekki hitt þá jafnoft og áður.
Alltaf þegar ég fer utan sendi ég for-
eldrum mínum, ömmu og nánustu
vinum kort og reyni að halda sam-
bandi með því að hringja heim.
Stundum þegar ég kem heim stoppa
ég einungis í þrjá daga og þá nennir
maður ekki að hlaupa í heimsóknir
heldur kýs að slappa af heima við.“
Hef þroskast
- Hefur þú sjálf breyst?
„Ég get ekki neitað því. Maður hef-
ur þroskast og ég sé heiminn með
öðrum augum en áður.“
- Færðu athygli frá fólki sem vill
kynnast þér eingöngu vegna þessa
titils?
„Það er mikið af þannig fólki til,
bæði hér á landi og erlendis. Oft er
mér boðið í samkvæmi og þá eru á
staðnum blaðaljósmyndarar sem
boðið hefur verið til að taka mynd
af mér og gestgjafanum. Maður reyn-
ir að sniðganga slíkt fólk. Mér er
nokkuð sama hvort fólk er frægt eða
ekki. Ég hef hitt frægara fólk en
kannski gerist og gengur en það
snertir mig lítið."
- Nú hefur þú vakið mikla athygh á
sýningum erlendis. Eru blaðaljós-
myndarar ágengir við þig?
„Það vekur alltaf athygli að Miss
World komi frá svona litlu landi og
er í því að selja fisk. Ég var í Þýska-
landi nýlega með Halldóri Ásgríms-
syni sjávarútvegsráðherra sem er
alveg frábær. Hann er alltaf svo ró-
legur. Þegar verið var að mynda okk-
ur saman tók hann í sporð á fiski og
hélt á honum eins og sjómaður en
honum fannst ljósmyndarinn, sem
var þýskur, eitthvað lengi svo hann
sagði: „Ef þú ferð ekki að drífa í þessu
færðu þennan fisk í hausinn.“ Aum-
ingja ljósmyndarinn skildi ekki
neitt,“ segir Linda og hlær.
„Þegar ég var að kynna saltfisk á
Spáni nýlega var biðröð af blaða-
mönnum og ljósmyndurum frá
morgni til kvölds fyrir utan herberg-
isdyrnar mínar. Þeim var hleypt inn
til mín einum í einu og þegar klukk-
an var orðin tíu að kvöldi var ég svo
þreytt að ég gat ekki meira. Þeir voru
reknir frá sem enn biðu en þeir komu
strax aftur næsta morgun. Ég var á
Spáni í fimm daga og á hverjum degi
voru í kringum fimmtíu blaðamenn
og ljósmyndarar í kringum mig.
Þetta vakti auðvitað mikla athygh á
íslenska saltfiskinum. Ég geri mitt
besta til að kynna landiö og reyni
ahtaf að koma íslandi að. í Ameríku
hitti ég fólk sem spurði hvort bílar
væru á íslandi og hvort við hefðum
rafmagn þannig að ekki vita allir allt
um okkur. Ég vona að ég hafi getað
frætt einhverja um ísland."
- Hvað finnst foreldrum þínum um
þetta aht saman?
„Þeir hafa alltaf staðið með mér
aUt frá því að ég var kosin ungfrú
Austurland en þeim finnst ég ekki fá
næga hvíld. Ætli þeir verði ekki fegn-
ir að fá mig heim.“
Ágengir karl-
menn og ástarbréf
- Hvemig viðbrögð færðu frá karl-
mönnum?
„Það er misjafnt. Oft hefur komið
fyrir, þegar ég er í fínum veislum er-
lendis og ég er kynnt fyrir einhverjum
diplómötum, að þeir kyssa mig. Það
finnst mér alveg fáránlegt og er ekki
mjög hrifin. í eitt skipti var ég kynnt
fyrir Frakka sem kyssti mig en senni-
lega hef ég sýnt að ég var ekki mjög
hrifin því hann kom á eftir og baðst
afsökunar. Ég læt þá bara heyra það
ef þeir eru með einhveija stæla -
hvaö halda þeir eiginlega að ég sé?“
segir Lánda og grettir sig.
- En hefur hún fengið ástarbréf?
„Já, ég hef ekki komist yfir að lesa
nema hluta af þeim bunkaaf bréfum
sem mér hefur borist. TU dæmis fékk
ég bréf frá Indverja sem skrifaði mér
langt bréf þar sem hann lýsti kostum
sonar síns og lét mynd fylgja af hon-
um. Ég fékk að vita hvað syninum
gengi vel í skóla og einkunnir hans
og hvaða fólk væri í ættinni. Hann
var aö falast eftir mér sem tengda-
dóttur. Ég hef fengið nokkur slík
bréf og einnig bónorð beint. Auk þess
fæ ég mjög mikið af bréfum frá börn-
um og unghngum.
íslenskir krakkar eru mjög dugleg-
ir að skrifa mér og biðja um mynd
og eiginhandaráritun. Ég hef gaman
af slíkum bréfum. Oft fæ ég bréf frá
litlum stelpum sem eru að spyrja um
keppnina og segjast khppa út allar
myndir af mér. Síðan segja þær
hreinskilnislega hvernig þeim finnist
ég vera. Aðallega eru þær þó að biöja
mig um að skrifast á við sig. Ég hef
skrifast á við eina htla á Olafsfirði
sem ég þekki ekkert nema í gegnum
bréfaskriftimar. Það hefur greini-
lega frést á staðnum því ég er farin
að fá ansi mörg bréf frá stelpum á
Ólafsfirði.“
Slúðrið
óþolandi
Þess má geta að Linda hefur ekki
hug á giftingu og barneigniun strax,
enda rétt að verða tvítug. Hún verður
tvítug 27. desember nk. Linda segist
ekki vita hvort hún heldur upp á af-
mæhð hér á landi eða við Karíbahaf.
Linda segist ekkert vilja tala um
einkalíf sitt enda hefur hún orðið
fyrir barðinu á kjaftasögum eins og
títt er um frægt fólk hér á landi. „Ég
var mjög viðkvæm fyrir slúðri fyrst
en síðan var mér bent á að ég ætti
að lifa eigin lífi - ekki taka mark á
slúðursögum. Síðan hef ég lokað allt
slíkt frá mér. Það eru búnar th ótrú-
legar sögur um mann. Ég skil ekki
hvemig fólk það er sem býr til slíkar
sögur. Helst er ég á því að þessu fólki
hði illa. Fólk, sem þekkir mig, veit
að þessar sögur eru ekki réttar en
ég hefði ekki undan að leiðrétta vit-
leysur um mig. Þetta er ómerkilegt."
Linda segir að launin mættu vera
meiri fýrir sigurvegara Miss World
og taka ætti tillit til hvaðan sigurveg-
arinn kemur. „Ef stúlka frá Asíu
sigraði gæti hún nýtt sér launin mun
betur en ég þar sem allt er svo dýrt
á Norðurlöndum og minna verður
úr peningunum."
- Em ekki mikh viðbrigði fyrir
stúlku, sem kemur frá htlu sjávar-
þorpi úti á landi, að vera aht í einu
komin í alheimspressuna úr fiskin-
um?
„Jú, líf mitt hefur breyst gífurlega
mikið frá því ég var á Vopnafirði.
Reyndar er ég enn í fiskinum að vissu
leyti. Það er mjög gott að koma á
Vopnafjörð því þar era ahtaf allir
eins og taka mér eins og þeir þekkja
mig. Mér líkar best við hið venjulega
líf þar - þegar maður er kominn burt
úr öhu glamorinu. Ég er bara venju-
leg manneskja sem hugsar eins og
aðrir.“
Viðtal við
Washington Post
- Nú varst þú í viðtali í gær við stór-
blaðið Washington Post. Hvað vhdu
þeir vita um Lindu Pétursdóttur?
„Þeir spurðu aðahega um landið
og lífið á íslandi. Þeim fannst líka
skrýtið að ég kæmi úr fiskinum í
frægðina. Þeir tóku viðtal við nokkra
þekkta íslendinga en þeir eru að
vinna nokkurra síðna kálf um ísland
sem á að birtast að ég held í desemb-
er.
- Ef þriðja íslenska stúlkan yrði
Miss World, hvað yrði þá það fyrsta
sem þú myndir segja henni?
„Að vera ákveðin, að vera hún sjálf
og vera eðlileg. Maður á ekki að leika
eitthvað annað en maður er,“ segir
Linda Pétursdóttir, Miss World, sem
segist hlakka mikið th að krýna arf-
taka sinn og verða frjáls en fyrir ári
urðu þáttaskh í lífi hennar. Hugsan-
lega kemur út bók áður en langt um
hður um árið hennar Lindu.
-ELA
Linda segist enn vera að vinna í fiski þótt með öðrum hætti sé en á Vopnafirði.