Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989.
5
Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði:
Flestir sammála um
fjögur efstu sætin
U L J u j> J J 0
NÝ GLÆSDJEG
Sjálfstæðismenn í Hafnarflrði
verða um helgina með prófkjör
vegna bæjarstjórnarkosninganna
næsta vor. Tuttugu og átta manns
hafa gefið kost á sér til prófkjörsins.
Upphaflega var stefnt að því að hafa
tuttugu frambjóðendur en áhuginn
reyndist vera meiri en búist var við.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú ijóra bæj-
arfulltrúa og af þeim hafa tveir
ákveðið að vera ekki lengur í fram-
boði'. Annar þeirra er Árni Grétar
Finnsson sem hefur verið bæjarfull-
trúi lengi.
í viðtölum við nokkra hafnfirska
sjálfstæðismenn, um hvemig þeir
telja að prófkjörið fari, voru nöfn
fjögurra frambjóðenda oftast nefnd.
Það era Jóhann G. Bergþórsson,
framkvæmdastjóri Hagvirkis og bæj-
arfulltrúi, Ellert Borgar Garðarsson
skólastjóri, en hann er formaður full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafn-
arfirði, Hjördís Guðbjörnsdóttir,
bæjaríúlltrúi og skólastjóri, og Þor-
gils Óttar Mathiesen, viðskiptafræð-
ingur, þjálfari FH og fyrirliði lands-
hðsins í handbolta.
Aðrir sem voru nefndir til eru
Magnús Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri Hvals hf., Stefanía Víglunds-
dóttir, húsmóðir og formaður Vor-
boðans, sem er kvenfélag sjálfstæðis-
félaganna, og Kristján Jóhannesson
tæknifræðingur.
Stefnan sett á sex
Sjálfstæðismenn setja stefnuna á
sex bæjarfuhtrúa. Ef það tekst fær
flokkurinn hreinan meirihluta í bæj-
arstjórn. Ekki er vitað hvort F-hst-
inn, sem var klofningsframboð, býð-
ur aftur fram. Það er tahð ólíklegt
þar sem foringinn, Einar Mathiesen,
er fluttur frá Hafnarfirði.
Sjálfstæðismenn virðast vera á eitt
sáttir um ágæti Ellert Borgars. Hann
er sagður hæfur maður og auk þess
hefur hann áður setið í bæjarstjórn
- eitt kjörtímabil sem varamaður og
sem aðalmaður kjörtímabihð 1982 til
1986. Jóhann G. Bergþórsson virðist
tryggur með að verða annar tveggja
efstu manna. Sjálfstæðismenn segja
hann mjög skipulagðan mann.
Þorgils Óttar er tahnn njóta þátt-
töku sinnar í íþróttum og éins þykir
sjálfstæðismönnum sterkt að hann
berjist við Guðmund Árna Stefáns-
son meðal íþróttaáhugamanna og
ekki síst innan FH. Ekki má gleyma
því að Þorgils Óttar er af stærstu
sjálfstæðisættum í Hafnarfirði. „Þaö
má ekki gleymast aö Þorgils er mjög
Fréttaljós
Sigurjón M. Egilsson
hæfur ungur maður. Hann næði
langt, þó svo hann hefði ekki hand-
boltann og ættina," sagði einn við-
mælenda DV.
Framkvæmdir og skuldir
Sjálfstæðismenn, flestir hverjir,
viðurkenna að erfitt verði að ná aftur
stjórn bæjarins. Þeir segja að Guð-
mundur Ami sé erfiður andstæðing-
ur. Innan raða þeirra eru raddir sem
segja að á þessu kjörtímabili hafi ein-
göngu verið unnið við það sem sést
en hitt látið eiga sig. Einnig er sagt
að núverandi meirihluti hafi hlaðið
upp skuldum í framkvæmdaæði.
Einn frambjóðendanna í prófkjörinu
segir að sjálfstæðismenn æth að sigr-
a í kosningunum - fyrst og fremst
vegna þess að þeir verði með sterkan
framboðslista sem geti gert allt það
sem vinstri menn geta gert.
Þeir frambjóðendur, sem fá 50 pró-
sent eða meira í ákveðin sæti, eiga
rétt á þeim sætum. Prófkjörið er ekki
bindandi að öðru leyti.
-sme
SERVERSLUN
FINUUX
Hi-Fi Stereo - Litsjónvörp - Myndbandstæki
NEC
Myndbandstæki - Sjónvarpsleiktæki
(Nintendc)
Sjónvarpsleiktæki
itnnQ(7n
liLJlblil LnJ
8 mm Video-upptöku og afspilunarvélar
35 mm myndavélar
OLYMPUS
Lögreglan í Kópavogi fékk skyndilega liðsauka í bílaflotann i vikunni þegar
þrir sænskir bilar voru fengnir til reynslu frá lögreglunni í Karlstad í Sví-
þjóð. Lögreglumenn frá nokkrum stöðum á landinu hafa skoðað og reynslu-
ekið bílunum. Einn þeirra er til dæmis útbúinn myndbandsupptökuvél sem
getur mælt hraða bíla þegar lögreglubíllinn er á ferð. Bílarnir eru af gerð-
inni Saab og eru tveir þeirra lengst til hægri á myndinni. Frá vinstri: Jonas
Hafsteinsson, Guðmundur H. Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Guðrún
Jack, Sigurður Gunnarsson, Valdimar Jónsson yfirlögregluþjónn og Sævar
Finnbogason aðstoðarvarðstjóri. DV-mynd S
35 mm ljósmyndavélar
YAMAHA
Hljómtæki
Litsjónvörp - Örbygljuofnar - Hljómtækjasett
Ferðatæki - Bíltæki
Innf lutningur með f lug-
vélum færist í vöxt
- er í mörgum tilfellmn oröinn ódýrari en sjóflutningar
Margir kaupmenn halda því fram
að í mörgum tilfellum sé orðið ódýr-
ara að flytja vörur til landsins með
flugi en með skipum. Árni Reynis-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra stórkaupmanna, staðfesti í
viðtali viö DV að þetta væri rétt.
Hann sagði aö svonefndir safn-
flutningar, þegar nokkrir innflytj-
endur taka sig saman og fylla einn
gám af vörum, væru orðnir hagstæð-
ari með flugvélum en skipum. Flug-
félögin eru farin að gefa umtalsverð-
an afslátt í svona flutningum en til
þess hafa skipafélögin verið ófáanleg.
Þá benti Árni einnig á að í viðskipt-
um kostaði tíminn peninga og það
munaði um að geta fengið vöruna
samdægurs eða daginn eftir að hún
er pöntuð í stað þess að þurfa að bíða
í ef til vill vikutíma.
Það sem menn kalla tískuvörur
hafa um nokkuð langan tíma verið
fluttar til landsins með flugvélum.
Þar má nefna vinsælustu popphljóm-
plöturnar, hátískufatnað og fleira í
þeim dúr. Eins eru mjög dýrar vörur
gjarnan fluttar með flugvélum og
hefur svo verið lengi.
Árni Reynisson sagði að á því léki
ekki vafi að vöruflutningar með flug-
vélum til landsins færðust í vöxt.
Hann spáði því að þeir myndu enn
aukast um leið og drægi saman meö
farmgjöldum flugfélaganna og skipa-
félaganna. -S.dór
sunpoK
Videotökuljós
Sjónaukar - Smásjár
11JÓMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005