Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Side 10
10 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Erlendbóksjá MARGERY ALLINGHAM á Sígildar glæpasögur Sakamálasögur hafa mikið breyst á tiltölulega skömmum tíma. Það sést best við lestur slíkra bókmennta eftir glæpa- sagnahöfunda sem einkum voru kunnir fram yfir miðbik aldar- innar. Allnokkrar þeirra hafa komið út í pappírskiljum að und- anfömu í ritröð sígildra glæpa- sagna hjá Penguin. Josephine Tey er eitt af höfund- amöfnum Elizabethar MacKint- osh (1896-1952) sem samdi bæði leikrit og vinsælar glæpasögur. The Man in the Queue kom fyrst út skömmu eftir miðja öldina, eða árið 1953, og segir frá rannsókn óvenjulegs morðmáls. Fórnar- lambið er, eins og nafn sögunnar gefur til kynna, myrt í langri biö- röð fyrir utan leikhús nokkurt, Þegar aðrir þeir sem í biðröðinni em átta sig á því að maðurinn er látinn er morðinginn á bak og burt. Grant lögregluforingi hjá Scot- land Yard fær málið til meðferðar og sagan greinir frá rannsókn hans á málinu og yfirheyrslum. Þetta er hefðbundin sakamála- saga í gamla stílnum þar sem lög- regluforinginn safnar vísbend- ingum og leysir málið að lokum án þess að þurfa að beita andleg- um eða líkamlegum ofurkröftum. Margery Allingham (1904- 1966), sem hóf rithöfundarferil sinn aðeins sextán ára gömul, er kunn fyrir fjölda sakamálasagna um einkaspæjarann Albert Campion en sú fyrsta þeirra kom út árið 1928. Mystery Mile er ein af elstu Campion-sögunum (útgefin 1930). Hér segir frá bandarískum dóm- ara sem hefur hvað eftir annaö sloppið lifandi frá morðtilraun- um en fólk í kringum hann er ekki jafnheppið. Dómarinn, sem er á ferð á Englandi, kemst í kynni við Campion sem útvegar honum á leigu herrasetur á Myst- ery Mile. Þetta er afskekktur staður þar sem dómaranum ætti að vera óhætt en líka þar gerast ógnvænlegir atburðir. Svo fer að sjálfsögðu að lokum að Campion, sem er algjör andstæða harðsoö- inna amerískra einkaspæjara, leysir máliö. Þótt viðfangsefni þessara bóka séu morð, og stundum virðist fólk reyndar falla eins og flugur, þá er létt og afslappað yfirbragö á sögunum. Það er óneitanlega til- breyting frá hraða og harðneskju spennusagna nútímans. THE MAN IN THE QUEUE. Höfundur: Josephine Tey. MYSTERY MILE. Höfundur: Margery Alllngham. Penguin Ðooks, 1989. THEMAN IN THE QUEUE n 70 2 jOSEPHINE TEY Einkalíf í kast- ljósi fjölmiðla BurtonogTaylor Þessi tvö nöfn svo rækilega sam- tvinnuð um áratuga skeið að enn eru þau gjarnan nefnd í sömu andránni. Og ofurfrægð þeirra slík að enginn er í minnsta vafa um við hvaða ein- staklinga er átt. Richard Burton lést árið 1984. Hann náði ekki að verða sextugur. Ástæð- an var fyrst og fremst langvarandi ofdrykkja áfengis. Hann lifði hátt og hratt. Slíkt háttalag er ekki vænlegt til langra lífdaga. Sonur kolanámumanns Þaö er eitt af þeim ævintýrum sem gerast ööru hvoru í raunveruleikan- um að Richard Burton skyldi verða slík ofurstjarna á himni kvikmynd- anna og hins ljúfa lífs sem raun varð á. Uppruni hans gaf í það minnsta ekkert tilefni til að spá slíkpm frama. Foreldrar hans, Jenkingshjónin sem giftu sig á aðfangadag árið 1900, áttu í sárafátækt þrettán börn á tuttugu og sex árum. Richard var næstyngst- ur, fæddur áriö 1925. Faðirinn var drykkfelldur kola- námumaður í fátæku héraði í Wales, og móðirin lést þegar Richard var tveggja ára. Úr slíkum jarðvegi spratt sá maður sem varð flestum öðrum frægari. Og ríkur í þokkabót. Leiklistin til bjargar Listhneigð er rík með velsku þjóð- inni. Frásagnargáfa og dramatískt hugarflúg var Richard í blóð borið. Á unglingsárum hafði Phiiip Burton, velskur kennari, mikil áhrif á að beina Richard inn á braut leiklistar og bók- mennta. Philip tók hann að sér, sá honum fyrir skólagöngu og gaf honum jafnvel ættamafn sitt, Burton. Leiklistin náði heljartökum á Ric- hard og varð honum til bjargar frá fátæktinni. Hann hafði til að bera glæsilegt útlit, frábæra rödd og ríka leikgáfu sem gerði honum kleift að vinna glæsilega leiksigra í erfiðum hlutverkum í verkum eftir höfuð- skáld eins og Shakespeare. En það nægði honum ekki. Margir hafa haldið því fram að Ric- hard Burton hafi selt sálu sína. í stað þess að lifa fyrir leikhstina hafi hann fallið fyrir guði auðs og frægðar og um leið eyðilagt sig sem listamann. Lífsnautnamaður í aldeilis frábærri ævisögu Burtons eftir enska rithöfundinn og sjón- varpsmanninn Melvyn Bragg kemur skýrt fram aö þetta er mikil einföld- un á staðreyndum. Bragg hefur það fram yfir aðra sem skrifað hafa um Richard Burton að hann hafði aðgang að dagbókum og minnisblöðum leikarans. Velska frá- sagnarþráin var nefnilega afar rík í Richard sem skráði reglulega í dag- bækur hugsanir sínar og athafnir. Þessi rit eru mikil að vöxtum og gefa allt aðra mynd af hugðarefnum og innviðum Richards en birtist í frá- sögnum fjölmiðla af hinu ljúfa lífi nautnamannsins, enda vitnar Bragg óspart i dagbækurnar. Hann hefur einnig talað við fjölda manna sem höfðu kynni af leikaranum eða áttu við hann samskipti af einu eða öðru tagi. Þetta, ásamt þekkingu Braggs á leiklistarheiminum, gerir þessa ævi- sögu svo forvitnilega. Hann segir okkur ítarlega af þeim Richard Bur- ton sem flestir þekkja - lífsnautna- manninum sem var einkar djarftæk- ur til víns og kvenna. En hann lýsir einnig náið þeim hliðum mannsins sem gjarnan fóru framhjá kastljósi fjölmiðla - lestrarhestinum sem hafði með sér tösku fulia af útvöldum bókum hvert sem hann fór og velska alþýðumannninum sem lagði eftir því sem tök voru á rækt við uppruna sinn og sýndi ættingjum og vinum ómælda greiðasemi og hjálp. í faðmi Elisabetar En það fer auðvitað ekki hjá því að verulegur hluti ævisögunnar fjalli um ástríðuþrungin, stormasöm sam- skipti Richards og Elisabetar Taylor. Samdráttur þeirra meðan á gerð kvikmyndarinnar um Kleópötru stóð varð að vinsælu hneykslismáli. Hjónaband þeirra gjörbreytti lífi Ric- hards sem eftir það átti ekkert einka- líf. Burton og Taylor voru almenn- ingseign. Einkamál þeirra voru fréttaefni víða um heim, hjónabandið frá degi til dags í raun opinber sýning sem almenningur lét sig varða eins og um athafnir kóngafólks væri að ræða. En glæsilíf þeirra hafði sínar alvar- legu, dökku hliðar. Bikar lífsnautn- anna var drukkinn í botn svo að heilsunni hrakaði. Sambúðin varð um síðir of erfið fyrir þau bæði. En þrátt fyrir skilnað og sambúð þeirra með öðrum, slitnaði strengur- inn á milli þeirra aldrei. Ekki aðeins í hugum annarra, heldur einnig þeirra sjálfra, voru Burton og Taylor tengd óijúfanlegum böndum allt til enda. RICH. THE LIFE OF RICHARD BURTON. Höfundur: Melvyn Bragg. Coronet Books, 1989. Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur: 1. Dick Francis: THE EDGE. 2. Grant Naylor: RED DWARF. 3. Oswald Wind: THE GINGER TREE. 4. Rosamunde Pilcher ' THE SHELL SEEKERS. 5. G. Garcia Marquez: LOVE IN THE TIME OF CHOLERA. 6. D. Adams: THE LONG DARK TEATIME OF THE SOUL. 7. Stephen King: THE TOMMYKNOCKERS. 8. Len Delghton: SPY HOOK. 9. Mary Stewart: THORNYHOLD. 10. Philippa Qregory: THE FAVOURED CHILD. Rit almenns eölis: 1. Olles: GILES CARTOONS. 2. THE BEST OF SUNDAY SPORT. 3. Paul Theroux: RIDING THE IRON ROOSTER. 4. Clevetand Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 8. Terry Pratchetk THE UNADULTERATED CAT. 6. Stephen Plle: THE RETURN OF HEROIC FAIL- URES. 7. Lenny Henry: LENNY HENRY S WELL-HARD PAPERBACK. 8. Kelth Floyd: FLOYD’S AMERICAN PIE. 9. Anton Moeimann: COOKtNG WITH MOSIMANN. 10. RoBemary Contey: COMPLETE HIP & Thlgh Dlet. (Byggt é The Sunday Tlmes) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Sidney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 2. Roeamunde Pílcher: THE SHELL SEEKERS. 3. Lawrence Sanders: STOLEN BLESSINGS. 4. Tony Hillerman: A THIEF OF TIME. 5. Slephen Kíng: THE DRAWING OF THE THREE. 8. Margaret Atwood: CArS EYE. 7. Johanna Lindsey: SAVAGETHUNDER. 8. Larry McMurtry: ANYTHING FOR BILLY. 9. Mary Stewart: THORNYHOLD. 10. Jack Higglns: A SEASON IN HELL. 11. Dean R. Koontz: MIDNIGHT. 12. Tom Clancy: THE CAROINAL OF THE KRELML- IN. 13. Jeffrey Archer: A TWIST IN THE TALE. 14. Anne Tyler: BREATHING LESSONS. 15. Julia Ecklar: THE KOBAYASHI MARU. Rít atmenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 3. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. 4. Graco Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 5. George Burns: GRACIE. 6. Ann Rule: SMALL SACRIFICES. 7. Jooeph Campbell/Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 8. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 9. Joe McGinníss: BLIND FAITH. 10. James Gleick: CHAOS. 11. Bernle S. Slegel; LOVE, MEDICINE & MIRACLES. (Byggt á New York Times Book Review) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Nordahl Grieg Alþjóðlegasti rithöfundur Norðmanna á öldinni, eldhuginn Nordahl Grieg, lifði sterkar með umbrotasamri samtíð sinni en flest önnur skáld. Heimur í upp- lausn og endurreisn var sjálfkjör- inn vettvangur hans: Kína á áta- katímum á þriöja áratugnum, þar sem hann kynntist Búkarín, Spánn í helgreipum borgarastyrj- aldar, Rússland þegar byltingin var að éta bömin sín í pólitískum réttarhöldum Stalíns. Á árum heimsstríðsins tók hann þátt í norsku andspymunni, dvaldi með félögum sínum á Englandi, í Kanada og á íslandi þar til hann lét lífið í sprengjuflugvél banda- manna yfir Berlín 1943. Eins og fram kemur í þessari nýju, fróðlegu og vel gerðu ævi- sögu eftir Edvard Hoem var Nordahl Grieg ávallt í leit að málstað sem gæti gefið lífi hans og starfi raunverulegan tilgang. Hann var í senn blaðamaður, sí- fellt á faraldsfæti, umdeilt leik- ritaskáld, ljóðskáld og skáld- sagnahöfundur og náði veruleg- um árangri á öllum þeim sviöum. Qg aö lokum fann hann málstað, baráttuna gegn fasismanum, sem um síöir kostaði hann lífið sjálft. TIL UNGDOMMEN. NORDAHL GRIEGS LIV. Höfundur: Edvard Hoem. Gyldendal Norsk Forlag, 1989. Svikavefur Með fyrstu skáldsögu sinni, Ipc- ress File, fór Len Deighton nýjar leiðir í njósnasagnagerð. Hann leiddi lesandann inn í svikula veröld njósnahreyfinganna þar sem nánasti samstarfsmaður, eða þá yfirmaður, getur alveg eins verið í þjónustu andstæðinganna. Sagan náði miklum vinsældum. Síðan hefur Deighton og fleiri enskir rithöfundar samið fjölda sagna um þennan görótta njósna- heim. Síðustu árin hefur Deighton skrifað röð skáldsagna um enska leyniþjónustumanninn Bemard Samson og svikarana allt í kring- um hann. Sjónvarpsþáttaröð, sem nú er sýnd hér á landi, hefur verið gerð eftir þremur fyrstu sögunum (Berlin Game, Mexico Set, London Match). Spy Hook er fyrsta sagan í nýrri þrennu um Samson, andstæðinga hans og semherja í bresku leyni- þjónustunni. Hún er af sama toga og fyrri bækumar. Samson reyn- ir að aíhjúpa það sem hann telur vera sviksamlegt ráðabmgg eigin yfirmanna. Það er hins vegar stundum erfitt að greina hver er að blekkja hvern í njósnaveröld þar sem fátt er sem sýnist. SPY HOÓK. Höfundur: Len Doighton. Grafton Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.