Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Fordkeppnin: Leitað að andliti tíunda áratugarins Fordkeppnin er komin í fuUan gang og þegar famar að berast inn myndir af stúlkum sem áhuga hafa á að gerast fyrirsætur. Þær stúlk- ur, sem vilja vera með, skulu senda myndir af sér sem fyrst hingað til DV en Eileen Ford mun velja úr þeim hópi nokkrar stúlkur til þátt- töku í úrslitakeppninni. Sú keppni fer fram 11. mars en þá kemur hingað til lands ein frægasta fyrir- sæta heims á áttunda áratugnum, Vibeke Knudsen, og velja þá stúlku sem keppir um titihnn Andht tí- unda áratugarins (Face of the 90’s - Supermodel of the World) sem fram fer í Kalifomíu næsta sumar. Fyrirsætustarfið er erfitt en spennandi starf. í gegnum Ford- keppnina er möguleiki á að komast á samning hjá frægustu umboðs- skrifstofu heims, Ford Models í New York, sem hefur umboðsskrif- stofu um allan heim. Margar fræg- ustu fyrirsætur heims hafa starfað hjá Ford Models og má þar nefna Jerry Hall, eiginkonu Mick Jag- gers. Allar þær stúlkur, sem unnið hafa Supermodel of the World keppnina, hafa náð miklum frama í starfi sínu og þénað mihjónir doh- ara. Má þar nefna Cehu Fomer, spænska stúlku, sem vann keppn- ina 1987 sem þá var haldin í Or- lando í Flórída. Hún hélt th Evrópu og er ein eftirsóttasta fyrirsæta Parísarborgar. Þá má nefna Carrie Miller, sem sigraði árið 1983 en hún er eina bandaríska stúlkan sem hefur sigrað. Carrie starfar nú á Ítalíu þar sem hún er mjög eftir- sótt. Monika Schnarre var aðeins 14 ára þegar hún vann keppnina 1986. Hún hefur hafið nám að nýju eftir mikla velgengni í fyrirsætu- heiminum en að sjálfsögðu hleypur hún í myndatökur þegar tími gefst th. Renée Simonsen sigraði í keppn- inni árið 1982 og hefur síðan verið frægasta og eftirsóttasta fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðu ahra helstu og frægustu tísku- blaða. Renée tók sér frí frá störfum um nokkurt skeið og flutti th ísra- el. Síðan hafði hún ákveðið að fara heim til Danmerkur um tíma. Allar þessar stúlkur og fleiri th, sem sigr- að hafa í keppninni fengu 250.000 dohara samning í verðlaun, auk dýrindis skartgripa frá Cartier og' loðfeld. Sömu verðlaun eru í boði í keppninni í sumar. Þær stúlkur, sem ætla að senda mynd af sér í keppnina, skulu gera það fyrir 3. febrúar nk. Best er að senda mynd sem tekin hefur verið á ljósmyndastofu þó það sé ekki skilyrði. -ELA cneen rora og sigurvegari Keppninnar si. ar, norska stulkan Synne Myrebo. Hins sextán ára Synne og kynnarnir Tregs og Jim Lange eftir að þau höfðu kynnt úrslitin í keppninni Supermodel of the World í Kaliforníu sf. sumar. Fordkeppn i n - þátttökuseði 11 Nafn:................................ Fæðingardagur og ár.................. Heimilisfang......................... Sími................................. Staða................................ Hæð.................................. Þyngd................................ Þátttakendur í keppninni skoðuðu meðal annars Universal Studio og höfðu gaman af eins og sjá má. * 30- 50% afsláttur Glugga- tjaldaefni, stórisefni og fleira. SÍÐUMULA 32, S. 91-31870 TJARNARGÖTU 17, KEFLAVÍK. S. 92-12061

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.