Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 16
Skák
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990.
DV
Sovétmaöurinn Serper sigraöi af
miklu öryggi á Evrópumeistara-
móti unglinga, 20 ára og yngri, sem
fram fór í Arnhem í Hollandi um
jólin og áramótin. Hann hlaut 10,5
v. af 13 mögulegum og varö hálfum
öðrum vinningi fyrir ofan næstu
menn, landa sinn Dreev og Tékk-
ann Hracek.
Hannes Hlífar Stefánsson tefldi
fyrir hönd íslendinga á mótinu og
honum til halds og trausts var
bróðir hans, Þráinn Vigfússon.
Hannes stóð sig með prýði, þótt
herslumuninn hefði vantaö upp á
verðlaunasæti. Hann varð í 7. sæti
ásamt nokkrum öðrum skákmeist-
urum, með 7,5 v. í 4.-6. sæti meö 8
v. uröu Englendingurinn Agnos,
Markovic frá Júgóslavíu og Top-
alov frá Búlgaríu en hann er aðeins
14 ára gamall, heimsmeistari í sín-
um aldursflokki, með 2460 Eló-stig
og bersýnilega bráðefnilegur.
Hannes tefldi frísklega á mótinu,
vann sex skákir, tapaði ijórum og
gerði aðeins þrjú jafntefli. Eftir
slaka byrjun sótti hann í sig veðrið
og að loknum tíu umferðum, eftir
að hafa lagt Sovétmanninn Dreev
að velli, vermdi hann fjórða sæti.
En þá tapaði hann fyrir Serper og
næst fyrir Agnos og þá var draum-
urinn um verðlaunasæti úr sög-
unni. Honum tókst síðan að klóra
í bakkann með sigri gegn Spán-
veija nokkrum í lokaumferðinni.
Nokkrum vinningum varð Hann-
es að sjá á eftir til „gamalla við-
skiptavina" eins og þeir eru stund-
um nefndir. Þannig tapaði hann
fyrir Frakkanum Degraeve, sem
Hannes vann hins vegar létt í loka-
umferðinni á heimsmeistaramóti
sveina í Innsbruck 1987 - er Hann-
es hreppti titilinn. Hins vegar tap-
aði hann á því sama móti fyrir
Hollendingnum Wely en í Armhem
tókst honum að ná fram hefndum.
Hannes taldi hana sína bestu skák
á mótinu.
Hvítt: L. van der Wely
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. g3
c5 5. Rf3 cxd4 6. Rxd4 0-0 7. Bg2 d5
8. Db3
Nú á þessi leikur aftur vinsæld-
um að fagna en til skamms tíma
var leikið nær undantekningalaust
8.0-0 dxc4 9. Da4; allt þar til viðun-
andi vamaráætlun fannst fyrir
svartan. Hollendingurinn ungi leit-
ar aftur á fyrri mið, vopnaður nýj-
um veiðarfærum.
8. - Bxc3 9. Dxc3
í stað 9. bxc3 sem bítur ekki leng-
ur. 9. - e5 10. Rb3
Eftir 10. - d4 núna er hugmyndin
að leika 10. Da5! en þannig hafa
Hannes varð
sjöundi í Arnhem
Skák
Jón L. Árnason
23. e4!? Rd6 24. Rxg6 hxg6 25. e5 Rh5
26. exd6 cxd6 27. Hfl e5 28. £5 Rf4 29.
Hxf4 exf4 30. Dxe7 Hxe7 31. f6 Bxh3
32. fxe7 Bd7 33. Bxg6 Kg7 34. Bf7
Hh8 35. Kg2 KfS 36. KÍ3 Kxe7 37.
h5 Be8 38. Bxd5 Bxh5+ 39. Kxf4
Hf8+
Og Dreev gafst upp. Eftir 40. Kg3
Hf5 41. Kh4 Hxd5 42. Kxh5 KfB fell-
ur riddarinn einnig.
-JLÁ
nokkrar nýlegar skákir teflst og
hefur hvítur enn sem komiö er
haft yflrhöndina. Hannes hugsaði
sig lengi um og fann eðhlegasta
leikinn á borðinu en mótherjinn
virtist þó ekki hafa tekið hann með
í reikninginn.
Rc6!? 11. cxd5 Rxd5 12. Dc5?
Hvítur tapar dýrmætum tíma
með þessu flandri því að drottning-
in verður von bráöar skotspónn
svörtu mannanna. Betra er 12. Dd2
og treysta á að biskupaparið verði
síðar öflugt.
12. - Be6 13. 0-0 Hc8 14. Db5 a6! 15.
Dxb7 Rdb4!
Hvítur átti varla aðra kosti en að
snæða „eitraða peðið“ en nú verð-
ur hann að láta af hendi hvítreita
biskupinn - stolt stöðunnar - til að
losa drottninguna úr prísundinni.
16. Bxd5 Hb8 17. Da7 Dxd5
Nú er ljóst að svartur hefur tögl
og hagldir í skiptum fyrir peðið.
Skiptamunsvinningur með 18. -
Bh3 liggur í loftinu.
18. Dc5 De4 19. De3 Da8! 20. Df3 e4!
21. Df4 Rc2 22. Hbl e3! 23. f3 Hb4 24.
Dh5 h6 25. Da5 Bxb3! 26. axb3 Hxb3
Stöðumyndin segir meira en mörg
orð. Hvítur er gjörsamlega reyrður
niður og getur sig hvergi hrært.
Nú er stutt í endalokin.
27. Hdl Dc6 28. Df5 Dc4 29. Hd3 Hxd3
30. Dxd3 Dxd3 31. exd3 He8!
Og hvítur gafst upp.
Viö látum skák Hannesar við Sov-
étmanninn Dreev-fljóta með. Hann-
es lendir í erflðleikum eftir illa
heppnaða byrjun en Dreev veður
þó ekkert svo auöveldlega yfir
hann. Með nokkrar mínútur á
klukkunni tekur hann örlagaríka
ákvörðun er hann hleypir taflinu
upp í stað þess að fara gætilegar í
sakimar. Hannes tekur hraustlega
á móti og tímanaumur Sovétmað-
urinn ræður ekki við stöðuna.
Hvítt: Alexander Dreev
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Drottningarpeðsleikur
1. d4 RfB 2. Rf3 e6 3. Bg5 d5 4. e3
Be7 5. Rbd2 0-0 6. Bd3 b6 7. 0-0 Bb7
8. c3 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Re5 Rf6
11. f4 Rbd7 12. Hf3 g6 13. h4 Kh8 14.
Hh3 Hg8 15. g4 Re8 16. g5 f6 17. gxf6
Rdxf6 18. Rdf3 Rd6 19. De2 Rf5 20.
Kh2 Hg7 21. Hgl Bc8 22. Rg5 a5
Hannes Hlífar Stefánsson.