Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 18
18
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990.
Veiðivon
Rétt „hugarfar"
hjá Stanga-
veiðifélagi
Reykjavíkur
Það fmnst mörgupi veiðimanninum
sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hafi sýnt eindæma gott fordæmi, með
því að fara ekki í saminga við áreig-
endur upp á hækkanir veiðileyfa.
Stangaveiðifélagiö náði Norðurá á
góöu verði og Breiðdalsá einnig svo
um munaði. Þetta hefðu kannski
fleiri átt að gera því svigrúm tii
hækkana er ekkert. Ekkert er vitað
um hvernig laxveiðin verður næsta
sumar en sérfræðingur sem DV
ræddi við í vikunni sagðist ekki eiga
von á góðu. Árnar hérna á Suður-
landi verða í lagi en hinir lands-
hlutarair koma verr út. Þaö gæti
kannski bjargað að stórlax kæmi í
margar veiðiár, nokkir vel yfir 30
pund.
Hnýtingar og flugu-
köst að koma til
Óvenjulega mikil deyfð hefur verið
í fluguköstum og hnýtingum í vetur.
Ekki það að enginn hafi viljaö kenna,
heldur hafa veiðimenn dregið sig inn
í híði og hnýtt heima hjá sér og æft
sig í kjöllurum. En þetta er eitthvaö
að breytast, enda styttist í að veiði-
tíminn byrji fyrir alvöru. Kannski
ætti maður að hnýta eina rauða...
Litlu árnar vinsælar
Svo virðist vera sem litlu tveggja,
þriggja stanga veiðiárnar verði vin-
sælastar í sumar. Hópar taka sig
saman og fara nokkir, elda og veiða
í hóp. Ár sem eru í þessum hópi eru
Gljúfurá, Reykjadalsá, ÁJftá, Set-
bergsá, Hörðudalsá, Miðá í Dölum,
Krossá á Skarðsströnd, Hvolsá og
Staöarhólsá, Hrútafjarðará, Vatns-
dalsá silungasvæðið, Hallá, Sandá,
Selá, Breiðdalsá, Geirlandsá, Gren-
lækur og Sogið svo fáar séu taldar.
Það hefur samt heyrst á mörgum að
þeir ætli í ríkari mæli í silungsveiði
íslenskir stangaveiðimenn munu i auknum mæli sækja i tveggja, þriggja
stanga veiðiárnar á sumri komanda. DV-mynd G.Bender
Þau eru víða illa nýtt veiðivötnin enda eru þau kringum 1200 og af nógu
að taka. Þessi veiðimaður heitir Rúnar Lárusson og bleikjan hans var 3 pund.
DV-mynd Sigurður Kr.
og skreppa í vötn sem hafa verið
vannýtt í mörg ár. Þetta eru vötn á
Vestfjörðum, Strandasýslu, Skaga,
og víða um Austurland. Af nógu er
víst að taka.
Orrifervíóa
Orri Vigfússon fer víða þessa dag-
ana. Hann stendur í samingaviðræð-
um vítt og breitt.
Svo virðist sem erfiði Orra sé að
bera árangur og hann sé að kaupa
einhveija kvóta. Til þess var líka
leikurinn geröur og að laxinn komi
í ríkari mæli upp í íslensku veiðiárn-
ar. Það vilja allir.
-G.Bender
Finnur þú fimm breytingai? 37
Nafn:........
Heimilisfang:
Þjoðar-
spaug DV
í skamm-
deginu
Aumingja
gamla fólkið
Við síðustu myntbreytingu
varö gamalli konu aö orði:
„Að þessir stjórnmálamenn
skyldu ekki hafa getað beðið með
þessa myntbreytingu þangaö til
gamla fólkið væri dáið.“
Eru þeir ekki
víða til?
Auglýsing úr gömlu dagblaði:
„Til sölu reykjarpípur hjá Lár-
usi, handa karlmönnum meö
svinshaus.“
Ekkert nema
kjafturinn
Maöur, sem þykir fljótmæltur
mjög, komst eitt sinn svo að orði
um Jón Baldvin Hannibalsson:
„Já, hann sonur Hannibals er
sko með kjaftinn fyrir neðan
munninn."
Upp skal hún
aftur,
nema...
Maður nokkur reyndist tregur
tfi aö greiöa líkkistusmið þeim,
er smíðaö haföi kistu utan um
konu hans, fyrir verkið. Taldi
hann verðið alltof hátt.
„Ég gref þá bara fjandans kerl-
inguna upp aftur og hirði kist-
una,“ varð líkkistusmiönum þá
að orði.
Var maðurinn þá ÍTjótur að
greiða líkkistusmiðnum uppsetta
fjárhæð fyrir kistuna.
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þegar
betur er að gáð kemur í Ijós
að á myndinni til hægri hef-
ur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja við þau
með krossi á hægri mynd-
inni og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sig-
urvegara.
1. Elta stereoferðatæki með
tvöföldu segulbandi að verð-
mæti kr. 8.900,-
1. Elta útvarpsklukka að
verðmæti 3.500,-
Vinningarnir eru úr Opus,
Skipholti 7, Reykjavík.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 37
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
«
Sigurvegarar fyrir þrítu-
gustu og fimmtu getraun
reyndust vera:
1. Valbjörn Þorláksson,
Ránargötu 13,101 Reykjavík.
2. Ragnar Þorvaldsson,
Munkaþverárstræti 18, 600
Akureyri.
Vinningarnir verða sendir
heim.