Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Side 24
24
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990.
- segir Jónas Bjamason efnaverkfræðingur eftir að hafa lamast í slysi
„Ég þarf ekki aö telja sjálfum mér trú um að ég standi upp aftur,“ segir
Jónas Bjarnason.
„Ég á ekki til í mínum orðaforða
þau orð eða sambönd þeirra sem geta
lýst svartnætti örvæntingarinnar
sem stundum hefur gripið mig. Samt
hef ég aldrei látið mér detta í hug að
gefast upp. Þaö hefur aldrei komið til
greina að pakka saman,“ segir Jónas
Bjarnason efnaverkfræðingur sem
fyrir rúmu ári varð fyrir slysi með
þeim afleiðingum að hann lamaðist
fyrir neðan mitti. Hann hefur síöan
verið bundinn við hjólastól og verður
að sæta því það sem eftir er ævinnar.
„Ég þarf ekki að telja sjálfum mér
írú um að ég standi upp aftur, það
hefur verið mér ljóst alveg frá því ég
vaknaði upp á sjúkrahúsinu eftir
slysið," segir Jónas.
Hann er nú farinn að vinna á ný
eftir að hafa verið á sjúkrahúsi og í
endurhæfmgu í ár. Enn sem komið
er vinnur hann um þrjá fjórðu úr
vinnudegi, mætir klukkan 9 á morgn-
ana og er til 3 á daginn. fnnan
skamms reiknar hann með að vinna
fulla vinnu. Jónas er deildarstjóri
yfir almennri efnafræðideild hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins.
Brá sér uþp
áþak aðmála
Það var haustið 1987 að Jónas fór
upp á þak að mála. Hvernig þeirri
vinnu lauk man hann ekki. Það
næsta sem hann man er að vakna
upp á sjúkrahúsi tveimur dögum síð-
ar, lamaður fyrir lífstíð.
„Sennilega hefur samspil af ýmsum
óheppilegum atvikum komið til,“
segir hann. „Allt sem gerðist er horf-
ið úr minninu og ég man ekkert hvað
gerðist. Ég var með stiga sem ég
krækti yfir mæninn á húsinu. Hann
hefur líklega gefið sig því hann lá
brotinn á jörðinni við hliðina á mér
eftir fallið. Þaö var líka byrjað aö
rigna og því sleipt á þakinu og ég
runnið til. Líkiega er það þetta tvennt
sem hefur ráðið úrslitum."
„Ég getekki
hreyft fæturna"
„Nágrannar mínir urðu sjónarvott-
ar aö slysinu. Magnús Jensson bygg-
ingameistari, sem býr í næsta húsi,
hljóp út og kom mér til hjálpar. Hann
sagði mér síðar að ég hefði sagt: „Ég
get ekki hreyft fætuma.“ Sjálfur man
ég ekkert. Eg fór aö reyna að brölta
um og það varð síst til að bæta úr.
Ég man fyrst eftir mér á sjúkrahús-
inu þar sem ágætur skólabróðir
minn, Bjami Hannesson læknir, var
að stumra yfir mér. Hann sagði mér
hvemig komið var en ég tók tíðind-
unum mjög rólega. Hann sagði að ég
gæti ekki gert mér mikl'ar vonir um
bata því ég lamaðist strax.
Þá bókaði ég strax að ég yrði í hjóla-
stól það sem eflir væri ævinnar en
samt leyndist sú von í brjósti að ég
næði mér á ný. Það rann síðan smátt
og smátt upp fyrir mér að ég gengi
aldrei aftur á tveimur jafnfljótum.
Mænan er varanlega sködduð og
það er ekki hægt að tengja hana sam-
an á ný. Þó eru Rússar að gera til-
raunir með að tengja saman taugar
en ég veit ekki hvað þeir hafa náö
langt. Ég kenndi lífræna efnafræði
við læknadeild Háskólans í níu ár
þannig að ég er ekki alveg ókunnugur
öllum hliðum þessara mála.“
Hraldörunum
ekki lokið
Hrakförum Jónasar var þó ekki
lokið strax því á sjúkrahúsinu varð
hann fyrir, ýmsum áföllum og var
lengur þar en hann hefði annars
þurft. „Þegar ég hafði legið tvær vik-
ur á Borgarspítalanum vaknaði ég
upp við það eina nóttina að mér var
mjög sárt um andardrátt," heldur
Jónas áfram frásögninni.
„Þetta var svo sárt að ég vildi helst
ekki anda að mér. Ég var driflnn í
rannsókn og lungun skoðuð með sér-
stökum mælitækjum. Bjarni læknir
sagði mér að ég væri með blóðtappa
í lungunum. Svo mikið var volæðið
á mér þá að ég hugsaði aðeins meö
mér: „Og hvað með það?“ Mér hefði
staðiö á sama þótt hann hefði sagt
mér að lungun væru alveg ónýt.
Eftir þetta bættist lungnabólga viö
og ég var lengi að jafna mig áður en
ég gat fariö í endurhæflngu. Þegar
ég var svo sendur af Borgarspítalan-
um í endurhæfingu á Grensásdeild
sagði læknirinn þar aö ég væri hund-
veikur og sendi mig til baka á spítal-
ann. Þá var enn farið að skoða lungun
og í ljós kom að í þau hafði safnast
rúmur lítri af blóövatni.
Þessi vandræði stöfuðu öll af hreyf-
ingarleysi. Upptökin voru í fótunum
sem voru vitaskuld alveg hreyflngar-
lausir. Þar hafa því myndast blóð-
tappar sem náttúran sér um að síist
úr í lungunum svo þeir fari ekki til
heilans eða hjartans. Þetta eru kvill-
ar sem fylgja algeru hreyflngarleysi
og síst urðu þeir til að auka bjartsýn-
ina hjá mér.“
Á dýpsta botn
örvæntingarinnar
„Ég var þó ekki beinlínis svartsýnn
á framtíðina heldur eins og vonlaus
og sama um allt. Ég var þó ekki á
lyfjum sem gátu brenglað dóm-
greindina. Það var ekki fyrr en síðar
að ég sökk niður á dýpsta botn ör-
væntingar. Það var skelfileg tilfinn-
ing og ólýsanleg.
Eg þakkaði þó fyrir að hafa höfuð
og hendur og hlaut að viðurkenna
að ýmsir hefðu farið verr út úr slys-
um af þessu tagi. Hálsbrot hefði þýtt
að ég missti allan mátt fyrir neðan
háls en ég var þó aðeins lamaður fyr-
ir neðan mitti. Mér var líka ljóst að
aðstaða mín var öll önnur og betri
en margra annarra. Þá á ég sérstak-
lega við unga menn sem ekki hafa
komið sér fyrir í lífinu og eru svo ef
til vill atvinnulausir til viðbótar við
allt annað.
Mér var strax tjáð að ég gæti haldið
vinnu minni hjá Rannsóknastofnun
fiskiönaðarins og mætti þar bæði
skilningi og vináttu. Þetta skiptir
miklu máli og hjálpar mönnum að
komast yfir versta áfallið. Samt var
það skelfileg tilfinning að vita sig
lamaðan.
Ég veit það nú að það er ótalmargt
sem ég get gert af því sem ég hafði
gaman af áður. Þar á meðal er að
skrifa greinar í DV sem ég reikna
með að byrja á fljótlega.
Núna, þegar ég er að komast á full-
an skrið á ný, finn ég til þakklætis í
garð starfsfólks Borgarspítalans og
Grensásdeildarinnar. Sérstaklega
ber ég hlýjan hug til starfsfólksins á
Grensási þar sem ég var í tíu mán-
uöi. Sumir sem þar eru verða beiskir
og kröfuharðir í garð þess og ég kann
að hafa verið erfiöur á stundum en
þetta fólk sýndi mér góðvild í hví-
vetna.“
Verð ekki á
þeytingi hér eftir
í haust kom Jónas úr endurhæf-
ingu og hefur síðan verið aö læra að