Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 26
34 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Sérstæð sakamál Tunglsýki Á aðfangadagskvöld fyrir nokkr- um árum kom maður einn í óvænta heimsókn í hús eitt í Dordogne í Frakkiandi. Áður en kvöldið var á enda hafði óhugnanlegt morð verið framið og kona og tvær dætur hennar lágu bundnar á gólfmu. En hver var sá seki? Gömul sakamála- saga eftir George Simenon um lög- regluforingjann Maigret kom rannsóknarlögreglunni á sporið. Klukkan var orðin fimm á að- fangadag og Gaelle, átján ára, var ein heima að pakka innjólagjöfum. Skyndilega heyrði hún umgang við útidymar. Þegar hún opnaði þær skaust maður með hettu á höfðinu fram hjá henni og inn í húsið. í hendinni var hann með langan hníf. Gaelle byrjaði að hrópa á hjálp en maðurinn með hettuna greip þá harkalega um hálsinn á henni og þaggaði niður í henni. Síðan batt hann á henni hendumar, límdi heftiplástur fyrir munninn og lok- aði hana inni í skáp. Síminn hringir Húsið, sem þetta gerðist í, er um fimm kílómetra fyrir norðaustan Utla franska bæinn Bergerac og þar eð það stendur eitt og sér heyrði enginn til Gaelle þegar hún kaÚaði á hjálp. Er ókunni maðurinn hafði lokað hana inni í skápnum settist hann inn í skreytta stofuna og líklega hefur honum leiðst biðin því hann kveikti á jólatrénu. 'Þetta kvöld var tungl fullt. Klukkustundu síðar kom móðir GaeUe, fráskilda kennslukonan Francoise NataUs, heim ásamt yngri dótturinni, Nicole, sem var fjórtán ára. Áður en móðirin gat áttað sig á því sem gerst hafði á heimiU hennar hafði maðurinn með hettuna fært handlegina á henni aftur fyrir bak og bundið þá. Bauð honum fé „Þú mátt taka allt sem þú vilt," sagði Francoise skelfd. „BíUnn líka. Ég lofa að hafa ekki samband við lögregluna. En þú mátt ekki gera dætrum mínum rnein." Þegj- andi tók ókunni maðurinn veski Francoise. { því fann hann 200 franka og greiðslukort. Þessu stakk hann 1 vasann. Svo límdi hann heftiplástur fyrir munninn á Fran- coise og ýtti henni inn í skápinn til Gaelle. Þá sneri hann sér að Nic- ole, sem var sem lömuð af hræðslu, og byijaði að binda á henni hend- urnar. Á sama augnabliki hringdi sím- inn. Ókunni maðurinn horfði um stimd á hann en sagði svo skipandi röddu: „Svaraðu, stelpa, en láttu eins og ekkert sé að. Vekirðu grun- semdir um að eitthvað sé að drep ég þig.“ Faðirinn kemur ávettvang Nicole svaraði hikandi í símann. Það reyndist vera faðir hennar sem var að hringja. Hann hét Jacques Royere og var kaupsýslumaður. Hann sagði nokkur orð við Nicole sem sagði að Francoise, móðir hennar, væri ekki heima. En Jacques hafði fengið grun- semdir um að ekki væri allt með felldu. Hann taldi sig hafa greint hræðslu í rödd Nicole og þar að auki var hann búinn að segja Fran- coise að hann myndi hringja um sexleytið. Þau höfðu ákveðið að Francis Leroy. fara síðar um kvöldið saman til messu með dætrunum. Gripinn hræðslu hljóp Jacques út í bíl sinn og ók heim til konu sinnar fyrrver- andi-og dætra en þangað var aðeins umi hálfur kfiómetri. Útidymar stóðu opnar og hann gekk inn. Sjö hnífstungur Inni í stofunni blasti við honum ljót sýn. Francoise og dætumar tvær lágu bundnar á gólfinu, hver við annarrar hlið. Yfir þeim stóð maður með hettu yfir höfðinu og hann hélt annarri höndinni hátt. Jacques rak upp óp og hljóp til mannsins. Hann sá hins vegar ekki fyrr en of seint að maðurinn meö hettuna hélt á hníf. Á síðustu stundu reyndi Jacques að víkja sér undan er maðurinn ætlaði að stinga hann. Hnífurinn fór í jakk- ann og skar á hann gat. Jacques taldi nú einu björgun sína að flýja en þegar hann hljóp af stað tók ókunni maðurinn á rás á eftir hon- um. Jacques Royere hafði ekki hlaup- ið langt þegar maðurinn með hníf- inn náði honum. Það var í garðin- um fyrir framan húsið. Þar drap hann hann með sjö hnífstungum. Bókin sem varðvísbending Morðinginn fór ekki aftur inn í húsið og það bjargaði lífi Francoise og dætranna tveggja. Hann stökk inn í bíl sinn og ók burt. Fyrir hádegi á jóladag fundust mæðgumar í húsinu. Lögreglan fann nánast ekki neitt sem gat komið henni á sporið. Hins vegar fékk Pierre Maire lögregluforingi hugmynd sem honum fannst afar áhugaverð. Á undanfömum sex áram höföu verið framin sex önnur morð þama í héraðinu. Maöur með hettu yfir höfðinu hafði drepið sex konur. Og í öllum tiMkum hafði verið farið eins að. Hendur kvenn- anna höfðu verið bundnar fyrir aftan bak en síðan hafði veriö límd- ur heftiplástur fyrir munninn á þeim svo þær gætu ekki hrópað á Gaelle, dóttir Francoise. hjálp. Loks hafði maðurinn með hettuna stungið þær til bana og á eftir leikið líkin illa með hnífnum. Önnurvísbending Maire lögregluforingi fór nú aö lesa skýrslur um fyrri morðin á þessum slóðum. Þá varð honum ljóst að öll höfðu þau verið framin þegar tungl var fullt. Þá sá hann að fyrsta morðið hafði verið framið nokkmm mánuðum eftir að byijað hafði verið á töku sjónvarpskvik- myndar þama í héraðinu um sum- arið 1978. Myndin var byggð á sögu sakamálahöfundarins nafntogaða Georges Simenon, „Vitfirringurinn frá Bergerac", en ein söguhetja Simenons er lögregluforinginn Maigret sem oft hefur sést leikinn á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi. Bókin hafði verið skrifuð löngu áður en nú tók Maire lögreglufor- ingi hana fram og eftir því sem hann las meira fannst honum hann greina æ fleira sameiginlegt með sögunni og morðunum þama í hér- aðinu. Hann fór því að líta svo á að einn og sami maðurinn hefði framið öll sjö morðin og að hann væri vitskertur, tunglsjúkur líkt og morðinginn í sögu Simenons. Gamaltmál styður kenninguna Maire ákvað nú að vinna að lausn morðgátunnar á kerfisbundinn hátt með sakamálsöguna í huga. Hann hóf leit í gömlum skjölum og eftir nokkum lestur komst hann að því að árið 1964 hafði verið fram- ið morð í bænum Saintes í næsta héraði. Morðinginn hafði fundist og reyndist hann vera Francis Leroy, þá tvítugur að aldri. Hann hafði bundið konu, keflað hana og kastað inn í skáp en síðan hafði hann stungið hana til bana með hníf. Morðið haföi verið framið er tungl var fullt. Maire komst að því við eftir- grennslan að Leroy hafði setið í fangelsi í níu ár en hafði þá verið látinn laus. Var það árið 1973. Þá hafði hann flust heim til foreldra sinna í Perigueux, bæ í næsta ná- grenni við Bergerac. Hann var nú á fimmtugsaldri, ókvæntur og dæmigerður góðborgari sem gerði mikið til að bæta hag ungs fólks og fátækra. Klofinn persónuleiki Maire var hugsi um stund er hann haföi lesið um mál Leroys og kynnt sér hvar hann nú var og hvemig orð fór af honum. Gat ver- ið að þessi maður, sem hugsaði svo mjög um hag ungmenna og fá- tækra, hefði framið sjö morð? Ma- ire fannst það að vísu ólíklegt en var engu að síður staðráðinn í að afla enn betri upplýsinga um þenn- an mann, sem rak reiðskóla. Lögregluforinginn hringdi því til lögreglunnar í Perigueux og hann hafði ekki rætt lengi við starfsfé- laga sinn þar er hann komst að því að til var önnur og dekkri hlið á Leroy, svo dökk reyndar að segja mátti að maöurinn væri klofinn persónuleiki. Leroy var sagður leggja stund á svartagaldur og hafa átt vingott við ýmsar konur en ætíð heföi slitnað upp úr samböndunum er þau hefðu gerst stormasöm. Þá fékk Maire að vita að þijár fyrrverandi vinkonur Leroys hefðu framið sjálfsmorð. „Takið hann strax fastan," sagði Maire við lögreglustjórann í Per- igueux. Og það var gert þá um kvöldið er Leroy var við störf í reið- skóla sínum. í vasa hans fundust greiðslukort Francoise. Eftir yfirheyrslur játaði Leroy á sig öU sjö morðin og að auki tólf nauðgaiúr. Hann sagði að Fran- coise hefði vakið áhuga sinn er hann heföi hitt hana í stutta stund í reiðskólanum. Leroy sagði einnig frá því að hann hefði frétt af því á sínum tíma að til stæði að gera sjónvarpsmynd eftir sögu Simenons, „Vitfirringur- inn frá Bergerac". Heföi hann sóst eftir því að fá hlutverk sem auka- leikari og tekist það. Samtímis heföi áhugi hans á sögunni aukist og síðar hefði farið að gæta sterkra og óviðráðanlegra tilfinninga. Kvaðst Leroy ósjálfrátt hafa „fet- að í fótspor" vitskerta morðingjans í sakamálasögunni. Þegar tungl hefði orðið fufit hefði hann fyllst löngun til að myrða og sjá blóð og sjö sinnum heföi hann orðið að láta undan henni. Francis Leroy var dæmdur til ævUangrar dvalar á geðveikrahæU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.