Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Qupperneq 43
LAUÖARDAGUR 13. JAXÚAR 1990.
51
Afmæli
Magnús Bergsteinsson
Magnús Bergsteinsson húsa-
smíðameistari, Skaftahlíö 42,
Reykjavík, verður sjötíu og fimm
ára á morgun, 14. janúar.
Magnús fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í foreldrahúsum á Spít-
alastíg 8. Hann lauk bamaskóla-
námi í Miðbæjarskólanum, prófi frá
Iðnskólanum í Reykjavík og sveins-
prófi 1935, en fékk meistararéttindi
1943. Síðan starfaði Magnús sem
atvinnurekandi í Reykjavík og víð-
ar. Hann hætti sjálfstæðum at-
vinnurekstri 1978, en hóf þá störf
hjá Háákóla íslands og nú starfar
hann sem byggingastjóri Háskól-
ans.
Eiginkona Magnúsar er Elín
Svava Sigurðardóttir húsmóðir, f.
7.8.1920. Foreldrar hennar vom
Marólína Guðrún Erlendsdóttir
húsmóðir og Sigurður Halldórsson,
verkstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Sonur Magnúsar fyrir hjónaband
erRagnar Bergsteinn, f. 11.9.1937,
búsetturíNoregi.
Börn Magnúsar og Elínar:
Óskírður drengur, f. 7.11.1939, d.
18.1.1940.
Bergsteinn Ragnar, f. 31.3.1941,
byggingameistari í Svíþjóð, og á
hann fjögur börn affyrra hjóna-
bandi.
Marólína Arnheiður, f. 24.7.1942,
verslunarmaður, gift Boga Sigurðs-
syni vélvirkja, og eiga þau tvö börn.
Ragnhildur, f. 29.12.1947, gift Ás-
geiri Sveinssyni vélfræðingi, og eiga
þaufjögurbörn.
Sigrún, f. 4.2.1950.
Magnús Svavar, f. 6.1.1954, húsa-
smiður, og á hann þrjú börn.
Margrét Halla, f. 9.12.1954, verk-
stjóri.
Systkini Magnúsar: Arnheiður, f.
3.4.1902, látin, var gift Franz Páli
Þorlákssyni skipstjóra, látinn, og
eignuðust þau sjö börn; Jón, f. 30.6.
1903, byggingameistari, var fyrst
kvæntur Mörtu Guðnadóttur, sem
nú er látin, og eignuðust þau fjögur
börn, en er nú kvæntur Svanbjörgu
Halldórsdóttur; Jóhannes Ragnar,
f. 3.1.1912, múrarameistari, var
kvæntur Dýrleifu Hermannsdóttur,
nú látin, og eignuðust þau fjögur
börn; Þórir Högni, f. 2.8.1917, nú
látinn, múrarameistari, var kvænt-
ur Þuríði Sigmundsdóttur, sem nú
er látin, og eignuðust þau þrjú börn;
og Gunnar Kristinn, f. 29.8.1923,
forstjóri Landhelgisgæslunnar,
kvæntur Brynju Þórarinsdóttur, og
eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Magnúsar voru Berg-
steinn Jóhannesson, f. 6.1.1875, d.
21.5.1940, múrarameistari í Reykja-
vík, og Ragnhildur Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 20.11.1879, d. 29.12.1935.
Bergsteinn var sonur Jóhannesar,
b. í Litlagerði í Hvolhreppi, Berg-
steinssonar, b. á Árgilsstöðum, Sig-
urðssonar, b. á Árgilsstöðum, Sig-
urðssonar.
Móðir Jóhannesar var Þórunn
Einarsdóttir, b. á Velli í Hvolhreppi,
Ásmundssonar.
Móðir Bergsteins var Ragnhildur
Þorsteinsdóttir, b. á Minnahofi,
Bjarnasonar, b. á Arnarhóli í Land-
eyjum, Einarssonar.
Móðir Þorsteins var Katrín Jóns-
dóttir. Móðir Ragnhildar var Ragn-
hildur Sveinsdóttir, b. í Marka-.
skarði, Þórarinssonar, og Svanliild-
ar Hansdóttur.
Ragnhildur, móðir Magnúsar, var
dóttir Magnúsar, b. á Holtsmúla á
Landi, Magnússonar, b. á Stokka-
læk, Guðmundssonar, b. í Króktúni,
Magnússonar.
Móðir Magnúsar Guðmundssonar
var Guðrún Pálsdóttir. Móðir
Magnúsar á Holtsmúla var Vigdís
Guömundsdóttir, b. á Stokkalæk,
Ólafssonar, og Ragnhildar Brands-
dóttur.
Móðir Ragnhildar Magnúsdóttur
var Arnheiður Böðvarsdóttir, b. á
Reiðarvatni, Tómassonar, b. í
100 ára:
Ása Guðmundsdóttir Theodórs
Ása Guðmundsdóttir Theodórs,
Droplaugarstöðum, Reykjavík, er
hundraðáraídag.
Ása er fædd á ísafirði, í Beykis-
húsinu, og ólst hún þar upp. Hún
gekk í barnaskóla og gagnfræðskóla
á Ísaíirði en þegar ritsíminn var
stofnaður þar gerðist hún síma-
stúlka og var hún hin fyrsta. Þar
vann hún uns hún giftist og flutti
til Borðeyrar. Þar vann hún öðru
hveiju við símann enfjölskyldan
flutti til ísafjarðar árið 1930 þar sem
eiginmaður hennar gerðist starfs-
maður Landsbankans. Eftir lát
manns síns árið 1939 flutti Ása til
Reykjavíkur og skömmu seinna hóf
hún störf við ritsímann í Reykjavík
þar sem hún vann til sjötugs. Hún
fékk viðurkenningu fyrir frábært
starf á löngum starfsferh. Á Drop-
laugarstöðum hefur Ása dvalið síð-
anl983.
Ása giftist þann 21.5.1919 Hendrik
E. Theodórs, f. 8.8.1889, d. 17.8.1939,
verslunarstjóra við Riis verslunina
á Borðeyri. Foreldrar hans voru
Theodor Ólafsson, dómkirkjuprests
i Reykjavík, Pálssonar, og Arndís
Guðmundsdóttir, prests á Borg á
Mýrum, Vigfússonar.
Sonur Ásu og Hendriks var Ric-
hard Pétur Theodórs, f. 22.4.1920,
d. 19.1.1988, skrifstofustjóri Reykja-
víkurhafnar, sem kvæntur var Dóru
Sigurjónsdóttur, dóttur Sigurjóns
Jónssonar verslunarstjóra og Guð-
finnu Vigfúsdóttur.
Fósturdóttir Ásu og Hendriks var
Þórunn Björnsdóttir og kom hún til
þeirra sjö ára gömul.
Systkini Ásu voru: Páll, var bú-
settur á Staten Island í New York;
Sigríður, var búsett á ísafirði; og
Kjartan, var búsettur á ísafirði.
Foreldrar Ásu voru Guðmundur
Pálssonbeykir, f. 26.8.1850, d. 16.2.
1937, og Guðfmna Rósikransdóttir
húsmóðir, f. 29.3.1854, d. 30.7.1923.
Guðmundur var sonur Páls, b. að
Ósi i Bolungarvík, Halldórssonar,
hreppstjóra og b. í Neðri-Hnífsdal,
Pálssonar, hreppstjóra og b. í Ytri-
Húsum, Halldórssonar.
Móðir Halldórs í Neðri-Hnífsdal
var Margrét Guðmundsdóttir. Móð-
ir Páls að Ósi var Margrét Ólafs-
dóttir, Svartssonar, og Elínar Hall-
dórsdóttur.
Móðir Guðmundar beykis var Sig-
ríður Bjarnadóttir, faktors Bjarna-
sonar, b. á Sandeyri, Guðmundsson-
ar.
Móðir Ásu var Guðfinna Róskin-
kransdóttir, b. að Tröð í Önundar-
firði, Kjartanssonar, b. að Tröð, Ól-
afssonar, b. á Eyri, Magnússonar.
Móðir Guðflnnu var Guðlaug Páls-
Magnús Bergsteinsson.
Gunnarsholtshjáleigu, Jónssonar.
Móðir Böðvars var Helga Páls-
dóttir. Móðir Arnheiðar var Guðrún
Halldórsdóttir, b. á Reyöarvatni,
Guðmundssonar, og Ingibjargar
Halldórsdóttur.
Magnús verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Ása Guðmundsdóttir Theodórs.
dóttir.
Ása getur ekki tekið á móti gestum
sökum vanheilsu.
Sigurborg Hjartardóttir
Sigurborg Hjartardóttir.
Sigurborg Hjartardóttir verka-
kona, Vífilsgötu 12, Reykjavík, verð-
ur sjötíu og fimm ára á morgun, 14.
janúar.
Sigurborg er fædd í Gröf í Gufu-
dalshreppi í Austur-Barðastrandar-
sýslu og bjó þar heima hjá foreldr-
um sínum til 28 ára aldurs en þá
flutti hún lögheimili sitt út í Flatey
á Breiðafirði. Til Reykjavíkur flutt-
ist Sigurborg árið 1954 og hefur síð-
ustu 15 árin starfað sem ganga-
stúlka á Dvalarheimili aldraðra,
Hrafnistu.
Hálfsystkini Sigurborgar, sam-
mæðra, voru: Sigríður Matthías-
dóttir og Jón Matthíasson. Dætur
Jóns eru: Aðalbjörg, gift Skúla Ól-
afssyni deildarstjóra; og Lilja Sigur-
rós, gift Ægi Geirdal.
Foreldrar Sigurborgar voru Hjört-
ur Jónsson bóndi, f. 3.4.1875, d. 12.3.
1943, og Valgerður Jónsdóttir hús-
móðir, f. 21.3.1869, d. 4.12.1953.
Hjörtur var sonur Jóns, b. í Gröf,
Björnssonar, b. á Kletti, Björnsson-
ar, Arnfmssonar, Jónssonar. Bróðir
Arnfinns var Einar, sem Kollsvík-
urætt er komin frá, en frá foreldrum
þeirra bræðra er komin Grafarætt.
Móðir Hjartar var Þrúður Ingi-
björg Einarsdóttir, b. á Hofstöðum
og Skálanesi, Sveinssonar, og Ingi-
bjargar Gísladóttur, hreppstjóra í
Brekku í Gufudalssveit, Jónssonar.
Valgerður, móðir Sigurborgar,
var dóttir Jóns, b. á Kleifarstöðum,
Jónssonar, b. á Galtará, Guðnason-
ar, Jónssonar. Móðir Jóns á Kleifar-
stöðum var Helga Guðmundsdóttir.
Móðir Valgerðar var Valgerður
Hafliðadóttir, b. á Laugabóli í
ísaflrði, Guðnasonar, Jónssonar.
Móðir Valgerðar Hafliðadóttur var
Valgerður Þórðardóttir, b. á Lauga-
bóli, Magnússonar. Hafliði á Lauga-
bóli og Jón á Galtará voru bræður.
Sigurborg verður að heiman.
Andlát
Guðjón B. Baldvinsson
Guðjón B. Baldvinsson, fyrrv.
deildarstjóri og fyrrv. formaður
BSRB, Hagamel 27, Reykjavík, lést
aðfaranótt laugardagsins 7. janúar
sl. áttatíu og eins árs að aldri.
Guðjón fæddist að Refsstöðum í
Hálsasveit en ólst upp að Barði í
Reykholtssveit hjá fósturforeldrum
sínum, Lárusi Jónssyni og Ólöfu
Grímsdóttur.
Hann nam við Alþýðuskólann á
Laugum 1926-28 og var síðan á nám-
skeiðum í bókfærslu og tungumál-
um.
Guðjón var verkamaður í Reykja-
vík 1931-34, starfsmaður hjá skipu-
lagsnefnd atvinnumála 1934-35, hjá
Tryggingastofnun ríkisins 1936-46,
hjá Skattstofunni í Reykjavík frá
1946 og deildarstjóri þar en í fullu
starfi hjá BSRB frá 1969.
Guðjón sat í samstarfsnefnd BSRB
og ríkisins í fjölda ára og í stjórn
BSRB frá stofnun 1942 og í áratugi,
ritari þar í fjölda ára og formaður
samtakanna í eitt ár.
Hann átti sæti í Kjararáði og í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana
1939-59 og þá ýmist formaður eða
varaformaður. Hann var í stjórn
FUJ1931-39 og í stjórn SUJ um skeið
frá 1932. Þá sat hann í stjórn Jafnað-
armannafélags íslands, Alþýöu-
flokksfélags Reykjavíkur og Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar. Hann
var fulltrúi á ASÍ-þingum 1932-38
og var varaþingmaöur 1934-37.
Hann var formaöur Sambands líf-
eyrisþega ríkis og bæja frá 1981. Þá
sat Guðjón í stjórn Guðspekifélags-
ins um nokkurt skeið og var forseti
félagsinsíeittár.
Fyrri kona Guðjóns var Steinunn,
f. 29.3.1907, Jónsdóttir, b. að Hóli í
Höfðahverfi, Sveinssonar, ogkonu
hans Valgerðar Jónsdóttur.
Guðjón og Steinunn skildu en
börn þeirra eru: Valgerður Jóndís,
matráðskona í Kópavogi, f. 1931:
Baldvin Lárus, sjómaður í Garðabæ,
f. 1933, og Hilmar Gylfi, múrari og
eigandi Helluslípunar í Kópavogi, f.
1935.
Seinni kona Guðjóns er Anna, f.
12.6.1900, dóttir Guðmundar Ein-
arssonar, múrara í Reykjavík. Son-
ur Guðjóns og Önnu er Baldur
Freyr, tölvufræðingur í Horsholm í
Danmörku, f. 1942.
Guðjón var þriðji í röð átta systk-
ina, en systkini hans eru öll á lífi.
Foreldar Guðjóns voru Baldvin
Jónsson, f. 21.9.1874, d. 1.7.1964, b.
að Grenjum í Álftaneshreppi, og
kona hans, Benónýja Þiðriksdóttir,
f. 20.11.1872, d. 8.2.1969, húsfreyja.
Baldvin var sonur Jóns, b. á Búr-
felli í Hálsasveit, Gíslasonar, b. í '
Sarpi, Jónssonar. Móðir Jóns á Búr-
felli var Guðrún Pálsdóttir.
Móðir Baldvins var Ástríður Guð-
rún Halldórsdóttir, b. í Skáneyjar-
koti, Þórðarsonar. Móðir Ástríðar
var Ingibjörg Samsonardóttir, b. á
Rauðsgili, Jónssonar. Móðir Ingi-
bjargar var Helga Tómasdóttir frá
ÁsgeirsáíVíðidal.
Móðir Guðjóns, Benónýja, var
dóttir Þiðriks, b. á Háafelli í Hvítár-
síðu, Þorsteinssonar, b. á Hurðar-
baki, Þiðrikssonar. Móðir Þiðriks á
Háafelli var Steinunn Ásmunds-
dóttir.
Móðir Benónýju var Guðrún, syst-
ir Helga, fóður Jóns Helgasonar,
skálds og prófessors í Kaupmanna-
höfn. Guðrún var dóttir Sigurðar,
b. á Háafelli, bróður Guðmundar,
b. Sámsstöðum í Hvítársíðu, afa
Jóns, b. og skálds á Háreksstöðum,
föður Þórðar á Högnastöðum, afa
Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis.
Jón var einnig faðir Helgu, ömmu
Páls Gíslasonar, formanns Ung-
mennafélagssambands íslands.
Bróðir Jóns var Jóhann, alþingis-
maður í Sveinatungu, afi Jóns Sig-
urössonar, framkvæmdastjóra
Stöðvar2.
Sigurður á Háafelli var sonur
Guðjón B. Baldvinsson.
Guðmundar, b. á Háafelli, Hjálm-
arssonar, og Helgu Jónsdóttur, ætt-
foreldra Háafellsættarinnar.
Móöir Guðrúnar var Þuríður
Jónsdóttir, b. á Signýjarstöðum í
Hálsasveit og í Deildartungu, Jóns-
sonar, hreppstjóra og dbrm í Deild-
artungu, ættföður Deildartunguætt-.
arinnar, Þorvaldssonar.