Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Síða 4
4
I
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Erfiðlega gengur að finna lausn á kreppu Blaðaprents:
Alþýðublaðið leHar að
leiðum út úr Blaðaprenti
sala á eignum Alþýðubandalagins til að bjarga Þjóðviljanuni
Hús Blaðaprents, Tímans og Alþýðublaðsins við Lyngháls. Fremst er húsið þar sem Þjóðviljinn á ófrágengna hæð.
DV-mynd Brynjar Gauti
Alþýðublaöið leitar nú leiða til að
losna úr samstarfmu í Blaðaprenti.
Þetta setur hina samstarfsaðilana í
Blaðaprenti í vanda því þeir standa
enn verr að vígi ef aðeins verða
prentuð tvö blöð í prentsmiðju
Blaöaprents. Stjómarmenn í Blaða-
prenti segja að nú sé leitað allra leiða
til aö leysa vanda fyrirtækisins en
lausnin sé ófundin enn.
Öllum ber saman um að vonlaust
sé að halda rekstri Blaðaprents
áfram óbreyttum. Fyrirtækið tapaði
nærri jafnmiklu og það velti á síð-
asta ári og staðan hefur ekki breyst
það sem af er þessu ári. Aðilamir,
sem eiga Blaðaprent, hafa notað
prentsmiðjuna til að greiða niður
prentkostnaðinn við blöðin Þjóðvilj-
ann, Tímann og Alþýðublaðið en þau
fá svo tapreikninginn í hausinn nú
um áramótin.
Ekki fleiri jólagjafir
Alþýðublaðið vill ekki fá fleiri
, jólagjafir" af þessu tagi frá Blaða-
prenti. Þar á bæ er þvi mestur hugur
á að yfirgefa Þjóðviljann og Tímann
í samstarfinu innan Blaðaprents og
kaupa þá þjónustu annars staðar.
Þar kemur helst til greina að semja
við Prentsmiðjuna Odda eða Frjálsa
fjölmiðlun eða jafnvel prentsmiðju
Morgunblaðins sem gæti tekið að sér
að prenta Pressuna. Aðrar prent-
smiðjur hafa ekki yfir rúlluvélum að
ráða til að prenta dagblöð.
Hákon Hákonarsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðublaðins, sagði í
samtali við DV að ætti Alþýðublaðið
að halda áfram að sækja þjónustu til
Blaðaprents yrði það að vera gegn
fóstum taxta eins og gerist í öðmm
prentsmiðjum.
Þaö dregur líka úr áhuga Alþýðu-
blaðsmanna á frekara samstarfi við
Blaðaprentsblöðin að það á ekki hlut
í Blaðaprenti og ekki heldur í ný-
byggingunni á Lynghálsi. Það er Blað
hf. sem gefur Alþýðublaðið út. Al-
þýðuflokkurinn er aðili að Blaða-
prenti og Alprent hf. á hlutann í
húsinu á Lynghálsi sem er ætlaður
Alþýðublaðinu. Alþýðublaðsmenn
vilja helst líta svo að vandi flokksins
sé ekki þeirra vandi.
Húsnæði nær miðbænum
Og ef Alþýðublaðið hættir sam-
starfinu í Blaðaprenti hafa þeir ekk-
ert að gera upp á Lyngháls með starf-
semi sína. Hákon Hákonarson sagði
að ef svo færi myndi Alþýðublaðið
trúlega leita sér að húsnæði nær
miðbænum.
Talið er að Alþýðublaðið standi
Fréttaljós
Gísli Kristjánsson
sýnu best af Blaöaprentsblöðunum
meðan Tíminn safnar nú skuldum
og Þjóðviljinn er að komast í þrot.
Þegar Helgarpósturinn lagði upp
laupana ætluðu Þjóðviljinn með
Nýju helgablaði og Alþýðublaðið
með Pressunni að fylla það skarð
sem blaðið skildi eftir sig. Það er
löngu ljóst að Nýja helgarblaðið hef-
ur orðið undir í samkeppninni með-
an Pressan hefur í það minnsta að
einhverju leyti farið í spor Helg-
arpóstsins.
Þjóðviljinn á ekki bara við það
vandamál að stríða að þeim fækkar
óðum sem vilja lesa hann. Gamall
alþýöubandalagsráðherra sagði viö
DV að hann hefði aldrei séð blaðið
sitt svona dapurt áður. En vandinn
er líka sá að Þjóðviljinn hefur farið
verst út úr byggingarævintýri blað-
anna þriggja. Þjóðviljinn á hæð í
húsinu að Krókhálsi 10, við hliðina
á Lynghálsi 9 þar sem Blaðaprent,
Tíminn og Alþýðublaðið eiga að fá
inni.
Vandi Þjóðviljans mestur
Framkvæmdir við hæð Þjóðviljans
eru mun skemur á veg komnar en í
hinu húsinu þótt blöðin hafi haft
samflot um byggingarnar. Sami
byggingaverktaki tók að sér húsin
en þegar hann varð gjaldþrota var
ekki einu sinni búið að steypa gólf-
plötuna í væntanlegri ritstjórn Þjóö-
viljans. Þangað verður því ekki flutt
í bráð og erfitt er að selja húsnæðið
hálfkarað meðan nóg er af skrifstofu-
húsnæði í boði. Aðstaöan í húsinu
að Lynghálsi gæti hins vegar verið
tilbúin í vor.
Mikið upphlaup varð meðal al-
þýðubandalagsmanna á dögunum
þegar Guðrún Helgadóttir fullyrti á
fundi í Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur að Þjóðviljinn væri
kominn í þrot enda hafði mál blaðs-
ins veriö rætt á þeim nótum á þing-
flokksfundi í Alþýöubandalaginu.
Þetta var borið til baka af Þjóðvilja-
mönnum og Svavari Gestssyni en
heimildir DV herma að Þjóðviljann
geti vantað allt að 50 milljónir til að
eiga fyrir skuldum.
Hallur Páll Jónsson, framkvæmda-
stjóri Þjóðviljans, vildi segja það eitt
um málið að verið væri að leysa
vanda blaðsins en ekki til hvaða ráða
yrði gripið. Hrafn Magnússon, full-
trúi Þjóðviljans í Blaðaprenti og
stjórnaformaður þar, sagði að vart
kæmi annað til greina en að flokkur-
inn seldi eignir til að rétta við fjárhag
blaðins.
Það myndi og bæta mjög stöðu
Blaðaprentsblaðanna, sem og Blaða-
prents, ef tækist að koma eignunum
á Lynghálsi og Krókhálsi í verð. Sú
hugmynd kom upp að láta Ríkismat
sjávarafurða taka hluta af húsinu á
Lynghálsi á leigu en Ríkismatið verð-
ur senn á hrakhólum með húsnæði.
Nú er þó ekki betur vitað en að fallið
hafi verið frá þessari hugmynd. Enn
sem komið er hefur því ekkert gerst
til að koma nýbyggingunum í gagnið.
-GK
í dag mælir Dagfari
Dagpeningar
Þaö er dýrt að ferðast til útlanda.
Eiginlega alveg til vandræða. Enda
er það svo að almenningur kemst
í mesta lagi einu sinni á ári til ann-
arra landa og sumir eru mörg ár
að safna fyrir utanferð. Til er fólk
sem sjaldan eða aldrei hefur kom-
ist út fyrir landsteinana vegna þess
að það hefur ekki efni á því. Það
eru flugferðimar og það em hótelin
og það er maturinn og allt þetta
kostar gjaldeyri. Gengið lækkar og
gjaldeyririnn verður dýrari og
menn eru komnir í hundruð þús-
undir króna þegar upp er staðið.
Það era ekki allir sem hafa efni á
þessum lúxus.
Alþingismenn þurfa stundum að
fara til útlanda á vegum þjóðarinn-
ar og gegna þar skyldustörfum.
Frægt er þegar núverandi forseti
þingsins kvartaði undan því að
þessar utanferðir væru alltof dýrar
og alþingismenn þyrftu jafnvel að
standa á götuhomum og úða í sig
pylsum til að fá sér í svanginn, þvi
þeir hefðu ekki efni á að borða á
dýrum matsölustöðum. Þar að auki
þurfa þeir að búa á ódýrum hótel-
um til að geta skrimt. Þetta er mik-
il þjóðarhneisa eins og allir geta séð
og Dagfari hefur jafnan vorkennt
hverjum þeim alþingismanni sem
hefur þurft að ferðast til annarra
landa á vegum þjóðarinnar. Þaö
hefur ekki verið tekið út með sæld-
inni að gegna skyldustörfum fyrir
þjóöina.
En nú hefur alþingi fundið ráð
við þessu. Þetta ráð er ofur einfalt.
í hvert skipti, sem blankur alþing-
ismaöur ferðast til útlanda á veg-
um þjóðarinnar, fær hann greidda
dagpeninga sem ekki er í frásögur
færandi. Það eru einmitt þessir
dagpeningar sem era svo smánar-
lega skornir við nögl að þingmenn-
imir hafa þurft aö éta standandi
úr pylsuvögnum. En alþirtgi gerir
betur. Nú fá þingmennimir sem
sagt dagpeninga og þar að auki
dagpeninga fyrir gistikostnaði.
Ekki hefur enn verið skilgreint
hvað flokkast undir gistikostnað en
væntanlega er þar átt við hótel-
reikninginn og máltíðirnar, sem
þýðir að dagpeningamir ofan á
dagpeningana era aukreitis þegar
þingmaðurinn er búinn að borga
fyrir sig.
Upphaflega munu menn hafa ver-
iö sammála um þá þjóðamauðsyn
að alþingismenn þyrftu ekki að
borga fyrir sjálfan sig þegar þeir
gegndu skylduverkum fyrir þjóð-
ina á erlendri grand. Gott og vel
og dagpeningamir vora ráð við
þessu. Þegar dagpeningarnir gerðu
ekki meir en að standa undir þriðja
flokks hóteli og pylsu með öllu hef-
ur einhver góðhjartaður maður í
kerfinu ákveðið að við svo búið
mætti ekki standa. Þess vegna var
ákveðið að þingmennirnir fengju
dagpeninga og svo dagpeninga að
auki til að þurfa ekki að eyða dag-
peningunum í það sem dagpening-
unum var ætlað að standa undir.
Nú kann einhver að spyija
hvemig á þessu standi og af hveiju
dagpeningar eru bættir upp með
öðrum dagpeningum og þá er svar-
ið í því fólgið að þingmenn hafa
uppgötvað að þetta hafa ráöherr-
arnir gert og þetta hafa starfsmenn
ráöuneytanna gert og hvers vegna
skyldu þeir sjálfir ekki gera það
líka? Og það skilur maður vel.
Þingmenn eiga að hafa efni á því
að ferðast eins og aðrir. Það er ekk-
ert réttlæti í því að almenningur
geti ferðast fyrir eigin pening og
ráöherrar og starfsmenn ráðu-
neyta geti ferðast fyrir annarra
manna pening, ef þingmennirnir
einir verði að afþakka utanferöir
vegna þess aö dagpeningarnir duga
ekki fyrir öðra en því að geta borg-
að þá reikninga sem utanferðin
kostar.
Nú er verið að eltast við þessa
dagpeninga ofan á dagpeningana
og heimta skatt af þessum sömu
dagpeningum. Næsta skrefið er
auðvitað að láta ríkið borga skatt-
inn af dagpeningunum, því það er
ófært að menn séu skattlagðir fyrir
að þurfa að fara utan til að gegna
skyldustörfum fyrir þjóðina. Það
er engin sanngimi í því og ef skatt-
urinn tekur skatt af dagpeningun-
um endar þetta með þeirri skelf-
ingu að þingmenn í útlöndum
verða aftur að gista þriðja flokks
hótel til að hafa efni á því að ferð-
ast á vegum þingsins. Þjóðin getur
ekki verið þekkt fyrir það að koma
í veg fyrir að þingmenn gegni
skyldustörfum í útlöndum án þess
að fá dagpeninga til að borga skatt
af dagpeningunum sem þeir fá til
að dagpeningarnir dugi.
Dagfari