Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. Fiskvinnsluvélar Óskum eftir að kaupa notaðar Baader 99 flökunarvélar og Baader 150 karfaflökunar- vélar. Til sölu getum við nú boðið 2 Baader 440 flatningsvélar, önnur ónotuð og hin í mjög góðu standi. Hagstætt verð. Einnig getum við boðið flestar tegundir af Baader fiskvinnsluvélum. Uppl. í síma 91-46070 og 91-54974 á kvöldin. ViSA \WmESSBSSBKM Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða meó korti. - — ~ ~ ■ - j /\/1 Þú gefur okkur upp: i \//SA■ í nafn þitt og heimilisfang, síma, kennitölu og gildistíma og númer greiðslukorts. Hámark kortaúttektar í síma kr. 6.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 VfSA j —EIMSKIP— AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 15. mars 1990 og hefst kl. 14.00. --------DAGSKRÁ------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 8. marstil hádegis 15. mars. Reykjavík, 14. febrúar 1990. STJÓRNIN Útlönd dv Á miðnætti í nótt var kyrrð fallin yfir i borginni Dushanbe í Tadzhikistan þar sem þjóðernisróstur hafa staðið yfir síðustu daga. Simamynd Reuter Gorbatsjov lætur undan Gorbatsjov Sovétforseti mátti þola ósigur í gær þegar æðsta ráðið, sem er nokkurs konar innra þing Sovét- ríkjanna, kosið af þingmönnum á löggjafarþinginu, fékk hann til aö falla frá því aö leggja fram tillögur um að löggjafarþingið yrði kallað saman til sérstaks fundar þann 27. febrúar næstkomandi til að ræða breytingar á stjórnarskránni. Tillög- ur forsetans mættu harðri andstöðu í gær og róttækir umbótasinnar, með Boris Jeltsin í broddi fylkingar, komu fram vilja sínum; atkvæða- greiðslu um tillögurnar verður fre- stað. Umbótasinnar vilja meiri tíma til að fjalla um tillögur Gorbatsjovs og fengu forsetann til að falla frá því að leggja það fram í gær. Þess í stað lagði forsetinn til að þingmenn í æðsta ráðinu tækju til umfjöllunar næstu daga að þingið yrði kallað saman til fundar. Þessari málamiðl- un var vel tekið og hún samþykkt. Gorbatsjov vill auka völd sín sem forseti. í síðustu viku lögöu ráða- menn fram tillögu um að það yrði gert en það var hluti tillagna sem lagðar voru fyrir miðstjórn komm- únistaflokksins. Þessar tillögur miða m.a. að því að kommúnistar afsali sér einræði sínu. Þingið þarf að leggja sína blessun yfir þessar tillög- ur og vildi forsetinn að það yrði kall- að saman hið fyrsta. Á meöan ráðamenn funduðu í Moskvu í gær var barist á götum Dushanbe, höfuðborgar sovéska lýð- veldisins Tadzhíkistan. Að sögn íbúa borgarinnar gripu sovéskir hermenn til vopna í gær og skutu að mótmæl- endum, án viðvörunar. Að minnsta kosti átta létust þegar skotin riöu af, að sögn sjónarvotta. Ekki hefur feng- ist staðfesting á þessum ummælum íbúanna né hversu margir létust í gær. Samkvæmt fréttum Tass, hinn- ar opinberu fréttastofu, hafa ellefu látist í þriggja daga róstum í lýðveld- inu. Opinberlega er rót ofbeldisins rakin til þjóðernisrósta sem hófust þegar armenskir flóttamenn fluttu til Dushanbe. Eftir að embættismenn og fulltrúar almennings í lýðveldinu náðu sam- komulagi í gær drógu bæði almenn- ingur sem og hermenn sig í hlé. Sam- kvæmt því samkomulagi myndu ráðamenn, bæði stjómar og flokks, í lýðveldinu segja af sér en ekki liggur fyrir hvenær það yrði. Þegar leið að miönætti í nótt haföi fallið kyrrð í Dushanbe. Reuter Mandela gefur í skyn mála- miðlunarsamkomulag I hvert skipti sem Nelson Mandela hefur komið opinberlega fram frá því að hann var látinn laus á sunnudaginn hafa hörkulegir ungir blökkumenn verndað hann. Mandela hefur hafnað lögregluvernd. Símamynd Reuter Bandaríski blökkumannaleiðtog- inn Jesse Jackson hóf í morgun við- ræður við Nelson Mandela á heimili hins síðarnefnda í Sowéto í Jóhann- esarborg. Nelson bauð Jackson vel- kominn sem reyndar hafði hitt þenn- an frægasta fanga heims eftir að hann var látinn laus á sunnudaginn. Jackson mun í dag halda til Namibíu sem í næsta mánuði verður frjálst land en það hefur verið undir yfir- ráðum Suður-Afríku í áratugi. Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela hefur boðist til að reyna að ná málamiðlunarsamkomulagi um pólitískar kröfur blökkumanna og virðist því bilið milh Afríska þjóðar- ráðsins og hvítu minnihlutastjómar- innar í Suður-Afríku vera að minnka. í samtali við bresku sjón- varpsstöðina BBC í gær sagði Mand- ela einnig að hvítir íbúar Suður- Afríku yrðu að styðja tilraunir de Klerks, forseta Suður-Afríku, til að skipta valdinu milli hvítra og svartra. Annars ættu þeir á hættu nýjar árásir skæruliða. Mandela hafnaöi enn á ný aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda og sagöi að Afríska þjóðarráðið væri ákveðiö í að knýja fram jafnrétti í kosningum. Sagði hann ráðið reiðubúið til reyna að ná málamiðlunarsamkomulagi ef það samkomulag yrði öllum þegnum Suður-Afríku í hag. í gær vora sex pólitískir fangar látnir lausir úr fangelsinu á Robbin eyju þar Mandela sat lengi inni. Sex- menningarnir eru alhr félagar í Af- ríska þj óðarráðinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.