Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Side 9
Modrow óánægður - Pólverjar vilja hlutdeild 1 sameiningarviðræðum Embættismenn í þýsku ríkjun- um eru ekki á eitt sáttir varöandi viðræöur um sameiningu gjald- miðla og hagkerfis þjóðanna og hversu hratt slík sameining skuli ganga fyrir sig. Tveggja daga heim- sókn Hans Modrow, forsætisráð- herra A-Þýskalands, til Vestur- Þýskalands lauk í gær og það eina sem vannst með viðræðum emb- ættismanna þjóðanna beggja var samkomulag um að sett yrði á lag- girnar nefnd til að kanna samein- ingarhugmyndir. Sú nefnd tekur til starfa í næstu viku. Modrow með tóma vasa Modrow, sem er kommúnisti, leyndi þvi ekki að hann varð fyrir vonbrigðum þegar Kohl, kanslari V-Þýskalands, vildi ekki losa um niu milljarða dollara „samstöðu- hjálp“ til að rétta við austur-þýska efnahaginn. Austur-þýski forsætis- ráðherrann hefur sóst eftir slíkri aðstoð frá Vestur-Þjóðverjum til að halda efnahagslífmu á floti á með- an sameiningarviðræður fara fram. Sameining efnahags ríkjanna yrði fyrsta skrefið í átt að sameigin- legu Þýskalandi. Efnahagsráðherra Austur- Þýskalands, Christa Luft, kvaðst óánægð meö ferðina til Vestur- Þýskalands. Hún sakaði vestur- þýska ráðamenn um að koma til viðræðnanna óundirbúnir og að þeir hefðu ekki enn lagt fram gagn- gerar tillögur að efnahagslegri sameiningu. Fulltrúar í austur- þýsku sendinefndinni, sem hefur átt í viðræðum viö vestur-þýska embættismenn, kvörtuðu yfir því aö embættismennirnir hafi sýnt þeim lítisvirðingu og í Austur- Þýskalandi voru dagblöð og stjórn- málamenn hvassyrtir í garð vest- ur-þýskra stjórnvalda. Það er ljóst hvemig sameiningu ríkjanna verð- ur háttað, sögðu talsmenn Græn- ingja, Austur-Þýskaland verður „innlimað" í Vestur-Þýskaland. Sjö-þjóða nefnd? Pólverjar vilja aðild að samn- ingaviðræðum um sameiningu Þýskalands að því er Mazowiecki, Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, ásamt Willy Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands. Símamynd Reuter pólski forsætisráðherrann, skýrði frá í gær. Mazowiecki, sem nú er í Bretlandi, sagði að til aö tryggja öryggi Póllands þyrftu fulltrúar þess að vera með í samningaviö- ræðum um sameiningu Þýska- lands. Ekki er ljóst hvort Pólverjar eru með þessu að krefjast þess að vera aðili að sex-þjóða nefndinni sem utanríkisráðherrar austurs og vesturs komu sér saman um að setja á laggirnar til að hafa yfirum- sjón með sameiningu þýsku ríkj- anna. í þeirri nefnd eiga sæti fjór- veldin og þýsku ríkin tvö. Forsætis- ráðherrann sagði að aukaaðild að umræðunum myndi ekki nægja Pólverjum. Vestur-Þjóðverjar eru ekki hrifn- ir af þeirri hugmynd að Pólland taki þátt í sameiningarviðræðum að því er heimildarmenn í Bonn segja og hafa embættismenn í Vest- ur-Þýskalandi allt aö vísað öllum slíkum vangaveltum á bug. Þeir segja að þýsku ríkin muni ekki leggja fram kröfu til pólsks land- svæðis en innan landamæra Pól- lands er fyrrum þýskt yfirráða- svæði. Hlutlaust eður ei? Sovéski utanríkisráðherrann, Eduard Sévardnadze, sagði í gær að Sovétmenn vildu einna helst að sameinað Þýskaland yrði hlutlaus þjóð en kvaðst jafnvel geta séð fyr- ir sér að bæöi hernaðarbandalögin, Atlantshafsbandalagiö og Varsjár- bandalagið, heföu einhverju hlut- verki að gegna þegar þýsku ríkin verða eitt. Hvort Þýskaland verður aðili að Nato eður ei, þegar sameiningu er lokið, hefur reynst helsta hindrun í vegi sameiningar. Sovétmenn hafa verið mjög andvígir því að sameinað Þýskaland verði aðili að Nato á þeim forsendum að slíkt myndi ógna öryggi þeirra. Reuter, Ritzau Barnasnjógallar m/Iausrí hettu, stærð 8-16. Verð áður kr. 8.990, nú kr. 5.990. Stakar úlpur m/hettu, stærð 115-160. Áður kr. 7.200, Sendum í póstkröfu. nú kf. 4.990. »humfiiél SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI 83555 - 83655 EIÐISTORGI 11, 2. HÆÐ, SELTJ. SÍMI 611055 FÍMMTÚDÁGUR 15. FEBRÚAR 1990. Útlönd Sameining þýsku ríkjanna: Pess vegna eigum við landsins mesta úrval af fataskápum, sem eru ódýrir, fallegir og auðveldir í uppsetningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.