Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Síða 11
11 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. Bandaríkin: Misbrestur í menntakerfinu BandaríMn vinna nú aö því aö bæta menntakerfi sitt, menntakerfi sem útskrifar miUjónir nemenda sem hvorki kunna aö lesa né skrifa, kunna ekki undirstöðuatriði í stærð- fræöi, hvað þá að þeir geti fundið landið sitt á korti. Og niðurstöður nýlegra kannana lofa ekki góðu. Bush Bandaríkjaforseti hefur heit- ið því að útrýma ólæsi í landinu á næsta áratug. Og í stefnuræðu sinni í síðasta mánuði lýsti forsetinn því yflr að árið 2000 yrðu bandarískir námsmenn fremstir í flokki í stærð- fræði og raunvísindum. Þeir eiga eiga á brattann að sækja. Botnsætið í stærðfræðinni í nýlegu prófi í efnafræði, sem lagt var fyrir nemendur í íjórtán löndum, lentu Bandaríkjamenn í tólfta sæti. Niðurstöðurnar urðu engu betri í stærðfræðiprófi. Þar lentu þeir bandarísku í botnsætinu. í lestrarprófi, sem lagt var fyrir nemendur um gjörvöll Bandaríkin, kom í ljós að rúmlega helmingur þeirra, sem þátt tóku, höfðu ekki næga lestrarkunnáttu til að geta les- ið og skilið greinar í tímaritum á borð við Time og Newsweek. Próflð var lagt fyrir nemendur sem höfðu að baki tólf ára nám. Mikiðólæsi Gífurlega margir Bandaríkjamenn hafa ekki einu sinni undirstöðu- kunnáttu í lestri. Að því er Bush hefur skýrt frá eru sautján milljónir Bandaríkjamanna ólæsar. Sumir telja jafnvel að þessi tala sé mun hærri, allt að tuttugu og þijár millj- ónir. í Bandaríkjunum búa alls 245 milljónir. Sé litið á hlutfall fjölda ólæsra af íbúafjölda landsins skipa Bandaríkin sér á bekk með þróunar- löndunum. Niðurstöður nýlegs prófs í landa- fræðikunnáttu ungra nemenda víðs vegar um heim auka ekki á bjartsýni bandarískra kennara, Bandaríkin lentu í neðsta sæti. Fjórtán prósent bandarísku nemendanna gátu ekki bent á eigið land á heimskorti og um þriðjungur vissi ekki hvar Víetnam var. Víetnamstríðið kostaði fimmtíu þúsund bandaríska hermenn lífið. Niðurstöður könnunar meðal nema í 67 bandarískum háskólum eru engu betri. Rúmlega fjörutíu pró- sent háskólanema vissu ekki hvenær Þrælastríðið (1861-1865) fór fram. Reuter Dæmigerður námsmaður i Bandaríkjunum í augum skopmyndateiknarans Lurie. Símamynd Reuter Vaxandi atvinnu- leysi Kínversk yfirvöld eiga nú við vaxandi atvinnuleysi að stríða. Hertar aðgerðir í efnahagsmálum hafa leitt til þess að fólk utan af landsbyggðinni hefur flykkst í þús- undatali til stórborganna. Tugum þúsunda ríkisfyrirtæka hefur verið lokaö og standa margir uppi at- vinnulausir. Fréttaskýrendur segja að stjómvöld séu ráðalaus, þau viti ekki hvernig þau eigi að bregðast við. Talsmenn stjómvalda segja að verkamenn, sem misst hafi vinn- una, vegna lokana verksmiðja og iðnfyrirtækja, geti fengið starf i landbúnaði. En samkvæmt opin- berum tölum er litla atvinnu að fá í sveitum landsins. Milljónir í Kína bænda, sem ekkert fá að gera í kjöl- far hertra reglna, þurfa að leita fyrir sér annars staðar. Þá hafa einnig milljónir misst vinnuna vegna þess að verksmiðj- um hefur verið lokað. Síðan snemma á síðasta ári hafa yfirvöld ýmist lokað rúmlega sextíu þúsund fyrirtækjum eða sameinað þau öðr- um, að því er fram kom í fréttum opinberra íjölmiðla í Kína. Einn fréttaskýrandi segir að hægt sé að leysa þennan mikla vanda með því að skikka ríkisfyrirtæki til að ráða fleira fólk. En, segir hann, það yrði mjög dýrt og stjómvöld búa ekki yfir slíku fjármagni. Reuter Utlönd Pólverjar að hamstra mat fyrir verðhækkanir. Símamynd Reuter Pólland: Kreppuástand vegna hraðra breytinga Markaðsöflin em farin að virka í Póllandi. Bændur standa nú fyrir utan vömhúsin og stykkja kjöt- skrokka og vöruhúsin neyðast til að lækka verð á matvælum. Þetta eru fyrstu merkin um að áætlun fjármálaráöherra Póllands ætli aö heppnast og þetta er líka skref í áttina að fyrsta markmiðinu: að stöðva verðbólguna. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur lýst yfir ánægju sinni og Alþjóðabankinn hefur heim- ilað ný lán. En framfarirnar hafa einnig sínar dökku hliðar. Biðraðirnar að matar- úthlutunarstöðunum í Varsjá hafa stækkað. Og Pólverjar hafa kynnst nýjum áður óþekktum fyrirbærum eins og atvinnuleysi og samkeppni. í vöruhúsum ríkisins er kvartaö undan samkeppninni við bændur sem sleppi við allan aukakostnað, auk þess sem hreinlætinu hjá þeim sé ábótavant. Sala á matvælum minnkaði um 40 prósent í janúar. Verðbólgan var 70 prósent og frá áramótum hefur bann við launahækkunum verið í gildi. Margir hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa sér mat. Verst settir eru ellilífeyrisþegarnir. Á útimörkuðunum selja þeir ýmsa gamla hluti frá heimilum sínum til þess að drýgja tekjurnar. Og flestir þeirra sem koma til þeirra staða þar sem hægt er að fá heita súpu ókeypis eru hinir öldruðu. En frá því að yfir- völd hættu að veita ókeypis mat í skólunum hafa börn einnig komið til aö fá sér súpudisk. Það eru góðgerðarsamtök sem standa straum af kostnaðinum. Á hálfsmánaðarfresti birtist félags- málaráðherrann á sjónvarpsskján- um eins og bandarískur sjónvarps- predikari og hvetur Pólverja til að senda peninga til neyðarsjóðsins og svp er póstgírónúmer sjóðsins sýnt. Áður nutu þessir staðir ríkisstyrks. Maturinn var niðurgreiddur og allir gátu farið og fengið sér bita fyrir litla upphæð. Nú þykir mörgum sem ríkið sé að búa til betlara. Margir eru of stoltir til að þiggja ókeypis súpu. Alhr eru sammála um að erfiðari tímar séu framundan þegar einka- væðingin hefst og óarðbærum iðn- fyrirtækjum verður lokað. I Gólfteppí, mottur og dreglar, gólfdúkar, gólfílísar, parket Grensásvegi 11, sími 91 -83500 G.Á. Böðvarsson hf. Byggingavörur Selfossi, simi 98-21335 M METRO Álfabakka 16, sími 91 -670050 arma Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, sími 91 -652466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.