Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Page 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. Hefurðu borðað ioðnu? Reynir Þrastarson nemi: Já, og þurrkuö smakkast hún ágætlega. Höskuldur Skagíjörð ellilífeyrisþegi: Það hef ég og þótti hún mjög slæm á bragöiö. Annars finnst mér allur annar fiskur góður. Einar Gunnarsson bílstjóri: Nei, og aldrei hefur hvarflað aö mér að smakka hana. Þurrkuð og hert er hún sjálfsagt ágætur matur. Freygerður Pálmadóttir ritari: Nei, og aldrei hefur hvarflað að mér að smakka hana. Ása Hauksdóttir nemi: Aldrei nokk- urn tíma og hef ekki áhuga. Hinrik Reynisson sjómaður: Það hef ég aldrei gert og þó er ég sjómaður. Lesendur Borgaralegar athafnir Helgi M. Sigurðsson í undirbúnings- nefnd skrifar: Hópur sá sem stóð að borgaralegri fermingu vorið 1989 með góðum ár- angri hyggst nú færa út kvíarnar og stofna formlegt félag um borgaraleg- ar athafnir yfirleitt. - Verður stofn- fundur þess fimmtudaginn 15. febrú- ar (í dag) í Gerðubergi. í starfsemi félagsins mun ferming- in skipa stóran sess en einnig er heil- mikill áhugi fyrir athöfnum við önn- ur tímamót, svo sem greftrun og nafngjöf. Margir landsmenn þekkja nú rökin fyrir borgaralegri ferm- ingu. Þau eru meðal annars að í stað þess að sneiða algerlega hjá ferming- unni skuli gæða hana nýju og upp- byggilegra inntaki en tíðkast hefur. Það teljum viö okkur hafa gert með fermingamámskeiðinu síðastliðinn vetur sem fimmtán ungmenni sóttu. - Og ljóst er að það hefur hlotið hljómgrunn því að álíka stór hópur tekur þátt í vetur. Yfir greftrun hvílir mun meiri al- vara. En einmitt undan henni getur enginn vikið sér. Því er í raun brýnna að boðið sé upp á borgaralegan kost í því efni en nokkru öðru. Núgild- Frá borgaralegri fermingu á siðasta ári. - félagsstofnun andi reglur kveða svo á að engan megi greftra án atbeina sóknar- prests. Ennfremur að eigi megi greftra utan kirkjugarða eða vígðra grafreita. Hér er með öðrum orðum ekki gert ráð fyrir aö nokkur maður sé trúlaus eða aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni. En nú skiptir sá hópur þús- undum hér á landi, líklega tugþús- undum, er lítur á kristnina sem bá- bilju. - Sjálfsvirðingu þessa fólks er vissulega misboðið með ofannefnd- um lagaákvæðum. Gefið er í skyn að lífsviðhorf þess séu annars flokks. í þessu efni og fleiri ber að ýmsu að hyggja. Efla þarf fræðslu og kynn- ingu á þeim lýðréttindum sem ríkja í landinu, svo sem skoðanafrelsi og trúfrelsi. Einnig er mikilvægt að ná fram ýmsum breytingum á lagasetn- ingum og reglugerðum, svo sem að sérstök ríkiskirkja sé hér á landi. - Og búa verður svo um hnútana að raunverulegt jafnræði verði milh trúarlegra og veraldlegra sjónarmiða í skólum og annars staöar. Til þessa og annars þarf félag sem vinnur sam- fellt að þeim verkefnum sem fyrir hggja. Sjúklinqar og af- K. Sn. skrifar: fá þessa afgreiðslu í einni ferð. Þeg- Nýlega voru sjúkrasamlög lögð arsjúklingurverðuraðfáfullfrísk- af er verkefni þeirra voru fahn an aðila, úr vinnu, til þess að sækja Tryggingastofhun ríkisins. - Vel þessa greiðslu finnst mér óþarfi að má vera að með þessu verði hlut gera tvær ferðir úr því sem hægt sjúklinga betur borgiö og sveitarfé- var áöur að gera í einni ferð. - lög og ríki veiti þeim betri og ódýr- Vissulega er hka óþarfi að þvæla ari þjónustu. sjúkhngi í tvær ferðir, vegna þess {Sjúkrasamlagi Reykjavíkur sést sem áður var hægt aö annast í ekki önnur breyting en sú að nú einni. stendur „Tryggingastofnun ríkis- Þessi breyting er mér óskiljanleg ins" á þeim skiltum sem áður voru og sannar mér vissulega ekki að merkt sjúkrasamlaginu. Önnur og hönd ríkisins sé þunglamaleg, löt verri breyting er að nú þegar kom- eða dauð - en undrandi spyr ég; iö er með dagpeningavottorð þá hvernig gátu borgarstarfsmenn af- þarf fyrst að leggja þaö inn en koma greitt dagpeninga með einni heim- síöan aftur eftir tvo daga til þess sókn sjúkhngs ef ríkisstarfsmenn að sækja greiðslu. þurfa að draga viðkomandi tvisvar Þegar þessi stofhun hét „Sjúkra- á sinn fund af sama tilefni? samlag Reykjavíkur" var hægt að Fjárfestingar Landsbankans Gerviráðuneyti umhverfismála 3165-2669 skrifar: vita allt en veit ekki neitt, ahra sist Ég var að hlusta á þátt á Aðalstöð- jim stjórnmál - er aht í einu kallaður inni ekki alls fyrir löngu. Þar var '—a sviðið og beðinn um að taka að sér rætt viö annan af hinum nýju ráð- herrum ríkisstjórnarinnar og for- mann Borgaraflokksins, Júlíus Sól- nes. Mér varð hreint ekki um sel eft- ir að hafa hlustað á þetta viðtal. Ég hugsaði upphátt eitthvað á þessa leið: Gerviráðherra, gerviráðuneyti. - Er það þetta sem við þurfum mest á að halda þessa dagana? Ég get auðveldlega svarað þessu. Svo lengi sem elstu menn muna hef- ur engan dreymt um að koma á fót umhverfismálaráðuneyti eða að fá „umhverfismálaráðuneytisráð- herra“. Þaö er ekki fyrr en þessi rík- isstjórn sér sitt óvænna á þingi að fariö er að huga að nýjum ráðuneyt- um til að hafa sem beitu fyrir þá sem vildu bíta á. - Og það var Borgara- flokkurinn sem beit á agnið. Borgaraflokkurinn - þessi hópur upplausnarkjósenda úr hinum og þessum flokkum, flokkur sem þykist hlutverk sem ekki er einu sinni búið að skrifa, hvað þá fá hugmynd að. - Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnast þeir menn, sem þarna taka við ráðherraembættum, hafa selt sál sína fyrir ráðherraembætti, einkanlega formaöur Borgaraflokks- ins. Mér finnst eins og Borgaraílokkur- inn sé að velta sér í moldarflagi smá- stund th að gefa fólki til kynna að þar séu einhverjir á ferð. - Þegar betur er að gáð og moldrokið hefur lægt er þar engan að sjá því þar var heldur aldrei neinn. Borgaraflokkur- inn er aðeins tveir menn í ráðherra- embættum, annar með dæmigert gerviembætti sem aldrei verður ann- að en nafnið og útgjöldin í kringum það. - Hvað er hægt að draga þessa þjóð langt á asnaeyrunum og hártoga án þess að hún kippist við? Fréttaþátturinn um Aðalverktaka: Hvílíkur skollaleikur Rúnar skrifar: Þaö ætlar ekki af Landsbankanum að ganga. „Annaðhvort verður hann að segjast kaupa öll hlutabréf bank- ans (Samvinnubankans) eða ekki meira en hann er nú að gera. - Það gengur ekki að segja að hann kaupi eitthvað í viðbót. Það er engin mála- miðlun til þar á milli.“ - Þetta er haft eftir forstjóra Olíufélagsins hf„ en það félag á um 4% í Samvinnu- bankanum og er þriðji stærsti hlut- hafinn á eftir Sambandinu sem á 52% og Vátryggingarfélaginu sem á tæp 6% í bankanum. Nú eru allir tilbúnir til að selja bréf sín í Samvinnubankanum. Þannig vill nú Vátgryggingarfélagið selja sín bréf og áður var vitað um Olíufélagiö. - Hvers vegna hggur svona á að selja öll bréf í Samvinnu- bankanum. Eru fleiri félög en Sam- vinnubankinn að fara yfir um eða hvað? Varla Olíufélagið og Vátrygg- ingarfélagiö? - Þetta er að verða eitt allsherjar grín og skrípaleikur þessi fjárfesting Landsbankans í Sam- vinnubankanum. Ég skil ekki hvernig stjórnmála- menn (en auðvitað standa þeir á bak við þessar björgunartilraunir á Sam- bandinu) geta óáreittir fengið aö halda þessum tilraunum áfram, án þess að alvörufjölmiðlar svipti hul- unni af góögætinu og sýni þjóðinni hvaö um er að tefla. Ég á við það aö ég tel að Sambandið sé fyrir löngu komið á vonarvöl og verið sé með öllum hugsanlegum ráöum (þ.m.t. samþykki stjórnmálamanna úr öll- um flokkum) að bjarga andliti fyrir- tækisins. - Ekki vegna þess að hér verði þjóðargjaldþrot þótt Samband- ið lognist út af heldur vegna þess að fleiri kynnu að þurfa á samstöðu að halda þegar kreppir að öðrum stór- fyrirtækjum í landinu. - Það er því samtryggingin sem hér er á ferðinni, ekki heilbrigð banka- eða fjárfesting- armál einnar bankastofnunar. Birgir Guðjónsson skrifar: Fréttaþátturinn, sem sýndur var á Stöð 2 í sl. viku um Aðalverktaka og starfsemi þeirra, kolféll og var ekki neitt neitt, eftir að hafa verið auglýst- ur sérstaklega og felldur niður a.m.k einu sinni. - Ég gat ekki séð annað en t.d. ríkið ætti dygga stuðnings- menn þar sem þeir ráðherramir 01- afur Ragnar og Jón Baldvin voru. En áhugaverður var þátturinn ekki. Hver hefur ekki séö bygginga- verkfæri, birgðaskemmur og mötu- neyti þar sem menn koma til að borða hádegisverð? Þetta mátti alveg missa sig. - Þegar hins vegar kom að dyrum fundarherbergis í stóra húsinu viö Höfðabakka, var hurðinni lokað „ganske pænt“ á nefið á frétta- mönnunum og við það sat. - Ég get ekki talið það fréttafefni sem fram- kvæmdastjóri Aðalverktaka lét frá sér fara, almennar upplýsingar um fyrirtækið og ósk hans um að félagið héldi sérstöðu sinni á markaðinum (annars yrði upplausn!). Hvers vegna töluðu fréttamenn ekki við ráðherrana Ólaf Ragnar og Jón Baldvin og spurðu þá spjömnum úr? Hvers vegna töluðu þeir ekki við formann Aðalverktaka og Samein- aðra verktaka og spurðu þá spjörun- um úr? Náðu þeir ekki í þá? Neituðu þeir að ræða við fréttamennina? Hvers vegna töluöu þeir ekki við for- sætisráðherra, sem vill fyrir alla muni selja hlut Regins (Sambands- ins) í Aðalverktökum? Allt þetta létu þeir fréttmennirnir eiga sig. „Slyngir piltar, sniðugir pilt- ar,“ lætur Dickens gyðinginn segja í sögunni um Oliver Twist. Það má sannarlega viðhafa þessi orð um þá sem stóðu að því að fréttaþátturinn um Aöalverktaka hf. var sendur út eins og raun bar vitni. Kannski hafa einhverjir utanaðkomandi tekið völdin af fréttamönnum. En það er þá efni í annan fréttaþátt um þetta einstæða pg samtryggða en úrelta fyrirtæki, íslenska aðalverktaka sem ríkið ætlar nú að fara aö fjárfesta í fyrir skattpeninga almennings. - Mikil er íjármálaspeki þessarar rík- isstjórnar! Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.