Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 15. í'EBRÚAR 1990. 13 Lesendur Lífsbók Laufeyjar: Lítum í eigin barm Jóhanna Guðmundsdóttir skrifar: Ég fékk merka bók í jólagjöf um sl. jól. Þetta er Lífsbók Laufeyjar. Miöað viö alla þá lífsreynslu og hreinskilni sem þessi kona hefur yfir aö ráða finnst mér sjálfsagt að hún fái viðurkenningu fyrir allt það starf sem hún hefur af hendi innt ásamt hennar ástkæra eigin- manni og allan þann stuðning sem hún hefur veitt unglingum sem eru oft komnir í þrot og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Oft drekka unglingar meira en góðu hófi gegnir. - En hvar læra þeir þetta ef ekki hjá okkur sem eigum að heita fullorðin og hafa vit fyrir afkvæmum okkar? Okkur veitir ekki af að líta í eigin barm áður en við förum að dæma alla þessa unglinga upp til hópa. Við sáum og margir því miður allt of fljótt - enda verður uppsker- an eftir því - enginn tími fyrir ein- staklinginn sem fæðist og honum er því hent á milli dagheimila og leikskóla. Síðan tekur við tímabil þegar fullorðna fólkið fer út að skemmta sér og þá tekur við enn ein barnapían. Maður heyrir mikið talað um tímaleysi alls staðar en mín skoðun er sú að fólk á ekki að eignast börn fyrr en það er tilbúið að hafa það hjá sér öllum stundum, sjá það þroskast og dafna og veita því alla þá hlýju sem það býr yfir. Við full- orðna fólkið þurfum að standa okk- ur miklu betur en raun ber vitni. En það er ekki eingöngu við for- eldrana að sakast þótt þau eigi stór- an hluta af þessu öllu. Hér er einn- ig við ráðamenn þjóðfélagsins að sakast, þeir sjá ekki sóma sinn í því að mæta þörfinni, t.d. með því að láta byggja sómasamlegar félag- smiðstöðvar fyrir alla þá starfsemi sem unglingar þurfa á að halda, einnig til skemmtunar. Ég tala nú ekki um athvarf fyrir þessi svoköll- uð utangarðsbörn, sem eiga um sárt að binda vegna vandamála á heimilum þeirra, þau sem þurfa jafnvel að flýja undan ofbeldi, and- legu og líkamlegu. Að ekki sé minnst á sifjaspell sem er eitt al- varlegasta afbrotið gagnvart börn- um. Við skulum ekki láta eins og okk- ur komi þetta allt ekki við. Það skarar hver eld að sinni köku, bítur í, og annað hvort er hún súr eða sæt. Sjálf er ég þriggja barna móðir og tek af heilum hug undir það sem fram kemur í Lífsbók Laufeyjar sem tekin er saman af Ragnheiði Davíðsdóttur. Ráðamenn þjóðar- innar ættu að gefa þessum málum meiri gaum. Alhr hafa einhvern tíma verið börn og líti hver í eigin barm. >.f Orkuútflutningur eða ekki orkuútflutningur. - „Það eru sértrúarhóparnir sem ráða en ekki ráðherra.“ - Frá Sigöldu. Orkunýting á íslandi Magnús Halldórsson hringdi: „Ekki langsóttar hugmyndir," segir iðnaðarráðherra um orkuútflutning um sæstreng til Bretlands. Ráðherr- ann segir líka að hann hafi fundið mikinn áhuga innan Evrópubanda- lagsins. Ekki skal það rengt. Það er alltaf áhugi hjá tæknivæddum þjóð- um á nýmælum sem geta sparað fé og framkvæmdir. En það gildir bara ekki um okkar þjóð. Hér eru alltaf einhverjir sem eru á móti nýjum hugmyndum og síðan koma stjórn- mál fjögurra stjórnmálaflokka inn í myndina og að lokum lognast málin út af. Við höfum verið að ræða við út- lendinga um stóriðju og álver. Allir eru tilbúnir að leggja eitthvað til málanna og karpa um hvar eigi að staðsetja verksmiðjur. Þegar máhð er svo komið á lokastig og allt í ein- daga þá rísa upp einhverjir stjórn- málamenn eða áhangendur þeirra (t.d. bændur, náttúruverndarsinnar eða aðrir) og segja „hingað og ekki lengra". „Útlendingar eiga ekki að fá að ráða neinu hér, það erum viö sem erum að gera þeim greiða.“ - Og þar við situr. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um hugmyndirnar um orkuútflutning með sæstreng. Það ber því allt að sama brunni um orkunýtingu hér á landi. Það eru sértrúarhóparnir sem ráða ferðinni í orkumálum, en ekki ráðherrar eða stjórnvöld í landinu. Þau hræðast sértrúarhópana og öfgamennina. Það er því sama hvort tæknin er tiltæk eða ekki, hér verður ekki stigið framfaraspor í náinni framtíð í þessum efnum. Það þarf sterka persónuleika sem þora að taka ákvarðanir í blóra við vilja minni- hlutahópanna. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa.ekki þá persónu til að bera. Villandi umfjöllun DV um niðurgreiðslur Jens P. Kristinsson skrifar: „Fréttaflutningur" DV um niður- greiðslur á landbúnaðarvörum í blaðinu 7. febr. sl. var fáránlegur að mínu mati. - Fréttamaður heldur því fram að með því að greiða neytend- um beint niðurgreiðslurnar mætti bjóða þjóðinni allri í hádegismat á hverjum degi. Þetta er meira að segja á forsíðu. Þegar svo greinin er lesin kemur í ljós að þessi hádegismatur mætti aðeins kosta 85 kr.! Ég er einn af þeim sem lifa á sjoppufæði í hádeg- inu. Sá skammtur, sem ég kaupi mér, kostar 345 krónur. - Innihaldið (blaðamanni til fróðleiks) er: lang- loka með túnfiski, kókómjólk og hvaö haldið þið; eitt eintak af DV! - en blaðið kostar 95 kr. Grein DV umræddan dag um nið- urgreiðslur ber þess merki að höf- undur viti lítið sem ekkert um þessi mál. - DV þarf að fara að athuga sinn gang í þessum efnum, ef það á áfram að teljast ábyrgt blað, því ekki dugir Tíminn einn. Vegna skrifa Jens P. Kristinssonar vill blaðamaður DV taka fram eftir- farandi: „í frétt DV var það haft eftir Hilm- ari B. Jónssyni, einum virtasta mat- reiðslumanni landsins, að auðvelt væri að matbúa máltíð fyrir fulltíða einstakling fyrir 50 til 100 krónur. Slíkar máltíðir gætu sinnt orku- og næringarefnaþörf manna og væru engu minni veislumatur en túnfisks- amlokan, kókómjólkin og DV sem Jens fær sér í hádeginu. Eflaust nær DV að uppfylla allar andlegar þarfir Jens fyrir 95 krónur og samkvæmt mati Hilmars B. Jónssonar getur hann uppfyllt magaþarfir sínar fyrir færri krónur að meðaltah. En þá verður hann að hætta að stunda sjoppuna í hádeginu og matbúa sér þess í stað heilnæma pasta-, bauna- eða hrísgrjónarétti." Gunnar Smári Egilsson SENDLAR ÓSKAST hálfan daginn strax. Hafið samband við af- greiðslu DV í síma 27022. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Kennarastaða í íslenskum fræðum við Lundúnaháskóla Með samningi milli íslenskra stjórnvalda og Lundúnaháskóla (University College London) hefur verið stofnuð kennarastaða i islenskum fræöum við norrænudeild Lundúnaháskóla. Staðan er kennd við Halldór Laxness rithöfund og nefnist á ensku „The Halldór Laxness lectureship in lcelandic language and litera- ture". Ráðið verður I stöðuna til þriggja ára í senn að öðru jöfnu, í fyrsta skipti frá 1. september 1990. Staðan hefur nú verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknir skulu sendar til: Professor M.P. Barnes, Department of Scandinavian Studies, UCL, Gower Street, London WC1 E 6BT (sími: 01-387 7050), fyrir 1. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 13. febrúar 1990 STYRKUR ÚR JÓLAGJAFASJÓDI GUÐMUNDAR ANDRÉSSONAR GULLSMIÐS Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrk úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til þeirra verkefna sem stofnað er til í því augnamiði að bæta umönnun barna og aldraðra sem langtímum dvelja á stofnunum hér á landi, svo sem; a. styrkja samtök eða stofnanir sem annast aðhlynn- ingu barna og aldraðra. b. veita námsstyrki til heilbrigðisstétta er gegna þessu hlutverki. c. veita rannsóknastyrki til viðfangsefna sem þjóna þessum tilgangi. Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár er allt að kr. 800.000,00. Umsóknum, ásamt ítarlegri greinargerð, skal skilað til Skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík, fyrir 25. mars næstkomandi. Úthlutunarnefndin SNJÓHJÓLBARÐAR í SÉRFLOKKI NORÐ DEKK •smmnmmm Réttarháls 2 S.8A008 «5 84009 Skipholt 35 s. 31055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.