Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
15
Ég er reiður og ráðþrota
Ég er reiöur og ráöþrota maður.
Ég er ekki reiður út í neinn sér-
stakan mann, né er ég ráðþrota
vegna heimsku eða leti. Ég er ekki
heimskur og ég er ekki latur. Ég
er reiður og ráðþrota vegna þess
að ég er með mjög einfalda ósk um
framtíðina og þessi ósk er svona:
Ég vil lifa hamingjusömu lífi með
konu minni og þremur bömum í
þjóðfélagi þar sem dugnaður og
reglusemi er nóg til að borga reikn-
ingana og kaupa í matinn.
Nákvæm núlllausn
Nú er ég sannfærður um að þessi
ósk mun aldrei rætast í íslenska
þjóðfélaginu vegna þess að það em
öfl hér að verki, bæði í stjórn-
málum og verkalýðshreyfingunni,
sem vinna að því markmiði að
halda íslensku verkafólki á mott-
unni með eins konar flárhagslegu
ofbeldi.
Sjálfsvirðingin fer síminnkandi
hjá mér vegna þess að yfirvöldin
sýna mér og fjölskyldu minni svo
mikla fyrirlitningu.
Áður en kjarasamningaviðræð-
urnar fóru af stað var ákveðiö að
laun yrðu ekki hækkuð vegna þess
að launahækkanir hrinda af stað
verðbólgu. Af hverju er verið að
refsa mér og fjölskyldu minni fyrir
verðbólgu sem er búin að vera
næstum stjórnlaus í tvo áratugi? -
Þessi svokaUaða núlllausn er mjög
nákvæm núlllausn fyrir mig. - Mín
lífskjör lagast nákvæmlega ekki
neitt.
Niðurlægjandi
Fjölmiðlar birtu endalausar frá-
sagnir um fundi sem stóðu langt
fram yfir miðnætti og viðtöl við
þreytta jakkafataklædda herra sem
töluðu um prósentur, kaupmáttar-
tryggingar, vísitölur, endurskoð-
KjaUaiinn
Þórarinn Víkingur
fiskvinnsluverkamaður
unarákvæði, raunvexti, nafnvexti
og margt fleira. - En enginn af þess-
um háu herrum fór í kjarnann á
því vandamáli sem kjarasamninga-
viðræður eiga að fjalla um og finna
raunverulega lausn á.
Hvernig á verkamaður með fjöl-
skyldu að lifa á 9000 krónum eftir
40 tíma vinnuviku? Þetta höfum
við, á minu heimili, þurft að gera
síðastliðnar vikur.
Það er mjög niðurlægjandi að fá
peninga lánaða hjá vinum og ætt-
ingjum en það höfum við líka þurft
að gera. Það er mjög niðurbrjótandi
viku eftir viku að vita fyrirfram að
launin nægja ekki til að kaupa í
matinn.
Fiskvinnslan er iðnaður sem afl-
ar 71% þjóðartekna íslendinga og
við þennan iðnað starfa um 17000
manns eða 15% vinnandi fólks á
landinu.
Hvers vegna erum við með
lægstu launin?
Eg tel að ástæðan sé sú að yfir-
völdin líti á okkur sem eitt stórt
niðurgreiðslukerfi fyrir aUa sveit-
arómagana í þjóðfélaginu, sveitar-
ómaga sem flokka sjálfa sig í póli-
tík, embætti og þjónustu.
Fyrirlitning
Fyrir örfáum árum voru sveitar-
ómagar fyrirlitnir. Nú eru þeir
komnir í jakkafot og kannski sestir
í ráðherrastóla. Fiskvinnslufólkið,
sem hefur um langa tíð verið undir-
staða okkar, verður aftur á móti
að sætta sig við fyrirlitninguna
eina, ekki aðeins frá yfirvöldum
heldur í vaxandi mæh af almenn-
ingi Uka.
Eg veit um einn gnmnskólakenn-
ara sem sagði nemendum sínum
að ef þeir fengju ekki háar ein-
kunnir myndu þeir þurfa að vinna
í frystihúsi að lokinni skólagöngu.
Ég er hræddur um að skólaböm í
dag haldi að verðmæti þjóðarinnar
komi úr Kringlunni eða mynd-
bandaleigum - frystihús sé eitt-
hvað sem eigi að forðast.
Orðið „fyrirlitning" er mjög mik-
Uvægt orð á íslandi í dag. Mannleg
fyrirlitning af hálfu yfirvalda er
það sem endanlega kom kommún-
istunum í Austur-Evrópu fyrir
kattarnef. En íslenskir ráðherrar
eru of sljóir tU að læra af reynslu
kollega sinna austan járntjalds -
íslenskir ráðherrar hafa mannlega
fyrirlitningu fyrir atvinnugrein og
ég efast um að þeir búi yfir eigin-
leikum eða vilja tíl að breytast.
Til að nefna dæmi um íslenska
fyrirUtningu þá minnist ég fyrst á
fjárveitingar ríkissjóðs til Stefáns
Valgeirssonar. Þarna er alþingis-
maður sem hefur samkvæmt skoð-
anakönnunum DV nákvæmlega
ekkert fylgi í þjóðfélaginu, vogar
sé að kenna sjálfan sig við , jafn-
rétti og félagshyggju" en er í þeirri
óskiljanlegu aðstöðu að geta mjólk-
að úr ríkissjóði fé almennings tak-
markalaust, bæði í fyrirtæki sitt
og fyrir eins-manns stjórnmála-
flokkinn sinn.
Við íslendingar ættum að stofna
„skiptistjómmálamannakerfi"
með svipuöum hætti og skipti-
nemakerfið. Þá gætum við sent
Steingrím Hermannsson og Stefán
Valgeirsson tU Kólumbíu eða
BóUvíu tíl að kenna þarlendum
póhtískt siðleysi og spillingu.
Annað gott dæmi um fyrirUtn-
ingu ríkisins á vilja og áUti þjóðar-
innar var að fjölga ráðherrum rík-
isstjórnarinnar í ellefu til að bjarga
sjálfri sér. Teknir voru tveir menn
úr flokki, sem þá var meö 0,3% fylgi
þjóðarinnar, og settir í ráðherra-
stóla sem ekki voru tU!! Þar réð
ráðherrasýkin gangi mála.
í einu vetfangi breyttust þeir Óli
Guðjartsson og JúUus Sólnes úr
„hugsjónamönnum" í pólitískar -
þið vitið hvað....
Eilífur eltingarleikur
Stærsta og alvarlegasta dæmið
um fyrirlitningu ráðherra á ís-
lensku þjóðinni er mál sem nú er
í gangi. Nýlega lýsti Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra því yfir að hann
ætlaði aö senda 600 tonn af kinda-
kjöti til Rúmeníu! Gjöf frá íslensku
þjóðinni! Þessi hugulsami heiðurs-
maður segir að það sé betra að
koma kjötinu til Rúmeníu, þar sem
væri þörf fyrir það, fremur en að
„láta það veltast um i geymslum
hér á landi án þess að nokkur hefði
gagn af því“!
Fjölskyldan mín hefur ekki borð-
að kjöt síðan um jól vegna þess að
við höfum ekki efni á að kaupa
það. Ég efast ekki um að þannig séu
staddar margar íjölskyldur um
land allt.
Viðskiptaráðherra er sekur um
miklu meira en bara fyrirlitningu
og áhugaleysi á þörfum íslendinga.
Viðskiptaráðherra er sekur um
fyrirlitningu.
Elsku, góðu, duglegu íslendingar.
Ég kom heim fyrir einu og hálfu
ári eftir tuttugu ára búsetu eriend-
is og sé kannski hlutina í öðru ljósi
en fólk sem búið hefur hér alla tíð,
en það fer ekki milli mála að það
er eitthvað alvarlegt að hér. Upp-
runi vandamálanna er ekki meðal
almennings, - ég ber takmarka-
lausa virðingu fyrir dugnaði og
góðmennsku íslendinga, sérstak-
lega fiskvinnslufólki.
En það eru öfl á kreiki í æðstu
valdastólum landsins sem nota
þessa einstöku eiginleika íslend-
inga sem eldsneyti í eilífum elting-
arleik við fullnægingu metnaðar-
girninnar.
Hvenær og hverjir ætla að stöðva
þessa svívirðu?
Já, það er mikið að í þessu fagra
landi, föðurlandi okkar, íslandi.
Þórarinn Víkingur
„Annað gott dæmi um fyrirlitningu
ríkisins á vilja og áliti þjóðarinnar var
að fjölga ráðherrum ríkisstjórnarinnar
í ellefu til að bjarga sjálfri sér.“
Enn um tímatalið
Enn og aftur hafa uppvakist deil-
ur um upphaf og endi áratugarins
og þar með um það hvenær teljist
vera aldamót. Telja sumir nú ára-
tugnum lokið en aðrir að svo verði
ekki fyrr en um næstu áramót.
í meginatriðum virðist sem mis-
munandi skilningur manna á þessu
ráðist af því hvort upphaf (0-punkt-
ur) tímatalsins sé 1. janúar, einu
ári eftir fæðingu Krists (samanber
grein Baldurs Ragnarssonar í DV
23.1. sl.) eða að upphaf tímatals
okkar sé fæðing Krists.
Sömu reglur
Undirritaöur hefur ætíð skilið
það svo að upphaf tímatalsins sé
viö fæðingu Krists og kýs að gera
þaö áfram enda engin rök heyrt eða
KjaHariim
Óskar Þór Karlsson
framkvæmdastjóri
. .ef Guð lofar mun undirritaður
skála fyrir nýrri öld um áramótin 1999
og 2000...“
lesið sem gefa tilefni til þess að
breyta þeim skilningi.
Þessi afstaða byggist á þeim
skilningi að sömu reglur eigi aö
gilda um tímatalið eins og gildir
um aldur manna. í grein Baldurs
Ragnarssonar kemur hins vegar
fram sú skoðun að „núllpunktur
tímatalsins sé 1. janúar, ári eftir
fæðingu Krists". Þá er einu ári lok-
ið frá fæðingu Krists, enda þótt
árið 1 standi á „dagatalinu" þar til
árið 2 rennur upp.
Þannig tel ég að sú tala, sem birt-
ist á dagatalinu um hver áramót,
vísi til þess árafjölda sem liðinn er
(fullgerður) frá upphafi tímatalsins
sem hlýtur að vera fæðing Krists
því tímatalið er óneitanlega miðað
við þann atburð.
Ég fæ ekki séð að nein kaffibolla-
rökfræði breyti nokkru um þetta
því sé þar beitt sömu reglu eru
aðeins taldir þeir bollar sem þegar
hafa verið drukknir.
Ég er því á sömu skoðun og Sig-
urður Hreiðar og fleiri en á önd-
verðum meiði við Baldur Ragnars-
son, Þorstein Sæmundsson (og
vafalaust fleiri).
... liðið og fullgert
Baldur nefnir sem dæmi um mis-
skilning okkar Sigurðar Hreiðars
1. —> 2. —> 3. —> 4. —> 5. —> 6. —> 7. —> 8. —> 9.—> A 1 1 o r—1 11. —>
| 1
1 1~
0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Talnalína sem sýnir staðsetningu frumtalna annars vegar (neðri talnaröð) og raðtalna hins vegar (efri talna-
röð). - Samkvæmt þessu er skástrikaða bilið í mynd Baldurs það timabil þegar 1. (fyrsta) árið frá Kristsburði
er að liða en á bilinu frá 1-2 er árið 1 að liða.
////////////
1 1 -t í I í t 2
Myndin sýnir talnalínu. - Skástrikaða svæðið tilheyrir tölunni 1. Bæði í stærðfræðinni og í tímatalinu göngum
við á heilar tölur uns þær eru fylltar. Brotið 0,5 myndi þvi í timatalinu vera 1. júlí árið 1 e.Kr. - Það var ekki
fyllt fyrr en síðasti dagur þess var liðinn.
að samkvæmt því ætti fyrsta stund
dagsins að vera frá 0100-0200. Væri
sömu reglu beitt og við ártöl og
aðeins heilar frumtölur notaðar
væri það svo og það hlýtur Baldur
að vita. Baldur var væntanlega eins
árs þar til hann varð tveggja, þegar
2 ár voru liðin frá fæðingu hans.
Það gilda einfaldlega aðrar reglur
um klukkuna: Við segjum ekki að
hún sé eitt þar til hún verður tvö.
Eins er það með mánaðardaga að
þar gilda aðrar reglur. 30. degi
mánaðar er ekki lokið fyrr en hann
er liðinn og 31. birtist (eða 1. næsta
mánaðar).
Það sem þama ber á milli er það
að árið 1 verður ekki til fyrr en
eitt ár er liðið frá fæðingu Krists
en 1. dagur mánaðar verður til við
upphaf hans.
Mismunurinn hggur í því aö í
ártölum eru notaðar þær reglur
sem gilda um frumtölur, þ.e.a.s. sú
tala, sem birtist, vísar til þess sem
þegar er hðið eða fullgert. (Ég verð
að greiöa 30 lítra af bensíni um leið
og talan 30 birtist á bensínmælin-
um) en á raötölum birtist sú tala
sem vísar til þeirrar einingar sem
er að líða eða uppfyhast og þar er
talan 0 vissulega ekki til.
Raðtölur fjara út
Reyndar get ég ekki stillt mig um
að lýsa hér í leiðinni áhyggjum af
þeirri þróun sem á sér nú stað í
íslensku máh þar sem eðlileg notk-
un á raðtölum virðist nánast vera
að deyja út vegna enskra áhrifa á
máhð.
Nú tala menn um dehd 1, Stöð 2,
kafla 3, viku 4, umdæmi 5 og blað
6, svo dæmi séu tekin af handa-
hófi. Enn fær þó fyrsti vetrardagur
og sumardagurinn fyrsti að lifa en
spurning er hvort og þá hvenær
þau „vígi“ falli einnig.
En svo vikið sé aftur að ártalinu
þá ætti samkvæmt framansögðu að
vera ljóst að við síðustu áramót
voru 1990 ár Uðin frá fæðingu
Krists og það 1991. hófst.
Því erum við byijuð að lifa 10.
áratug aldarinnar og, ef Guð lofar,
mun undirritaður skála fyrir nýrri
öld um áramótin 1999 og 2000 því
að þá verða 2000 ár liðin frá fæð-
ingu Krists og 2001. árið byijað að
hða og væntanlega munu margir
fleiri skála af sama tilefni.
Óskar Þór Karlsson