Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Page 4
4
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990.
Fréttir
Úrskurðaður öryrki eftir langa baráttu við krabbamein:
Ferðast einn á skíðum
en var áður í hjólastól
Stefán Mar Hansson ætlaði yfir Kjöl en varð trá að hverfa i fárviöri. Þegar hann var um tvítugt leit helst ut fyrir
að hann yrði í hjólastól það sem eftir væri ævinnar vegna krabbameins i fæti. DV-mynd Brynjar Gauti
„Það er lengi búinn að vera
draumur minn að fara í ærlega
íjallaferð á íslandi eftir að hafa
gengið víða um fjöll í Noregi. Ég
ætlaöi því að láta drauminn rætast
núna og ganga yfir Kjöl frá Blöndu-
virkjun til Gullfoss," segir Stefán
Mar Hansson, 26 ára tannlækna-
nemi úr Garðabænum. Ferðin yfir
Kjöl endaði að vísu á fyrstu nóttu
í ofviðri ofarlega í Blöndudalnum
þar sem tjaldið brotnaöi niður.
Stefán er ekki venjulegur ferða-
langur því fyrir fáum árum var
hann með öllu óvinnufær eftir
krabbamein í lærlegg og varð um
tíma að fara allra sinna ferða í
hjólastól.
Eftir sjúkdóminn er hann með 12
skrúfur í vinstri fæti og að auki
einn bolta og 40 sentímetra langa
spöng. Þessi útbúnaður á að vega
á móti því að sneitt hefur verið af
lærleggnum, fjóra vöðva vantar og
einn er lamaður. Þrátt fyrir þetta
fer hann einn síns liðs í fjallaferðir
og síðasta ferð átt að standa í það
minnsta í viku.
Tjaldið brotnaði niður
„Ég lenti í fárviðri fyrstu nóttina.
Ég fór út klukkan fimm um nóttina
til að hlaða skjólgarð við tjaldið en
hann hrundi og svo brotnaði tjaldiö
niður á eftir. Þá ákvað ég að hætta
við og fresta fórinni til næsta árs,“
segir Stefán.
„Fólk spyr mig auðvitað hvort
þetta sé ekki óðs manns æði að fara
einn á fjöll og ætla að vera þar
dögum saman. Ég tel mig hins veg-
ar vera með besta fáanlega búnað,-
inn og get þess vegna sofið úti án
þes að verða meint af.
Stefán lætur heldur ekki fötlun
sina hafa áhrif á ferðalögin. Hann
hefur líka náö sér furðuvel. „Fótur-
inn bagar mig ekkert þegar ég geng
á skíðum en ég á erfiðara með að
hlaupa. Þá fæ ég fljótlega verk,“
segir Stefán. „Þegar ég byrjaði á
skíðciferðunum bar ég vistirnar á
bakinu en núna er ég búinn að fá
mér sérstakan sleða, sem Norð-
menn kalla „purk“, og dreg hann
á eftir mér.“
17klukkutíma
á skurðarborðinu
Stefán varð fyrst var við að eitt-
hvað var aö fætinum þegar hann
var 14 ára. Þá töldu læknar að hann
væri aðeins með vaxtarverki.
Þremur árum síðar kom í ljós að
hann var með krabbamein og var
skorinn upp. Sú aðgerö heppnaðist
ekki og ári síðar var Stefán enn
skorinn.
Enn tókst ekki að uppræta mein-
ið svo hann varð að fara í þriðja
sinn á skurðarborðið. Þá var Stefán
tvítugur. Lokaaðgeröin stóð í 17
klukkutíma og nú loks heppnaðist
verkið. í kjölfarið fylgdu erfiðir
mánuðir þar sem hann var rúm-
liggjandi lengi vel og í þrjá mánuði
varð hann að fara allra sinna ferða
í hjólastól.
„Það kom aldrei til greina af
minni hálfu aö gefast upp,“ segir
Stefán. „Mitt líf og yndi voru fjalla-
ferðir og ég ætlaði ekki að gefa þær
upp á bátinn. Systur minni var hins
vegar sagt að ég gæti þurft að vera
í hjólastól eða með hækjur þaö sem
eftir væri ævinnar.
Nú eru þrjú ár liðin frá því Stefán
fór til náms í tannlækningum í
Noregi. Þar komst hann í kynni við
skíðagöngur en hafði aldrei stigið
á skíði hér heima. Skíðaferðirnar
eru núna helsta tómstundagama-
nið. ' -GK
Hugmyndir úm 400 þúsund tonna álver:
Alið mun afla meiri
gjaldeyris en fiskurinn
Ef þær stóriðjuhugmyndir, sem
varpað hefur verið fram að undan-
förnu, verða að veruleika getur svo
farið að sjávarútvegurinn leggi
ekki til nema um 36 prósent af þeim
gjaldeyri sem þjóðin aflar. Álfram-
leiöslan yrði þá stærri þáttur í
gjaldeyrisöfluninni, eða 39 prósent.
Eins og fram hefur komiö í DV
hefur Atlantsál-hópurinn óskað
eftir að til viðbótar við 200 þúsund
tonna álver verði jafnframt gert
ráð fyrir aö hægt verði að stækka
verið upp í 400 þúsund tonn. Auk
þessa hefur ÍSAL verið með hug-
myndir um stækkun álversins í
Straumsvík upp í 120 þúsund tonn
en það er nú um 85 þúsund tonn.
Samanlagt yrði því álframleiðsl-
an um 520 þúsund tonn ef þessar
hugmyndir yrðu að veruleika. Mið-
að við útflutningsverðmæti álfram-
leiðslunnar í fyrra, 10,3 milljarðar
króna, fengjust um 63 milljarðar
fyrir 520 þúsund tonn af áli á verð-
lagi síðasta árs.
Til samanburðar má nefna að
útflutningsverðmæti sjávarafurða
var í fyrra um 58,3 milljaröar ef
útflutningur lagmetis er tekinn
með. Álframleiðslan yrði því stærri
þáttur í útflutningstekjum íslend-
inga en sjávarútvegurinn ef af
þessum hugmyndum verður.
-gse
Ríkisstjómin:
Áburðarframleiðsla
þjóðhagslega hagkvæm
Ríkisstjórnin telur mikilvægt að
viðhalda áburðarframleiðslu í
landinu, enda sé um þjóðhagslega
hagkvæma starfsemi að ræða.
Stjórnin lýsir sig hins vegar reiöu-
búna til viöræðna við Reykjavíkur-
borg um framtíð verksmiöjunnar í
Gufunesi á grundvelli áskorunar
borgarráðs um að verksmiðjan verði
lögð niöur.
Samþykkt ríkisstjómarinnar um
hættu af áburðarverksmiðjunni
snýst fyrst og fremst um að stjórnin
leggi áherslu á að rannsókn á orsök-
um óhappsins á páskadag verði hrað-
að og sömuleiöis að yfirstandandi
öryggisgreiningu verði flýtt. í beinu
framhaldi á því verði síðan gert
heildaráhættumat.
Fram að þeim tíma sem niðurstöð:
ur þess hggja fyrir felur ríkisstjórnin
félagsmálaráðherra og landbúnaðar-
ráöherra að sjá til þess að fyllsta ör-
yggis verði gætt f rekstri verksmiðj-
unnar. Það eina sem tilgreint er í
samþykkt ríkisstjómarinnar er að
gamli ammoníakgeymirinn verði
tekinn strax úr notkun. Á annan
hátt er ekki tilgreint hvernig fyllsta
öryggisverðigætt. -gse
Kjararannsókn:
Kjaraskerðingin bitnar
mun harðar á konunum
- um 11 þúsund krónum minna í umslagi launþega
Samkvæmt niðurstöðum kjarar-
annsóknarnefndar hafa konur mátt
þola mun meiri kjaraskerðingu en
karlar á undanförnum misserum.
Þannig var kaupmáttur launa af-
greiðslukvenna 15,1 prósent lægri á
síðasta ársfjórðungi 1989 en á sama
tíma árið á undan og kaupmáttur
verkakvenna og skrifstofukvenna
lækkaði um 13,3 prósent. Á sama
tíma lækkaði kaupmáttur karla við
sömu störf minna. Kaupmáttarrým-
un afgreiðslukarla og skrifstofukarla
-var 9,7 og verkakarla 9,1 prósent. Af
þeim atvinnugreinum, sem Kjarar-
annsókn kannar, var kaupmáttarr-
ýrnun iðnaðarmanna minnst eða 7,5
prósent.
Þrátt fyrir að konurnar hafi haft
lægri laun en karlarnir er kjara-
skerðing líka oft meiri en karlanna
í krónum talið. Þannig höfðu verka-
konur að meðaltali um 74 þúsund
krónur á mánuði á síðasta ársfjórð-
ungi 1989 en karlar við sömu störf
tæplega 97 þúsund krónur. Kaup-
máttarskerðing kvennanna frá sama
tíma árið á undan samsvarar um
11.500 krónum á mánuði en karlanna
um 9.500. Launamismunurinn hefur
því vaxið.
Sambærilegar tölur fyrir skrif-
stofufólk eru þannig að meðallaun
kvenna eru um 80 þúsund krónur en
karla um 125 þúsund krónur. Eins
og áður sagði nam launarýrnun
kvennanna 13,3 prósentum en karl-
anna 9,7 prósentum. Þrátt fyrir gífur-
legan launamismun er kjaraskerðing
karlanna aðeins eilítið hærri í krón-
um talið eða um 13.500 krónum á
móti 12.500.
Afgreiðslukonur máttu þola mesta
kjaraskeröingu eða 15,1 prósent en
hana má aö hluta til rekja til að des-
embergrunnur fór að hluta til inn í
útreikninga kjararannsóknar árið
1988. Þær höfðu að meðaltali um
74.500 krónur á mánuði í árslok í
fyrra en karlar viö sömu störf höfðu
103 þúsund krónur. Kjaraskeröing
karlanna jafngildir um 11 þúsund
krónum en kvennana hins vegar um
13 þúsund krónum.
Að meöaltali nam kjaraskerðing
launþega 10,1 prósenti á síðasta árs-
fjórðungi 1989 miðað við sama tíma
í fyrra. Meðallaun allra launþega í
grunni kjararannsóknarnefndar
voru um 97 þúsund krónur. Kjara-
skerðingin samsvarar því að tæplega
11 þúsund krónur vanti í umslagið.
-gse
Stakk af eftir að
hafa skemmt tvo bila
Ökumaður fólksbifreiðar olh
miklum skemmdum á tveimur
kyrrstæðum og mannlausum bíl-
um á bílastæði við Kársnesbraut
19 að kvöldi sumardagsins fyrsta.
Sá sem ók bílnum stakk af.
Ökumaðurinn ók fyrst á fólksbíl
og kastaöist bíllinn viö höggið á
annan bíl á bílastæðinu. Bílamir
eru töluvert skemmdir. Margir
smáhlutir úr bílnum, sem fundust
eftir ákeyrsluna, gefa sterkar vís-
bendingar um hvers konar bifreið
olli skemmdunum. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um málið em
beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Kópavogi í síma 41200.
-ÓTT