Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 5
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990.
5
dv Fréttir
Akureyri:
Kvennalisti
kominn fram
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kvennalistinn á Akureyri hefur
birt framboðslista sinn fyrir bæjar-
stjórnarkosningar á Akureyri óg eru
11 efstu sætin skipuð þessum konum:
1. Valgerður Magnúsdóttir sál-
fræðingur, 2. Sigurborg Daðadóttir
dýralæknir, 3. Lára Ellingsen ritari,
4. Hólmfríður Jónsdóttir bókavörö-
ur, 5. Gunnhildur Bragadóttir
sjúkraliði, 6. Halldóra Haraldsdóttir
skólastjóri, 7. Elín Stephensen kenn-
ari, 8. Sigurlaug Arngrímsdóttir
hjúkrunarfræðingur, 9. Elín Antons-
dóttir nemi, 10. Þorgerður Hauks-
dóttir kennari, 11. Vilborg Trausta-
dóttir húsmóðir.
Kvennalistinn:
Ekki framboð
í Hafnarfirði
Kvennalistakonur í Hafnarfirði
hafa ákveðið að bjóða ekki fram við
bæjarstjórnarkosningarnar. Kon-
urnar funduðu talsvert um fram-
boðsmálin en að lokum ákváðu þær
að bjóða ekki fram.
Við kosningarnar 1986 bauð
Kvennalistinn fram í Hafnarfirði.
Þær fengu engan fulltrúa kjörinn í
bæjarstjórn.
Allt bendir til þess að fjögur fram-
boð verði í Hafnarfírði.
-sme
Akureyri:
Þjóðar-
flokkurinn
í kosninga-
slaginn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þjóðarflokkurinn ætlar að bjóða
fram við bæjarstjórnarkosningarnar
á Akureyri í næsta mánuði og verður
þetta í fyrsta skipti sem flokkurinn
er í framboði við sveitar.tjórnar-
kosningar.
Undirbúningur að þessu framboði
hefur farið leynt en að sögn Valdi-
mars Péturssonar, sem mun að öll-
um líkindum skipa efsta sæti lista
flokksins, verður gengið endanlega
frá framboðslista um helgina.
Krossanesverksmiðjan:
Geir var
sagt upp
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Geir Zoega, forstjóra Krossanes-
verksmiðjunnar á Akureyri, hefur
verið sagt upp störfum og hefur hann
hætt sem forstjóri fyrirtækisins.
Að sögn heimildarmanna DV
munu hafa verið talsverðir sam-
starfserfiðleikar milli ’ Geirs og
stjórnar verksmiðjunnar sem munu
vera undirrót uppsagnarinnar. Þá
var mikið um „árekstra" milli Geirs
og annarra starfsmanna verksmiðj-
unnar á sínum tíma.
Tveir forstjórar hafa verið látnir
fara frá verksmiðjunni á skömmum
tíma, en sá sem nú tekur við er fngi
Björnsson, Qármálastjóri Álafoss.
NYR VETTVANGUR - NY VINNUBROGÐ
Nýr vettvangur vinnur nú að málefnum Reykvíkinga með þvi að útfæra stefnuramma framboðsins. Á þeim
grundvelli mun borgarmálaráð Nýs vettvangs starfa næsta kjörtímabíl í borgarstjórn Reykjavíkur. Það stuðn-
ingsfólk, sem vill taka þátt í þessu starfi, er hvatt til þess að skrá síg i málefnahópa nú um helgína. Þátttaka
tilkynnist á skrífstofu Nýs vettvangs á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætís fram á mánudagskvöld.
Málefnahópar: 1. Lýðræðísleg stjórnun borgarinnar. 2. Umhverfi, skipulag og almannavarnir.
3. Rekstur borgarinnar og tengsl við atvínnulíf. 4. Menning, listír og íþróttir.
5..MáIefní barna og unglinga. 6. Málefni aldraðra. 7. Húsnæðismál.
VINNUM SAMAN I VOR
Símar 625525 - 625524
ALVORU VIDEÓLEIGA
gij&t otTtaL WIUW.MS who'
■ tatUWA1
Myfathtn
«»«<».**
lamt’
waWI
SMIÐSBÚÐ 6 - SÍMI 42633
HAMRABORG 11 - SÍMI 641320
MJÓDD - SÍMI 670066
LÁGMÚLA 7 - SÍMI 685333
SKIPHOLTI 50 - SÍMI 688040