Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 13
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. 13 Bara venjuleg stelpa - segir Ásta Sigríður Einarsdóttir, fegurðardrottning íslands „Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Á milli okkar var engin keppni enda sérstaklega góður hópur og allar tóku þátt í gleðinni með mér eftír að úrslitin voru kynnt,“ sagði Ásta Sigríður Einars- dóttir, 18 ára nemandi í MR og ný- kjörin feguröardrottning íslands, í samtali við helgarblaðið. Ásta sagðist ekki hafa gert sér neinar vonir aðrar en þær að komast í tíu stúlkna úrslit. „Mér dauðbrá þegar nafnið mitt var kallað upp, bjóst alls ekki viö þessu,“ sagði Asta ennfremur. Ásta Sigríður hafði ekki tekið þátt í undankeppnum og kom ekki inn í fegurðasamkeppnina fyrr en í febrúar. „Skólasystír mín, Berta, sem var í keppninni, hvatti mig til að fara í prufu. Fyrst hélt ég að hún væri að grínast en lét síðan til leið- ast og var þar með komin út í þetta,“ útskýrir hún. „Það má segja að þetta hafi verið tilviljun ein. Engar undankeppnir fara fram í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjamamesi." Ásta segist alltaf hafa fylgst með Fegurðarsamkeppni íslands og haft gaman af en segist aldrei hafa látið sér detta í hug að hún ættí eftir að standa á sviðinu. „Hvað þá fegurðardrottning íslands. Mér finnst það ennþá mjög einkenni- legt.“ Stúlkurnar fengu ekki mikil við- brögð fyrir keppnina og Ásta segir mér svo vel að ég ákvað að fá hann lánaðan. Það þurfti einungis að þrengja hann lítillega. Mér fannst engin ástæða til að sérsauma á mig kjól þegar ég gat fengið fallegan kjól lánaðan,“ segir Ásta Sigríður. Úrshtastundin á fegurðarsam- keppninni þegar nafn fegurðar- drottningar íslands er nefnt er venjulega mikil spennustund og andrúmsloftíð í salnum verður magnað þær sekúndur sem beðið er. Hvemig skyldi sigurvegaranum hða þegar nafn hans er kahað upp? „Mér dauðbrá, var auðvitað mjög ánægð en um leið kvíðafuh. Maður veit ekkert hvað á eftir að koma í kjölfarið. Ég titraði öh og skalf og það var ótrúlegt spennufah á þess- ari stundu. Það er ofsalega gaman að taka þátt í undirbúningi fyrir keppnina og sigurstundin kórónar aUt saman. Mér leið mjög skringi- lega eftír krýninguna, ÖU dofin. Ég held samt að mér hafi ekkert Uðið eins drottningu - var bara áfram ég - venjuleg stelpa. Maður upplifir þó svona kvöld bara einu sinni á ævinni og það er skemmtílegt. Annars er ég Utíð fyrir að láta glápa á mig og að aUt snúist í kringum mig.“ Góður nemandi Ásta Sigríður hefur ekki haft áhuga á fyrirsætustörfum. „Ég veit lítíð hvemig slíkt starf er en það Asta Sigríður Einarsdóttir, 18 ára, fegurðardrottning Islands. Fegurðardrottningin fær koss frá foreldrum sínum, Birnu Hrólfsdóttur og Einari Sveinssyni. Bræðurnir tveir fengu að fylgjast með keppninni, þeir Hrólfur og Benedikt. að það hafi verið vegna þess hversu margar þær vora. „Þetta var líka mjög jafn hópur. Mér fannst alveg vonlaust að gera mér grein fyrir hver myndi sigra. Mér fannst þær aUar faílegar. Hópurinn var mjög góður og ekkert stress í kringum æfingar, frekar aUt mjög rólegt og skemmtilegt." íkjólmóður- systur sinnar Á úrshtakvöldi fegurðarsam- keppninnar er ævinlega mikU spenna að sjá stúlkumar klæðast síðkjólum enda era þeir hver öðr- um faUegri. Ásta Sigríður klæddist síðum svörtum kjól úr sléttflaueh sem skreyttm- var með faUegum steinum. Skartgripir Ástu vora í stíl við kjóUnn. Ásta fékk kjóhnn lánaðan hjá móðursystur sinni, Emu HróÚsdóttur, yfirflugfreyju hjá Flugleiðum, en hún keypti hann í Bandaríkjunum fyrir ári. „Ég mátaði kjólinn og hann passaði Ásta Sigriður og Linda Péturs- dóttir, fyrrverandi fegurðardrottn- ing íslands, en hún sat í dómnefnd keppninnar. Þessi mynd birtist í Dagblaðinu árið 1975 með viðtali við Birnu Hrólfs- dóttur sjónvarpsþul. Hún var aö baða börnin sín tvö, Hrólf og Ástu Sig- ríði sem nú er orðin fegurðardrottning íslands. DV-myndir Hanna má vel vera að mér myndi líka það þegar ég væri búin að kynnast því.“ Ásta Sigríður er nemandi á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún er í eðlisfræðideUd með frönsku sem aukafag. Hennar aðaláhugamál era tungumál og hefur Ásta dvahð á sumarskólum í Englandi og Þýskalandi til að ná betri tökum á málunum. Þá dvaldi hún eitt sumar í Danmörku. Ásta Sigríður er í bekkjarráði í MR. „Ég hef mikinn áhuga á tungu- málum og valdi eðhsfræðidehdina þar sem hún er góð blanda af raun- greinum og tungumálum. Þetta er mjög almenn deUd.“ Ásta valdi sér MR þar sem hana langaði að kynn- ast krökkum utan við Garðabæ þar sem hún hefur búið frá ellefu ára aldri. Ásta Sigríður segist hafa þroskast mikið við að dvelja í sum- arskólum og hún segist hafa trú á því að tungumálin eigi eftir að skipta máh sérstaklega með sam- einaðri Evrópu. Ásta er góður námsmaður og á auðvelt með að læra tungumál. í frístundum reyn- ir hún að komast upp í fjöU, á skíði og vélsleða. Óráðin framtíð Framtíðin er alveg óráðin hjá Ástu. „Ég ætla að nota þann tíma sem ég á eftir í MR til að hugsa mig vel um hvað mig langar að læra í framtíðinni,“ segir hún. Sumarið er einnig óráðið hjá feg- urðardrottningunni. „Ég á eftir að hafa samband við aðstandendur keppninnar til að athuga hvað verður framundan hjá mér,“ segir hún. Fegurðardrottning íslands fer að öUum líkindum í Miss Scandinavia keppnina í sumar og væntanlega í Miss World eða Miss Universe. Ásta Sigríður er elst þriggja systkina. Hún er fædd 16. septemb- er 1971. Bræður hennar heita Hrólfur, 15 ára, og Benedikt, 8 ára. Foreldrar Ástu era Bima Hrólfs- dóttir og Einar Sveinsson. Á undanfórnum vikum hafa aUar stúlkumar, sem þátt tóku í keppn- inni, verið í mikiUi þjálfun t.d. lík- amsrækt. Ásta Sigríöur segir að sú þjálfun hafi þó aUs ekki verið í þá átt að reyna að breyta þeim á neinn hátt. „Við fengum allar aö vera eins og við eram. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi titiU muni breyta mér neitt.“ Fegurðardrottning íslands er hæg og róleg stúlka. Hún segist vera nyög venjuleg og kunni vel við sig í gallabuxum. í Menntaskól- anum í Reykjavík era nokkrir Garðbæingar og Ásta fær að sitja í með skólabróður sínum á morgn- ana í skólann. Sjálfsagt vildu marg- ir herrar vera í hans sporum þessa dagana. Á sumardaginn fyrsta var miktil gestagangur á heimih fegurðar- drottningarinnar og heiUaóska- skeytum og blómum rigndi yfir hana. „Þetta var skemmtilegur dagur,“ segir hún. Góð vinátta MikU vinátta myndaðist meðal þeirra tuttugu og tveggja stúlkna sem þátt tóku í í fegurðarsam- keppninni. Þær hafa ákveðið að hittast einu sinni í mánuði og halda vinskapnum. Ásta segist vonast til að þetta ár verði skemmtileg og hún er tilbúin að taka að sér þaö sem býðst. „Ætii ég sé ekki heimkær. Ég hef gaman af að vera með fjölskyldu minni og vinurn," segir nýkjörin fegurðar- drottning. Þórdís Steinsdóttir varð í öðra sæti keppninnar og Sigríður Stef- ánsdóttir í þriðja sæti en hún var einnig kosin ljósmyndafyrirsæta. Þess má geta að þrjár stúlkur sem þátt tóku í fegurðarsamkeppninni, Sigríður Stefánsdóttir, Herdís Dröfn Eðvarðsdóttir og Sigurrós Jónsdóttir, hafa aUar tekið þátt í Fordkeppninni hér í DV. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.