Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990.
51
Afmæli
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir,
Smáratúni 20, Selfossi, verður sjötíu
og fimm ára á morgun. Sesselja
Sumarrós fæddist á Víðinesi á Kjal-
arnesi á sumardaginn fyrsta 1915
og fluttist meö foreldrum sínum í
Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi
vorið 1919. Auk barnaskólanáms,
fjögurra vetra farkennslu sem þá
var algengust, á S viðugörðum og í
Gaulverjabæ nam hún í Húsmæðra-
skóla Suðurlands á Laugarvatni
1942-1943 og á saumastofu í Reykja-
vík. Sesselja vann fyrst á búi for-
eldra sinna og var síðan í vist víöa.
Hún vann oft í mötuneyti KÁ á Sel-
fossi á veturna en á búi foreldra
sinna á sumrin. Sesselja var ráðs-
kona á Laugardælabúinu 1943-1947,
húsfreyja á Geldingalæk 1948-1949
og í Seljatungu 1949-1973 er þau hjón
fluttu að Selfossi. Hún vann við
matreiðslu hjá Sjúkrahúsi Selfoss
1973-1985 og síðan að mestu á
heimili sínu.
Sesselja giftist á sumardaginn
fyrsta 1948,22. apríl, Vigfúsi Einars-
syni, f. 5. september 1924. Foreldrar
Vigfúsar: Einar Sigurðsson, verka-
maður og b., fyrst á Gljúfri í Ölfusi,
síðar á Helli, og kona hans, Pálína
Benediktsdóttir.
Börn Sesselju og Vigfúsar eru:
Einar Páll, f. 3. nóvember 1948,
verkamaðurí Gaulverjabæ; Sigurð-
ur, f. 17. ágúst 1950, þjónn í Rvík,
kvæntur Hrönn Sverrisdóttur, þau
skildu, börn þeirra eru: Sesselja
Sumarrós, f. 10. febrúar 1977, Jónína
Eirný, f. 2. júní 1981, Árný Ösp og
Vigfús Snær, f. 24. ágúst 1982; og
Ingibjörg, f. 19. maí 1956, útgerðar-
tæknir í Rvík, gift Ólafi Jónssyni á
Eyrarbakka, dóttir þeirra er Halla,
f. 24. febrúar 1978. ,
Systkini Sesselju eru: Sigríður, f.
11. apríl 1912, gift Guðmundi Sig-
urðssyni, d. í október 1987, b. á
Sviðugörðum í Gaulverjabæjar-
hreppi, sonur þeirra er Sigurður, f.
29. maí 1942; Þorsteinn, f. 21. apríl
1913, húsasmiður á Selfossi, kvænt-
ur Guðrúnu Valdimarsdóttur, börn
þeirra eru: Þorsteinn, Erlingur,
Trausti og Guðfinna; Jón, f. 12. mars
1916, bifvélaeftirlitsmaður á Sel-
fossi, kvæntur Sigríði Guömunds-
dóttur, börn þeirra eru: Guðmund-
ur, Sigurður, Þuríður, Gísli, Kári,
Sigríður, Gunnar og Ásmundur;
Laufey, f. 25. október 1917, d. 30.
september 1976; Magnea Kristín, f.
13. ágúst 1921, húsfreyja á Selfossi,
giftist Ólafi Nikulássyni, d. 27. maí
1987, börn þeirra eru: Sigríður,
Sverrir og Ólöf; Guðjón Helgi, f. 26.
nóvember 1922, bankamaður á Sel-
fossi, kvæntur Margréti Valdimars-
dóttur, d. 13. október 1982, börn
þeirra eru: Haukur, Rannveig
Ágústa, Sigríður Erla og Pétur
Valdimar; og Einar Gunnar, f. 16.
júlí 1924, skrifstofumaður á Selfossi,
kvæntur Vilhelmínu Valdimars-
dóttur, dætur þeirra eru: Guðný
Vilborg, Sigrún Sesselja, Margrét
Kristín og Laufey Sigríður.
Foreldrar Sesselju voru: Sigurður
Einarsson, f. 24. mars 1884, d. 10.
mars 1951, b. í Seljatungu, ogkona
hans, Sigríður Jónsdóttir, f. 4. júlí
1883, d. 27. desember 1970, ljósmóð-
ir. Sigurður var sonur Einars, b. á
Holtahólum, Sigurðssonar, ogkonu
hans, Guðrúnar Eiríksdóttur, b. á
Brunnum, Einarssonar. Sigríður
var dóttir Jóns, b. á Kalastöðum á
Hvalíjaröarströnd, Þorsteinssonar,
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir.
og konu hans, Sesselju Jónsdóttur,
b. og hreppstjóra í Kalastaðakoti,
Sigurðssonar.
Sesselja veröur ekki heima á af-
mælisdaginn.
Ingólfur Bjamason
Ingólfur Bjarnason, Hjallaseli 55,
Reykjavík, verður níræður á mánu-
daginn. Ingólfur fæddist á Breiða-
bólstað á Síðu og fluttist til Reykja-
víkur 1914. Hann lauk prófl í Versl-
unarskóla íslands 1920 og vann hjá
ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík til
1937. Ingólfur stofnaði verslunina
Ljósafoss á Laugavegi 27 ásamt Jóni
Sveinssyni rafverktaka 1937 og var
þar verslunarstjóri, á meðan versl-
unin var rekin, til 1960. Hann vann
síðan við bókhald og tengd störf og
tók jafnframt þátt í fiskirækt í ýms-
um ám, þarí meðal í Lárósi á Snæ-
fellsnesi og var stjórnarformaður
þess félags. Ingólfur kvæntist 1932
Sigríði Guðmundsdóttur, f. 4. febrú-
ar 1898, d. 4. maí 1965, foreldrar Sig-
ríðar eru: Guðmundur Guðmunds-
son, sjómaður í Skáholti í Rvík, og
kona hans, Sigurveig Einarsdóttir.
Dætur Ingólfs og Sigríðar eru: Sig-
ríður, Guörún og Ingibjörg. Systkini
Ingólfs voru: Þórður, f. 1893, d. 1982,
b. á Vallarhúsum í Miðneshreppi,
Jens, f., 1894, d. 1954, skrifstofustjóri
í Rvík, kvæntur Guðrúnu Helga-
dóttur, Ólöf, f. 1895, d. 1988, gift Jóni
Hallvarðssyni, sýslumannií Stykk-
ishóimi, Björn, f. 1904, d. 1930,
læknastúdent og Jón, f. 1909, d. 1975,
skrifstofustjóri í Rvík, kvæntur
Kristínu Pálsdóttur.
Foreldrar Ingólfs voru: Bjarni
Jensson, læknir á Breiðabólstað á
Síðu, og kona hans, Sigríður Jóns-
dóttir. Bjarni var sonur Jens, rekt-
ors Lærða skólans í Rvík, Sigurðs-
sonar, bróður Jóns forseta. Móðir
Bjarna var Ólöf Björnsdóttir, yfir-
kennara og stærðfræðings, Gunn-
laugssonar og konu hans, Ragn-
heiðar Bjarnadóttur. Sigíður var
dóttir Jóns, b. á Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum, Jónssonar og konu
hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Ing
ólfur dvelur að Seljahlíð í Breið-
holti. Hann tekur á móti gestum á
heimih dótturdóttur sinnar í Álfs-
nesi á Kjalarnesi sunnudaginn 22.
apríl kl. 16.
Ingólfur Bjarnason.
Til ham-
ingju með
sunnu-
daginn
95 ára
Kjartan Ólafsson,
Skipasundi 17, Reykjavík.
75 ára
Þorsteinn Sigmundsson,
Hjallabraut 9, Þorlákshöfn.
Kristín Sigurjónsdóttir,
Tindum, Svinavatnshreppi.
60 ára
Magnús Gunnarsson,
Frakkastíg 14, Reykjavík.
Auður Alexandersdóttir
Auður Alexandersdóttir.
Auður Alexandersdóttir, skrif-
stofustjóri við Landsbankann á
Hellissandi, Háarifi 33, Rifi á Snæ-
fellsnesi, varð fimmtug á sumardag-
innfyrsta.
Auður fæddist að Hjarðarfelli í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og
óJLst upp á Stakkhamri í sömu sveit
frá fjögurra ára aldri. Hún flutti á
Hellissand 1959 en hefur búið á Rifi
frá 1970. Hún hefur starfað hjá
Landsbankanum á Hellissandi síð-
astliðin tíu ár.
Auður giftist 11.7.1959 Smára J.
Lúðvíkssyni frá Hellissandi, f. 14.3.
1938, húsasmíðameistara, en hann
er sonur Lúðvíks Albertssonar,
verslunarmanns frá Súðavík, sem
nú er látinn, og Veroniku Her-
mannsdóttur á Hellissandi.
Börn Auðar og Smára eru Alex-
ander Kristinn læknir, kvæntur
Rósu Kristjánsdóttur frá Húsavík
og eiga þau þrjú börn; Lúðvík Ver
kennari, kvæntur Önnu Þóru Böö-
varsdóttur frá Keflavík og eiga þau
einn son; Örn, nemi við Tækniskól-
ann, og Hildigunnuf, nemi við MA.
Systkini Auðar eru Guðbjartur,
bóndi í Miklholti; Bjarni, bóndi á
Stakkhamri; Hrafnkell, kaupmaður
í Stykkishólmi; Guðrún, skrifstofu-
maður í Ólafsvík; Þorbjörg, útgerð-
armaður á Rifi; Magndís, skrifstofu-
maður í Stykkishólmi; Friðrik,
tæknifræðingur í Reykjavík, og
Helga, fóstra í Reykjavík.
Foreldrar Auðar voru Alexander
Guðbjartsson, bóndi og kennari að
Hjarðarfelli og síöan á Stokkhamri,
og kona hans, Kristjana Bjarnadótt-
ir húsmóðir. Þau eru bæði látin.
Á afmælisdaginn veröur Auður
stödd hjá syni sínum í Oxford á
Englandi.
Stefán B. Einarsson
Stefán B. Einarsson lögreglumaö-
ur, Ránargötu 24, Akureyri, varð
sextugur á sumardaginn fyrsta.
Stefán fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur
1947, í Kópavoginn 1953, til Ólafs-
fjarðar 1967 og aftur til Akureyrar
1981 þar sem hánn hefur búið síðan.
Stefán lauk gagnfræðaprófi 1947 og
sveinsprófi í múrverki 1951.
Hann var ritari og sat í trúnaðar-
ráði Múrarafélags Reykjavikur á
árunum 1952-55. Hann var lögreglu-
maður í Kópavogi 1964-66, á Olafs-
firði 1967-81 og síðan lögreglumaður
áAkureyri.
Stefán sat í stjórn Breiðabliks á
árunum 1953-67, var formaður
Karlakórs Ólafsijarðar 1978-81, í
stjórn Ungmennafélags Ólafsfiarðar
1978-81, í Rotaryfélagi Ólafsfiarðar
1970-81 og stofnandi Golíklúbbs Ól-
afsfiarðar 1968 og ritari hans til 1980.
Hann hefur starfað í Rotaryfélagi
Akureyrar, var ritari Lögreglufé-
lags Akureyrar 1985-88 og hefur
verið í framhaldsstjórn SÁÁ á Ak-
ureyri frá 1988.
Stefán kvæntist 30.9.1950 Guð-
mundu Marín Jóhannsdóttur hús-
móður, f. 3.9.1930, dóttur Hildar
Jóhannsdóttur húsmóður og Jó-
hanns Ásmundssonar, starfsmanns
hjá Reykjavíkurbæ.
Börn Stefáns og Guðmundu Mar-
ínar eru Einar Jóhann Stefánsson,
f. 6.4.1951, rafvirki í Þýskalandi,
kvæntur Guðbjörgu Astvaldsdótt-
ur, f. 24.1.1964, og eiga þau saman
eitt barn auk þess sem hann átti
eitt barn áður; Áslaug Ólöf Stefáns-
dóttir, f. 26.10.1959, húsmóðir á
Akureyri, gift Steinari Oddgeiri Sig-
urjónssyni mjólkurfræðingi, f. 22.5.
1954, og eiga þau tvö börn, og Ingi-
björg Hildur Stefánsdóttir, f. 23.9.
1963, en hún er að ljúka námi í
hjúkrunarfræði við HÍ.
Systkini Stefáns eru Áslaug Jón-
ína Einarsdóttir, f. 1.7.1921, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, gift Haraldi
Helgasyni, f. 8.2.1921, sölumanni,
og eiga þau þrjú börn, og Helga Soff-
ía Einarsdóttir, f. 22.11.1924, kenn-
ari í Reykjavík, en hún á eitt barn
og er í sambýli með Eggert G. Þor-
steinssyni forstjóra.
Hálfbræður Stefáns eru Ásgeir
Rafn Bjarnason, bifreiðastjóri í
Reykjavík, sem á sex börn, og Einar
Einarsson, múrari í Reykjavík, en
hannátvöbörn.
Foreldrar Stefáns: Einar Jóhanns-
son, f. 17.2.1896, d. 1960, oglngibjörg
Jónsdóttir Austfiörð, f. 24.6.1899.
50 ára
Anna Fornadóttir,
Höiðahlíð 11, Akureyri.
Jóhanna G. Halldórsdóttir,
Háahvammi 11, Hafnarfirði.
Baldvin Bjarnason,
Hrafnagilsstræti 8, Akureyri.
Signý Einarsdóttir,
Nónási 5, Raufarhöfn.
Kolbrún Jóhannesdóttir,
Ásgarði36, Reykjavík.
40ára
Steindór Hall,
Laugavegi 10, Reykjavík.
Gréta Óskarsdóttir,
Sefiavöllum, Austur-Eyjafialla-
hreppi.
Sigurður Bessason,
Hjarðarhaga54, Reykjavík.
Helga Högnadóttir,
Hjaltabakka 10, Reykjavík.
Ásvaldur Sigurðsson,
Melagötu 4, Neskaupstað.
Sigurður Leifsson,
Fífuseli 32, Reykjavík.
Edda Hjörleifsdóttir,
Jörvabyggö 5, Akureyri.
Studioblóm
ÞönglabaKka 6, Mjódd,
norðan við Kaupstað,
sími 670760
Blómaskreytingar
við öll
tækifæri.
Sendingarþjónusta.