Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. Aöfaranótt 10. maí 1940 gekk bresk- ur her á land í Reykjavík og hertók höfuðstaðinn öllum að óvörum. Borgarbúar, sem sváfu svefni hinna réttlátu, rétt rumskuðu þeg- ar þeir heyrðu flugvélagný laust fyrir klukkan fjögur. Gnýrinn staf- aði frá lítilli breskri herflugvél sem varpaði flugmiðum yfir borgina þar sem tilkynnt var koma breska hersins. Um fimmleytiö renndi breskur tundurspillir upp að gamla hafnarbakkanum og fyrstu Bret- arnir stigu á land. Tveir íslenskir togararar, Sindri og Gyllir, og einn breskur, Faraday, voru umsvifa- laust gerðir að herflutningatækj- um til flutninga á hergögnum úr þeim skipum sem enn lágu á ytri höfninni. Fyrstu hermennirnir sem stigu á íslenska jörð þennan örlagaríka dag fórp rakleiðis að bústað þýska ræðismannsins við Túngötu og tóku hann höndum. Annar hópur hertók Landsímahúsið, þar sem útvarpið var einnig til húsa. Dyr hússins voru brotnar upp af her- manni vopnuðum exi og streymdi herliðið um húsið. Allar luktar dyr voru brotnar niður með þessari sömu exi eða þar til Jón Eyþórsson veðurfræðingur spurði hvort ekki væri betra að nota sína lykla. Borg- in var símasambandslaus fram til tvö síðdegis og hádegisútvarp féll niður. Hervöröur um helstu byggingar Hermenn voru fluttir á land fram eftir morgni og dreifðust þeir um borgina. Á þeirri stundu vissu næsta fáir hvert þeir fóru eða hvort þeir voru fluttir út fyrir borgar- mörkin en fyrstu fréttir hermdu að herinn hefði búiö um sig við Sandskeið og Hvalfjörð. Hervörður var settur við helstu vegi út úr bænum og litu þeir eftir farþegum í bifreiðum. Hervörður var settur um Loft- skeytastöðina, pósthúsið, Herkast- alann og Hótel Heklu, en á þessum tveimur gististöðum bjó fjöldi Þjóð- verja, svo og við hús þýska ræðis- mannsins. Þjóðverjarnir voru handteknir og fluttir um borð í bresku herskipin sem lágu á sund- unum. Herinn lagði undir sig Hótel Borg, Hótel ísland var gert að sjúkrastöð Rauða krossins, Hafn- arhúsið gert að bækistöð og hálf- klárað Þjóðleikhús gert að birgða- geymslu. Tvö þúsund hermenn Á þessum fyrsta degi var ekkert vitaö um fjölda hermanna sem gengu á land. Fréttir dagblaða segja að þar hafi þúsundir veriö á ferð en hið rétta var að tvö þúsund manna lið hernam landið á nokkr- um klukkutímum. íslendingar of- mátu fjöldann og gerði breska hernámsliðið lítið í því að leiðrétta þann misskilning. Ekki mætti hernámsliðið mót- spyrnu afhálfu landans. ÞeirReyk- víkingar sem söfnuðust saman á hafnarbakkanum þennan morgun voru þar fyrir forvitni sakir. Eng- inn Reykvíkingur átti von á þess- um atburðum en ekki mátti ráða á svip nokkurs hvort honum líkaði betur eða verr. Fljótlega heyrðust þær raddir að af tvennu illu væri Bretinn betri en Þjóðveijinn. Síðar um daginn bárust þær fréttir frá Evrópu aö Þjóðverjar hefðu ráðist inn í Holland og Belgíu og þar log- aði allt í bardögum. Ríkisstjórnin mótmælir Breski sendiherrann gekk á fund ríkisstjómarinnar klukkán 11 að morgni hernámsdagsins. Var því heitið að hemámsliöið færi strax og óhætt þætti og aö það myndi ekki hlutast til um innanríkismál landsins. Ríkisstjómin mótmælti hemáminu og skerðingu á fullveldi og hlutleysi landsins. Klukkan hálfníu um kvöldið talaði Hermann Jónasson forsætisráðherra í út- Hermenn marsera eftir Hafnarstrætinu f Reykjavík. varpið og sagði frá fundi ríkis- stjórnarinnar með breska sendi- herranum. Eftir ýmsar útskýring- ar forsætisráðherra á undangengn- um atburðum lauk hann máh sínu á því að biðja þjóðina að halda ró sinni og líta á Bretana sem gesti og sýna þeim kurteisi í hvívetna líkt og öðrum gestum. Með tilkomu breska hernáms- liðsins breyttist daglegt líf landans en fáa óraði fyrir þeim gífurlegu breytingum sem áttu eftir að verða hjá þessari litlu þjóö er leið á stríð- ið. íslendingar höfðu nú dregist inn í átök þjóða sem enginn vissi hvort og hvenær tækju enda. Almenningi vom fljótlega settar ýmsar skorður sem hann átti ekki að venjast, veiðasvæðum og sighngaleiðum var lokað og þegar her var sestur að í landinu jókst hættan á loftárás- um af hendi óvinarins. Hernámið reyndist gullnáma Hernámið reyndist mörgum hin mesta gullnáma og flestir sem vettlingi gátu valdið reyndu að þéna á hernáminu. Atvinnuleysi hafði verið viðloðandi í borginni en allt í einu var vinnuframboð nóg. Karlar grófu skurði, lögðu vegi og flugbrautir á meðan konur þvoðu þvotta af hreinlátum her- mönnum. Bretaþvotturinn varð Börnin vildu vita eitthvað um þessa einkennisbúnu kalla. Fimmtíu ár frá hemáminu Vélbyssur og hermenn við Herkastalann í Reykjavík. Vegfarendur horfa á striðsmennina í hálfgerðri forundran. fljótlega þyrnir í augum margra sem héldu því fram að Reykjavík- urdætur gerðu ýmislegt fleira fyrir breska hermenn en þvo af þeim. Forvitni almennings Hins vegar þóttu þessi fyrstu sýn- ishorn breska herveldisins ekkert sérstaklega burðug. Hermennirnir voru margir hverjir helst til past- urslegir að mati íslendinga og aug- sýnilega var ekki rjómi herveldis- ins hér á ferð. Liðið var illa og fá- tæklega útbúið, undirbúningur flausturslegur og hergögnin ævagömul en glöggir íslendingar sáu þessi atriði fljótt út. Þetta kæfði samt ekki forvitni reykvískra stúlkna sem litu á hermennina út undan sér. Daginn eftir, þann 11. maí, er eitt dagblaöanna farið að hamra á siðgæðinu. Talað er um að almenningur hafi safnast saman utan um hermennina og þó sér- staklega stúlkur sem gerðust helst til nærgöngular við dátana. For- vitnin var ekki síst hjá börnum bæjarins sem fengu hér nýtt inn- legg i leiki sína. Hvaö um það, her- ihn var kominn til að vera á meðan stríðsástand varði og flestir tóku þá afstöðu að gera sér þaö að góðu. Þjóðfélagsbreytingarnar sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að ekkert varð eins og áður. -JJ Heimild: Dagblöðin og bókin Ástandið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.