Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Qupperneq 38
50
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Sunnubraut 9, Búðardal, þingl. eig-
andi Guðbrandur Hermannsson, fer
fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn
10. maí ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðend-
ur eru Hróbjartur Jónatansson hdl.,
Ásgeir Thoroddsen hdl., Þórunn Guð-
mundsdóttir hrl., Tryggingastofnun
ríkisins, Sigurður I. Halldórsson hdl.,
Landsbanki Islands, veðdeild, og Gísli
Kjartansson hdl.
Refabú ísfelds sf. ásamt 2 ha lóð úr
landi Hjarðarholts, þingl. eigandi ís-
feldur sf., fer fram á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 10. maí ’90 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru Eggert B. Ól-
afsson hdl., Búnaðarbanki íslands,
Brunabótafélag íslands, Gunnar Sól-
nes hrl. og Gísli Kjartansson hdl.
Stekkjarhvammur 6, Búðardal, þingl.
eigandi Kristján J. Jónasson, fer fram
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10.
maí ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur
eru Kristinn Hallgrísson hdl., Guðjón
Á. Jónsson hdl., Valgarður Sigurðsson
hdl., Landsbanki íslands, veðdeild, og
Sigurmar K. Albertsson hrl.
Sýslumaður Dalasýslu
VINNUSKOLI
REYKJAVÍKUR
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní
nk. 1 skólann veróa teknir unglingar fæddir 1975 og
1976 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla
Reykjavíkur skólaárið 1989-1990.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavík-
urborgar, Borgartúni 3, sími 62 26 48, og skal um-
sóknum skilað þangað fyrir 18. maí nk.
Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu.
Vinnuskóli Reykjavíkur
Sjómannaskólinn í Reykjavík
lóðarlögun
Tilboð óskast í lóðarlögun við Sjómannaskólann, alls um 1800 m2.
Um er að ræða jarðvegsskipti, frárennslislagnir, snjóbræðslulagn-
ir, kantstein og hellulögn.
Auk þess á að hlaða vegg og gróðursetja plöntur.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja-
vík, frá miðvikudegi 9. mai til og með föstudags 18. maí gegn
5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, Reykjavík,
þriðjudaginn 22. maí kl. 11.00.
INNKAUPASTOFIMUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu-
stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þingeyri.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hólmavík.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaup-
stað.
4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina i Ólafsvík.
5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Dalvik.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi.
7. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðvarnar á Fá-
skrúðsfirði og Stöðvarfirði.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á isafirði.
9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
10. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Hlíðahverf-
is í Reykjavík.
11. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Höfn,
Hornafirði.
12. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina efra Breið-
holti, Reykjavík. Staðan veitt frá 1. júli 1990.
13. Staða hjúkrunarfræðings/ljósmóður við Heilsugæslustöðina
á Skagaströnd. Staðan veitt frá 1. ágúst 1990.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun
sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,
150 Reykjavík.
Hjúkrunarfræðinga vantar á nokkrar heilsugæslustöðvar vegna
sumarafleysinga. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjórar heilsu-
gæslustöðvanna.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
Afmæli
Jóhannes J. Gunnarsson
Jóhannes J. Gunnarsson, Lauga-
læk 12, Reykjavík, verður fertugur
á morgun.
Jóhannes fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá
Hótel- og veitingaskóla íslands árið
1973 sem framreiðslumaður. Jó-
hannes starfaði lengst af í Naustinu
sem framreiðslumaður og yfirþjónn
en hann starfar nú sem veitinga-
maður í Leikhúskjallaranum.
Jóhannes var formaður próf-
nefndar Hótel- og veitingaskóla ís-
lands frá 1978-87.
Jóhannes kvæntist 5.7.1975 Ás-
gerði Flosadóttur sem nú er að ljúka
námi í stjórnmálafræði og fjölmiðla-
fræði við HÍ auk þess sem hún rek-
ur eigið innflutningsfyrirtæki. For-
eldrar Ásgerðar eru Sigurborg Guð-
rún Jónasdóttir, f. 3.5.1936, og Flosi
Þórormsson, f. 17.4.1930, d. 18.10.
1984. Stjúpfaðir Ásgerðar er Hreinn
Þorvaldsson múrarameistari.
Jóhannes og Ásgerður eiga tvær
dætur. Þcér eru Guðrún Eva, f. 26.9.
1977, og Flosrún Vaka, f. 18.3.1985.
Systkini Jóhannesar eru Sigur-
björt Júlíana Gunnarsdóttir, f. 25.12.
1942, skókaupmaður, gift Erni Sig-
urðssyni sölustjóra en þau eignuð-
ust fjögur börn og eru þrjú þeirra á
lífi; Guðrún Elín Gunnarsdóttir, f.
29.3.1946, verslunarmaður, gift Erni
Péturssyni leigubifreiðastjóra og
eiga þau fjögur börn; Unnur Gunn-
arsdóttir, f. 23.9.1947, skrifstofu-
maöur á Sauðárkróki, gift Baldri
Heiðdal verslunareiganda og eiga
þau þrjú börn; Gunnar Bjöm Gunn-
arsson, f. 14.7.1959, læknir við fram-
haldsnám í Wisconsin í Bandaríkj-
unum, kvæntur Þorgerði Þráins-
dóttur hjúkrunarfræðingi; Helga
Gunnarsdóttir, f. 1.8.1961, sölumað-
ur, gift Erni Rósinkranssyni raf-
virkja og eiga þau einn son. Stjúp-
systkini Jóhannesar eru Sigrún
Kristinsdóttir, f. 7.4.1946, skrifstofu-
stjóri og á hún einn son; Jóhannes
Ágúst Kristinsson, f. 17.5.1949, flug-
stjóri hjá Cargolux í Lúxemborg,
kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur og
eiga þau fjögur börn, og Elín Krist-
insdóttir,f. 1.10.1958, giftMagnúsi
Gíslasyni framkvæmdastjóra og
eigaþauþrjúböm.
Foreldrar Jóhannesar eru Bjarn-
dís Jónsdóttir, f. 7.3.1920, húsmóðir,
og Gunnar S. Guðmundsson, f. 28.6.
1917, d. 21.6.1963, vömbifreiðastjóri.
Stjúpfaðir Jóhannesar er Kristinn
Guðjónsson, forstjóri Banana hf.
Foreldrar Gunnars voru Guðrún
Finnbogadóttir, húsmóðir í Reykja-
vík, og Guðmundur Erlendsson tré-
smiður.
Foreldrar Bjarndísar voru Jón
Jónsson, sjómaður og síðar fisksali
í Reykjavík, og kona hans, Júlíana
Björnsdóttir, f. 19.7.1884, húsmóðir.
Jón var sonur Jóns, b. í Hruna-
króki í Laxárdal og Hörgsholti í
Hreppum, bróður Guðmundar í
Hörgsholti, fóður Jóns á Brúsastöð-
um, gestgjafa á Þingvöllum, og fóður
Bjama, óöalsb. í Hörgsholti. Jón var
einnig bróðir Jónasar „Plausor",
dyravarðar Alþingis og kímni-
skálds, og Snorra í Gröf, föður Tóm-
asar, útgerðarmanns á Járngerðar-
stöðum í Grindavík. Jón var sonur
Jóns, óðalsb. í Hörgsholti, bróður
Guöbjargar, móður Jóns, ættföður
Setbergsættarinnar í Hafnarfirði,
langafa Vigdísar, móður Harðar
Sigurgestssonar, forstjóra Eim-
skips. Jón í Hörgsholti var sonur
Jóns, b. þar, Magnússonar.
Móðir Jóns fisksala var Sesselja,
Jóhannes J. Gunnarsson.
sem lést rúmlega aldargömul í
marsmánuði 1950, Guðmundsdóttir,
b. á Fossi í Ytrahreppi, Helgasonar,
b. á Grafarbakka, Einarssonar,
lögrm. á Galtarfelli, Ólafssonar.
Móðir Sesselju var Margrét Guð-
mundsdóttir, „læknis" og b. í Hellis-
holtum, Ólafssonar. Móðir Guö-
mundar „læknis" var Marín Guð-
mundsdóttir, b. á Kópsvatni, Þor-
steinssonar, ættfööur Kópsvatns-
ættarinnar sem margir okkar
fremstu skákmenn eru komnir af.
Júlíana, móðir Bjarndísar, var
dóttir Björns, b. í Þjóðólfshaga,
Magnússonar, b. á Vestri-Geldinga-
læk ogÞjóðólfshaga, Magnússonar,
b. í Bolholti á Rangárvöllum,
Björnssonar. Móðir Magnúsar á
Vestri-Geldingalæk var Sólveig
Brandsdóttir, b. í Næfurholti, Jóns-
sonar.
Móðir Júlíönu var Arndís Er-
lendsdóttir, b. á Þverlæk og Ásmúla,
Ólafssonar, og konu hans, Sigríðar
Árnadóttur.
Til hamingju með afmælið 6. maí
90 ára
Ólöf Indriðadóttir,
Bjarmastíg 8, Akureyri.
Jón, Kristján Jónsson,
Tjamargötu 9, Miðneshreppi.
Halldór Benediktsson,
Gautlandi 19, Reykjavík.
Tómas Hansson,
Hringbraut 59B, Keflavík.
40 ára
60 ára
85 ára
Árný Stefánsdóttir,
Hvammbóli, Mýrdalshreppi.
Guðiaug Þorsteinsdóttir,
Strandgötu 3, ísafirði.
Hannesína Tyrfingsdóttir,
Heiðarbraut 13, Keflavík.
Gunnar Lárusson,
Hellulandi 7, Reykjavik.
75 ára
Ólöf Stefánsdóttir,
Miðstræti 7, Neskaupstað.
50ára
70 ára
Ólafur Bjarni Th. Pálsson,
Grundartanga52, Mosfellsbæ.
Francis William Mattson,
Bragagötu26A, Reykjavík.
Jóhann Ingi Einarsson,
Brekkubyggð 56, Garðabæ.
Halldóra Halldórsdóttir,
Safamýri 19, Reykjavík.
Erlingur Hansson,
Stífluseli 11, Reykjavík.
Björn Þórisson,
Langanesvegi 23, Þórshöfn.
Reynir E. Kjeruif,
Brávöllum 5, Egilsstöðum.
Hannes Sigurðsson,
Hrauni II, Olfushreppi.
Hann býður vini og vandamenn
velkomna á heimili sitt í dag, laug-
ardag.
Björg Kjartansdóttir,
Karfavogi 15, Reykjavík.
Einar Pálmi Jóhannsson,
Skaftahlíð 40, Reykjavík.
Halldóra Helgadóttir,
Hraunbæ 98, Reykjavík.
Ingimar Kristinsson,
Laufvangi 7, Hafnarfiröi.
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLADID
SIMINNER
Hugsum
'4 <x-, "
!*%
' ' . ...
á veginn!
Brýr og ræsi
krefjast sérstakrar
varkárni. Draga
verður úr hraða og
fylgjast vel með
umferð á móti.
Tökum aldrei
áhættu! | UMFERÐAR
Uráð