Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Síða 39
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. 51 Afmæli Guðný Þorgerður Þorgilsdóttir Guöný Þorgerður Þorgilsdóttir húsmóðir, Rauðalæk 19, Reykjavík, varð níræð þann 30.4. sl. Guðný fæddist að Svínafelli í Ör- æfum og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en flutti þá til frænda síns ogfósturforeldra, Sveins Sveinsson- ar, b. í Ásum í Skaftártungu, og konu hans, Jóhönnu Margrétar Sig- urðardóttur. Guðný giftist 17.6.1920 Jóni Jóns- syni, silfursmiði og síðan málm- steypumanni í Reykjavík, f. 6.8.1889, syni Jóns Þorsteinssonar, b. í Suð- ur-Hvammi í Mýrdal, síðar kaup- manni í Vík-í Mýrdal, og Guðríðar Brynjólfsdóttur. Guðný og Jón shtu samvistum 1951. Börn Guðnýjar og Jóns eru Sig- rún, f. 19.8.1921, listakona, var fyrst gift Sigurjóni Sigurðssyni, fyrrv. kaupmanni, og eiga þau þrjú börn, var síðan gift Ragnari Emilssyni arkitekt og eiga þau tvö börn en er nú gift Thorsten Folin ofursta og eru þau barnlaus; Þorgrímur, f. 25.4. 1924, málmsteypumaður í Reykja- vík, kvæntur Guðnýju Margréti Ámadóttur og eiga þau fjögur börn; Hafsteinn, f. 23.3.1931, iðnverka- maður; Guðríður Bryndís, f. 27.12. 1936, húsmóðir, gift Jóni Björnssyni og eiga þau fjögur börn. Fósturson- ur og dóttursonur Guðnýjar er Sig- urður VilbergSigurjónsson, f. 12.10. 1944, læknir, en hann var kvæntur Kristjönu Ellertsdóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Guðnýjar: Sigurður, f. 21.4.1890, d. 11.4.1910; Sigríöur, f. 28.8.1891, d. 8.8.1978, matselja í Reykjavík; Guðmundur Páll, f. 23.12. 1995, d. 1982, bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Björnsdóttur og átti hann tvö börn fyrir hjónaband; Gunnar Kristinn, f. 21.11.1898, d. 1957, b. á Ytri-Ásum í Skaftártungu, kvæntur Guðnýju Helgadóttur og eignuðust þau fimm börn, auk þess sem hann átti eitt barn fyrir hjóna- band; Jóhanna Þuríður, f. 27.8.1883, en bún er látin, var gift Filippusi Jónssyni og áttu þau þrjú börn og Þorgils Guðni, f. 2.12.1885, sem einn- ig er látinn, kvæntur Láru Krist- mundsdóttur og eignuðust þau fimm syni. Foreldrar Guðnýjar voru Þorgils Guðmundsson, f. 14.12.1852, d. 27.4. 1900, b. á Fossi á Síðu, og kona hans, Guörún Sigurðardóttir eldri, f. 10.5. 1858, d. 2.6.1922. Þorgils var sonur Guðmundur, b. á Fossi á Síðu, Guðmundssonar, b. á Núpum, Hálfdánarsonar, b. á Keldunúpi, Guðbjargarsonar. Móðir Guðmundar á Núpum var Guðrún Einarsdóttir. Móðir Guömundar á Fossi var Guðlaug Þorláksdóttir. Móðir Þorgils var Guðný Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar. Guð- mundur og Guðný voru sjötti ættlið- ur frá Jóni gamla Eiríkssyni, b. í Syðri-Steinsmýri. Páll í Hörgsdal er langafi Arnfinns, fóður Róberts leikara; Guðrúnar, móður Péturs Sigurgeirssonar biskups; Sigurlaug- ar, móður Guðrúnar Ásmundsdótt- ur leikkonu; Jóns, föður Páls Heið- ars útvarpsmanns; Hólmfríðar, móður Jóns Sólnes alþingismanns, fööur Júlíusar umhverfisráðherra, og Arreboe Clausen, fóður Hauks tannlæknis og Arnar lögfræðings. Guðríður dóttir Páls í Hörgsdal var móðir Sveins Sveinssonar í Ás- um, fósturfóður Guönýjar. Sveinn var afi Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra, Brynju Benedikts- dóttur leikstjóra og Hönnu Frí- Þorsteinn Valtýr Kristjánsson Þorsteinn Valtýr Kristjánsson verkamaður, Skólabraut 18, Stöðv- arfirði, Suður-Múlasýslu, verður sextugur á morgun. Þorsteinn fæddist að Litla-Kálfa- læk í Hraunhreppi í Mýrasýslu og ólst þar upp til sex ára aldurs en í Reykjavík til þrettán ára aldurs. Þá flutti hann í Skagafjörðinn þar sem hann bjó til tuttugu og tveggja ára aldurs. Þorsteinn stundaði landbúnaðar- störf í Skagafirðinum en flutti til Stöðvarfjarðar 1952 þar sem hann hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, m.a. verið í síld, unnið í frysti- húsi, verið við síldarbræðslu, við löggæslu og fleira. Þorsteinn er lög- giltur fiskmatsmaður og hefur nú unnið við saltfiskmat. Hann starfaði mikið að verkalýðsmálum á Stöðv- arfirði og sinnti málefnum ung- mennafélagsins, auk þess sem hann hefur tekið virkan þátt í sönglífi staðarins. Þá er hann áhugamaður um hestamennsku. Þorsteinn kvæntist 26.12.1954 Nönnu Jónsdóttur, f. 29.6.1932, hús- móður, dóttur Jóns Jóhannssonar, b. á Hvalnesi í Stöðvarfirði, og Krist- ínar Sigtryggsdóttur. Börn Þorsteins og Nönnu eru Jón Þorsteinsson, f. 16.9.1953, verkmaö- ur á Stöðvarfirði; Rúnar Þorsteins- son, f. 16.10.1956, blikksmiður í Karlskrona í Svíþjóð; Fjóla Þor- steinsdóttir, búsett á Stöðvarfirði, og Heimir Þorsteinsson, mennta- skólanemi á Egilsstöðum. Systkini Þorsteins: Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 3.11.1928, en hún er látin, var gift Guðbrandi Elífarssyni og eignuðust þau tvo syni; Sesselja Kristjánsdóttir, f. 13.12.1938, sem einnig er látin, var gift Sigtryggi Þorsteinssyni og eignuðust þau þrjá syni og eina dóttur; Elínbjörg Krist- jánsdóttir, f. 28.8.1933, var gift Unn- steini Guðmundssyni, sem látinn, og eignuðust þau sex syni og fjórar dætur, og Sara Kristjánsdóttir, f. 27.10.1942, var gift Guðjóni Guðjóns- syni og eiga þau tvær dætur og einn son. Foreldrar Þorsteins voru Kristján Guðmundsson, f. 2.2.1894, d. 3.7. 1986, sjómaður og þekkt skytta, og Guðrún Ágústa Gottskálksdóttir, f. 14.1.1905, d. 2.11.1978, húsmóðir. Foreldrar Kristjáns voru Guð- Þorsteinn Valtýr Kristjánsson. mundur Snæbjörnsson, b. í Görðum í Staðarsveit, og kona hans, Hall- dóra Jónsdóttir frá Lágafelli í Miklaholtshreppi. Foreldrar Guðrúnar voru Gott- skálk Bjömsson frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi, og kona hans, Sesselja Þorsteinsdóttir frá Grenj- um. Gestur Einar Jónasson mannsdóttur, skólastjóra Karon- skólans. Bræður Sveins voru Gísli alþingisforseti og Páll menntaskóla- kennari, faðir Páls, prests á Berg- þórshvoli. Systir Sveins var Sigríð- ur, móðir Sigríðar Björnsdóttur myndlistarkonu og Ágústu, móður Matthildar Ólafsdóttur, konu Ágústs Valfells. Páll í Hörgsdal var auk þess langafi Ólafs Halldórsson- ar kaupmanns, föður Matthildar. Guðrún eldri var dóttir Sigurðar, b. á Svínafelli í Öræfum, Jónssonar, b. á Svínafelli, Sigurðssonar, b. á Svínafelli, Þorsteinssonar, b. á Svínafelli. Móðir Sigurðar Þor- steinssonar var Guðrún Vigfúsdótt- ir, b. í Skálafelli í Suðursveit, Vig- fússonar. Móðir Guðrúnar eldri var Sigríður Runólfsdóttir, b. á Maríu- bakka í Fljótshverfi, Sverrissonar, en Sigurður og Sigríður voru systra- börn þar sem mæður þeirra voru dætur Bjarna, b. í Skaftafelli í Öræf- um, Jónssonar, b. og hagleiksmanns í Skaftafelli, Einarssonar, b. og hag- leiksmanns í Skaftafelli, Jónssonar. Ljótunn, systir Bjarna, var móöir Jóns Sigurðssonar hér að framan. Þorsteinn, bróðir Jóns, var langa- Guðný Þorgerður Þorgilsdottir. langafi Kvískerjabræðra í Öræfum og Sigrúnar Pálsdóttur, konu Þor- steins Jóhannssonar, kennara í Svínafelli. Sigríður var systir Bjarna, b. á Hólmi í Landbroti, afa Bjarna, völundar í Hólmi, og Ólafar, ömmu Ómars Ragnarssonar frétta- manns. Til hamingju með afmælið 5. maí 85 ára JensPáisson, Dalbraut 23, Reykjavík. Björgvin Þór Jóhannsson, Vesturvangi 40, Hafnarfirði. Helga Guðmundsdóttir, Flyðrugranda4, Reykjavík. Jón Edvald Alfreðsson, Skólabraut 10, Hólmavík. 70 ára Guðrún Jónsdóttir, Hólavegi 42, Sauðárkróki. Þórdis Rögnvaldsdóttir, Skíðabraut 13, Dalvík. 60ára Lilja Finnbogadóttir, Hamrahlíð 5, Eyrarsveit. Jóna Steingrímsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavík. Ingibjörg Bjarnadóttir, Ásgarði 75, Reykjavík. Guðný Benediktsdóttir, Norðurbraut 17,Hvammstanga. Frantz Pétursson, Hofteigi 32, Reykjavík. 50 ára Valur Sigurbergsson, Beykihlið 17, Reykjavík. 40ára Helgi Hallgrimsson, Hrisalundi8A, Akureyri. Pétur J. Eiriksson, Hæðarseli 22, Reykjavík. Stefanía Guðjónsdóttir, Staðarhrauni 10, Grindavík, Arnþór Óíi Arason, Ofanleiti 15, Reykjavík. Hannes Sigurður Kristinsson, Byggðarholti57, Mosfellsbæ. Jón Guðmundur Ragnarson, Valshólum6, Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Álfhólsvegi 109, Kópavogi. Áslaug Kristjánsdóttir, Arnarsíðu 12A, Akureyri. Þórir Jónsson, Boðaslóð 5, Vestmannaeyjum. Kolbrún Kristjánsdóttir, Eyjavöllum 13, Keflavík. Inga Jóna Jónsdóttir, Bessahrauni 14, Vestmannaeyjum. Gestur Einar Jónasson, frétta- maður og leikari, Vanabyggð 8E, Akureyri, varð fertugur í gær. Gestur fæddist á Reynivöllum 2 á Akureyri og ólst upp á Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1967 og stundaði leiklistarnám í London 1978. Gestur vann við verslunarstörf samhliða áhugastarfi hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann var í hópi fyrstu fastráðinna leikara hjá LÁ1973 og starfaði þar óslitið til ársins 1985. Hann hefur leikið um hundrað hlut- verk hjá LA, auk þess sem hann hefur leikið í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Gestur hefur setið í stjórn og leikhúsráöi LA. Árið 1985 hóf hann störf við blaða- mennsku og við útvarp, fyrst á dag- blaðinu Degi, síðan við stofnun Hljóðbylgjunnar og 1987 hjá Ríkisút- varpinu á Akureyri sem fréttamað- ur og dagskrárgerðarmaður. Hann hefur gert fjöldann allan af útvarps- og sjónvarpsþáttum. Gestur er einkaflugmaður og starfar að málum einkaflugmanna á Akureyri. Auk þess hefur hann set- ið í stjórn KA og er mikill áhuga- maðurum íþróttir. Gestur kvæntist 30.9.1972 Elsu Björnsdóttur hárgreiðslumeistara, f. 3.9.1950, dóttur Halldóru Gunn- laugsdóttur húsmóður, f. 16.10.1926, og Björns Ottós Kristinssonar, fyrrv. forstöðumanns Vélskóla ís- lands á Akureyri, f. 1.10.1918. Dóttir Gests og Elsu er Halla Bára Gestsdóttir, f. 3.2.1973, nemi við MA. Gestur á tvær systur. Þær eru Guðný Jónasdóttir, f.30.4.1947, gift Þorsteini Thorlacius en þau reka bókaverslun á Akureyri og eiga þrjú börn og Hjördís Nanna Jónasdóttir, f. 29.4.1961, starfsmaður við Land- spítalann, í sambýli með Kolbeini Gíslasyni en þau eru búsett í Reykjavík og á Hjördís Nanna eina dóttur. Foreldrar Gests: Jónas Einar Ein- arsson, f. 22.1.1921, d. 23.6.1972, flug- umferðarstjóri, og Bára Gestsdóttir, f. 14.10.1925, húsmóöir. Foreldrar Jónasar: Einar Methús- alemsson frá Burstarfelli í Vopna- firði og Guðný Jónasdóttir frá Kjarna við Akureyri. Gestur Einar Jónasson. Foreldrar Báru: Gestur Jóhannes- son frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal og Lísbet Tryggvadóttir, einnig úr Fnjóskadal. Missið ekki af nyjasta Urval - kaupið það NÚNA STRAX á næsta blaðsölustað MfNNINGARKORT Sími: 694100 ÍFLUGBJORGUNARSVEITINl I Reykjavík | Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760 Blómaskreytingar við öll tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.