Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Page 7
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 199Q. 7 Fréttir Norræn ráðstefna um andlegan og félagslegan stuðning við krabbameinssjúklinga: „Átaks er þörf á öllum Norðurlöndum“ „Ástandið varðandi aöhlynningu krabbameinssjúklinga er nokkuð svipað á Norðurlöndunum. Það er þó sammerkt með öllum þjóðunum að félagslegum og andlegum stuðn- ingi hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Það þarf virkilega að gera átak í þeim efnum,“ sögðu þær Guð- rún Agnarsdóttir, þingmaður og læknir, og Lilja Þormar hjúkrunar- fræðingur í samtali við DV. Lilja og Guðrún voru nýlega á ráð- stefnu um andlegan og félagslegan stuðning við krabbameinssjúklinga á Norðurlöndum. Ráðstefnan var haldin í Finnlandi og hana sóttu 110 þátttakendur frá flmm Norðurlönd- um, þar af 11 íslendingar. Ráðstefnan er hin fyrsta sinnar tegundar og þar hittust fulltrúar flestra heilbrigðis- stétta, leikmenn, sjúklingar og stjórnmálamenn. Umræðurnar snerust aðallega um þrjú atriði: Krabbameinssjúklinginn, aðstandendur og syrgjendur, sjálf- boðaliðastarf einstaklinga og sam- taka og loks um heilbrigðisstarfsfólk og fleiri er annast ummönnunarstörf á vegum hins opinbera. Markmið ráðstefnunnar var að setja háan sameiginlegan staðal fyrir andlegan og félagslegan stuðning við krabbameinssjúklinga á öllum Norð- urlöndum og leggja fram skýra fram- kvæmdaáætlun tO að ná því mark- miöi. „Ráöstefnan er fyrsta skrefið í átt að betri andlegum og félagslegum Lilja Þormar hjúkrunarfræðingur t.v. og Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður og iæknir. DV-mynd GVA stuðningi við krabbameinssjúklinga. Sameiginleg niðurstaða starfshópa landanna var að í fyrsta lagi þyrfti að bæta upplýsingaflæði og tjáskipti við sjúklinga og bæta menntun í grunnnámi heilbrigðisstéttanna hvað þetta varðar. Þá þarf að skipu- leggja andlegan og félagslegan stuðn- ing á vegum heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni. Loks voru allir sam- mála um að sérstaklega þyrfti að bæta þjónustu við sjúklinga með krabbameinssjúkdóm á lokastigi. I íslenska starfshópnum höfðu mái er snúa að almannatryggingakerfmu einnig forgang en ýmiss konar fjár- hagserflðleikar geta fylgt í kjölfar alvarlegra sjúkdóma eins og krabba- meina.“ Stefnt er að annarri ráðstefnu í haust þar sem kynntar verða niöur- stöður rannsókna varðandi andlega og félagslega aðhlynningu krabba- meinssjúklinga. -hlh Öskjuhlíðarskólinn í Reykjavík Lóðarlögun Tilboð óskast í lóðarlögun við Öskjuhlíðarskóla. Um er að ræða jarðvegsskipti, frárennslislagnir, snjóbræðslulagn- ir, kantstein og hellulögn. Auk þess á að setja upp girðingar, hlaða vegg og gróðursetja plöntur. Verktimi er til 30. júlí 1990 en gróðursetningu plantna skal vera lokið 20. júní 1 991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, frá þriðjudegi 15. maí til og með þriðjudags 22. maí. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 25. maí 1990 kl. 11.30. IIMIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK HEILSUNNAR VEGNA - GÓÐIR VALK0STIR Vinsæla C-vítam- ínið sem allir tala um. Kröftugt C- vítamín með kal- cíum. Ester C-víta- mín daglega bætir heilsuna. Dreifing: Bio-Selen umboðið sími 76610 Hár-Pantote'n ersérstaklega heilsusamlegt fyrir: hárið, húð- ina og neglurn- ar. Góð vítamín- og steinefna- blanda. Allir þekkja þýska I Ija Rogoff gæðahvítlaukinn. Alveg lykt- arlaus. Unninn viö frysti- þurrkun, með nýrri tækni, og viðheldur þannig ALLICIN- INU og öðrum sulfur efnas- amböndum. Inniheldur440 MCG af ALLICINI íhverjum 100g. Inniheldur einnig GERMANÍUM. Fást í heilsubúðum og mörgum apótekum og mörkuðum. ÁfSK byggð á bergi í kjallara Nausts Opið öll kvöld & Sælustundir milli kl. 18 og 20 alla daga Allarveitingar með 100 kr. afslætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.