Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Side 8
8
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Hin hliðin á unglingunum_
Ætla að verða
bóndakona
Þessi ljóshærði með grimmu augun í uppáhaldi
- segir Sigríður Magnúsdóttir, 16 ara
Hin hliðin er orðin gömul hefð í
helgarblaði DV. Venjulega er það
frægt fólk sem hefur sýnt á sér hina
hliðina en nú ætlum við að breyta
til einu sinni og spyija þrjá ungl-
inga sömu spurninga. Að vísu kom
það nokkuö á óvart að unglingar
dagsins í dag virðast ekki fylgjast
mikið með stjórnmálum eða þjóð-
málum almennt. Þeir voru ekki
vissir hvað sjónvarps- eða útvarps-
fólk heitir og jafnvel ekki með á
hreinu hvaða útvarpsstöðvar þeir
hlusta mest á.
En það var gaman að leyfa þeim
að spreyta sig á þeim spurnignum
sem fvúlorðið fólk hefur fengið að
ghma við að svara hingað tU. Það
eru því þrír hressir unglingar sem
sýna á sér hina hUöina að þessu
sinni.
Fullt nafn: Sigríður Magnúsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 30. maí 1973.
Skóli: Ég er í Iönskólanum í al-
mennu námi.
Áhugamál: Hestar eru mitt aðalá-
hugamál. Ég á sjálf einn hest sem
ég hef á Kjóavöllum.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég spila mjög sjald-
an í lottóinu og mest hef ég fengið
þijár tölur réttar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Fara á hestbak og dvelja á
Laugarvatni. Mér finnst líka æðis-
legt aö skemmta mér með vinum
mínum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Leiðinlegast? Mér þykir ekki
neitt sérstaklega leiðinlegt. Lífið er
bara rosalega skemmtilegt.
Uppáhaldsmatur: Pitsa meö miklu
af sveppum og fiskur.
Uppáhaldsdrykkur: Kók og mjólk.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur i dag? Ég er ekki mikið
fyrir íþróttir en ætU Alfreö Gísla-
son sé ekki bestur.
Uppáhaldstimarit: Vikan.
Hver er fallegasti strákur sem þú
hefur séð? Ég er nú skotin í nokkr-
um en ég gef ekki nöfnin þeirra
upp. Mér finnst leikarinn Tom Cru-
ise líka meiriháttar.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Oh. Ég fylgist nú ekkert með
þessari pólitík og mér er alveg
sama um þessa ríkisstjórn.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Leikarann Rob Lowe.
Uppáhaldsleikari: Kallinn sem lék
í Rainman, hvað heitir hann aftur?
Dustin Hoffman.
Uppáhaldsleikkona: Ég veit það nú
ekki. Mér fmnst Ragnhildur Gísla-
dóttir alltaf svoldið góð. Hún lék
einu sinni í bíómynd.
Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort-
hens og Ragga Gísla.
Uppáhaldshljómsveit: Sálin hans
Jóns míns.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Batman og Högni.
arliðsins hér á landi? Ertu að meina
herinn í Keflavík. Ég er á móti hon-
um.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Eff emm og Stjarnan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Æi, h'vaö
heita þeir aftur sem vinna á þess-
um útvarpsstöðvum. Ég hef ekki
hugmynd.um það. Þeir eru bestir
sem eru með vinsældalista.
Hvort hoi’fir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: • Þessi
ljóshærði í fréttunum á Stöð tvö
með grimmu augun. (Sigmundur
Ernir)
Uppáhaldsskemmtistaður: Það er
sko diskótek sem heitir BCM á
Mallorca.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, það er á hreinu að
ég ætla að verða fararstjóri á Spáni.
Hvað ætlar þú að gera í sumar:
Fara til Costa del Sol með mömmu
og pabba og heimsækja vinkonu
mína þar.
-ELA
Leiðinlegt að hanga heima
- segir Jóhann Meurier, 13 ára
Fullt nafn: Jóhann Meurier.
Fæðingardagur og ár: 10. júní 1976.
Skóli: Hagaskóli - sjöundi bekkur.
Áhugamál: Það er mjög margt, til
dæmis að vera með vinum mínum.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Eg spila voöa lítið
með í því en hef einu sini fengið
þijár tölur.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Skemmta mér á skemmti-
stöðum fyrir unglinga.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Hanga heima.
Uppáhaldsmatur: ítalski rétturinn
lasagna.
Uppáhaldsdrykkur: Pepsí.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Ætli þaö sé
ekki Einar Þorvarðarson.
Uppáhaldstímarit: DV er best.
Hver er fallegasta stelpa sem þú
hefur séð? Það er nú leyndarmál
en ég get svo sem nefnt Brookie
Shields.
Ertu hlynntur eða andvigur ríkis-
stjórninni? Ég fylgist lítið með
stjórnmálum, kannski aðeins. Ætli
hún geri ekki sitt gagn.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Brookie Shields.
Uppáhaldsleikari: Róbert Redford.
Uppáhaldsleikkona: Marilyn
Monroe.
Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort-
hens.
Uppáhaldshljómsveit: Depeche
Mode.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Svalur og Valur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það eru
þættir á sunnudögum í Ríkissjón-
varpinu sem heita Duksedrengen
eða Dáðadrengur.
Ertu hlynntur eða andvigur veru
varnarliðsins hér á landi? Það veit
ég ekki. Ég hef ekkert spáð í það.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Útrás.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þaö er
fósturfaðir minn, Trausti Þór
Sveinsson, en hann er hjá Ríkisút-
varpinu.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Ég reyni oft að horfa á
Stöð 2 þar sem hún er en við eigum
ekki afruglara. Ætli ég horfi ekki
meira á Sjónvarpið þess vegna.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Rósa
Ingólfsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Billj-
ardstofan Púl á Hverfisgötu.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Valur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, ég ætla að verða
flugmaður. Það er alveg klárt.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég
fer til Frakklands eins og alltaf á
sumrin til að hitta föður minn sem
býr þar. Þaö er mjög skemmtilegt
að vera þar og þar fær maður til
dæmis að fara einn á diskótek.
-ELA
Uppáhaldssjónvarpsefni: Rose-
anne.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arliðsins hér á landi? Hvað mein-
arðu? Ég hef ekkert vit á því.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rótin er góð. Ha, er hún hætt?
Nú, þá bara Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður? Enginn
sérstakur sem ég man eftir.
Hvort horfirþú meira á Stöð 2 eöa
Sjónvarpið? Ég horfi meira á Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Stefán
Hilmarsson. Hann er með popp-
þáttinn í Ríkissjónvarpinu.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
nú lítið á skemmtistaði vegna þess
að ég kemst ekki jnn á þá. Kannski
helst Hollywood.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Það er
KR.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Já, ég ætla að verða
bóndakona.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég
ætla að vinna í Kaupfélaginu á
Laugarvatni.
-ELA
- segir Elísa Björk Matthíasdóttir, 13 ára
Fullt nafn: Elísa Björk Matthías-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 10. júní 1976.
Skóli: Austurbæjarskóli - sjöundi
bekkur.
Áhugamál: Það eru skíði, djass-
ballett og að flippa út - skemmta
sér.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég spila sjaldan
með og hef mest fengið þijár tölur
réttar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Skemmta mér í útlöndum,
sérstaklega eru diskótekin á Mall-
orca æöisleg. Ég er nýkomin frá
Spáni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Læra fyrir próf. Það er sko
alveg pottþétt.
Uppáhaldsmatur: Kínverskur mat-
ur er meiriháttar góður.
Uppáhaldsdrykkur: Pepsí.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Enginn sér-
stakur. Ég hef engan áhuga á
fþróttum.
Uppáhaldstimarit: Vikan.
Hver er fallegasti strákur sem þú
hefur séð? Hann heitir Coaro og er
sautján ára Spánveiji.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Ég hef nú lítið pælt í því en
ég hugsa að ég sé á móti henni.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Þaö er sko örugglega Coaro.
Hann er æðislegur.
Uppáhaldsleikari: Þeir eru rosalega
margir, t.d. Corey Haim.
Uppáhaldsleikkóna: Ó, guð, ég veit
þaðjekki. Hvað heitii hún sem lék
í myndinni.. .Meryl Streep... Ég
held það sé hún.
Uppáhaldssöngvari: Ég á engan
uppáhaldssöngvara.
Uppáhaldshljómsveit: Það er engin
sérstök hljómsveit vinsæl núna.
Mér finnst engin neitt sérlega góð,
að minnsta kosti ekki fyrir minn
smekk.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Heit-
ir ekki einhver Steingrímur eða
eitthvað svoleiðis... nei annars,
hann er svo ferlega ógeðslegur, er
það ekki? Jú, æth ég segi hann ekki
bara þó hann sé ferlega ömurlegur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Mikki mús.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Bjarg-
vætturinn er meiriháttar. Ég horfi
alltaf á hann.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
Elísa Björk skemmtir sér best í útlöndum.
Jóhann Meurier ætlar að vera i Frakklandi i sumar hjá
föður sínum. Þar eru diskótek fyrir unglinga.
stjórn," segir Sigríður Magnúsdóttir.
DV-myndir GVA