Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Side 13
13
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Uppáhaldsmatur
Jón Stefánsson organleikari er mikill laxveiðimaður og býður gestum sinum oft upp á laxarétti.
ÐV-mynd Brynjar Gauti
Laxatilraunir
organistans
- að haetti Jóns Stefánssonar
Jón Stefánsson organleikari í
Langholtskirkju er laxveiðimaður
mikiU og lætur fátt stöðva sig þegar
veiðin er annars vegar. Á dögunum
voru honum veitt Footloose verð-
launin svokölluðu en þau hlotnast
þeim stangveiðimanni sem sigrast
á erfiðu hkamlegu ásigkomulagi til
þess að stunda stangveiði.
„Ég ristarbrotnaði tólf dögum
áður en veiðin átti að hefiast en var
laus úr gifsinu. Ég byrjaði meö
tvær hækjur en losaði mig fljótlega
við aðra þeirra," segir Jón. „Fyrsti
dagurinn var erfiöastur og töluvert
kvalafullur en síöan minnkuöu
verkirnir. Það flýtti örugglega fyrir
batanum að sigrast á erfiðleikun-
um.“
Jón og veiðifélagi hans, Pétur R.
Guðmundsson, náðu tuttugu væn-
um löxum á land sem þykir ágætt
fyrir mann á hækjum.
Jón veiðir alltaf í Miöfjaröará
einu sinni á sumri og í ár hefst
veiðinhjá honum20. júní. „Kramp-
inn og magafiðringurinn er byijað-
ur nú þegar,“ segir Jón.„ Svo reyni
ég að komast á mínar gömlu heima-
slóðir einu sinni á sumri og renna
fyrir fiski í Laxá í Þingeyjarsýslu
og eyði svo hálfum degí í Elliðaán-
um.“
Jón hefur stundaö veiði frá barn-
æsku og var jafnvel byrjaður löngu
fyrir sitt minni.„Mér er sagt að
rúmlega tveggja ára hafi ég dregið
á eftir mér spriklandi urriða úr
Mývatnssveit alla leið heim í eld-
hús því ég hafði ekki krafta til að
rota hann,“ segir Jón.
Eins og að líkum lætur býður lax-
veiðimaður sínum gestum upp á
lax þegar færi gefst. Þessi réttur
hefur notiö mikilla vinsælda heima
hjá Jóni og ekki síst hjá útlendum
gestum sem falla alltaf fyrir vel
matreiddum vilhlaxi.
„Meira að segja pabbi gamli borð-
ar þetta meö mikiiii ánægju þótt
honum hafi rétt mátulega litist á
þaö í byrjun að boröa hráan fisk,“
segir Jón. „VUlti laxinn er bestur
en næstbesti kostur er hafbeitarlax
en annar eldisfiskur er helst til of
linur.“
í réttinn er tUvalið að nota þá
hluta laxins sem ekki nýtast við
suðu, til dæmis sporðstykki. Ann-
ars má nota hvaða hluta fisksins
sem er. Fiskurinn er roðflettur,
beinhreinsaður og síöan hakkaöur.
Mótiö lítil, þunn buff og leggið á
disk. Raðið kryddi í kring, til dæm-
is kapers, grófum pipar, grófu salti,
smávegis af svörtum kavíar, söx-
uðum, hráum lauk eða einhverju
öðru eftir vali.
Síöan er hrá eggjarauöa í skurn-
inni lögð á mitt fiskibuffið. Með
þessu er borðað ristað brauð. „Til
hátíðarbrigöa -eða afsökunar- er
gott aö drekka með þessu viskí-
tár,“ segir Jón.
Sem laxveiðimaöur hefur Jón
gaman af alls kyns tilraunum við
matreiðslu á laxi. Stundum veiöist
hrygna sem er vel hrognafyllt og
þá er um að gera að boröa hrognin
sem eru mikið hnossgæti.
„Það er töluvert erfitt að ná
hrognunum sundur og hef ég leitað
ráða bjá mörgum matreiðslumeist-
urum,“ segir Jón. „Best hefur mér
reynst að leggja hrognin í vel kalt
vatn og láta það síðan renna vel
af þeim. Siðan raöa ég hrognum á
Ritzkex og geymi i kæli í ca. fimm
mínútur fyrir neyslu. Þannig fram-
reidd eru hrognin alveg frábær.“
-JJ
““ \
Sumarnám í Englandi
Enn geta örfáir, 15 ára og eldri, bæst í hópinn til
Bournemouth 23. júní nk. ef sótt er um strax.
fiafið samband viö Sölva Eysteinsson, síma 14029,
sem allra fyrst.
v________________________J
l'ilboð óskast í að leggja til og setja upp fólkslyftu í húsið Borgar-
túni 7, Reykjavík, ásamt lyftustokk Sem klæddur er gleri. Lyftan
er vökvadrifin og gengur milli 4ra hæða.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7,
Reykjavík. Tilboð merkt:
„Lyftuútboð 3590/90"
berist á sama stað þar sem þau verða opnuð í viðurvist við-
staddra bjóðenda föstudaginn 25. maí kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
GRÆÐUM ÍSLAND
LANDIÐ OKKAR
Vinningsnúmer í happdrætti
Átaks í landgræðslu
Skrá yfir vinninga í happdrætti Átaks í landgræðslu
sem dregið var í þann 17. júní 1989. Lokafrestur til
að framvísa vinningsmiðum er 17. júní 1990.
Loftorku einbýl ishús kr. 10.000.000,-
87405
Sómabátur
15283
Jeppi Cherokee
96494
Bifreiðar Peugeot 205 kr. 500.000,-
23478 64380 103332 157126 163977 172990
177347 179808 186629
Mótorhjól Suzuki GSX 600 kr. 500.000,-
192114
Vatnshjól Yamaha kr. 320.000,-
87344 105851 153308
Hestar ásamt námskeiði kr. 100.000,-
72445 76962 91315 93752 115928
Heimilistæki að eigin vali kr. 50.000,-
4540 6535 7531 12865 20475 38232
102717 115512 132927 189263
Evrópuferðir m/Flugteiðum kr. 50.000,-
17168 17955 23503 29834 35000 44596
46118 51070 56119 59100 107388 109422
124111 137174 140391 158808 162167 172348
186257 194676
Landið þitt kr. 24.900,-
3407 5286 5630 8083 9717 11436
11614 13401 13821 18032 18664 20901
21379 24000 26518 27113 33418 35950
41246 45803 47248 48242 48271 48697
49510 51928 52657 56865 61401 62830
63281 63418 64019 67405 68515 70208
71007 72993 73729 78019 80106 83200
84294 84549 86851 88173 99018 101630
103840 104653 111758 116761 120932 121948
121984 123281 124734 125972 128475 128611
135104 137280 137792 139814 139977 144144
144236 147414 147725 147773 148704 148957
149417 150938 153529 1 54386 155214 158774
159083 159341 160233 160376 163013 165092
167400 170729 171968 173037 173732 174965
176242 177081 177198 179818 181227 184021
184365 187005 188377 191983
Viningshafar eru beðnir að snúa sér
til skrifstofu Átaks í síma 29711.
LANDSHAPPDRÆTTI
ÁTAKS í LANDGRÆÐSLU
Laugavegi 120, 105 Reykjavík
kr. 2.600.000,-
kr. 2.000.000,-