Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGAIIDAGUR 12. MAÍ 1990. Skák Miklir skákmeistarar eru gjam- an inntir eftir því hvaða skákbók þeir handléku fyrst og hafa margir svipaða sögu að segja, líka þessari: „Ég var vart búinn aö slíta bams: skónum er fóðurbróðir minn gaf mér bók með bestu skákum Capa- blanca og las ég hana spjaldanna á milh, mér til mikils gagns. Kristal- tærar skákir Capablanca höfðu mikil áhrif á mig.“ Enn hefur enginn spurt ritara þessara lína að því hvaða bók hafði mest áhrif á hann í æsku en lesend- um til fróðleiks skal það upplýst að það var bókin „Kóngaveiðar" eftir Englending að nafni Cozens. Líklega hef ég aldrei beðið þess bætur að hafa komist yfir þessa bók en mikil reiðinnar býsn þótti mér hún skemmtileg! í bókinni em 45 sígildar skákir, sú fyrsta tefld 1844. Allar skákirnar eiga það sammerkt að kóngur and- stæðingsins er hrakinn úr fylgsni sínu, sótt að honum úti á miðju borði og látum ekki linnt fyrr en hann er mát! Þannig er nafn bókar- innar til komið, „The King Hunt“. Er ég fletti bókinni núna koma ósjálfrátt upp í hugann myndir af enskum aðalsmönnum á héraveið- um. Þeir sem á annað borö kunna mannganginn vita að skák er lokið er annar kónganna er mát. Því er afar mikilvægt að koma kóngi sín- um í öruggt skjól, þar sem óvina- herinn nær ekki til hans. Um leið er mikið unnið ef tekst að koma óvinakóngnum út fyrir herbúðirn- ar. Mannsfómir í þeim tilgangi eru býsna algengar og oft mjög árang- ursríkar. Skoðum sýnishorn úr bókinni góðu. Skákin er þeim mun merkari fyrir þá sök að þar eigast við tveir snjöllustu skákmeistarar sögunn- ar. Svörtu mönnunum stýrir þýski stærðfræðingurinn Adolf Anderss- en, einhver sókndjarfasti snilling- ur allra tíma, og gegn honum teflir Wilhelm Steinitz, fyrsti opinberi heimsmeistarinn. Skákin er tefld í Baden-Baden 1870 en þá var And- erssen 52ja ára gamall en Steinitz 34ra ára. Fjórum árum áður hafði Steinitz unnið Anderssen óvænt í óopinberu heimsmeistaraeinvígi en í Baden-Baden, þar sem And- erssen sigraði glæsilega, var stund Bandariski stórmeistarinn Lev Alburt fetaði í fótspor „gamla leigumorðingjans frá Breslau," og elti óvinakóng- inn um víðan völl. sem verra er: Nú lendir hvíti kóng- urinn á vergangi. 29. Hdl Dxc5+ 30. d4 exd4+ 31. Kf4 Annars fellur maður óbættur en nú er ljóst aö skammt er til enda- lokanna. 31. - h6 32. Rh3 He8 33. Dd3 g5+ 34. Kf3 g4+ 35. Kg3 Hxe4! 36. Dfl De5 + 37. Kh4 gxh3+ 38. Kxh3 b3+ 39. g3 Hf4! Anderssen vinnur fallega úr stöð- unni eins og hans er von og vísa. Von bráðar dynja nýjar fórnir á hvítu kóngssöðunni! 40. Rxh6+ Kf8 41. Dc4 Hh4+! 42. Kg2 Hxh2+! 43. Kxh2 Dxg3+ 44. Khl Dh3+ 45. Kgl Hg3 + Og þótt hvítur hóti máti í næsta leik gafst hann upp því að eins og lesendur geta sannreynt verður svartur fyrri til. Skákir á borð við þessa hér að framan sjást allt of sjaldan nú á dögum þegar kenningar Steinitz um vamartækni hafa svo til náð fullkomnun. Það var því ekki laust við að skák ein frá stóra opna mót- inu í New York um páskana yljaði mér um hjartarætur. Lev Alburt var þar í aðalhlutverki gegn Maxim Dlugy en báðir eru þeir bandarí- skir stórmeistarar, fæddir í Sovét- ríkjunum. Skákin kom sterklega til greina til fegurðarverðlauna en varð að lúta í lægra haldi fyrir skák Gellers við Dreev, sem birst hefur áður í DV. Sú hafði meira fræðilegt gildi en þessi hér gleður augað ekki síður: Hvitt: Maxim Dlugy Svart: Lev Alburt Benkö-bragð 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 Alburt notar hvert tækifæri sem gefst til að fórna peðinu en bragð þetta, sem áður var kennt við ána Volgu, ber nú nafn bandaríska stórmeistarans Paul Benkö. 4. cxb5 a6 5. f3 g6!? ístað 5. - d6 sem áður hefur sést. Alburt hræðist ekki 6. e5!? en Dlugy tekur ekki áskoruninni. 6. e4 Bg7 7. Ra3!? e6!? 8. d6 0-0 9. Dc2 Db6 10. Be3 axb5 11. Rxb5 Ra6 12. Kf2 Bb7 13. a4 Hfc8 14. Re2? Eftir frumlega taflmennsku verð- ur Dlugy alvarlega á í messunni og ekki verður aftur snúið. Alburt nær nú myljandi sókn. Alburt og Anders- sen á kóngaveiðum - ný og gömul skák með sama stefi hefndarinnar mnnin upp. Anderssen fómaði manni til að afstýra því að Steinitz fengi hrókað og fyrr en varði náði hann öflugri sókn. Um örlög Steinitz í skákinni segir í bókinni góðu: „Hann var neyddur til að fylgjast bjargarlaus með fjömgum dansi kóngsins á fjórtán þeirra sextán reita sem á hans helmingi borðsins eru; og alla leiðina dundu skot gamla leigu- morðingjans frá Breslau við fætur hans.“ Hvítt: Wilhelm Steinitz Svart: Adolf Anderssen Vínartafl 1. e4 e5 2. Rc3 Bc5 Leikimir 2. - Rf6 3. f4 d5 leiða til hefðbundins Vínartafls en nú snýst taflið á hinn bóginn yfir í afbrigði af kóngsbragði, sem var vinsælt á þessum tíma. 3. f4 d6 4. Rf3 RfB 5. Bc4 c6 Nú á dögum er 5. - Rc6 algengara. 6. fxe5 dxe5 7. De2 Rbd7 8. d3 b5 9. Bb3 a5 10. a3 Önnur skák Anderssens frá Bad- Skák Jón L. Árnason en Baden 1870 tefldist 10. a4! b4 11. Rdl Ba6 12. Re3 Db6 (ekki 12. - Rxe4? vegna 13. Rf5!) 13. Rc4 Bxc4 14. Bxc4 og hvítur stendur betur (Blackburne - Anderssen). Leikur Steinitz er síðri. 10. - Db6 11. Rdl a4 12. Ba2 0-0 13. Re3 Mögulegt er einnig 13. Be3, eða hróka stutt í næsta leik. Steinitz hyggst hins vegar blása til sóknar. 13. - Ba614. Rf5?! b4! 15. axb4 Dxb4 + 16. c3 Da517. Rg5 Had818. Df3?! Db6 19. Bbl a3! 20. b4 Hvítur hefur ekki teflt nægilega markvisst á meðan svartur hefur bætt stöðu sína. Eftir 20. bxa3 Db3 fengi hann ógnandi fmmkvæði en eftir textaleikinn virðist hann þurfa að hörfa. En ekki er allt sem sýnist. X X# * ili ifi * & A a A W A & 2 ÍjSl d? a abcde fgh 20. - Bxb4! 21. cxb4 Dxb4+ 22. Ke2 Þar eð 22. Bd2 strandar á 22. - Db2, missir hvítur hrókunarrétt- inn og kóngurinn verður berskjald- aður á miöjunni. En það er langt frá því að svartur eigi vinnings- stöðu þvi að auk þess sem hvítur hótar 23. Bxa3 undirbýr hann 23. Hdl og treysta stöðuna. Nú verður að hafa snör handtök. 22. - a2! 23. Bd2 Db5 24. Hxa2 Rc5 25. Hxa6? Með því aö gefa skiptamun hyggst Steinitz létta á stööunni en þetta er byggt á yfirsjón. Eftir 25. Ha3 er taflið afar tvísýnt. 25. - Dxa6 26. Bb4? X X# A A A A m m a Jl A A & & jl II s abcdefgh 26. - Hb8!! 27. Bxc5 Hb2+ 28. Ke3 Da5! Hótar 29. - Dd2 mát og um leið er biskupinn á c5 í uppnámi. Hvom tveggja veröur ekki forðað en það 8 I X 7 A lii e«W A A4A 5 A 4 A A 3 A& 2 AW A A rwJfcQ 1 X É. 5 ABCDEFGH 14. - Bxe4! 15. fxe4 Rb416. Dbl Rg4 + 17. Kf3 Rxe3 18. Kxe3 c4+ 19. Kf3 Eða 19. Kd2 Bh6 + 20. Kdl De3 og vinnur. 19. - Bh6! 20. Ha3 c3! Laglegt línurof. Sóknin gengur eins og vel smurð vél. 21. Rf4 Bxf4 22. Kxf4 Df2+ 23. Kg4 h5+ 24. Kh3 g5 25. g3 g4+ 26. Kh4 Df6+ 27. Kxh5 Dg6+ 28. Kh4 Kg7! Og hvítur gafst upp. Óverjandi mát með 28. - Hh8 blasir við. \ -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.