Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Side 18
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Veiðihomið Stangaveiðifélag Reykjavíkur: 150 veiðimenn mættu og nýtt píanó var vígt „Síðasta opna hús vetrarins tókst vel og það hafa mætt um 150 veiðimenn sem bíða með óþreyju eftir að veiði- sumariö byrji,“ sagði Stefán A. Magnússon, formaður skemmti- nefndar Stangaveiðifélags Reykja- víkur, en um síðustu helgi var síð- asta opna hús vetrarins. „Jón B. Stef- ánsson vígði eftirminnilega nýtt píanó og var það glæsileg stund. Það var Matthildur Þórðardóttir sem gaf stofnfé til að kaupa þennan glæsilega grip, til minningar um mann sinn, Þórarin Kristjánsson, sem var einn af stofnendum Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Veitt voru Footloose- verölaunin, Guðni Guöbergsson frá Veiðimálastofnun talaði um sumarið Jim Hardy í hópi veiðimanna en hann var sérstakur gestur Stangaveiðifé lags Reykjavikur þetta kvöld. Dorgveiðifélag fslands stofnað á sunnudaginn Dorgveiöifélag íslands verður formlega stofnað í félagsheimili Stangaveiöifélagsins í Austurveri klukkan tvö á sunnudaginn og eru allir velkomnir. Síðustu vikur hafa áhugamenn um dorgveiði safnað undirskriftum víða um land og gengið vel. Er vonast til að sem flestir áhugamenn um dorgveiði mæti á staðinn. -G.Bender og Jim Hardy var sérstakur gestur," einkar áhrifamikil stund en hann sagði Stefán í lokin. spilaði snilldarlega á gripinn. Píanóvígsla Jón Stefánssonar var -G.Bender Gunnar Helgi Hálfdánarson og Sigmar Jónsson ræða um veiði. DV-myndir G. Bender Jón Stefánsson spiiar fyrstu tónana á nýja pianóið sem vígt var í félags- heimiii Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Áhugasamir veiðimenn fyigjast vel með. Þjóðar- spaug DV Eymastór Maður einn hafði eftirfarandi að segja um konu sína: „Það er eins gott að hún Pála min hefur góða heym því eyrun á henni eru svo stór að þar myndi heyrnartæki aldrei tolla.“ Tíu í ensku Fyrir nokkrum árum voru hér á landi margri Ástralíubúar við fiskverkunarstörf. Þeir voru mælandi á enska tungu og gekk mörgum landanum illa að tala við þá, jafnt verkstjórum sem verkamönnum. í einu sjávar- plássi úti á landi hafði verksljór- inn kpmið þeim skilaboðum til eins Ástralans að færa til eitt fiskikar. Er sá ástralski hafði komið sér makindalega fyrir á lyftaranum og gerði sig líklegan til þess að færa til fiskikar sá verkstjórinn að það var rangt kar. Kallaði hann því til hans: „Not this car, my boy. The ot- her car.“ Bæði jafngömul Eldri maður kom eitt sinn til augnlæknis og kvartaði undan lélegri sjón á hægra auga. „Eg fæ ekki betur séö en þetta stafi bara af elli,“ sagði augn- læknirinn. „Því á ég nú bágt með að trúa,“ sagði karl þá, „því ekki veit ég annað en augun á mér séu jafngömul og ég sé ágætlega með því vinstra.“ Út í hött Á framboösfundi fyrir norðan var einum kratanum orðið heitt í hamsi og kallaði hátt fram í sal: „Alþýðuflokkurinn er svarið.“ Heyrðist þá aftarlega úr saln- um: „Ja, þá hlýtur spurningin að vera út í hött.“ Þú sýnir framför, sé ég. Það rétt hreyfðist... Nafn:.......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ]jós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: ■ Finnur þú fimm breytingar? 54 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir firnmtug- ustu og fiórðu getraun reyndust vera: 1. Birna Dýrfjörð, Vogum, 565 Hofsósi. 2. Þórarinn Sigurjónsson, Ásgarðsvegi 4, Húsavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.